Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
gjp SUOA.CT 'T8Ö3 T
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
ff QO
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Gjaldtaka án
kerfisbreytingar?
Ríkisstjómin, sem nú situr,
hefur beitt sér fyrir vem-
legu aðhaldi í útgjöldum vegna
heilbrigðis- og menntakerfis
landsmanna. Flestir em vænt-
anlega sammála um að þetta
hafi verið nauðsynlegt. Ein
þeirra aðferða, sem ríkisstjómin
hefur notað til að brúa bilið í
ríkisíjármálunum, er hækkun
þjónustugjalda, einkum í heil-
brigðiskerfinu en einnig að
nokkm marki í menntakerfinu.
Ekki fer á milli mála að slík
gjaldtaka eflir vitund almenn-
ings um hinn raunvemlega
kostnað við opinbera þjónustu.
Hins vegar má spyija, hvort
gengið hafi verið of langt í gjald-
töku á sumum sviðum og* hvort
ástæða hefði verið til að gera
breytingar á hinu opinbera kerfi,
samfara gjaldtökunni, sem gerði
það að verkum að almenningur
sætti sig betur við hana en raun
er á.
Morgunblaðið hefur á undan-
fömum missemm rætt um nauð-
syn þess að taka upp notenda-
greiðslur í takmörkuðum mæli
fyrir heilbrigðisþjónustu. Blaðið
hefur hins vegar lagt áherzlu á
tvennt varðandi útfærslu þeirrar
gjaldtöku; annars vegar að hún
væri tekjutengd og hins vegar
að samfara greiðslum fyrir
læknisþjónustu yrði valfrelsi í
heilbrigðiskerfinu aukið.
Ríkisstjómin hefur ekki farið
leið tekjutengingar nema að
hluta til. Ellilífeyrisþegar, ör-
yrkjar og fólk með langvinna
sjúkdóma hafa fengið afslátt af
greiðslum fyrir læknisþjónustu
og lyf, en að öðm leyti hafa
greiðslur ekki verið tekjutengd-
ar, heldur sett á þær ákveðið
þak, óháð efnahag greiðenda.
Þetta þak er í sumum tilvikum
svo hátt, að ljóst er að fyrir þá
efnaminnstu, fólk á lágmarks-
launum eða jafnvel aðeins at-
vinnuleysisbótum, em greiðsl-
umar erfiður biti að kyngja.
Hið opinbera heilbrigðiskerfi
er í mörgum tilvikum þungt í
vöfum og þjónustan getur verið
misjöfn, þótt sums staðar sé hún
frábær. Morgunblaðið hefur lagt
til að skoðaðir yrðu möguleikar
á að greiða fyrir rekstri einka-
rekinna heilbrigðisstofnana,
sem tækju þá fullt verð fyrir
læknisþjónustu. Ekki leikur vafi
á að margir væru tilbúnir að
borga fyrir slíka þjónustu gegn
því að fá hana strax. Þetta er
ekki bara spuming um efni held-
ur einnig hvernig fólk vill ráð-
stafa fjármunum sínum. Þannig
myndu einhveijar aðgerðir fær-
ast út úr hinu opinbera kerfí.
Þessi leið hefur ekki verið
farin. Þrátt fyrir að sjúklingar
þurfí nú að greiða talsvert hærri
upphæðir en áður, hefur kostum
þeirra, sem þurfa á heilbrigðis-
þjónustu að halda, ekki fjölgað.
Þjónustugjöldin hafa eingöngu
verið lögð á til þess að ná endum
saman í rekstri gamla kerfísins.
Eins og vikið var að í Reykjavík-
urbréfí Morgunblaðsins síðast-
liðinn sunnudag er ef til vill
tímabært að kostnaður við heil-
brigðiskerfíð sé greiddur með
sérstökum skatti.
Að ýmsu leyti gegnir sama
máli um menntakerfið og heil-
brigðiskerfíð. í Háskóla Islands
og mörgum framhaldsskólum
greiða nemendur nú gjald — að
vísu aðeins fyrir litlum hluta
kostnaðar — fyrir menntun, sem
áður var ókeypis. Morgunblaðið
hefur vakið máls á þeim kosti,
að nemendur greiddu menntun
sína sjálfír að einhveiju marki,
gegn því að eiga völ á betri þjón-
ustu. Sá kostur hefur hins vegar
ekki verið valinn. Sumir fram-
haldsskólar hafa neyðzt til að
hækka innritunargjöld verulega
vegna niðurskurðar opinberra
fjárframlaga, einfaldlega til þess
að ná endum saman í allra nauð-
synlegasta rekstri miðað við
þann fjölda nemenda, sem þeim
er gert að hýsa. Dæmi eru um
að skólagjöld í framhaldsskólum
gegni því hlutverki hér á landi
að bæta þjónustu við nemendur.
Þannig hafa verið fleiri kennslu-
stundir en í öðrum skólum á
stundaskrá Verzlunarskóla ís-
lands, sem er einkaskóli, og
nemendur hafa þar betri tækja-
kost en annars staðar. Ástæða
hefði verið til að halda áfram á
þessari braut í stað þess að
hækka gjöldin og hrófla ekki við
kerfínu.
Eins má spyija hvort álagning
20.000 króna skólagjalda hafí
gert Háskóla íslands að betri
skóla. Hafa skólagjöldin gert
Háskólanum kleift að ráða til
sín beztu kennara, sem völ er á
hér á landi, kaupa betri tæki eða
efla rannsóknir? Hætt er við að
þau hafí einvörðungu þjónað
þeim tilgangi að halda rekstri
skólans í horfínu miðað við það
sem verið hefur.
Ekki skal dregið úr mikilvægi
þess að ná niður kostnaði, bæði
í mennta- og heilbrigðiskerfinu,
og ekki fer á milli mála að slíkt
er hægt með hagræðingu og
sparnaði. Þessar ábendingar eru
settar hér fram vegna þess að
almenningur á íslandi hefur
gert kröfu til þess að boðið sé
upp á góða heilbrigðisþjónustu
og menntun, sem ekki er neinum
ofviða fjárhagslega.
Istanbul
Keflavík
\
NTA
'RÖPU
Isinki
Sjö Boeing-737 vélar í rekstri og 80 starfsmenn í vinnu
Atlanta með verk-
efni víða um heim
Morgunblaðið/RAX
Aðaleigendurnir
Hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Amgrímur Jóhannsson, aðaleigendur Atl-
anta, á skrifstofu flugfélagsins ásamt dóttur sinni Thelmu.
HELDUR hefur verið hljótt um starfsemi
íslenska leiguflugfélagsins Atlanta, þrátt
fyrir að það hafi verið að hasla sér völl á
óhefðbundnum mörkuðum undanfarin
misseri. Félagið lætur enda lítið yfír sér,
er staðsett fjarri borgarysnum, og hefur
aðsetur í húsnæði sem áður tilheyrði Ala-
fossi í Mosfellsbæ.
Amgrímur Jóhannsson framkvæmdastjóri
og annar aðaleigenda félagsins segir að lykill-
inn að velgengni þess sé góðir starfsmenn.
Félagið hefur byggst upp hægt og bítandi frá
1988 og nú nýverið samdi það við Samvinnu-
ferðir-Landsýn um sólarlandaflug og það er
að hefja áætlunarflug á tveimur Boeing-vélum
í Indónesíu.
Nokkrar alvarlegar fyrirspurnir í viku
Umsvifin eru um 1.050 flugtímar á mán-
uði með sjö Boeing 737-vélum. Um 70-80
starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, þar af tíu
manns sem vinna á skrifstofunni í Mos-
fellsbæ. Á vegum félagsins starfa auk þess
18 flugvirkjar, 40 flugmenn og um tíu flug-
freyjur. Um 90% starfsmannanna em íslend-
ingar, og margir þeirra fýlgdu Arngrími frá
Arnarflugi, þar sem hann var yfírflugstjóri.
Atlanta festi nýverið kaup á Boeing 737-
véi sem var í eigu breska flugfélagsins Britt-
ania. Vélin er keypt á fímm ára kaupleigu.
Arngrímur segir að nokkrar alvarlegar fyrir-
spumir um leiguflug á vegum félagsins berist
í hverri viku, og einnig berist erindi frá erlend-
um fjármögnunarfyrirtækjum um samstarf.
Fraktflutningar
Atlanta er eina flugfélagið sem sér um
fraktflutninga fyrir fínnska ríkisflugfélagið
Finnair. Þar komust á samningar 1989 og
flýgur Atlanta um 240 flugtíma á mánuði
fyrir félagið á Boeing 737-vél sem staðsett er
í Helsinki. Sá samningur er í gildi til vorsins
og hefur ekki verið samið um áframhald á
þeim viðskiptum.
„Við höfum alltaf annað slagið verið í flugi
fýrir Lufthansa og það hefur verið mjög
ánægjulegt samstarf sem hófst árið 1990.
Við fljúgum á hverri nóttu með frakt fýrir
Lufthansa frá Frankfurt til Istanbul," sagði
Arngrímur Jóhannsson, framkvæmdastjóri og
annar aðaleigenda Atlanta.
Áætiunarflug í Asíu
Hinn 23. mars nk. hefur Atlanta haft Bo-
eing 737-vél í eitt ár í áætlunarflugi í Laos
fyrir Lao Aviation. Félagið er fyrsta og eina
erlenda flugfélagið sem starfar þar. Vélin er
staðsett í höfuðborginni Vientiane og flýgur
aðallega til Bangkok í Tælandi, Ho Chi Minh-
borgar og Phnom Penh. „Við erum í viðræðum
um áframhald á því flugi þessa dagana,"
sagði Amgrímur.
Fjórða Boeing-vélin er staðsett í Ho Chi
Minh-borg í Víetnam sem flýgur í áætlunar-
flugi til Bangkok, Taipei og annarra staða í
Asíu.
Þá er Atlanta að hefja áætlunarflug á
tveimur Boeing 737-vélum í Indónesíu fyrir
flugfélagið Boraq. Vélarnar verða staðsettar
í borginni Surabaja. íslensk flugfreyja á veg-
um Atlanta hefur undanfamar vikur þjálfað
60 þarlendar flugfreyjur til starfa.
Tri Star-þota félagsins er hins vegar ekki
í leiguverkefnum þessa stundina. Til stendur
að breyta henni bráðlega í Bandaríkjunum
og auka flugþol hennar.
í litum Atlanta
Atlanta keypti nýlega Boeing 737-vél sem var í eigu Brittania. Vélin er á kaupleigu.
Tveir lífeyrissjóðir vilja fjárfesta fyrir 130 millj. í verðbréfasjóði í New York
Ekki ljóst hvort Seðlabankinn
veitir undanþágu til kaupanna
LÍFEYRISSJÓÐUR bænda og Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags
íslands hafa sótt um heimild til Seðlabankans til að fjárfesta milli-
liðalaust fyrir tæplega 130 milljónir króna eða eina miHjón banda-
ríkjadala hvor sjóður í sérstökum hlutdeildarsjóði (Quest for Value)
fajá verðbréfafyrirtækinu Oppenheimer International í New York.
Seðlabankinn hefur ekki afgreitt umsóknirnar en skv. gildandi
reglum er hámarksfjárhæð sem einstökum aðilum hérlendis er
heimilt að veija til kaupa á erlendum verðbréfum á þessu ári 750
þúsund krónur en gildistöku lagaákvæða um afnám allra takmark-
ana á verðbréfakaupum erlendis var frestað um seinustu áramót
þar til EES-samningurinn öðlast giidi eða í síðasta lagi til ársloka
1993. Alls er því óvíst hvort Seðlabankinn veitir þessar undanþágur
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.
Bolli Magnússon, formaður
stjómar Lífeyrissjóðs Tæknifræð-
ingafélagsins, segir að sjóðsstjómin
hafi samþykkt að kaupa bréf í þess-
um verðbréfasjóði í Bandaríkjunum
fyrir 1 milljón dollara, sem er 4-5%
af eignum lífeyrissjóðsins. Um sé
að ræða traustan íjárfestingarkost
og á síðasta ári hafí þessi verðbréfa-
sjóður skilað um 19% raunávöxtun,
sem sé mun hærra en bjóðist hér á
landi, þar sem raunávöxtun sé í
kringum 7%. Því megi reikna með
um 20% raunávöxtun af þessum
fjármunum auk gengishagnaðar ef
dollarinn heldur áfram að styrkjast
á gjaldeyrismörkuðum.
„Eina ástæðan fyrir þessu er sú,
að við viljum auka ávöxtun fjármuna
lífeyrissjóðsins," sagði Bolli.
Komast hjá kostnaði
Ein milljón dollara er lágmarks-
upphæð sem kaupa þarf fyrir til að
komast hjá kostnaði við aðild að
umræddum verðbréfasjóði Oppen-
heimer. Er sjóðurinn mikið notaður
af lífeyrissjóðum bæði í Bandaríkj-
unum og Evrópu, að sögn Bolla.
Upphæðin sem Lífeyrissjóður
bænda hefur ákveðið að veija nemur
um 7% af ráðstöfunarfé sjóðsins á
þessu ári sem Benedikt Jónsson,
framkvæmdasstjóri sjóðsins, áætlar
að nemi um 900 milljónum króna
en heildareignir lífeyrissjóðsins eru
nálægt fimm milljörðum króna.
„Lífeyrissjóðnum ber skylda; til
að ávaxta sitt pund og hugsa um
hagsmuni lífyerisþeganna í nútíð og
framtíð. Þetta er því bara spurning
um að leita eftir ávöxtun eins og
hún gerist best á hveijum tíma.
Sérfræðingar spá því að það muni
ára vel í Bandaríkjunum. Það skipt-
ir því máli að komast strax af stað
áður en uppsveiflan nær hámarki.
Það er ekkert hægt að bíða eftir því
að yfirvöldum þóknist að lyfta þessu
þaki einhvemtíma síðar því þá getur
þetta verið liðið hjá,“ segir Benedikt.
Aðspurður af hverju þeir hefðu
ákveðið að ráðstafa fé lífeyrissjóðs-
ins beint með þessum hætti fremur
en að fara í gegnum íslensk verð-
bréfafyrirtæki sagði Benedikt að
kostnaðurinn væri lægri með þessu
móti. „Ég er ekki að leggja neinn
dóm á starfsemi verðbréfasjóðanna
en það á eftir að koma í ljós hver
kostnaður þeirra yrði. Við þurfum
hins vegar ekki að kaupa okkur inn
þennan sjóð hjá Oppenheimer þar
sem við kaupum fyrir ákveðna lág-
marksupphæð, sem er ein milljón
bandaríkjadala, og því ekki um ann-
an kostnað að ræða en bankakostn-
aði. Ég sé ekki fram á að það verði
boðin önnur ódýrari leið eða hvemig
verðbréfafyrirtækin hér ættu að
komast hjá bankakostnaðinum.“
Óvíst hvort Seðlabankinn veitir
undanþágu
Ástæður þess að ákveðið var að
fresta því að fella niður hömlur á
verðbréfakaupum erlendis um sein-
ustu áramót voru óvissa um gildis-
' töku EES-samningsins og einnig
vegna óróleika á gjaldeyrismörkuð-
um. Enn ríkir sama óvissa á þessum
sviðum og því er samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins talið heldur ólík-
legt að Seðlabankinn veiti umbeðnar
undanþágur auk þess fordæmis sem
slík ákvörðun gæfi. í reglugerð um
gjaldeyrismál er þó gert ráð fyrir
því að Seðlabankinn geti veitt und-
anþágur frá þessum takmörkunum.
Samkvæmt upplýsingum Hrafns
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Sambands almennra lífeyrissjóða,
hafa aðrir sjóðir ekki ákveðið enn
að leita út á erlenda verðbréfamark-
aði en sjóðimir hafa þó undanfarið
kynnt sér ýmsa kosti sem bjóðast á
erlendum verðbréfamörkuðum og
fóru m.a. fulltrúar sjö stærstu lífeyr-
issjóðanna til New York í nóvember
sl. í boði Oppenheimer-fyrirtækisins
til að kynna sér verðbréfamarkaðinn
þar. Hefur Guðmundur Franklín
Jónsson, fjármálaráðgjafí hjá Op-
penheimer, aðallega haft þessi sam-
skipti við íslensku lífeyrissjóðina
með höndum. Samkvæmt upplýsing-
um Hrafns Magnússonar höfðu líf-
eyrissjóðirnir áætlað að þeir myndu
í hæsta lagi veija 1-3% af ráðstöfun-
arfé sínu til verðbréfakaupa erlendis
þegar hömlum á slíkum fjárfesting-
um verður aflétt.
Gengisbreytingar vega á móti lækkun á Bandaríkjamarkaði
Hærra verð í krón-
um en á síðasta ári
„ÞRÁTT fyrir lækkunina eru pakkningar á Bandarikjamarkaði á hærra
verði nú í íslenskum krónum en síðastliðið haust eða sumar og kemur
þar til gengislækkunin hér heima og allt að 20% gengishækkun dollar-
ans að undanförnu," sagði Ásgeir Daníelsson hjá Þjóðhagsstofnun um
þá 3-8% verðlækkun, sem ákveðin var á þorsk- og ýsuflökum á Banda-
ríkjamarkaði nú um mánaðamótin. Birgðir af flökum inn á Bandaríkin
þjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eru nú minni en á sama tíma í fyrra
en svipaðar þjá íslenskum sjávarafurðum hf.
Ásgeir sagði, að verð á botnfiskaf-
urðum hefði verið mjög hátt á árinu
1991, lækkað nokkuð í fyrra og væri
nú heldur undir meðalverði síðustu
fimm ára þegar tillit hefði verið tekið
til verðbólgu.
„Hér höfum við hins vegar verið
að gera okkur vonir um, að aukinn
hagvöxtur, sem talinn er líklegur í
Bandaríkjunum, muni frekar hafa ýtt
undir verðhækkun þegar árið verður
gert upp í heild og vandamálið er
kannski meira hvað varðar almennt
efnahagsástand í Evrópu. Gengis-
hækkun dollarans hefur líka þau áhrif
innan gengisvogarinnar, að vægi
sumra annarra gjaldmiðla minnkar.
Frystingin kann því að hagnast en
saltfiskurinn að tapa vegna þess, að
hann fer til Evrópu," sagði Asgeir.
Sæmundur Guðmundsson, aðstoð-
arforstjóri íslenskra sjávarafurða,
sagði, að birgðastaðan væri ekkert
til að gera veður út af og með það í
huga, að nú væri að hefjast góður
sölutími vestra, fastan, hefðu þeir
ekki beinlínis verið inni á verðlækk-
un. Samkeppnin væri hins vegar hörð
og vaxandi og við því hefðu þeir hjá
ÍS reynt að bregðast með því að fara
meira yfir í sérpakkningar, sem henta
betur veitingahúsum, og lausfrystar
pakkningar.
„Við erum að bregðast við aðstæð-
unum, minni veiði hér heima og auk-
inni samkeppni, með því að auka virð-
isaukann í vinnslunni enda er t.d.
Alaskaufsinn kominn inn á þessa
stóru veitingastaði eins og Long John
Silver. Ef þorskveiði ykist mikið hér,
væri ekki lengur til að dreifa þessum
stóru aðilum, sem gátu tekið við veru-
legu magni. Málið er, að menn tala
varla lengur um þorsk eða annað,
heldur „hvítan fisk“. Ef þorskurinn
fæst ekki á þokkalegu verði þá nota
menn bara
Sæmundur.
eitthvað annað,“ sagði
Reynt að halda
markaðshlutdeild
Gylfi Þór Magnússon hjá Sölumið-
stöðinni sagði, að með verðlækkun-
inni væri ekki verið að bregðast við
óeðlilegri birgðasöfnun, heldur að
nota þennan tíma, föstuna, til að
reyna að halda markaðshlutdeildinni
og helst að auka hana.
„Markaðurinn einkennist af mikilli
ásókn frá öðrum aðilum, sem sigla á
eftir okkur með sömu verð- og sölu-
pólitík og sams konar pakkningar í
nánast öllum tegundum. Það er hins
vegar sama hvernig framleiðendur
skoða sinn framlegðarreikning, að
þrátt fyrir þessa breytingu er lang-
besta útkoman í framleiðslu fyrir
Bandaríkin," sagði Gylfi.
Islandsflug austur
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur veitt íslandsflugi hf. leyfí til almenns
áætlunarflugs á leiðinni Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. Leyfíð gildir
frá og með 1. mars 1993 til og með 31. desember 1997.
Tvö flugfélög sóttu um flugleyfi á
þessari flugleið, Flugfélag Austur-
lands og íslandsflug. Flugráð mælti
með því við samgönguráðherra að
hann veitti íslandsflugi leyfið.
Leyfið er bundið þeim takmörkun-
um annars vegar að sætaframboð
félagsins verði ekki meira en sem
nemur 10% af heldarsætaframboði á
umræddri flugleið í vetraráætlun og
sumaráætlun samkvæmt mati ráðu-
neytisins og hins vegar að heildarfar-
þegaflutningar í áætlunarflugi séu
ekki meira en 10% af heildarflutning-
um í áætlunarflugi á flugieiðinni.
Heimilt er að farþegar í leiguflugi
séu allt að 2% af heildarflutningum—
á flugleiðinni á sama tímabili.
Morgunblaðið/Sverrir
Hvítur eða grænn
Strákamir brugðu á leik á Haukavellinum í gær og höfðu ekki áhyggjur af því hvort völlurinn væri hvítur c 1
eða grænn yfir að líta.
Hitalögn á Haukavelli
lengi að bræða snjó
Stjórnendur fajá Knattspyrnufélaginu Haukum í
Hafnarfírði eru ekki fyllilega sáttir við nýjan gervi-
grasvöll félagsins við Ásvelli. Þeirtelja að of langan
tima taki að bræða snjó af vellinum með hitalögn
sem er undir honum. Þýskir framleiðendur gervi-
grassins eru með þetta vandamál til athugunar, en
völlurinn er í fullri ábyrgð.
Lúðvík Geirsson formaður Hauka sagði að gervi-
grasvöllurinn væri í fullri notkun þrátt fyrir þetta,
því snjó hefði verið rutt af vellinum til þessa, og
þannig verið flýtt fyrir bráðnun frá hitalögninni.
Hann sagði að menn hölluðust helst að því að
svampdúkur undir sjálfu gervigrasinu væri of þykkur
og hleypti ekki hitanum upp á yfírborð vallarins.
Sagði hann helst tvennt til ráða; að stækka forhit-
ara þannig að heitara vatn færi um hitalögnina, eða
gata gervigrasdúkinn. En það væri i verkahring fram-
leiðendanna að finna réttu lausnina. - j
Kostnaður við gerð vallarins var um 40 milljónir kr. I