Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
33
haustdögum að það virtist sem þau
hjónin hefðu bæði misst þróttinn
eftir það mikla áfall sem dóttur-
missirinn var þeim og þau lögðust
má segja út af og gáfust upp.
Kristján fæddist á Stýrimanna-
stíg 7, ólst þar upp og bjó alla
ævi, og þaðan verður hann til mold-
ar borinn í dag. Hann lauk gagn-
fræðaprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík og stundaði þar fram-
haldsnám í einn vetur. Hann hætti
þar frekara námi og fór á sjóinn
og fannst það nánast skylda sín til
þess að létta undir með einstæðri
móður sinni og bammörgu heimili.
Hann tók meira fiskimannapróf frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1933. Hann byrjaði til sjós á bv.
Maí 1927; síðar á bv. Skallagrími
og Gylli. A árunum 1934-1944 var
hann stýrimaður og nótabassi á
ms. Eldborgu, þá skipstjóri á ms.
Hafborgu frá Borgamesi og bv.
Ólafi Jóhannessyni frá Patreksfirði
og síðast á bv. Aski. Eftir að hann
kom í land starfaði hann hjá Áburð-
arverksmiðju ríkisins 1956-1980
sem fastur starfsmaður og í ein
tvö, þijú ár í afleysingum.
Eiginkona Kristjáns var Nanna
Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 11.
janúar 1912 í Stykkishólmi. Hún
var dóttir Guðmundar Jónssonar,
framkvæmdastjóra frá Narfeyri, og
Guðrúnar Einarsdóttur húsmóður.
Böm Kristjáns og Nönnu em:
Guðrún f. 20. maí 1939, læknir á
Þórshöfn á Langanesi, gift og á
eitt bam; Jóhanna, f. 3. janúar
1941, flugfreyja, var gift og á eitt
barn; Ásta, f. 20. mars 1944, d.
3. ágúst 1992, var gift og lætur
eftir sig fjögur böm; Elísabet, f.
2. júlí 1945, húsmóðir, gift og á
þijú böm; og Pétur, f. 9. júní 1948,
tæknifræðingur, kvæntur og á þijú
böm.
Alsystir Kristjáns var Ásta, f. 1.
desember 1906, húsmóðir, látin, gift
Bimi Ólafssyni, forstjóra og fv. ráð-
herra, og áttu þau fjögur böm.
Hálfsystkini Kristjáns, sam-
mæðra: Bjarni, f. 19. maí 1899, nú
látinn, skipstjóri í Kanada, kvæntur
kanadískri konu og lætur eftir sig
þijú böm á lífi; Anna, húsmóðir,
f. 17. júlí 1900, nú látin og átti hún
tvö böm; og Markús Finnbogi, tón-
skáld, f. 15. júlí 1902, nú látinn.
Faðir þeirra var Kristján Bjamason
skipstjóri.
Foreldrar Kristjáns vora Pétur
Mikael Sigurðsson, skipstjóri á
skútunni Valtý, f. 29. september
1875, fórst 1920, og Jóhanna
Gestsdóttir, húsmóðir, f. 16. nóvem-
ber 1865. Þau bjuggu allan sinn
búskap á Stýrimannastíg 7 og Jó-
hanna til æviloka.
Valgarður Sigurðsson.
Haukur Bent Guð-
jónsson - Minning
Fæddur 5. janúar 1920
Dáinn 28. janúar 1993
í dag verður borinn til hinstu
hvfldar tengdafaðir minn, Haukur
B. Guðjónsson vélsmiður. Það er
margs að minnast og margar góð-
ar samverastundir að þakka nú
þegar hann hefur kvatt þennan
heim.
Það var ekki erfitt að kynnast
Hauki. Þar fór alþýðulistamaður
sem leit tilveruna björtum augum,
var alltaf jákvæður og hafði
ánægju af öðru fólki. Hann tók
mér fagnandi í fjölskylduna af
þeirri hlýju og mannelsku sem ein-
kenndi hann. Eftir að kynnin urðu
nánari og heimsóknirnar í
Glæsibæinn fleiri komst ég að því
hve mikill náttúruunnandi og
veiðimaður Haukur var. Útivist og
þá ekki síst veiðiferðir voru hans
stóra áhugamál. Þau kynni áttu
eftir að hafa sterk áhrif á mig.
Haukur var einn af þessum
sönnu veiðimönnum. Veiði-
mennska hans átti ekkert skylt
við nýmóðis sportveiðimennsku
þar sem tryllt er út í náttúruna
með öflug skotvopn. Hans veiði-
mennska átti sér miklu dýpri ræt-
ur, hún var samofin náttúrunni
sjálfri. Hann kynntist veiði-
mennsku þegar hann var að alast
upp og veiðiferðirnar höfðu þann
tilgang að veiða sér til matar. Það
var á þeim árum þegar þröngt gat
verið í búi og ekki alltaf til matur
handa heimilisfólkinu. Þannig
hafði hann annan skilning á nátt-
úrunni og gjöfum hennar en al-
mennt gerist í dag því að veiðiferð-
irnar voru ekki síður farnar til
þess að njóta náttúrannar, kyrrð-
arinnar, fegurðarinnar. Frásagn-
irnar af gæsunum í morgunfluginu
eða visku ijúpunnar til að sjá við
veiðimönnunum bára þess vitni.
Æskustöðvar eiginkonu hans
og lífsförunautar, Svanborgar
Jónsdóttur frá Víðivöllum í Stað-
ardal, buðu upp á allar náttúrunn-
ar lystisemdir. Þessi heimkynni
hennar urðu með tímanum hans.
Hann gekk ekki aðeins náttúrunni
á hönd heldur einnig fólkinu.
Haukur hafði einlægan áhuga
á öðru fólki og högum þess og
margan greiðann hefur hann gert
manni í gegnum tíðina. Listaverka
verður ekki aðeins notið í stórum
sýningarsölum. Haukur átti því
láni að fagna að vinna með Ás-
mundi Sveinssyni að því að stækka
upp og vinna listaverk hans í járn.
Þannig fékk hann innsýn inn heim
forma og lista. Það átti eftir að
verða Hauki til mikillar ánægju í
gegnum lífið að njóta listaverka,
ekki síst málverka, enda var varla
sú myndlistarsýning í borginni
sem hann heimsótti ekki.
Það .var aldrei neinn vafi í mín-
um huga þegar ungur drengur
bættist í fjölskylduna fyrir rúmum
10 árum að þar væri kominn nafni
Hauks. Það var heldur ekki svo
lítils virði fyrir ungan dreng að
vaxa úr grasi og fara með afa
Hauki að skoða fugla eða í fjöru-
ferðir. Þegar sá stutti gat farið
að halda á priki tók afi hann með
að veiða. Það var ekki hægt að
hugsa sér betri leiðsögn. Alveg
eins og afi kenndi nafna sínum
að þekkja fugla, þekkti afi hvern
hyl í ánni og hann þekkti líka at-
ferli fiskanna. Hann kenndi honum
að þekkja hvenær fiskurinn væri
nýgenginn, hvemær hann vildi
taka og hvenær ekki, hvernig
fiugu átti að nota og tæknina við
að kasta. Haukur afí var aldrei
sælli en eftir að hafa staðið úti
og barið Bæjarfljótið allan daginn.
Það var aldrei nein spurning um
hvort afi hefði veitt eitthvað, ef
það var bara einn fískur í ánni,
þá veiddi afi hann.
Þannig skilaði afi Haukur þekk-
ingu sinni og reynslu til nýrrar
kynslóðar, þekkingu sem var
byggð á ást og virðingu á náttúr-
unni. Sýn á náttúruna sem var
laus við græðgi. Það væri betur
komið fyrir náttúrunni að afi
Haukur hefði haft valdameiri
áheyrendur en lítinn nafna sinn.
Ahugi afa Hauks á dýralífinu
náði langt út fyrir veiðibráðina.
Þegar álftapar hafði komið sér upp
hreiðri í Elliðaánum fylgdist afí
Haukur með því sumarlangt, fyrst
úr fjarska en komst nær og nær.
Þau verða ógleymanleg sumar-
kvöldin fyrir nafna hans þegar afí
tók hann með sér að líta eftir álfta-
parinu og ungunum. Afi Haukur
þurfti síðan ekki annað en kalla
til þeirra, þá komu þær á móti
honum. Var það nema furða að
Guðmundur Sívert-
sen - Minning
Fæddur 21. febrúar 1919
Dáinn 14. október 1992
Móðurbróður minn, Guðmundur
Sívertsen, andaðist að heimili sínu
í Seattle um miðjan október síðast-
liðinn, 73 ára að aldri.
Eftir að hann fluttist til Seattle
fyrir um það bil 6 áram hringdi
hann oft til mín í New York og við
ræddum um lífið og tilverana og
ýmis sameiginleg áhugamál, en síð-
ustu árin las hann mjög mikið af
góðum bókmenntum og var mikill
áhugamaður um sígilda tónlist.
Hann kvæntist aldrei og var barn-
laus og hefur sjálfsagt kennt nokk-
urs einmanaleika síðustu árin.
Undanfarna mánuði hafði Guð-
mundur minnst á að heilsunni hefði
hrakað, og var hann að ráðgerða
að flytjast heim til íslands. Fyrst
vildi hann þó selja íbúð sína í Se-
attle.
Síðast þegar hann hringdi til
móður minnar í byijun október,
sagði hann að hann myndi hringja
innan fárra daga og staðfesta
komudag til íslands. Ur því varð
þó ekki, því hann varð bráðkvaddur
heima hjá sér. Hafði hann þá feng-
ið hjartaáfall og látist samstundis.
Æviferill Guðmundar var að
ýmsu leyti óvenjulegur og á köflum
dálítið ævintýralegur. Hann fæddist
21. febrúar árið 1919 í Reykjavík,
sonur hjónanna Jóns Sívertsen,
fyrrverandi skólastjóra Verslunar-
skólans og Hildar Helgadóttur
Zoega. Hugur hans beindist
snemma til sjómennsku og aðeins
15 ára gamall var hann skráður á
varðskipið Ægi, og var þar meira
og minna næstu 8 árin. Árið 1943
útskrifaðist hann úr farmannadeild
Stýrimannaskólans og var síðan i
siglingum síðustu ár stríðsins á
enskum og norskum skipum, milli
Englands, Noregs og Bandaríkj-
anna. Í Bandaríkjunum fór hann í
skóla Pan American Navigation
Service í Hollywood og lauk þar
prófí í flugsiglingafræðum með
ágætum árangri. I stríðslok skipti
hann um skip í Venezuela og sigldi
síðan sem stýrimaður á ýmsum
skipum um Kyrrahafið, meðal ann-
ars til Filippseyja og Kína og árið
1947 réð hann sig í Shanghai í eitt
ár sem stýrimann á varðskip ríkis-
stjómar Chiang-kai-shek. Að því
loknu kom hann heim á ýmsum
skipum langa leið um Indland, Sri
Lanka (þá Ceylon), Afríku, Suez
og ýmsar evrópskar borgir. Hafði
það þá tekið hann fjögur ár, með
ýmsum krókaleiðum, að fara í
kringum hnöttinn.
Á fyrstu dögum Loftleiða vann
hann um tíma hjá félaginu og var
meðal annars einn af áhöfninni á
flugvélinni Geysi, sem nauðlenti á
Vatnajökli í hinu eftirminnilega
Geysisslysi árið 1949. Þá ferð fór
hann í forföllum fyrir annan mann.
Hafði hann þá þegar ákveðið að
snúa aftur til Bandaríkjanna, en fór
nafni spurði afa sinn hvort hann
talaði álftamál, þegar hópurinn
var farinn að elta þá heim?
Já, það voru fleiri en unginn
minn sem hændust að afa Hauki.
Það var gaman að hlusta á
Hauk segja sögur af mörgum kyn-
legum kvistum sem hann hafði
kynnst í gegnum tíðina og oft var
búið að gefa þeim skondið viður-
nefni. En það var ekki síður
skemmtilegt að fylgjast með
Hauki þegar honum var sögð góð
veiðisaga. Innlifun hans í frásögn-
ina var svo einlæg, vonbrigðin
mikil yfír þeim stóra sem slapp
eða ánægjan yfír góðum feng. Það
fór ekki á milli mála að það sem
kom næst á eftir góðri veiðiferð
var góð veiðisaga. Þannig hafði
Haukur líka mikla ánægju af bók-
um og sérstaklega var það ein bók
sem hann hafði mikið dálæti á og
skildi aldrei við sig, en það var
bók Stefán Jónssonar, „Lífsgleði
á tréfæti með byssu og stöng“.
Haukur B. Guðjónsson hefur
farið í sína síðustu ferð. Hans er
sárt saknað af fjölskyldu, ættingj-
um og vinum. Hann skilur eftir
sig stórt skarð sem við munum
reyna að fylla með öllum þeim
góðu minningum sem hann skildi
eftir. Svanborg mín, þinn söknuð-
ur er mikill. Ég bið góðan Guð að
gefa þér styrk. Hvfli Haukur B.
Guðjónsson í friði.
Helga Thorberg.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn þegar ég hugsa um
afa er hversu glaður og hlýr hann
þessa ferð til þess að ljúka ýmsum
greiðslum áður en hann færi.
Fljótlega eftir slysið fór Guð-
mundur til Bandaríkjanna og gerð-
ist bandarískur ríkisborgari. Árið
1954 útskrifaðist hann úr fram-
haldsnámi í flugsiglingafræðum og
skyldum fögum frá California Air
College í Hollywood og tók þá einn-
ig námskeið til að öðlast bandarísk
réttindi sem stýrimaður og skip-
stjóri á stóram hafskipum. Hann
vann eftir það í millilandasiglingum
hjá ýmsum skipafélögum í Banda-
ríkjunum.
Eftirlifandi systkini Guðmundar
era Marteinn Sívertsen og Katrín
Sívertsen, en eldri systir hans Geir-
þrúður Hildur Bernhöft lést fyrir
nokkrum árum.
Dauðsfall hans
djúpt ristir,
en minningin
um Guðmund
mun giöggt geymast.
Ég óska honum
í æðri heimum
ástar og friðar.
Megirðu vinur
í öðrum veröldum
eiga vitund bjarta,
þess óskar
þín vinkona og frænka
af öllu hjarta.
Útför Guðmundar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag kl. 15.
Björg Jakobsdóttir.
alltaf var við alla. Það sem ein-
kenndi hann var sú ró og þetta
umburðarlyndi sem hann auðsýndi
öllum. Allir fengu að vera til á
sínum eigin forsendum, án nokk-
urra fordóma af hans hálfu. Hann
lifði í sátt við sjálfan sig og sitt
líf og tók aldrei þátt í þessu lífs-
gæðakapphlaupi sem einkennir
okkar tíma. Hann reyndi aldrei
að keppa við neinn, og ef einhver
gerði eitthvað á hans hlut, þá gerði
hann í mesta lagi góðlátlegt grín
að _því.
Otal minningar koma upp í hug-
ann þegar ég hugsa um afa, eins
og t.d. um álftahjónin. í mörg ár
rölti hann niður að Elliðaám og
gaf sömu álftahjónunum og ung-
um þeirra brauð að borða. Og í
þakklætisskyni fylgdu þau honum
oft heim að húsi og kvökuðu til
hans í kveðjuskyni. Afí var mikill
matmaður, eldaði oft sjálfur og
var enginn réttur fullgerður að
hans mati nema góð og mikil sósa
fylgdi með. Það lýsir bæði lífsorku
hans og mataráhuga að aðeins
fáum dögum fyrir andlátið, var
hann í undirbúningi að matargerð,
þótt þá væri mjög af honum dreg-
ið. Ég man eftir afa við ótal tæki-
færi, ævinlega sem hrók alls fagn-
aðar. Frásagnargáfan var honum
í blóð borin, hann hafði frá svo
mörgu að segja á viðburðaríkri
ævi. Og voru veiðisögumar þar
fremstar í flokki.
Ég og systkini mín, Daníel og
Inga, munum ætíð geyma allar
góðu minningarnar um afa í hjört-
um okkar. Við munum ávallt
minnast hans með gleði og þakk-
læti fyrir að hafa átt hann að.
Að lokum langar mig að minn-
ast þess að í hvert sinn er ég kom
í heimsókn til afa og ömmu, heils-
aði hann mér með sömu kveðj-
unni. „Ertu komin, ertu komin til
afa elskan mín.“ Nú heyri ég ekki
kveðju hans framar, en ég vil trúa
því að einhvemtímann seinna
munum við hittast á ný og þá
heilsi hann mér með þessum orð-
um.
Þórdís Rúnarsdóttir.
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
<c8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Sérfræðingar
■ blúinaskreylingtim
viú öll takkilæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090