Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 29
Forráðamenn Hexa hf, MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 29 ( í I J I I J I I I 'ú I 9 9 Ekki um undirboð að ræða Forsvarsmenn Hexa hf. vísa á bug ásökunum um að fyrirtækið hafi stundað undirboð við útboð á einkennisyfirhafnir fyrir íslenska lög- reglumenn. Hexa hyggst framleiða einkennisyfirhafnirnar í Lettlandi ef Innkaupastofnun ríkisins tekur Framkvæmdarstjóri Sólar hf., sem bauð í sama verkefni, sakaði Hexa um undirboð í viðtali við Morgunblað- ið í vikunni. Jóhann Christiansen, stjómarformaður Hexa, sagði að það væri mótsögn að á sama tíma og íslensk stjómvöld gæfu út viljayfir- lýsingu um viðskipti við Lettland, væri talað um óeðlilega viðskipta- hætti þegar íslenskt fyrirtæki ætti í viðskiptum við þarlent fyrirtæki. „Það verður ekkert öðmvísi á ís- landi en í nágrannalöndum okkar. Þessi framleiðsla er að flytjast yfír á svæði þar sem em lægri laun. Svíar gengu í gegnum þessa þróun fyrir 10 ámm síðan,“ sagði Jóhann. Hann benti á að viðskiptaaðili Hexa í Svíþjóð, Fristads, hefði verið með 10 verksmiðjur þar í landi en væm nú með þijár. Aðrar verksmiðjur tilboði þess. hefðu verið fluttar á svæði þar sem væri hagkvæmara að reka þær. „Það er geysilegur munur á framleiðslu- kostnaði hér og þeim verðum sem nágrannaþjóðir okkar ern að bjóða. Aðalmeinið er verðlag á íslandi, það þarf að lækka" sagði Jóhann. Ekki undirboð „Við emm sakaðir um undirboð. Viðmiðunin er norsk og sænsk lögre- gluföt," sagði Jóhann. Hann sagði að rangur jakki hefði verið notaður af Félagi íslenskra iðnrekanda í þess- um samanburði og tölur verið rang- túlkaðar. Félagið hefði sagt sam- bærilegan jakka fyrir sænsku lög- regluna kosta 12.300 íslenskar krón- ur. En réttur útreikningur gæfi um kr. 9.900. Einnig benti Jóhann á að samkvæmt Innkaupadeild sænsku Morgunblaðið/Sverrir Einkennisfatnaður lögreglu Árni Arnarsson í Hexa-jakka og Jóhannn Christiansen í þeirri gerð lög- reglujakka sem nú er notuð. lögreglunar væm t.d. jakkar fyrir sænska lögreglumenn framleiddir í Portúgal og innfluttir af norskum aðila. Hönnun og gæði Að sögn Jóhanns ásakaði fram- kvæmdarstjóri Max hf., Sævar Krist- insson, Hexa í fjölmiðlum um að stæla hönnun Max, og réttlæti jafn- framt verð Max á mittisjökkunum á þeirri forsendu að hönnunarkostnað- ur væri innifalinn í því. Jóhann sagði að í máli Sævars hefði komið fram að ef þessi kostnaður væri dreginn frá færi verð Max þó nokkuð niður fyrir 10.000 krónur. „Þetta er svipað verð og við bjóðum að viðbættum kostnaði vegna einkenna. Hexa bíður væntanlegum kaupendum valkosti í sniðum og efnum allt eftir óskum hvers og eins án áhrifa á verð“ sagði Jóhann. Að sögn Jóhanns mælir Fri- stads með breytingum á sniði og efni til þess að ná fram meiri gæð- um. Jóhann vísaði því á bug að gæði efnisins sem Hexa notar væri lé- legra. Hann sagði að það væri fram- leitt af sama efnaframleiðanda og efnið sem notað væri í lögregluyfir- hafnir nú. Vinna úr landi Að sögn Áma Amarssonar, fram- kvæmdarstjóra Hexa, er sú vinna sem flyst úr landi 1-2 ársstörf. „Max hf. flytur inn einkennisfatnað fyrir Slökkviliðið í Reykjavík frá Dan- mörku. Þetta fyrirtæki lætur hvað verst um það að við séum að flytja út vinnu. Þetta er eitt þeirra fyrir- tækja sem er báðum megin við borð- ið. Við höfum enga saumastofu að fela okkur bak við,“ sagði Ámi. Hann sagði að á móti þessum störf- um sem fara úr landi kæmi að mis- munur á tilboðum ætti að vera búbót fyrir lögregluna. Borgarblómið - blómaþjónusta Þáttaskil urðu um mánaðamótin hjá Borgarblóminu. Starfsvettvangur- inn verður nú eingöngu á sviði blómaþjónustu við fyrirtæki, stofnanir og heimili, allt frá sölu og faglegri ráðgjöf til skipulags innan heimila og fyrirtækja ásamt umönnun og eftirliti. Annar þáttur blómaþjón- ustunnar er fólgin í hönnun og uppsetningu blómahoma eða blómalands- lags. Um leið hættir starfsemin í Skipholtinu. Heimilisfang Borgarblóms- ins flyst nú til Sigríðar Ingólfsdóttur, Amarhóli í Kollafirði. Upplýsingasími hjá Migrenisamtökunum TALIÐ er að allt að 20.000 íslendingar þjáist eða hafi þjáðst af mí- greni. Mígreni einkennist fyrst og fremst af áköfum hðfuðverk sem kemur í köstum, oftast öðrum megin í höfði, samfara ógleði. Tíðni mígrenikasta er mjög mismunandi, allt frá þremur köstum í viku niður í tvö ár. Þessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu frá Migreni- samtökunum. Engar rannsóknir hafa verið gerð- ar hérlendis á tíðni mígrenikasta en ef miðað er við danskar rannsóknir hafa þær leitt í ljós að 16% fólks á aldrinum 25-65 ára hafa fengið mí- greniköst (8% karla og 25% kvenna). I dönskum og sænskum rannsóknum kemur fram að sjúklingar missa verulega úr vinnu vegna sjúkdóms- ins. Ef niðurstöðutölur úr sænskum rannsóknum eru miðaðar við fólks- fjöldann á íslandi yrði Qárhagslegt tjón af völdum mígrenis 84 miHjónir króna á ári. Þar af eru rúmlega 6 milljónir króna vegna læknismeð- ferðar sjúkrahúsakostnaðar en af- gangurinn vegna fjarveru frá vinnu og framleiðnitaps vegna minnkaðrar afkastagetu. Margir mígrenisjúkl- ingar lifa vart eðlilegu lífí og eru sífellt áhyggjufullir vegna mígreni- kasta. Mígrenisamtökin veita fólki upp- lýsingar um mígreni á virkum dögum á næstunni. Fólki gefst kostur á að hringja í síma 642680 milli kl. 20-23. Doktor í vistfræði GUÐMUNDUR Alfred Guðmunds- son varði hinn 2. október sl. dokt- orsritgerð við háskólann í Lundi í Svíþjóð er hann nefndi: „Flight and migration strategies of birds at polar iatitudes". Ritgerðin fjallar um farhætti og flug hánorrænna fugla, einkum á heimskautasvæðum, sem hafa við- dvöl á íslandi að vorlagi á leið sinni milli vetrarstöðva í Vestur-Evrópu og varpstöðva á Grænlandi og í Kanada og samanburður var gerður við ferðir farfugla yfir Svíþjóð sunn- anverða. Með ratsjá og sérstakri kvikmyndatækni mátti fylgjast með ferðum fuglanna langar leiðir. Rann- sóknimar beindust einkum að þrem- ur tegundum vaðfugla, rauðbryst- ingi, sanderlu og tildru auk mar- gæsa. Margvíslegir þættir í vistfræði þessara tegunda voru kannaðir, s.s. fjöldi, dreifíng, búsvæðaval, fæðuval, orkubúskapur, flughæfni og áttum. Lega íslands hvað þetta farkerfi varðar er gífurlega mikilvæg og væri þessi farleið milli Evrópu og Kanada tæpast til staðar nyti íslands ekki við, sem viðkomustaðar. Til að leita svara við því með hvaða hætti fuglarnir halda áttum notaði Guð- mundur nýja tækni en hún er fólgin í notkun lítilla senditækja sem fest voru á fuglana og þau síðan staðsett af mikilli nákvæmni og með stuttu millibili með aðstoð gervitungla. Á þennan hátt má kortleggja í smáatr- iðum ferðir einstakra fugla og eru vonir bundnar við að með þessum hætti megi fá lausn á ráðgátunni miklu, hvemig fuglamir rata. Þessar rannsóknir voru unnar í samstarfí við sænska og ítalska vísindamenn. Leiðbeinandi Guðmundar við dokt- orsverkefnið og rannsóknarstörf var Thomas Alerstam dósent og andmæ- landi við doktotsvörnina prófessor Rudi Drent frá háskólanum í Gron- ingen í Hollandi. Guðmundur hefur birt einn eða ásamt öðmm 25 ritgerðir í erlendum og innlendum vísindaritum, þar af eru 9 ritgerðanna hluti af doktorsri- gerðinni. Guðmundur er fæddur 29. ágúst 1961 í Revkiavík. Hann tók stúdents- Dr. Guðmundur Alfred Guð- mundsson. próf við Menntaskólann í Hamrahlíð í maí 1980 og lauk B.Sc. prófí í líf- fræði frá Háskóla íslands í janúar 1982. hann var við nám í almennri vistfræði við háskólann í Durham, Englandi, 1983-1984 og lauk þar M.Sc. prófi. Sumrin 1982 og 1983 vann hann við rannsóknarstörf á líffræðistofnun Háskóla Islands og í tvö ár sem sér- fræðingur við fuglarannsóknir á veg- um sömu stofnunar. Frá september 1986 til ágúst 1992 var hann í doktorsnámi við dýravist- fræðideild háskólans í Lundi, Svíþjóð (Zooekologiska avdelingen, Lunds Universitet). Á því tímabili var hann í flögur ár í launaðri stöðu doktors- nema (doktorrandtjánst), sem fjár- mögnuð var af sænska vísindaráðinu (Naturvetenskapiga Forskningsrád- et). Hann er nú við störf á Náttúru- fræðistofnun íslands. Guðmundur er sonur hjónanna Sigrid Kristinsson bókasafnsfræð- ings og Guðmundar Kr. Kristinsson- ar arkitekts. Eiginkona hans er dokt- or Sólveig Grétarsdóttir sameinda- erfðafræðingur og eiga þau tvö börn, tvíburana Jóhönnu Fríðu og Grétar Öm. * X fógetatíð Skúla Magnússonar voru oft haldnar hinar veglegustu veislur og var þá vel veitt Hjá Fógetanum í Reykjavík í Aðal- stræti 10, fógnum við Þorra með veglegu Þorrahlaðborði firá kl. 18.00 öll kvöld meðan á Þorra stendur. og ólíkt íslensku réttarkerfi er allt afgreitt samstundis. Lifandi og þjóðleg tónlist er leikin öll kvöld. GJÖRT í AÐALSTRÆTI10 Málskostnaður léttir vart pyngju svo nokkru nemi, aðeins 1.900 kr. pr. mann Sími 16323

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.