Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 28
Einingarfélagar tilbúnir til aðgerða Á von á átök- umframundan Morgunblaðið/Rúnar Þór Flugvélin færð til Kolbeinn Arason flugmaður hjá Flugfélagi Norður- upp og koma henni í flughæft ástand fyrir sumarið. lands og Svanbjöm Sigurðsson rafveitustjóri Raf- Kolbeinn lét kuldann ekki á sig fá, en hann er sá veitu Akureyrar keyptu saman flugvél sem skemmd- í ermastutta bolnum, og Svanbjöm er uppi á palli ist í lendingu. Þeir'voru á dögunum að flytja hana vömbflsins, en bílstjórinn fylgist með framvindu til, en veturinn ætla þeir að nota til að gera vélina mála. SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN i Dalvíkingar og nágrannarí Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Sæluhús- inu sunnudaginn 7. febrúar nk. kl. 20.30. Frummælendur verða varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn. Starfsemi S AA kynnt SAMTOK áhugafólks um áfengisvarnir, SÁÁ, tóku um síðustu áramót við rekstri göngudeildar fyrir áfengissjúklinga sem Samtök áhugafólks um áfengisvamir á Norðurlandi, SÁA-N á Akureyri, hafði áður með höndum. SÁÁ og SÁÁ-N hafa löngum átt gott samstarf. Af faglegum ástæðum var talið að það kæmi öllurn aðilum til góða að koma á þeirri skipan mála að göngudeildin á Akureyri félli undir heildarstarfsemi SÁÁ. Til að kynna þessar breytingar og ræða fleiri mál hefur fram- kvæmdastjóm SÁÁ boðað til fundar með félagsmönnum við Eyjafjörð í kvöld, föstudagskvöldið 5. febrúar, og hefst hann kl. 20.30 í Lóni við Hrísalund. Á fundinn koma Þórarinn Tyrf- ingsson, formaður og yfirlæknir SÁÁ, Davíð Kristjánsspn, formaður Norðurlandsdeildar SÁÁ, Theodór S._ Halldórsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, Georg Heide, ráðgjafi á göngudeild SÁÁ á Akureyri, og Sig- mundur Sigfússon,_ yfirlæknir og stjómarmaður í SÁÁ, og fleiri. Rætt verður um starfsemi sam- takanna, meðferðarstarfið, Qármál, starfsemi göngudeildarinnar á Akur- eyri, starfsemi Norðurlandsdeildar og Fjólunnar. Atvinnulausum boðið að sjá Útlendinginn Aldrei jafn mikið beðið um afslátt á sýningar ÞAÐ VAR stöðugur straumur í miðasölu Leikfélags Akureyrar í gær, en félagið hefur boðið atvinnulausum Akureyringum að sjá gamanleikinn Útlendinginn í kvöld, föstudagskvöld. Boðið var kynnt í miðstöð fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju síð- degis á miðvikudag og í gær streymdi fólk í miðasöluna að tryggja sér miða á sýninguna. Signý Pálsdóttir leikhússtjóri sagði að viðtökur hefðu verið mjög góðar og greinilegt að fólkið kynni vel að meta boðið. „Ef við fyllum húsið í kvöld munum við sjálfsagt framlengja boðið til næsta föstu- dags,“ sagði Signý. Auraleysi og ófærð Hún sagði að kveikjan að því að bjóða atvinnulausu fólki í leikhúsið væri að þar eins og víða annars staðar fyndu menn fyrir því að víða væri þröngt í búi. „Við erum með vinsæla sýningu, sem fengið hefur góða dóma og hún hefði undir eðli- legum kringumstæðum sjálfsagt fengið metaðsókn. En það er tvennt sem spilar þar inni í, við verðum mikið vör við almennt auraleysi hjá fólki og það hefur til dæmis aldrei verið eins mikið um að fólk biðji um afslátt á sýningar og nú og eins er hitt að veður og færð hefur sett sitt strik í reikninginn," sagði Signý. Fólk utan Akureyrar hefur jafn- an verið duglegt að sækja leikhúsið og sagði Signý að ófærð að undan- fömu hefði komið í veg fyrir það. Síðdegis á sunnudag verður sýning á verkinu, en að sögn leikhússtjóra hefur það mælst vel fyrir hjá utan- bæjarfólki að þurfa ekki að vera á ferðinni að kvöldlagi þegar veður eru válynd svo sem verið hefur upp á síðkastið. Sýningum fer fækkandi á Út- lendingnum, næsta sýning leikfé- lagsins, óperettan Leðurblakan, er mjög viðamikil og því þarf að taka leikmynd Útlendingsins niður til að rýma fyrir óperettunni. Signý bjóst við að gamanleikurinn yrði sýndur út febrúarmánuð. ♦ ♦ ♦ Hádegistónleikar Björn Steinar Sólbergsson organ- isti Akureyrarkirkju flytur verk eft- ir Bach og Jón Nordal á hádegistón- leikum í Akureyrarkirkju kl. 12 á morgun, laugardaginn 6. febrúar. Eftir tónleikana verður boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Allir eru velkomn- ir og aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) - segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar „FÓLK er tibúið í aðgerðir ef þörf er á, það kom skýrt fram á fundunum," sagði Björn Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, en á síðustu dögum hafa verið haldnir fundir i öllum deildum félagsins, á Grenivík, í Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði og síðast á Akureyri á miðvikudagskvöld. Björn á von á átökum framundan. Ljósmynd/-ÞH Sparisjóður ör- látur á tölvur Á RÚMU ÁRI hefur Sparisjóður Svarfdæla gefið grunnskóladeild Dalvíkurskóla 9 tölvur, sjávarút- vegsdeild skólans 8 stykki auk geislaspilara og Húsabakkaskóli í Svarfaðardal fékk tvær tölvur síð- asta haust. Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarf- dæla afhenti svo í vikunni Héraðss- skjalasafni Svarfdæla tölvu í byijun vikunnar, en skömmu áður hafði Bókasafni Dalvíkur verið gefin slík tölva ásamt hugbúnaði. í Dalvíkur- skóia hefur nú verið komið upp sérstakri tölvustofu. Þá eru tölvur inni í öllum stofun 1. til 7. bekkjar skólans og er byijað að kenna böm- unum á þær strax við sex ára ald- ur. Á myndinni eru Friðrik Friðriks- son sparisjóðsstjóri og Þórunn Bergsdóttir skólastjóri. Bjöm sagði að mæting á fundina hefði verið betri en áður og það segði sér að fólk léti sig þessi mál meira skipta nú og vildi hafa áhrif. „Fólk er reitt, það er búið að leggja á það miklar álögur og á fundunum fannst mér koma fram mikill vilji til samstöðu um víðtækt samstarf við gerð kjarasamninga. Fólk vill leggja upp með fáar, skýrar kröfur og að aðdragandi að samningum yrði mjög stuttur," sagði Bjöm. Hann sagði að Einingarfélagar vildu leggja áherslu á að ná til baka þeirri kjaraskerðingu sem það hefði orðið fyrir og eins vildu menn að áhersla yrði lögð á að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Átök framundan Bjöm sagði að stefnan yrði mörk- uð á formannafundi Alþýðusam- bands íslands sem haldinn verður í dag, föstudag, og síðan yrðu menn að hella sér út í viðræður. „Menn vilja að þetta dragist ekki og það má eiga von á stuttum og snörpum samningaviðræðum. Það er talað um að nota febrúar í þetta, þannig að ljóst verði einhvem tíma í byrjun mars hvemig fer,“ sagði Bjöm. Á fundum Einingarfélaga í Eyja- firði kom fram, að sögn formanns- ins, vilji fólksins til aðgerða finnist ekki aðrar leiðir og sjálfur átti hann von á átökum framundan. „Ég hef trú á að til átaka komi, mér þykir ósennilegt að okkar viðsemjendur samþykki þær kröfur sem verka- lýðshreyfingin kemur til með að leggja fram þegjandi og hljóðalaust." Kammerhljóm- sveit Akureyrar Nýttís- lenskt verk frumfhitt Kammerhljómsveit Akur- eyrar leikur íslenska og skoska tónlist á tónleikum í Glerárkirkju á sunnudag, 7. febrúar og hefjast þeir kl. 17. Þessir tónleikar eru þáttur í Myrkum músíkdögum, tónlist- arhátíð sem haldin hefur verið um þetta leyti frá 1980. Hátíðin er nú stærri en nokkru sinni fyrr og flutt tónlist frá 6 löndum á 18 tónleikum. Þetta eru fyrstu tónleikar á Myrkum músíkdögum sem haldnir eru utan Reykjavikur. Brekkugata Frumflutt verður á tónleikun- um nýtt íslenskt verk eftir Atla Ingólfsson og heitir það Brekku- gata. Atli samdi verkið fyrir Kammerhljómsveit Akureyrar í Bologna á Ítalíu þar sem hann starfar nú að tónsmíðum. Verkið hefur Atli tileinkað Guðmundi Óla Gunnarssyni, aðalhljóm- sveitarstjóra Kammerhljóm- sveitarinnar og stjómanda á þessum tónleikum. Aðgöngumiðasala fer fram við inngang Glerárkirkju og hefst einni klukkustund fyrir tónleikana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.