Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir og bróðir, VALDIMAR VALDIMARSSON fyrrverandi brunavörður, sem lést af slysförum 9. febrúar, verður jarðsunginn frá Lang- holtskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Guðrún Svanhvít Sigurðardóttir, Fanney Dögg Valdimarsdóttir, Kristján Valdimarsson. t Ástkaer eiginkona mín, ANNA BJÖRNSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Árni Gestsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR frá Kjörvogi. Guðmunda Þ. Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkarkveðjurfærum við öllum þeim, er heiðruðu minn- ingu HARALDAR S. NORÐDAHLS fyrrverandi tolivarðar við útför hans og með blóma- og minningagjöfum. Sérstaklega þökkum við Stórstúku íslands og Tollvarðafélagi ís- lands fyrir þá virðingu er honum var sýnd við útförina. Aðstandendur. t Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNS GUÐMUNDSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Urðarstíg 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavfk. Gyðriður Jónsdóttir, Sigurþór Sigurðsson, Kristján Sigurösson, Sigurður G. Sigurðsson, Einar Sigurðsson og aðrir aðstandendur. t Elskulegur sonur okkar, FRIÐRIK ÁRNI PÉTURSSON frá Norðurgröf, lést hér í bænum þann 11. febrúar sl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir okkar hönd, systkina hins látna og annarra vandamanna, Elin Þ. Bjarnadóttir, Pétur Pálmason. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Minning Anna Bjömsdóttir Fædd 6. apríl 1922 Dáin 7. febrúar 1993 Gleðin og sorgin með tárum sig tjá í tindrandi perlum á mannanna brá sem morgundögg liðinnar nætur. Sá veit einn hvað veldur er grætur. (G.SK.) Vissulega er það svo að markmið okkar í lífinu eru mörg og mismun- andi, þau breytast í tímans rás, eitt tekur við af öðru eftir því sem lífið líður hjá. Við fæðumst inn í þennan heim hjálparvana og öðrum háð. Smám- saman öðlumst við aukinn þroska, þekkingu og reynslu. Ósjálfbjarga bam breytist í ungling, síðar í full- þroska manneskju með ábyrgð og skyldur og að lokum færist aldurinn yfir, aðrir taka við og þess er notið að fá að vera þátttakandi án ábyrgðar um stund. Allt okkar lífshlaup erum við að bjástra við að koma okkur svolítið áfram, ná settum markmiðum. Þá er pft horft langt yfir skammt. Á stundu sem þessari er spurt: Hvað er það sem skiptir mestu máli í lífinu? Eftir skamma umhugs- un er þessu auðsvarað. Það er umhyggja, umönnun, vinátta og elska. Þessi elska sem ein mann- eskja veitir annarri með því að taka eftir, hlusta, skilja, hafa áhuga á og aðstoða, vinátta sem endist langt líf. Ungt fólk sem flyst frá átthögum sínum til Reykjavíkur er fjarri fjöl- skyldum sínum. Það leitar hvort til Blómastofa Friðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld tilkl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. annars. Það deilir gleði og sorgum. Hlær og grætur, hlær þó meira en það grætur og styður hvort annað gegnum lífíð. Það fæðast börn og hveiju og einu er tekið eins og það sé sérstakt, hvert barn elskað. Börnin eldast, það koma barnabörn og bamabarnabörn og enn er hlúð að, alltaf spurt, sinnt eins og kostur er. Slík var Anna gagnvart okkur, slík var vinátta þessara tveggja fjöl- skyldna Önnu og Árna og okkar sem talin erum í tugum. Það er mikil gæfa í lífinu að eiga vini sem þessa og njóta ástúðar þeirra. Hún Anna var með stórt hjarta, hún átti stóran hóp ættingja og vina sem hún hugsaði um á sama hátt og okkur. Elsku Árni, við vottum þér okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa þig og varðveita. Anna kom eins og sólargeisli inn í líf okkar með gleði og yl og þann- ig mun minning hennar geymast með okkur. Rósa, Gunnar og fjölskyldur. Fyrir aðeins fáeinum vikum voru Anna frænka og Árni frændi í veislu hjá mér og dóttur minni. í augum okkar mæðgna var tilefni til veislu- halda ærið og við vildum gleðjast með öllum þeim sem okkur þykir vænst um. í þeirn hópi voru að sjálf- sögðu Anna og Árni. Ekki grunaði okkur að aðeins fáeinum vikum síð- ar lægi sú þraut fyrir okkur að reyna að skilja og sætta okkur við að Anna frænka væri ekki lengur á meðal okkar. Hún Anna með sitt stóra hjarta og hlýja faðm sem var alltaf opinn. Á stundu sem þessari sækja minningarnar að og ótal myndir skjótast upp í hugann. Þær eiga það flestar sameiginlegt að á þeim sé ég Önnu og í kringum hana eitt eða fleiri böm. Ég þekki enga konu sem átti jafn mörg börn þó svo að hún og Ámi væm það sem kallað er bamlaus. Við — sem emm böm ættingja og vina erum þeirra f3lóm, kransar 00 skreytingar. Opiðtilkl.22.' BLáaTÁLPgRJRR Vesturgötu 4, sími 622707 + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS VIKTORS GUÐMUNDSSONAR, Norðurbrún 1. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 14-G á Landspítal- anum fyrir langa og góða aðhlynningu. Helga Stefánsdóttir, Stella Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Erlingur Stefánsson, Albert Stefánsson, Jóna Erlingsdóttir, Friðgeir Gunnarsson, Aðalsteinn Þorbergsson, Erla Ottósdóttir, Vigdís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frú GUÐNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR, síðast Hrafnistu, Reykjavík, áður Steinaborg, Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavík, fyrir góða aðhlynningu og hjúkrun. Jóhanna Ivarsdóttir, Þorvaldur Magnússon, Stefania ívarsdóttir, Sæmundur Magnússon, Guðmundur ívarsson, Guðfinna Óskarsdóttir, Arnleif ívarsdóttir, Sigurður Danielsson barnabörn og barnabarnabörn. börn og börnin okkar þeirra barna- börn. Anna var gift föðurbróður mín- um, Árna Gestssyni. Þau bjuggu í Reykjavík, en fjölskylda mín fýrir norðan. Sem barn fékk ég að fara < til Reylqavíkur á hveiju ári og vera * hjá Önnu og Árna í nokkrar vikur. Þetta þóttu mér mikil forréttindi og ég hlakkaði alltaf jafn mikið til. Það var svo gaman og gott að vera hjá þeim, mér fannst ég alltaf eins < og prinsessa í ævintýri. Eftir að ég " fluttist til Reykjavíkur, átti ég ör- uggt athvarf hjá þeim og þegar dóttir mín fæddist tóku þau að sér afa- og ömmuhlutverkið. í sam- skiptum Önnu og ungrar dóttur minnar sá ég hvers vegna böm elsk- uðu hana svona mikið. Hún bar ótakmarkaða virðingu fyrir okkur — hún hafði alltaf tíma til að hlusta — hún mundi alltaf eftir að spyija hvað við værum að fást við og hvernig gengi með það sem var efst á baugi síðast þegar við töluð- um við hana. Anna frænka var dugleg við að minna okkur á atvik sem áttu sér stað þegar við vorum börn, bæði spaugileg og alvarleg. <s Hvað hún gat hlegið. Fyrir örfáum vikum minnti hún mig á nokkur slík sem vörðuðu dóttur mína unga. Ég var búin að gleyma þeim enda hafði hún af því áhyggjur undir lokin hver mundi nú muna atburði ( sem þessa og hún bað móður mína að minna mig á að skrifa þá niður. Kannski geri ég það en eitt er víst að ég þarf ekki að skrifa hjá mér minningar um Önnu frænku. Elsku Árni frændi — ég á engin orð sem duga en vil að þú vitir að hún elsku Anna þín mun lifa í minningum okkar Ásdísar. Þú sagðir mér að leita til þín þegar sortinn settist að þegar einsemdin stryki löngum, grönnum fingrum um dagana Ég stend við bakkann (Vigdís Grímsdóttir) * Stefanía Traustadóttir. Vegna vangár láðist að birta mynd af Guðnýju Jennýju Marteins- dóttur með minningargrein um hana í Morgunblaðinu í gær. Hlut- aðeigandi eru innilega beðnir afsök- unar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.