Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
Vistvænna mal-
bik hér í sumar
Bjóða átti verkið út, segir Gunnar Birgisson
MALBIK er framleitt með vistvænni aðferðum í nágrannalöndum okk-
ar en tíðkast hefur hérlendis. Vegagerð ríkisins hyggst semja við norska
fyrirtækið Veidekke um að kynna þessa tækni hérlendis og starfa hér
að malbiksframleiðlu í sumar. Gunnar Birgisson, framkvæmdastjóri
Klæðningar hf., telur óeðlilegt að íslenskum verktökum gefist ekki
kostur á að bjóða í verkið.
Ný aðferð
Hér er um að ræða nýja aðferð
til malbiksframleiðslu, svonefnda
bikþeytu, sem lítið hefur verið feng-
ist við hér á landi. „Malbik sem fram-
leitt er með þessari aðferð er vist-
vænna en það sem framleitt hefur
verið hér og hefur aðferðin því orðið
ofan á erlendis," sagði Rögnvaldur
Jónsson, umdæmisverkfræðingur hjá
Vegagerð ríkisins, í samtali við
Morgunblaðið. Rögnvaldur sagði að
hingað til hefði mengandi leysiefni
verið notað til að þynna bikið en
þessi aðferð byggðist á því að bikið
væri leyst upp í vatni með þeytara
en síðan blandað steinefnunum. Bik-
þeytuna þyrfti að framleiða í stöð
og væri sú tækni ekki tiltæk hérlend-
is.
„Við hyggjumst gera svokallaðan
þróunarsamning við norska fyrirtæk-
ið Veidekke um að þeir komi hingað
með sína þekkinu og annist fram-
leiðslu efnisins í sumar. Með þessu
móti geta verktakar hér kynnt sér
þessa tækni og náð tökum á henni.
Þannig verður þessi þekking eftir í
landinu og íslenskir verktakar geta
annast þennan verkþátt í framtíð-
inni,“ sagði Rögnvaldur.
Ætti að bjóða verkið út
„Við erum alfarið á móti því að
Vegagerðin semji um verk við er-
lenda aðila án þess að þau hafi fyrst
verið boðin út innanlands," sagði
Gunnar Birgisson, framkvæmda-
stjóri Klæðningar hf. „Þótt íslenskir
verktakar hafí ekki tileinkað sér
þessa verktækni væri þeim í lófa
lagið að fá erlenda aðila með sér í
málið. Það er enn ekki ljóst hve stór
hiutur Veidekke verður í þessu verki
en þama er verið að bijóta þá reglu
að íslenskir verktakar skuli hafa rétt
til að bjóða í verk áður en farið er
í samninga við erlenda aðila.“
Ljósmyndamaraþonið hefst á morgun
Undirbúningur fyrir ljósmyndamaraþon Stúdentaráðs Háskóla íslands stendur nú sem hæst og hefst það
í fyrramálið klukkan 11.1 gær höfðu fjölmargir stúdentar við Háskólann látið skrá sig, en hægt er að skrá
sig allt fram á síðustu stundu. Á myndinni eru tveir ungir stúdentar að undirbúa maraþonið og hengja
upp auglýsingar í anddyri Háskólans. Þeir eru Hafsteinn Hafsteinsson til vinstri og Karl Pétur Jónsson.
Styrktaraðilar ljósmyndamaraþonsins eru Búnaðarbankinn, Hans Petersen hf og Morgunblaðið.
Námskeið Menningar- og fræðslusambands alþýðu fyrir atvinnulausa
Verður að vera bjartsýim
þrátt fyrir atvinnuleysið
segir Guðmundur R. Ölafsson félagi í VR
MENNINGAR- og fræðslusamband alþýðu hefur staðið fyrir námskeið-
um fyrir atvinnulausa að undanförnu. Námskeiðunum er skipt í svoköll-
uð kjarnanámskeið, öðru nafni námskeið í sjálfsstyrkingu og mannleg-
um samskiptum, og almenn námskeið í tölvunotkun, tungumálum og
bókfærslu svo dæmi séu nefnd og hafa nemendur látið afar vel af
þeim að sögn Ásmundar Hilmarssonar fræðslufulltrúa. Guðmundur
R. Ólafsson félagi í VR, sem sótt hefur þijú námskeið MFA, hrósaði
námskeiðunum í samtali við blaðamann Morgunblaðsins og hvetur at-
vinnulausa eindregið til að notfæra sér þau.
Ásmundur sagði að MFA hefði
fengið fé úr starfsmenntasjóði fé-
lagsmálaráðuneytisins til þess að
halda námskeið fyrir atvinnulausa
og væri það nú gert í tengslum við
stéttarfélögin. Hefðu meðal annars
verið haldin námskeið fyrir félags-
menn í Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur og Dagsbrún.
Kjarnanámskeið í 5 hlutum
Annars vegar sagði Ásmundur að
um væri að ræða svokölluð kjama-
námskeið, 5 kennslustundir á dag í
jafn marga daga. Námskeiðunum
væri skipt í fimm hluta og væri byij-
að á því að fara í sjálfsstyrkingu þar
sem m.a. væri farið í atriði sem
treystu sjálfsmynd fólks eða byggðu
hana upp ef hún hefði hrunið.
Næst er fjailað um atvinnuum-
sóknir. „Við förum þá yfir þau atriði
sem hafa þarf í huga þegar farið er
í atvinnuviðtal eða þegar sótt er
skriflega um starf,“ sagði Ásmúndur
og benti á að algengt væri að fólk
gleymdi að taka fram þekkingu sína,
t.d. varðandi tölvur, eða reynslu sem
það hefði aflað sér.
Á eftir er stuttlega farið í atvinnu-
leysistryggingar, réttindi og skyldur
atvinnulausra, en að því loknu fjár-
mál heimiianna. Mannleg samskipti
er síðan yfirskrift síðasta hluta nám-
skeiðsins. „Er þá m.a. farið yfir það
að kunna að hlusta og taka eftir því
sem aðrir segja, að taka við gagn-
rýni, hvernig hægt er að sýna að
maður sé ósammála einhveiju, láta
í ljós að einhver hafí gert vel eða
biðja bónar,“ sagði Ásmundur.
Hann bætti við að auk þessara
kjamanámskeiða væri reynt að halda
annars konar námskeið og nefndi þá
tölvunámskeið fyrir byijendur og
lengra komna, námskeið í meðhöndl-
un og geymslu matvæla, ensku, is-
lensku og bókfærslu.
Svartsýni og doði
Einn af þeim sem hafa nýtt sér
námskeið MFA er Guðmundur R.
Ólafsson félagi í VR. Hann viður-
kennir að það hafí verið erfítt að
rífa sig upp til að fara á fyrsta nám-
skeiðið en segist nú hafa farið á
þijú námskeið, kjarnanámskeið og
tvö tölvunámskeið. „Það þýðir ekkert
annað en að vera bjartsýnn þrátt
fyrir atvinnuleysið. Eg hef séð að
svartsýni og doði hellist yfír suma
sem eru heima. Fólk tapar engu á
því að koma hingað, heldur græðir
helling. Hér er aðstaðan fín, andinn
góður og kennaramir góðir,“ segir
Guðmundur.
Hann segir að námskeiðin hafí
veitt sér aukið sjálfstraust og bendir
jafnframt á gildi þess fyrir atvinnu-
lausa og fara út og eiga samskipti
við annað fólk. „Svo er það líka þekk-
ingin, hún kemur alltaf til góða. Ég
segi það til dæmis sjálfur sambandi
við tölvurnar að ég lít svo á að þekk-
ing á þeim veiti mér aukna mögu-
leika í starfi," segir Guðmundur og
ítrekar að hann mæli með því að
fólk nýti sér námskeiðin.
Skilningsleysi gagnvart
atvinnulausum
Guðfínnur Traustason, leiðbein-
andi Guðmundar á framhaldsnám-
skeiði í tölvunotkun, sagði að áður
hefði atvinnuleysi oft verið tengt
ákveðnum félagslegum vanda, en nú
gætu allir orðið atvinnulausir. Hins
vegar sagði hann að sennilega væru
það þeir sem mestur töggur væri í
sem kæmu á námskeið MFA til að
bæta við þekkingu sína. Sumir hefðu
eflaust ekki haft tíma, aðstöðu eða
peninga til að fara á námskeið af
þessu tagi áður.
Guðmundur og Guðfínnur voru
sammála um að þrátt fyrir mikið
Ef fólk vill
sjálfu sér vel
„Ef fólk vill sjálfu sér vel og koma
í veg fyrir að það lokist alveg inni
á það að rífa sig af stað og fara út
á meðal fólks,“ segir Guðmundur
R. Olafsson sem verið hefur at-
vinnulaus í 6 mánuði. Hann segist
sjálfur hafa fengið mikla hvatningu
til að fara á fyrsta námskeiðið.
atvinnuleysi ríkti almennt skilnings-
leysi gagnvart aðstöðu atvinnuleys-
ingja í þjóðfélaginu. „Fólk spyr: Hvað
er að hjá þér? Af hveiju færðu þér
ekki vinnu? Og þú ert kannski búinn
að rölta um bæinn allan daginn til
að leita að vinnu, leggja inn umsókn-
ir sem kannski ekki einu sinni er
svarað," segir Guðmundur.
Afmæliskveðja
Friðjón Þórðar-
son sýslumaður
Friðjón Þórðarson sýslumaður
Dalasýslu, fyrrum alþingismaður og
dóms- og kirkjumálaráðherra, verður
sjötugur í dag, 5. febrúar.
Allir sem Friðjón Þórðarson þekkja
vita að hann er Dalamaður, fæddur
á Breiðabólsstað á Fellsströnd, þar
sem hann ólst upp hjá foreldrum sín-
um og hefur ekki slitið þá taug sem
hann fléttaði í uppvextinum við
heimabyggðina. Foreldrar Friðjóns
voru Steinunn Þorgilsdóttir og Þórð-
ur Kristjánsson bóndi og hreppstjóri
á Breiðabólsstað.
Eftir stúdentspróf stundaði Frið-
jón nám við lagadeild Háskóla ís-
lands og lauk þaðan embættisprófi
1947. Eftir það hóf hann störf sem
lögfræðingur, m.a. sem fulltrúi lög-
reglustjórans í Reykjavík.
Hinn 1. mars 1955 var Friðjón
skipaður sýslumaður í Dalasýslu og
í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
1965. Gegndi hann því embætti til
ársins 1975.
Árið 1956 var hann fyrst kjörinn
á Alþingi, þá fyrir Dalasýslu sem
landskjörinn alþingismaður, og sat
til ársins 1959. Þingmaður Vestur-
landskjördæmis var hann kjörinn
1967 og gegndi þingmennsku fyrir
Sjálfstæðisflokksinn allt til ársins
1991, er hann dró sig í hlé frá stjóm-
málum eftir langan og farsælan fer-
il. Friðjón hafði þá setið á 31 þingi
og sem dóms- og kirkjumálaráðherra
í ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens
1980-1983. Árið 1991 tók hann við
embætti sýslumanns Dalasýslu og
hefur gegnt því síðan.
Það sýnir einstaka tryggð við
heimabyggðina, Dalasýslu, að Frið-
jón tók við embætti sýslumanns
Dalamanna eftir að hann hætti þing-
mennsku. Eftir langa setu á Alþingi
hefði mátt ætla að vilji hans stæði
til þess að draga sig í hlé frá erli
og skyldum embættisverka og njóta
þess að fara um kjördæmið óþvingað-
ur af skyldum þingmannsins eða
embættismannsins og gleðjast með
sínu fólki að loknu góðu dagsverki
í kjördæminu. En hann kaus að láta
Dalabyggð njóta starfskraftanna.
Auk embættisstarfa og þing-
mennsku hefur Friðjón starfað í
bankaráði Búnaðarbankans, í stjórn
Sementsverksmiðjunnar, í stjórn
Bmnabótafélags íslands og sinnt
ýmsum fleiri trúnaðarstörfum sem
hann hefur tekist á hendur.
Friðjón kvæntist 28. október 1950
Kristínu Sigurðardóttur en hún er
látin. Þeim varð fimm barna auðið.
Þau era: Sigurður Rúnar, mjólkur-
bússtjóri í Búðardal, Þórður forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, Lýður forstjóri
Coca Cola i Noregi, Helgi Þorgils
myndlistarmaður í Reykjavík og
yngst Steinunn flugfreyja í Hafnar-
fírði. Árið 1992 kvæntist Friðjón
Guðlaugu Guðmundsdóttur.
Á þessum tímamótum senda sjálf-
stæðismenn á Vesturlandi Friðjóni
kveðjur og þakklæti fyrir marghátt-
uð störf hans í þágu Vestlendinga
fyir og síðar.
í stjómmálum, sem og á öðram
vettvangi þjóðlífsins, skiptast á skin
og skúrir. Og trúlega er það þannig
hjá flestum stjórnmálamönnum að
þeir eiga allt sitt undir „sól og regni
kjósenda" og framvindu í flokknum
og leggja allt undir svo fylgja megi
fram hugsjónum, vonum og vilja til
umþóta á sem flestum sviðum.
Á löngum ferli Friðjóns á vett-
vangi stjórnmálanna hafa vafalaust
fleiri dagar verið sólríkir þegar litið
er um öxl. Hann naut þess að hafa
sterkan kjarna stuðningsmanna sem
stóðu með sínum manni á hveiju sem
gekk. Óhætt er að segja að Friðjón
hafí notið trausts bæði meðal sam-
heija sinna og andstæðinga í stjórn-
málum.
Eftir langan starfsferi! Friðjóns
er af mörgu að taka ef minnast ætti
einstakra viðfangsefna. Það verður
ekki gert í stuttri afmæliskveðju en
störf hans sem sýslumanns, þing-
manns og ráðherra marka spor í
sögu byggðanna á Vesturlandi.
Ég og íjölskylda mín árnum Frið-
jóni allra heilla í tilefni afmælisins.
Sturla Böðvarsson.