Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
21
Utanríkisráðherra um aðild að EB
Þróun í Evrópu
berst til Islands
tíu árum síðar
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMNINGURINN um Evrópska efnahagsvæðið, EES, uppfyllir efna-
hagslegar þarfir en ef íslendingar vilja taka þátt pólitískri mótun
Evrópu næst það aðeins með aðild að Evrópubandalaginu, EB, að
sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrikisráðherra. Þetta kom fram
á blaðamannafundi er haldinn var í Kaupmannahöfn að loknum viðræð-
um hans við Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Dana, sem nú
eru í forsvari fyrir EB. Jón Baldvin sagði að ástæða þess að íslending-
ar hefðu ekki sótt um EB-aðiId væri sú að þeir virtust yfirleitt vera
um áratug á eftir meginlandsþjóðunum í Evrópumálunum.
Helveg Petersen sagði að það
væri hlutverk Dana að ræða alþjóða-
mál við EFTA-löndin fyrir hönd EB
og viðræðurnar nú væru þáttur í því
hlutverki. A dagskránni var þróunin
í löndum fyrrverandi Júgóslavíu,
Miðausturlönd, nýfijálsu ríkin í Mið-
og Austur-Evrópu auk EES-samn-
ingsins. Hann sagðist telja að mikil-
vægur áfangi hefði náðst sl. mánu-
dag er ráðherranefnd EB fékk um-
boð til að semja við EFTA-ríkin þótt
Sviss hefði hætt við. Spánveijar
hafa krafist þess að framlag EFTA
til sérstaks þróunarsjóðs verði
óbreytt þrátt fyrir brottfall Sviss-
lendinga.
Danir flýti fyrir EES
Ráðherrann sagðist ekki hafa
áhyggjur af öðrum kröfum Spán-
veija því að allt sem snerti t.d. land-
búnað og fiskveiðar, væri utan við
samninginn.
Jón Baldvin sagði að þau EFTA-
ríki sem sótt hefðu um aðild að EB
litu á EES-samninginn sem mikil-
vægt öryggisnet því að reynslan
sýndi að samningar við EB tækju
langan tíma. Ekki væri heldur hægt
að treysta að aðild að EB fengist
samþykkt heima fyrir. Jón Baldvin
sagðist hafa beðið Dani að þrýsta á
um að staðfesting samningsins
drægist ekki úr hömlu. Seinkun
skipti verulega máli fjárhagslega
fýrir EFTA-þjóðirnar.
ísland og EB
Jón Baldvin sagðist hafa þá sann-
færingu að þróun á meginlandi Evr-
ópu næði yfirleitt til íslands áratug
síðar, þetta hefði m.a. átt við um
aðild íslands að EFTA. Þess vegna
væri EB-aðild ekki á dagskrá. Hel-
veg Petersen sagði aðspurður að
íslendingar yrðu sjállfir að gera upp
hug sinn en of snemmt væri að segja
nokkuð um það hvernig hugsanleg-
um sérkröfum íslendinga í aðildar-
viðræðum yrði tekið. Það væri á hinn
bóginn stefna dönsku stjórnarinnar
að taka ætti tillit til sérstöðu ein-
stakra landa enda hefðu þeir sjálfir
náð fram slíkum atriðum varðandi
Ma.astricht-samninginn.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón Baldvin að hann væri víst eini
íslenski flokksformaðurinn sem hefði
gert tilraun tii að fá því framgengt
íslensk stjórnvöld könnuðu og fylgd-
ust með EB-umsóknum hinna Norð-
urlandanna. Tillagan hefði hlotið
óblíðar undirtektir.
Hætt við bensín-
lækkun vegna
hækkunar dollara
HÆKKUN Bandaríkjadals um og eftir síðustu helgi jafnhliða ein-
hverri hækkun á bensíni á heimsmarkaði eyddi því svigrúmi sem Olíu-
félagið Skeljungur hf. hafði til að lækka útsöluverð á bensíni, að sögn
Kristins Björnssonar forstjóra. Hann segir að stjórnendur félagsins
hafi þess vegna orðið að draga til baka áform um lækkun síðastliðinn
mánudag.
Galileo á íslandi
gjaldþrota
Skuldir um
20 milllj. kr
GALILEO á íslandi hf. var úr-
skurðað gjaldþrota í Héraðsdómi
Reykjavíkur sl. miðvikudag. Fyr-
irtækið sá um rekstur og upp-
setningu á alþjóðlegu flugbókun-
arkerfi hér á landi. Skuldir fyrir-
tækisins eru taldar nema um 20
milljónum kr.
Eignir eru taldar óverulegar.
Eigendur fyrirtækisins voru Örvar
Sigurðsson og Galileo í Danmörku
og var eignarhlutur þessara aðila
því sem næst jafn. Helstu kröfuhaf-
ar eru Galileo í Danmörku og Gjald-
heimtan.
Bústjóri þrotabúsins er Brynjólf-
ur Kjartansson hrl. og kröfulýsing-
arfrestur rennur út í byijun aprfl.
Fjórar ferðaskrifstofur, Ferða-
skrifstofa íslands, Ferðaskrifstofa
Reykjavíkur, Ratvís og Samvinnu-
ferðir-Landsýn hf., höfðu gert
samning um uppsetningu á farbók-
anakerfinu Galileo.
Kristinn sagði að vegna verðlækk-
unar á bensíni á heimsmarkaði hafi
Skeljungur verið búinn að ákveða
lækkun útsöluverðs fyrir mánaða-
mótin. Vegna óróa á heimsmarkaði
í lok vikunnar var ákveðið að bíða
með verðbreytinguna til mánudags.
Kristinn sagði að Bandaríkjadalur
hefði hækkað um 1,30 kr. um helg-
ina, farið í 64,60 kr. og væri nú um
65 kr. Það, ásamt hækkun heims-
markaðsverðs á bensíni, hefði eytt
svigrúmi til verðlækkunar.
Sagði Kristinn að forsendurnar
væru alltaf í skoðun og myndi verð-
ið lækka um leið og skilyrði sköpuð-
ust til þess.
Loðnuskip að veiðum
4 febrúar 1993
Að auki var eitt skip statt norður við
Langanes og 7 skip voru
stodd í höfn.
Síðu- j
grunnj
|_ Skníðsgrunn
Hralbaks- J
grunn /
Papa- N /
. grunn
Löndunarbið er
á Austfjörðum
MIKIL loðnuveiði hefur verið við Austurland og hafa um 50 þúsund
tonn af loðnu borist á land. Um 30 bátar hafa verið á miðunum og
lönduðu flestir á Austfjarðahöfnum. Sex bátar lönduðu í Vesmannaeyj-
um. Fyrsta loðnan barst á land á Höfn í Hornafirði í gær og Höfrungur
AK landaði á Akranesi.
Að sögn Hákons Magnússonar
skipstjóra á Húnaröst RE var loðnan
þétt og veiðin best nokkrar mílur
suður af Hornafirði í gær. Útlit
væri fyrir góða loðnuveiði en spáð
var versnandi veðri á miðunum í
dag. Hákon sagði að nú væri löndun-
arbið á Austfjarðahöfnum og færu
bátar að landa á höfnum norðan-
lands ef veiðin héldist.
Verðið 3.600 til 4 þúsund kr.
Sex bátar lönduðu í Vestmanna-
eyjum í gær. Jón Finnsson RE land-
aði rúmlega 1.000 tonnum og sagði
Guðlaugur Jónsson skipstjóri að sigl-
ingin hefði tekið um 15 tíma. „Það
var hvöss vestanátt á móti mest af
leiðinni og mikill sjór. Við fengum
4 þúsund krónur fyrir tonnið í Vest-
mannaeyjum en þeir hafa verið að
fá 3.600 til 3.800 krónur fyrir tonn-
ið á Austfjarðahöfnum," sagði Guð-
laugur. Hann sagði að loðnusjómenn
væru óhressir með verðið sem hefði
verjð óbreytt undan undanfarin ár.
Ófært hefur verið um Horna-
fjarðarós að undanförnu þar til í gær
en þá lönduðu Þórshamar GK og
Húnaröst RE um 2.000 tonnum þar.
Að sögn Bjöms Traustasonar verk-
stóra hjá Oslandi hf. á Höfn hefst
loðnubræðsla þar um helgina og er
afkastageta verksmiðjunnar um 400
tonn á sólarhring.
Kjaramálin
rædd á for-
mannafundi
ASÍ í dag
FUNDUR formanna verkalýðsfé-
laga innan vébanda Alþýðusam-
bands íslands verður haldinn í
dag í Sóknarsalnum við Skipholt
og hefst klukkan 13.
Fundinn sækja formenn verka-
lýðsfélaga alls staðar að af landinu
og er honum ætlað að taka ákvarð-
anir um næstu skref í kjaramálum,
en langflest verkalýðsfélög hafa
sagt upp kjarasamningum sínum
og kjarasamningar annarra renna
sitt skeið um næstu mánaðamöt.
Ærbai'
að Ósi í
óveðrinu
Bíldudal.
í ÓVEÐRINU á mánudag
bar ein ær á bænum Ósi og
er það sú níunda frá jóladag
síðastliðnum.
Það er því líflegt í fjárhúsun-
um á Ósi. Lömbin eru að nálg-
ast annan tuginn. Þorbjöm
Pétursson bóndi segist búast
við að 10 ær eigi eftir að bera
í vetur en það er talsvert minna
en í fyrra, þá urðu þær 31 tals-
ins. R. Schmidt
KIRKJUHÚSIÐ ER í KIRKJUHVOU
GEGNT DÓMKIRKJUNNI
Fermingarvörur í úrvali - Fjölbreytt úrval gjafavöru og bóka
Biblíur og sálmabækur með eða án gyllingar - Prentum á servíettur