Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993 17 Enn um „gapuxahátt“ eftir Sighvat Björgvinsson Formaður BSRB, Ögmundur Jónasson, hefur kveinkað sér undan því að ég hafi kallað framkomu hans í fjölmiðlum gapuxahátt. í kvöldfréttum Ríkisútvaprsins 26. janúar sl. sagði Ögmundur Jón- asson orðrétt: „Fyrst eru lækkuð laun hjá fólki, það var gert nú um áramót. Síðan er gefinn skattaafsláttur til stórfyr- irtækjanna í landinu, sem nemur mörgum þúsundum milljóna. Og nú er verið að rukka fyrir þessum skattaafslætti, sem Eimskipafélag- ið, Kóka kóla og öðrum stórfyrir- tækjum er gefinn, það er verið að rukka fyrir þessum skattaafslætti inni á göngudeildum krabbameins- sjúklinga." Allir landsmenn vita að í tengsl- um við fjárlagaafgreiðsluna var samþykkt að lækka skatta á at- vinnufyrirtæki, fyrst og fremst með niðurfellingu aðstöðugjalda, en hækka í staðinn skatta á einstakl- inga. Þetta var meðal annars gert í samræmi við tillögur þar að lút- andi sem forystumenn úr hópi Keflavík vinnumarkaðarins höfðu kynnt fyrir ríkisstjóminni. Formaður BSRB var að vísu ekki aðili að samráði for- ystumanna aðila vinnumarkaðarins en hann vissi eins og aðrir lands- menn af tillögum þeirra að lækka skatta á atvinnufyrirtæki og hækka skatta á einstaklinga þar á móti og hann vissi líka að sú var af- greiðsla ríkisstjórnarinnar. Að segja að verið sé að rukka skattaaafslátt atvinnufyrirtækja inni á göngudeildum krabbameins- sjúklinga er gapuxaháttur eða ann- að verra. BSRB við sama heygarðshornið Þá virðist BSRB ætla að halda því fram að hvergi hafi verið farið rangt með í fréttatilkynningu BSRB um áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar í lyfjamálum og varðandi sérfræði- lækniskostnað en fréttatilkynningin birtist í blöðunum þriðjudaginn 26. janúar. Af því tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Að beiðni hagfræðings BSRB voru teknar saman í heilbrigðis- ráðuneytinu ítarlegar upplýsingar um hvers eðlis umræddar aðgerðir vom og hverjar væru afleiðingar þeirra. Hagfræðingi BSRB var til- kynnt að hann gæti sótt þær upp- lýsingar í afgreiðslu heilbrigðis- ráðuneytisins föstudaginn 22. jan- úar. Skrifstofur BSRB eru í næsta húsi við heilbrigðisráðuneytið. Upplýsingarnar sem um var beð- ið voru fyrst sóttar miðvikudaginn 27. janúar, síðdegis. Fréttatilkynn- ing BSRB var því samin og gefin út án þess að hirt hefði verið um að nálgast umbeðnar upplýsingar. Rangfærslur Eftirfarandi rangfærslur er m.a. að fínna í umræddri fréttatilkynn- ingu. Látið er í það skína að gjaldtaka á krabbameinsdeildum sé liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það á við engin rök að styðjast. Krabba- meinssjúklingar hafa þurft að greiða göngudeildargjöld á öllum göngudeildum þar sem þeir hafa fengið þjónustu nema á göngudeild ríkisspítala. Fyrir mörgum árum var sú ákvörðun tekin af stjórnend- um ríkisspítala að taka ekki göngu- deildargjöld af krabbameinssjúkl- ingum þó það væri gert annars stað- ar. Þessi ákvörðun endurskoðaði stjórnarnefndin um mitt ár og ákvað þá að undanþágan skyldi falla niður frá og með áramótum 1993 þannig að eftirleiðis yrði tekið göngudeildargjald á krabbameins- deild Landspítalans eins og tekið er á göngudeildum annarra spítala. Þessi aðgerð á ekkert skylt við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um hækkun lyfjakostnaðar og sérfræði- lækniskostnaðar. Yfirlæknir krabbameinsdeildar Landspítalans á nú í viðræðum við stjórnendur spítalans um hvemig þessi gjaldtaka skuli framkvæmd. Það stendur ekki til að taka gjald fyrir geislameðferð. Lyfjakostnaður í fréttatilkynningu BSRB segir orðrétt: „Sjálft krabbameinslyfíð verður Sighvatur Björgvinsson „ Að segja að verið sé að rukka skattaaafslátt atvinnufyrirtækja inni á göngudeildum krabbameinssjúklinga er gapuxaháttur eða annað verra.“ áfram ókeypis en breyting verður á kostnaði sjúklings vegna lyfja við fylgikvillum krabbameinsins, svo sem sýklalyfja, vægum verkjalyfj- um og kvíðastillandi og róandi lyfj- um.“ Þetta er rangt. Með lyfjareglu- gerðinni voru engar breytingar gerðar á greiðslumeðferð sýkla- lyfja. Væg verkjalyf voru flutt til í greiðsluflokki (100 daga skammtur af þeim kostar yfirleitt innan við 1.000 kr.) og hvað kvíðastillandi og róandi lyf áhrærir var sú eina breyting gerð að eitt af þessum lyfjum sem ekki er vanabindandi var flutt úr flokki þeirra lyfja sem sjúklingur greiðir alfarið fyrir sjálf- ur og í flokk þeirra lyfja sem hið opinbera greiðir fyrir á móti sjúkl- ingnum. Það er því rangt að gerð hafi verið sú breyting á meðferð þessara lyfja sem verði til þess óhagræðis fyrir sjúklinga sem látið er að liggja í fréttatilkynningu BSRB. Lyfjakort Þá segir í fréttatilkynningu BSRB: „Enn er ekki ljóst hvort viðkom- andi sjúklingur (krabbameinssjúkl- ingurinn sem dæmi er tekið af) kemur til með að fá áfram lyfja- kort vegna þessara lyfja eins og hann hafði áður eða hvort hann þarf að greiða sum þessara lyfja að fullu.“ í lyfjareglugerðinni er ekki gert ráð fyrir að neinar breytingar verði hvað varðar lyfjakortaafgreiðslu E og O merktra til krabbameinssjúkl- inga og er hér enn farið með stað- lausa stafi í fréttatilkynningu BSRB. Þekkingarbrestur Þá er einnig í fréttatilkynningu BSRB skýrt frá því að þriggja mánaða skammtur 14 lyfja sem til- tekinn sjúklingur tekur geti hækkað úr kr. 2.336,00 í kr. 5.863,00 og jafnvel enn meira. Slík dæmi er sjálfsagt hægt að finna en ekki vegna krabbameinslyfjameðhöndl- unar eins og í fréttatilkynningunni segir. Hins vegar er þess ekki getið í fréttatilkynningunni að það ný- mæli er í reglugerðinni sem öðlast gildi 18. janúar sl., sem ekki var til áður, að Tryggingastofnun ríkis- ins er heimilt að veita sjúklingi sem þarf á mörgum lyfjum að halda sértaka fyrirgreiðslu með því að undanþiggja hann greiðsluskyldu fyrir einhver eða jafnvel öll lyfin, líka þau lyf sem sjúklingar þurfa annars að greiða alfarið sjálfír. Forráðamenn BSRB vita mæta- vel að þeir fóru ekki rétt með tiltek- in atriði í fréttatilkynningunni sem birtist þriðjudaginn 26. janúar sl. Samt ætla þeir að þráast við og halda því fram að þeir standi við allt það sem þeir hafa sagt. Að berja höfðinu við steininn gegn betri vitund er líka gapuxa- háttur. Höfundur er heilbrigðisriðbem. Þingeyingafélagið 20 ára Keflavík. ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ í Keflavík átti 20 ára afmæli nýlega og af þessu tilefni ætlar félagið að halda veglega afmælishátíð í Stapa laugardaginn 6. febrúar í stað hins hins hefðbundna þorrablóts sem félagið hefur staðið að undanfarin 17 ár. Að sögn Kristínar Jónsdóttur eins Suðurnesjum í nafni Þingeyingafé- stjórnarmanns í Þingeyingafélaginu voru það 39 brottfluttir Þingeyingar sem komu saman í Keflavík 14. jan- úar 1973 til að stofna félagið og var Páll Jónsson fyrsti formaður þess. Félagsmönnum fjölgaði ört og verið ákaflega virkir. Þar má nefna félags- vist og eldri dönsum en þessi starf- semi er fyrir löngu orðin þekkt á lagsins. Ekki má heldur gleyma hin- um þekktu þorrablótum sem félagið hefur haldið á hverju ári. AUur ágóði af starfsemi félagsins hefur verið látinn renna til líknar- mála eða þangað sem þörfin er talin mest hveiju sinni. Núverandi formað- ur er Oddgeir Björnsson. -BB EINSTAKT TILBOÐ! ALLTAÐ AFSLÁTTUfí Seljum næstu daga skápa og húsgögná stórlækkuðu verði. Lítíð útlitsgallaðir fataskápar með miklum afslætti. <s Landsbyggðarþjónusta: Tökum við símapöntunum og sendum um land allt VISA 4^? Opið: 9-18 virka daga 10-16 laugardaga Visa raðgreiðslur í allt að 18 mán., engin útborgun. AXIS AXIS HUSGOGN HF. SMIÐJUVEGI9. KÓPAVOGI SÍMI: 43500 FAX 43509.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.