Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 6
16. FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14! FEBRÚAR 1993 Karl Sigurhjartarson framkvæmdastjóri nýr landsliðsþjálfari í brids Erfitt að bæta ár- angur síðustu ára KARL Sigurhjartarson fram- kvæmdasfjóri hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í brids fyrir Evr- ópumót sem haldið verður í júní. Á Evrópumótinu ræðst hvort ís- lendingar fá að veija heimsmeist- 'aratitilinn í brids, en gert er ráð fyrir að fjór ar efstu þjóðimar á Evrópumótinu keppi á heims- meistaramótinu sem verður í Chile í haust. „Það er erfitt að taka við þessu starfí, sérstaklega þar sem varla er hægt að bæta þann árangur sem náðst hefur síðustu árin með Heims- meistara- og Norðurlandameistarat- itlum,“ sagði Karl Sigurhjartarson við Morgunblaðið. Karl mun bæði velja bridslandslið- ið og sjá um undirbúning þess fyrir Evrópumótið. „Það er að sjálfsögðu ■ ekki þjálfarinn heldur spilararnir sem eru í eldlínunni á mótunum og okkar spilarar eru búnir að sanna hvað þeir geta. Hins vegar er það dagsformið sem ræður úrslitum í mótum og mitt hlutverk er einkum að stuðla að því að það verði sem best,“ sagði Karl. Góður undirbúningur Hann sagðist búast við að haga undirbúningi landsliðsins með svip- uðum hætti og verið hefur síðustu árin, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á líkamlega og andlega uppbyggingu liðsins. Karl sagði ljóst, að betur hefði verið staðið að undir- búningi íslenskra landsliða en ann- arra þjóða undanfarið. „Ég veit ekki hvort aðrar þjóðir hafa dregið lær- dóm af okkar framförum, og það kann að vera að stóru bridsþjóðim- ar, sem jafnan hafa verið taldar sterkari en við, hafi tileinkað sé okkar aðferðir. Það verður þá að koma í ljós,“ sagði Karl. Karl Sigurhjartarson er 51 árs og er framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa. Hann hefur verið í hópi fremstu bridsspilara ís- lendinga síðustu áratugi og margoft spilað í íslenska landsliðinu, síðast þegar íslendingar unnu á Norður- landamótinu á síðasta ári. Karl tekur við landsliðsþjálfarastöðunni af Bimi Eysteinssyni, sem leiddi íslendinga til sigurs á heimsmeistaramótinu árið 1991 og Norðurlandamótinu árið 1992. Björn gaf ekki kost á sér áfram sem landsliðsþjáifari og segir ástæðu þess meðal annars vera þá að hann hafí hug á að keppa sjálfur um sæti í landsliðinu. »» x* Morgunblaðið/Þorkell Heilræði ER BJORN Eysteinsson, t.v., var spurður hvaða heilræði hann vildi gefa nýja landsliðsþjálfaranum svarað hann: „Að hafa ánægju af því sem hann er að gera.“ Fylgiskjal Ríkisendurskoðunar með ríkisreikningi 1991 Athugasemd við færslu 1.700 milljóna króna RÍKISENDURSKOÐUN telur að 1.700 milljóna skuldbinding ríkissjóðs vegna Framkvæmdasjóðs íslands hafi ranglega verið færð til gjalda hjá forsætisráðuneytinu í ríkisreikningi árið 1991 í stað ársins 1992 og því sýni rekstrarreikningur A-hluta ríkissjóðs á árinu 1991 verri afkomu sem þessu nemur. Þessi athugasemd fylgir ríkisreikningi fyr- ir 1991 sem var lagður fram á Alþingi á föstudag. Ríkisreikningi fylg- ir einnig bréf frá fjármálaráðherra til forseta Alþingis þar sem hann rökstyður þá ákvörðun að færa þessa upphæð til gjalda í ríkisreikn- ing 1991. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins sem fengust á Alþingi þykir mjög óvenjulegt að svo and- stæðar athugasemdir fjármálaráðu- neytis og ríkisendurskoðunar fylgi framlagningu ríkisreiknings en eftir helgina verða lagðar fram skýrslur ríkisendurskoðunar og yfirskoðun- armanna ríkisreiknings. Ríkisendurskoðandi bendir á að umrætt framlag ríkissjóðs til Fram- kvæmdasjóðs byggist á 13. grein lánsfjárlaga fyrir árið 1992 sem staðfest voru 24. janúar 1992, og heimila fjármálaráðherra að yfirtaka skuldir Framkvæmdasjóðs að fjár- hæð allt að 1.700 millj. kr. Ráðherra hafi þegar nýtt þessa heimild sam- kvæmt samkomulagi við sjóðinn 9. mars 1992. Gefur réttari mynd I bréfi fjármálaráðherra segir að ríkisreikningur 1991 sé gerður upp samkvæmt breyttum uppgjörsegl- um. Gjalda- og tekjufærslur séu óháðar því hvenær greitt sé eða inn- heimt og skuldbindingar sem falli til á fjárhagsárinu séu færðar til bókar skv. stöðu verkefna. Með þessu telur ráðuneytið að ríkisreikn- ingur gefi sem réttasta mynd af efnahag ríkissjóðs á hveijum tíma. Auglýsir vaxtalaus bílalán BÍLASALAN Hekla auglýsti í vikunni vaxtalaus og óverð- tryggð 500 þúsund króna lán af nýjum og notuðum bílum. Að sögn Finnboga Eyjólfsson- ar, blaðafulltrúa Heklu, er þetta tilraun vegna mikillar samkeppni á bílamarkaðinum og aðspurður hvernig fyrir- tækið geti fjármagnað vaxta- laus lán sagði hann áð það væri fyrirtækisins að leysa úr því. „Við erum að sjálfsögðu að höfða til viðskiptavina okkar og bjóða þeim betri kjör en bjóðast annars staðar," sagði hann. Finnbogi benti á að mikill samdráttur hefði verið í sölu bif- reiðaumboðanna á síðasta ári eða 30% minni sala en árið á undan. í janúar á þessu ári hefði sala dregist enn frekar saman því heildarsala umboðanna hefði verið 42,8% minni en í sama mánuði í fyrra. Aðspurður hvort kaupendur sem staðgreiddu verð bíla fengju sambærilegan afslátt svaraði hann því neitandi og sagðist gera ráð fyrir að kaupendur notfærðu sér þau kjör sem aug- lýst hefðu verið. Brutust inn á bensínstöð FIMM ungmenni, 3 piltar og 2 stúlkur, á bíl voru stöðvuð af Hafnarfjarðarlögreglunni á fjórða tímanum á laugardags- morgun en þau höfðu þá brotist inn á bensínstöð Olís í Garðabæ. Þau höfðu stolið vindlingum og ýmsu smádóti, að sögn lögreglu. Tveir piltanna voru geymdir á lög- reglustöðinni vegna gruns um fleiri afbrot en öðrum var sleppt. Innflutningur gulróta leyfður á morgun Fjarðarkaup neituðu að selja innlendar gulrætur ÞAR SEM enn er nokkuð til af íslenskum gulrótum þjá dreifingarað- ilum hefur ekki verið leyfi til innflutnings á þeirri afurð en mikill- ar óánægju gætir hjá ýmsum kaupmönnum vegna þessa. Haraldur Haraldsson, verslunarstjóri í Fjarðarkaupum, sagði í samtali við Morgunblaðið á föstudag að það sem til væri af íslenskum gulrótum í landinu væri ekki mönnum bjóðandi og hefði verslunin tekið þá ákvörðun að selja engar gulrætur, þótt þær væru til, í versluninni fyrr en þær innfluttu yrðu á boðstólum. Ekki talin söluvara HARALDUR Haraldsson verslunarstjóri í Fjarðarkaupum segir að íslensku gulræturnar sem eftir eru séu óæti sem neytendur líti ekki við, en þrátt fyrir það hafi verið dregið að veita innflutningsleyfi. Árnessýsla Rafmagn komið á í uppsveitum RAFMAGN komst á alla bæi í Biskupstungum og Hrunamanna- hreppi í Árnessýslu klukkan rúmlega tíu í gærmorgun. Var þá búið að vera rafmagnslaust á bæjunum frá því fyrir klukkan sex kvöldið áður, eða í sextán til sautján klukkutíma. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, hefur nefnd sem veit- ir leyfi til innflutnings á grænmeti ákveðið að veita innflutningsleyfi Vinmislys í Eskifjarð- arhöfn Eskifirði. SKIPVERJI á loðnubátnum Jóni Kjartanssyni slasaðist er unnið var við að hifa nótina í land á Eskifirði síðastliðið föstudags- kvöld. Krani, svokallaður nótaleggjari, brotnaði og féll á einn skipveijann sem var við vinnu á bryggjunni. Hann var fluttur á heilsugæslustöð- ina á Reyðarfirði til rannsóknar. Hann reyndist meiddur innvortis og á öxl, en fékk að fara heim að lokinni skoðun. B.J. frá og með mánudeginum. Hann segir að þótt þær íslensku gulræt- ur sem enn séu til séu ekki falleg- ar útlits séu þær óskemmdar og lausar við þau lyf sem erlendar gulrætur séu varðar fyrir skemmd- um með. Haraldur Haraldsson sagðist í samtali við Morgunblaðið vita til þess að í u.þ.b. hálfan mánuð hefði verið reynt að afla heimildar til að flytja inn gulrætur í landið enda væri ekkert fáanlegt hjá íslenskum dreifingaraðilum nema óæti sem neytendur litu ekki við. Hann sagði nokkuð til af gulrótum en þær væru þannig útlítandi að sér kæmi ekki til hugar að bjóða viðskipta- vinum upp á þær. Hann sagði að til marks um hvemig þróunin hefði verið undanfamar vikur hefði viku- salan á þessari vöru verið dottin úr u.þ.b. 500 kg á viku í um 100 kg á viku og það var áður en ástand vörunnar varð slíkt að ekki þótti lengur veijandi að sýna hana í búðinni. Haraldur sagði fleiri kaup- menn í stórmörkuðum, m.a. Hag- kaupi, sama sinnis en þrátt fyrir að séð hefði verið að hveiju stefndi hefðu dreifingaraðilar neitað til- mælum um að lækka heildsöluverð til að unnt yrði að bjóða gulræturn- ar á verulega niðursettu verði og klára þannig þær birgðir sem til væru í landinu þannig að unnt yrði að hefja innflutning á vöru sem neytendur litu við. Guðmundur Sigþórsson sagði að samkvæmt lögum væri starfandi sérstök innflutningsnefnd. „Hún leiðbeinir ráðuneytinu um hvenær hefja þurfi innflutning á græn- meti,“ sagði Guðmundur, „og var búin að áforma að opna fyrir inn- flutning á mánudag. Það munu enn vera til um 4 tonn af innlendum gulrótum sem mér skilst að eigi þá að selja á niðursettu verði.“ Guðmundur sagði að í innflutn- ingsnefndinni sætu fulltrúar ráðu- neytisins, innlendra framleiðenda og dreifingaraðila. Guðmundur kvaðst telja að gæði íslensku gul- rótanna væru í lagi þótt útlitið væri e.t.v ekki sem skyldi. „Þessar gulrætur eru síðan í haust og það er bannað að nota sveppa- og ro- teyðandi lyf á þessa vöru hér á landi. Annars væru þær ekki útlits- gallaðar," sagði Guðmundur. „All- ur innflutningur er með slíkum lyfjum.“ Guðmundur sagði að ekki væri þó ætlunin að halda innlendu vör- unni of lengi í sölu; innflutning ætti að leyfa þegar hún hætti að svara kröfum markaðarins. Rafmagnsleysið í uppsveitum Árnessýslu stafaði af bilun í að- flutningslínu frá Búrfelli að Flúðum og tókst að gera við hana í gær- morgun. Þegar rætt var við Örlyg Jónasson, rafveitustjóra RARIK á Hvolsvelli, í gærmorgun var enn rafmagnslaust í Þingvallasveit og á nokkrum bæjum í Grímsnesi en búið að finna bilunina og var búist við að rafmagn kæmist á alla bæi fljótlega. Truflanir voru víða á svæðinu í fyrrinótt, meðal annars vegna seltu. Mikil selta hlóðst á einangrara á Snæfellsnesi í fyrrakvöld. Að sögn Ásgeirs Þórs Ólafssonar, rafveitu- stjóra RARIK í Stykkishólmi, voru truflanir á rafmagni vegna seltunn- ar fram til klukkan tvö í fyrrinótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.