Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 22

Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Danmörk og Maastricht Þjóðar- atkvæðið verður 18. maí Páfi heimsækir Afríku í tíunda sinn Reuter Jóhannes Páll páfi fór á miðvikudag í tíundu ferð sína til Afríku og ætl- un hans er að minna umheiminn á þessa fátækustu álfu heims. Páfi heim- sækir fyrst Benin og flutti ræðu þar sem hann fordæmdi ofbeldisverk stjómarhermanna í nágrannaríkinu Togo, sem hafa valdið algjörum glund- roða í landinu. Páfi heimsækir síðar Úganda og Súdan. Myndin var tekin í gær þegar hann ræddi við leiðtoga múslima í borginni Parakou í Benín. Forsætísráðherra Breta varpar fram umdeildri hugmynd Fólk vinní fyrir atvinnuleys- isbótum í þágu samfélagsins Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttarítara Morgfunblaðsins. DANSKA stjórnin, sem hyggst beita sér fyrir að Danir samþykki aðild að Maastricht-samkomulag- inu með dönskum varnöglum, hef- ur orðið fyrir alvarlegu áfalli. Þriðja stærsta aðildarfélag danska alþýðusambandsins hefur neitað að veita þvi samþykki sitt. Nú hefur verið ákveðið að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um Maastricht 18. maí. Þriðja stærsta félagið í alþýðusam- bandinu er félag opinberra starfs- manna. Um 90 prósent stjóm- armanna þess eru jafnaðarmenn. Þrátt fyrir að stuðningur við Maas- tricht-samkomulagið sé eitt af meg- inmálum flokksins hefur stjóm starfsmannafélagsins ekki séð sér fært að hvetja félaga til að greiða því atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra sagði eftir niðurstöðuna að mikilvægt væri að skýra gildi dönsku sérákvæðanna. Ýmsir af for- ystumönnum alþýðusambandsins hafa tekið undir þau orð. Sósíalíski þjóðarflokkurinn er ekki einhuga í stuðningi sínum. Holger K. Nielsen, formaður hans, fékk því framgengt við stjómina að í þingtil- lögum um atkvæðagreiðsluna segi að þær feli i sér danska langtíma- stefnu í EB-málum, þ.e. að vamagl- amir muni halda. Með þessu vonast hann til að draga úr gagnrýni í eigin flokki. Viðbótin kemur sér illa fyrir mið-demókrata, sem sitja í stjóm, því þeir hafa viðrað þá skoðun að Danir eigi ekki að binda sig nú með sérákvæðum sínum. Venstre og íhaldsflokkurinn vildu báðir hafa atkvæðagreiðsluna í lok apríl, svo að nægur tími gæfíst til að kynna samkomulagið. Eftir sem áður styðja þessir tveir flokkar dönsku sérákvæðin sem þeir áttu þátt í að semja um. DEILA hefur blossað upp í Bret- landi vegna ummæla Johns Maj- ors forsætisráðherra þess efnis að hugsanlegt væri að atvinnu- leysingjum yrði gert að taka að sér einhvers konar störf í þágu samfélagsins fyrir atvinnuleys- isbæturnar. Major varpaði þessari hugmynd fram á fundi með forystumönnum íhaldsflokksins í fyrrakvöld. „Ég velti því æ meira fyrir mér hvort sú stefna að greiða atvinnuleysis- bætur án þess að bjóða eða krefj- ast einhvers konar starfa í staðinn sé til góðs fyrir atvinnulausa og samfélagið," sagði ráðherrann. „Við verðum auðvitað að tryggja að þessi störf auki möguleika fólksins til að fá atvinnu og séu til hagsbóta fyrir Bretland." Major sagði að sijómin hefði þegar fylgt þessari stefnu að tak- mörkuðu leyti með því að bjóða atvinnulausu fólki endurmenntun. „Ég tel að við verðum að kanna leiðir til að ganga lengra." Dagblaðið Daily Mail sagði að ummæli Majors bentu eindregið til þess að stjórnin væri að undirbúa kerfi að bandarískri fyrirmynd þar sem fólki sem þæði atvinnuleysis- bætur yrði gert að taka að sér störf í þágu samfélagsins. Bresk dagblöð birtu forsíðufréttir um ræðuna með fyrirsögnum eins og: „Vinnið fyrir bótunum“ og „Þeir sem ekki vinna fá engar bætur“. Porystumenn Verkamanna- flokksins gagnrýndu ræðuna og sögðu að Major hefði gert lítið úr erfiðleikum atvinnuleysingja. „Hann lét ekki í ljós neina samúð eða skilning á raunum þess fólks sem hann hefur dæmt til að bíða í löngum röðum eftir bótum,“ sagði Donald Dewar, talsmaður Verka- mannaflokksins í tryggingamál- um. Breskir embættismenn reyndu að lægja öldurnar og sögðu að forsætisráðherrann væri aðeins að reyna að koma af stað umræðu um leiðir til að aflétta atvinnuleys- isbölinu. Þijár milljónir Breta eru nú án atvinnu, eða 10,5% vinnu- færra manna. 5-10 km breið ljóskeila Rússa lék um íbúa Suður-Frakklands Stjömufræðingar segja Ijós- mengunina þegar of mikla RÚSSUM tókst í gær fyrstum manna að varpa sólarljósi til jarðar með geimspegli sem þeir komu á braut í 340 kílómetra hæð yfir jörðu í fyrrinótt. Fjölmargir urðu vitni að því er 5-10 km breið ljóskeila færðist yfir suðurhluta Frakklands og lék um þá íbúa sem risið höfðu árla úr rekkju til að fylgjast með henni. Einnig sást keilan í rannsóknarstöð á hæsta tindi Þýskalands, Zugspitze og í Prag, en vegna skýjahulu yfir Mið-Evrópu sást hún ekki í mörgum borgum álfunnar sem hún fór yfir. Að sögn breska blaðsins Daily Telegraph er geimspegill Rússa 25 metrar í þvermál. Vísindamenn eystra vonist til að hægt verði að lýsa landsvæði upp til að auðvelda björgun- arstarf þegar stórslys eða náttúruhamfarir eigi sér stað. Einnig að auka megi dagsbirtu í borgum á norðlægum slóðum og þar með draga úr raforkuþörf. Fram kemur í Daily Telegraph að Rússar hyggist koma um 100 speglum á braut í rúm- lega 1.500 kílómetra hæð svo þeir geti lýst upp hvaða svæði jarðar sem er. Yrði speglun- um fjarstýrt frá jörðu. í fréttum Reuters-fréttastofunnar í gær sagði að spegillinn hefði verið sendur á braut með svonefndu Progress-geimfari og hefði hann opnast eins og regnhlíf klukkan 5:22 að íslenskum tíma í fyrrinótt og varpað strax birtu til jarðar. Talsmenn sovésku geimferða- stofnunarinnar sögðu tilraunina hafa tekist fullkomlega og geimfarar um borð í MÍR- geimstöðinni hefðu fest fyrirbærið á filmu. Sjónarvottar í Frakklandi lýstu því hvernig tvær ljóskeilur færðust yfír landið í norðurátt frá Pýrenneafjöllum örlítið hraðar en farþega- flugvél. Ætlun Rússa var að keilumar mynd- uðu ljóshjúp svo mönnum fyndist þeir vera i ljósaskiptum en ekki svartamyrkri nætur. Sjónarvottar í Toulouse sögðu að það hefði ekki gerst og keilan verið það veik að hún hefði ekki lýst upp það svæði sem hún fór yfir. Stjörnufræðingar óhressir og búast við mótmælum „Það hefur lengi verið vitað að það væri mögu'.egt að varpa sólarljósi til jarðar," sagði Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur í samtali við Morgunblaðið. „Bandaríski herinn hafði uppi áætlanir um að gera þetta í Víet- namstríðinu. Ætlaði að lýsa upp skóglendi Víetnams varanlega að næturlagi. Einnig ætluðu Frakkar að halda upp á 200 ára bylt- ingarafmælið með því að setja uppi geimlýs- ingu. En sem betur fer var komið í veg fyrir þessar áætlanir og ég vona að komið verði í veg fyrir þá rússnesku einnig. Mér kæmi ekki á óvart þó mikil mótmæli gegn þeim færu á stað,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að miðlun sólarbirtu til jarð- ar myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir lífríkið, dýralíf og plöntur sem háð væru ákveðinni sveiflu í birtu dags og nætur. Þó sagðist hann telja mjög ólíklegt að birtumiðl- unin hefði áhrif á veðurfar. Aðspurður sagði Þorsteinn það ekki tækni- lega mögulegt í dag að lengja vaxtartíma gróðurs á íslandi með ljósspeglun af þessu tagi. Til þess þyrfí gífurlega mikið ljósmagn. Þorsteinn sagði að tilraunir af þvi tagi sem Rússar stæðu nú fyrir myndu auka á ljósmeng- un á jörðinni. „Ljósmengun er orðin mikil um allan heim vegna raflýsingar. Hún er nú þeg- ar mjög alvarlegt vandamál meðal stjömu- fræðinga. Þeir þurfa á því að halda að himin- inn sé dimmur til að gera mælingar, svo hægt sé að stunda stjörnufræði." Þorsteinn sagði að lokum að það kynni að hljóma ákaflega vel að hægt væri að miðla Ijósi til jarðarinnar og t.d. stytta skammdegið í Síberíu. „Ég dreg í efa að af slíku verði. Ókostimir yrðu miklu meiri en kostirnir. Það er erfiðara að koma varanlegri lýsingu við norðar á hnettinum en sunnar".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.