Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1993 Einar Olgeirsson, fyrr- verandi alþingismaður Einar Olgeirsson við bókaskáp á heimili sínu. Uósm.: þjóðviijmn Einar Olgeirsson fyrrverandi al- þingismaður lést 3. febrúar sl. rúm- lega 90 ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn litríkasti og áhrifamesti stjórnmála- maður íslendinga á þessari öld. Allir miklir stjórnmálamenn bera að nokkru svipmót síns tíma. Þeir sem lifa á tímum mikilla þjóðfélags- breytinga taka óhjákvæmilega á sig mynd skarpra skila og harðra átaka. Þeir verða oft umdeildir, verða að þola last og ámæli sumra, en hljóta gjaman mikið lof og mikla aðdáun annarra. Einar Olgeirsson kom heim frá námi í Þýzkalandi, ungur maður árið 1924. Hann hóf strax þátttöku í pólitík á Akureyri. Stofnaði Jafn- aðarmannafélag Akureyrar og gerðist strax ákafur talsmaður hinnar ungu og upprennandi verka- lýðshreyfingar á Norðurlandi. Á þessum ámm var ný þjóðfé- lagshreyfing að hasla sér völl í ís- lenzkum þjóðmálum. Verkalýðsfé- lög voru stofnuð í hveijum þéttbýl- isstáðnum af öðrum. Nokkur ný félög á hveiju ári. Og síðan komu sambönd þessara félaga. Verka- lýðssamband Norðurlands, Alþýðu- samband íslands og enn fleiri sam- bönd síðar. Einar Olgeirsson kemur til starfa einmitt á þeim tíma, þegar hin nýju stéttarsamtök alþýðu eru að skipu- leggja sig og búa sig undir sókn til bættra lífskjara. Einar Olgeirs- son hafði eins og margir aðrir ung- ir menn, á þeim tíma, heillast af kenningum sósíalismans. Þær kenningar voru jafnframt grund- vallar stefnumið hinnar ungu og rísandi verkalýðsstéttar. Þegar Ein- ar Olgeirsson kom heim árið 1924 voru allir íslendingar, sem þá köll- uðu sig sósíalista og sem af áhuga tóku þátt í skipulagsmálum verka- lýðshreyfingarinnar, í einum og sama pólitíska flokknum, í Alþýðu- flokki Íslands. Alþýðuflokkurinn var þá varla fullkominn stjómmálaflokkur, eins og merking þess orðs er í dag. Al- þýðuflokkurinn var hinn pólitíski armur verkalýðshreyfingarinnar og þannig eins og deild í Alþýðusam- bandi íslands. Alþýðuflokkurinn var 1924 áhrifalítill pólitískur flokkur á Al- þingi, hafði aðeins einn alþingis- mann. Einar Olgeirsson varð strax með afbrigðum duglegur og harð- sækinn forystumaður verkalýðsfé- laganna og mótaði kröfur þeirra og sóknarfæri. En hann var jafnframt harð-pólitískur og skilgreindi í ræð- um sínum og skrifum þjóðfélags- lega stöðu verkafólks og gerði jafn- hliða kröfur um hækkað kaup og aukin þjóðfélagsleg réttindi launa- fólks. Á aðalstarfstíma Einars Olgeirs- sonar, frá miðjum þriðja áratugnum til loka þess áttunda, eða á 55 ára tímabili, gerðust gífurlega stórtæk- ar breytingar í íslensku þjóðlífi. Á þessum tíma ris verkalýðsstétt- in upp, nær stórkostiegum árangri og er viðurkennd sem eitt áhrifarík- asta þjóðfélagsaflið. Þáttur Einars Olgeirssonar í þessari þjóðfélagsþróun er líklega meiri en nokkurs annars eins manns. Það voru vissulega mikil tímamót 1924 þegar Einar er að hefja sín pólitísku afskipti. Þá eru stjórn- málaflokkamir að verða til í þeirri mynd sem við þekkjum þá í dag. íhaldsflokkurinn var formlega stofnaður 1924. Hann var forveri Sjálfstæðisflokksins. Framsóknar- flokkurinn gat varla heitið formleg- ur stjómmálaflokkur fyrr en um 1923 og Alþýðuflokkur fer varla að hafa flokkspólitísk áhrif fyrr en um miðjan þriðja áratuginn. Einar var í byijun einn glæsileg- asti forystumaður gamla Alþýðu- flokksins. Hann mætti á almennum stjórnmálafundum með Haraldi Guðmundssyni gegn Ólafi Thors og Jónasi frá Hriflu. Einar var talinn maðurinn á bak við kosningasigur Erlings Friðjóns- sonar á Akureyri árið 1927. En Einar, eins og margir merkir stjómmálamenn, mátti þola mótlæti og ýmsa pólitíska erfiðleika. Gamli Álþýðuflokkurinn klofnaði og Einar stofnaði nýjan flokk. Hann stóð aftur í því fáum árum síðar að reyna að sameina alla ís- lenzka sósíalista í einum flokki. Hann varð síðar formaður Sósíal- istaflokksins 1939 þartil flokkurinn var lagður niður. Einar var í forystu fyrir stofnun Alþýðubandalagsins 1956 og síðar fyrir því að gera Alþýðubandalagið að formlegum stjómmálaflokki. Allan þennan tíma er Einar 01- geirsson pólitískur foringi þeirra sem mest áhrif höfðu á framgang hinnar voldugu verkalýðshreyfing- ar. Einari tókst á þeim tíma að hnýta saman sterka og markvissa verka- lýðsstefnu þeirra sem unnu í stétt- arfélögum og hinna sem stóðu i pólitískri flokkabaráttu á Alþingi og í ríkisstjóm. Einar Olgeirsson var glæsilegur pólitískur foringi. Hann var mikill mælskumaður — hreif með sér alla áhugasama áheyrendur. Einar hafði ekki aðeins lipurt tungutak. Hann var afburða fróður, jafnt í þjóðfélagsfræðum og í bókmenntum og í allri sögu. Á námsárum sínum í Þýzkalandi lagði Einar stund á þýzkar og enskar bókmenntir. Þekking hans á bók- menntum kom víða fram. Það var hrein snilld í augum okkar, ungra manna, sem hrifumst af ræðu- mennsku og ritgerðum Einars, hvernig honum tókst að tengja sam- an pólitískan boðskap og það sem fremstu skáld og listamenn íslend- inga höfðu sagt og skrifað. Tilvitn- aiiir Einars í Þorstein Erlingsson, Stephan G. Stephansson, Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson og fjöl- marga aðra voru okkur mikil upp- örvun. Ég var með Einari Olgeirssyni á Alþingi í 25 ár. Það var gott að vera í skjóli hans fyrstu árin, en þó var ennþá betra að njóta yfir- burða þekkingar hans á flestum þeim málum sem við þurftum að fást við. Einar var ekki aðeins harð- ur kröfugerðarmaður um hærra kaup og bætt kjör vinnandi fólki til handa. Hann var stórtækur hug- sjónamaður um þjóðfélagsumbæt- ur, um betri atvinnutæki, um meiri þjóðarframleiðslu og um hagkvæm- ari rekstur atvinnufyrirtækja. Glöggt dæmi um þessa hlið Einars Olgeirssonar var nýsköpunarræðan hans fræga. Einar gerði sér vel ljóst, að á hernámsárunum hafði þjóðin fengið mikið fjármagn milli handa. Það fjármagn hafði eðlilega að miklum hluta farið í hækkun kaups og margvíslega eyðslu. Hann vissi að til þess að hægt væri að halda þeim lífskjörum sem náðst höfðu þurfti nýtt og öflugra ís- lenzkt atvinnulíf. Einar var einn aðalhöfundur nýsköpunarstjórnar- innar, þeirrar stjórnar sem tryggði að verulegur hluti stríðsgróðans færi til framtíðar atvinnuuppbygg- ingar. Mörgum þótti undarlegt að Einar skyldi ekki verða ráðherra í nýsköpunarstjórn Ólafs Thors._ Mér er vel kunnugt um, að Ólaf- ur lagði hart að Einari að taka sæti í þeirri stjórn og enginn vafi er á, að Einari þótt vænt um þá stjórn og vildi flest fyrir hana gera. En við sem þekktum Einar bezt skild- um afstöðu hans. Einar sóttist aldrei eftir vegtyll- um. Hann einblíndi ekki á ráðherra- stólinn. Hann tók hins vegar sæti í Nýbyggingarráði þar sem átti bæði að leggja línurnar og sjá um framkvæmdina. Einar Olgeirsson var einstakur persónuleiki. Hann var hvers manns hugljúfi. Vinmargur og með af- brigðum vinsæll. Þegar Einar náði kosningu í alþingiskosningunum 1937 vissu allir, að flokkur hans átti ekki allt það fylgi sem hann fékk. Vinsældir Einars náðu langt út fyrir flokkinn. Þeir voru líka margir sem vildu að rödd hans og frábær ræðumennska næði inn á Alþing. Ritstörf Einars voru mikil. Hann gaf út nokkrar bækur, einkum um þjóðfélagsmál og fjölmarga ritlinga. Skrif hans í blöðum flokksins og í tímaritinu Rétti eru orðin mikil. Einar gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum. Mér eru sérstaklega minnisstæð störf hans í nefndum sem undirbjuggu lýðveldisstofnun- ina og sem áður höfðu fjallað um það viðkvæma en mikilsverða mál að slíta sambandinu við Dani. Einar var einarður og ákveðinn fylgismaður þess, að sambandinu yrði slitið og það sem fyrst og lýð- veldið stofnað. Undirbúningur og framkvæmd þess máls var ekki jafn auðvelt og margir virðast halda nú í dag. Hin miklu og erfiðu störf Einars reyndu, eins og skiljanlegt er, mjög á heimili hans. Að Einari var oft sótt af hörku og án miskunnar. í orrahríðinni sjálfri þoldi hann það. En heima var eiginkona hans, Sigríður Þorvarðardóttir. Á henni mæddi mikill þungi, þeg- ar harðast var sótt að Einari og hann borinn verstu sökum. Sigríður kona Einars mátti sjá á eftir manni sínum á stríðsárunum, þegar Einar ásamt fleiri flokks- bræðrum hans var tekinn af erlend- um hermönnum og farið með hann í fangelsi í Englandi. Sigríður kona Einars er mikil sómakona. Hún varð að hlusta á árásir og illyrði eigin flokksbræðra Einars í innan- flokksdeilum og vera jafnvel sjálf borin hinum verstu sökum. Slíkt verða eiginkonur stjóm- málamanna oft að þola. Sigríður Þorvarðardóttir, eigin- kona Einars, stóð með honum öll hans löngu og ströngu ár. Hún lifír mann sinn, nú á nítugasta aldursári. Síðustu árin tókst hún á við ný og vandasöm verkefni. Hún hélt sinni verndarhendi yfír Einari og var honum allt. Nú þegar Einar er allur þakka ég honum samfylgdina og sam- starfið. Ég veit að ég þakka honum jafnframt fyrir hönd allra félaga okkar sem með honum unnu. Eng- inn á þó Einari Olgeirssyni meir að þakka en íslenzk alþýða, sú verkalýðshreyfing sem enn er stór og sterk, þó að henni sé vegið af gamalkunnum andstæðingum. Sigríður, og allir aðstandendur Einars, ég og kona mín vottum ykkur samúð við fráfall Einars. Við minnumst þess öll að með Einari Olgeirssyni er fallinn einn glæsileg- astí og áhrifamesti stjómmálamað- ur íslands. Starf hans lifir og mun áfram knýja til sóknar alla þá sem vinna vilja að framförum og betra mannlífi. Lúðvík Jósepsson. Peder Furubotn var í áratugi leið- togi norskra kommúnista. Hann var langtímum saman í Moskvu í her- búðum Kómintems. Hann hefur lýst þeim tíðindum sem hann varð vitni að þar í minnisgreinum frá þeim tíma er hann hafði forystu fyrir norskum kommúnistum. Þess- ar minnisgreinar komu seinna út á bók hjá norska Gyldendal-forlaginu: „Peder Furubotn 1890-1938“; höf- undur bókarinnar er Torgrim Title- stad. í þessari bók sá ég athyglis- verða minnisgrein um Einar 01- geirsson sem ég lagði til hliðar í möppusafni mínu, ákveðinn í að koma þessum texta einhvern tím- ann á framfæri. Ég kýs að gera það nú. Þar segir: „íslendingar áttu líka sína full- trúa í Kómintern. Þar var fremstur Einar Olgeirsson, sem einnig dvald- ist í Moskvu á þriðja áratugnum. Hann fæddist 1902 og nam við Háskólann í Berlín 1921-1924. Frá 1937 til 1967 sat hann á Alþingi og hefur tekið mikinn þátt í ís- lensku þjóðfélagslífi. Bók hans „Frá ættasamfélagi til ríkisvalds" hefur komið út á norsku — forvitnileg bók um sviptingarnar í gamla ættasam- félaginu. Einar Olgeirsson segir að hann hafi alltaf verið góður kunn- ingi Peders Furubotns. Furubotn segir: „Einar Olgeirsson var einn þeirra sem ég þekkti best. Hann var lengi kommúnistaflokkurinn á íslandi. Við vissum ekki um neinn annan en Einar Olgeirsson. Hann var framúrskarandi félagi með þjóðleg- ar rætur. En þjóðlegar rætur voru forsendur margra þeirra sem dvöld- ust í Moskvu. Þannig var það líka með Einar Olgeirsson. Hann hafði fyrst og fremst áhuga á pólitíkinni í eigin landi. Hann var kannski fremur borgari en kommúnisti í þrengsta (sekterisk) skilningi.““ Þannig kom Einar Olgeirsson útlendingum fyrir sjónir og þannig minntust þeir hans. Þetta er það fyrsta sem ég vil draga fram í minningarorðum um Einar Olgeirsson. „Land, þjóð og tunga“ voru fyrir honum „þrenning sönn og ein“ eins og öllum þeim þúsundum og aftur þúsundum ís- lendinga sem hann hafði áhrif á með starfi sínu, ræðum og riti í áratugi. Nú er þessi maður allur, níutíu ára að aldri. Með Einari Olgeirssyni deyr heil öld íslenskra stjórnmála — öld sem hefur skilað þessari þjóð meiri breytingum en hinar aldirnar samanlagðar. Árangurinn af ævi- starfi Einars og félaga hans er ótrú- legur; þjóðin, sem áður var hálf- dönsk í moldarkofum, getur nú staðið upprétt, sjálfstæð, í velferð- arþjóðfélagi. í einu orði: Bylting. Á þessum tímamótum verður margt sagt um Einar, meðal annars verður sagt að með honum sé genginn einn áhrifamesti stjórnmálamaður ís- lenskrar stjórnmálasögu á þessari öld. Það er ekki mikið sagt því að Einar Olgeirsson var áhrifamesti stjórnmálamaður á vinstri væng íslenskra stjórnmála á þessari öld eftir að Jónas Jónsson ákvað að breyta Framsóknarflokknum í mið- flokk. Og leiðtogar Alþýðuflokksins voru í hálfa öld eftir stofnun Sósíal- istaflokksins lítið annað en eins konar andsvar við Einari Olgeirs- syni. Áhrif Einars Olgeirssonar sjást ekki í mörgum húsum, reglugerðum eða lögum. En þau sjást í heildar- styrk verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Áhrifin birtast í íslenskri menningu, verkum tuga skálda, rit- höfunda, listmálara og tónskálda. Þau sjást í sjálfstæðisbaráttunni í sextíu ár og þau sjást í jarðvegin- um, grunninum sjálfum, og þeirri staðreynd að við höfum til skamms tíma búið við jafnaðarhugsjón á mörgum sviðum á íslandi sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki einu sinni þorað að vera á móti í verki — fyrr en nú allra síðustu misserin. Nú þegar Einar fellur frá eru 26 ár frá því að hann lét af störfum sem þingmaður. Engu að síður er hann enn svo umdeildur að lát hans vekur snögg viðbrögð í bijóstum þúsunda manna: Fyrst þeirra sem dáðu Einar og verk hans en ekki síður innra með hinum sem eiga enn fátt annað en neikvæðar tilfinn- ingar í garð hans. Að undanförnu hefur mikið verið gert til þess, m.a. í þessu blaði, að sverta Einar 01- geirsson — og þá er ég ekki að tala um síðasta Reykjavíkurbréf. Gefnar hafa verið út heilu bækurn- ar í því sama skyni. Kenningin er sú að þessi maður hafí í raun viljað gera ísland að einu af ríkjum Sovét- ríkjanna sálugu. Ég segi og skrifa: Ekkert er meiri fjarstæða. Vissu- lega gerðist margt í Sovétríkjunum sem var forkastanlegt og vissulega voru íslenskir sósíalistar um skeið ekki nægilega opnir í gagnrýni sinni á hið sovéska alræðiskerfi — sumir voru eins og slegnir blindu. Á þeim tímum kreppunnar og fasismans var oft allt blandið bamaskap, lævi, raunsæi og ofstæki í senn. En þá voru menn líka að beijast um brauð- ið handa barninu sínu — ekki annað brauðið heldur eina brauðið til að bjarga barni frá hungri. Þá eru til- finningarnar heitar og þeir sem í dag þykjast vera nógu gáfaðir til að fordæma baráttu þessa fólks og tilfínningar þess — eru greinilega ekki eins vitrir og þeir halda. Einar Olgeirsson var hugsjóna- maður, eldhugi jafnaðarstefnunnar — sósíalismans. Og rætur hans voru hér á íslandi og hvergi annars stað- ar. Þessu til staðfestingar er öll hans saga: — Sú ákvörðun hans og annarra forystumanna Kommúnistaflokks- ins að hefja samfylkingarbaráttu þvert á kröfur meirihluta kommún- istaflokksins á þeim tíma var til marks um víðsýni Einars og í ævi- sögu sinni gefur hann í skyn að hann hefði heldur kosið að Alþýðu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.