Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993 17 Birgir Andrésson Þór Vigfússon Tvær sýningar Myndlist Bragi Ásgeirsson Nálægð — lestur „Að vera blindur og þá um leið að gera sig biindan gagnvart sjáifum sér og sinni eigin arfieiðf veit ekki einungis á illt, heldur á útskúfun þess er býr neðar moldu í sjálfu þér.“ Á þann veg enda athyglisverð- ar hugleiðingar myndlistar- mannsins Birgis Andréssonar í sýningarskrá sýningar hans í neðri sölum Nýlistasafnsins sem lýkur sunnudaginn 14. febrúar. Þetta er snjöll ályktun og minnir á það sem hin nafntogaða Helen Keller sagði eitt sinn: „Blinda er ekki það versta, held- ur náttmyrkur fáfræði og tilfinn- ingaleysis." Oft er vitnað í þessi ummæli, því að mikill meirihluti fólks nær aldrei marktæku sambandi við skilningarvit sín eða réttara sagt misnotar þau. Og þótt við getum litlu ráðið um mikilvægasta skiln- ingarvitið, sem er sjálfur heilinn, þá er það sannað, að með því að halda athyglisgáfunni vakandi og þjálfa hugarflugið virkja menn stöðugt fleiri heilasellur. En fleiri eru þeir, sem loka að sér eftir að þeir telja sig hafa fundið nafla heimsins, og í raun eru þeir komnir í andlegt svart- hol, þar sem þeir mega sig hvergi hræra. Þannig er hin svokallaða rétthugsun í pólitík og listum ill- gresi á akri andagiftar og skap- andi hugsunar, og sá sem hugar ekki að arfleifðinni „útskúfar því sem býr neðar moldu í sjálfum sér“. Þetta eru ákaflega einföld sannindi á tímum er hávaðinn í umhverfinu og þá helst tónlist- inni gerir það að verkum, að sí- fellt verður erfiðara að finna fólk í störf, sem krefjast fullkomninn- ar heyrnar og þjálfun sjónarinnar mætir víðast afgangi í kennslu- kerfi þjóðanna. Og við þetta má bæta, að ræktarsemin við arfleið- ina er slík, að ungir vita fátt um það sem gerðist í bókmenntum og listum í næsta nágrenni fyrir 1970 nema að það skari réttrún- aðinn. Umræddur Birgir Andrésson hefur valið sér það hlutskipti í list sinni, að róta við fortíðinni og þá helst þeirri er hann veit næst sér og jafnframt hugar hanns stíft að möguleikum sjón- arinnar og má það jafnframt vera fyrir áhrif frá því, að hann hefur alist upp með blindu í næsta sjónmáli. Á síðustu sýningu á Kjarvals- stöðum sýndi hann ljósmyndir af sérkennilegum persónuleikum og utangarðsmönnum, sem hann hafði leitað uppi og stækkað. Það var sterk og eftirminnileg sýning og hann hefði allt eins getað haldið áfram á þeirri braut, því af nógu er að taka og nálgast má vettvanginn frá mörgum hlið- um. Og þó að sýning hans í Nýiista- safninu sé mjög svo frábrugðin þá höfðar hún einnig til fortíðar- innar og hefur því skyldan grunntón. Um er að ræðar nokkrar stór- ar ljósmyndir, er hafa hlotið nafnð „Ályktun“, og sýnast vera uppgröftur formninja. En hvaða ályktun skoðandinn á svo að draga af þessum myndræna gjörningi er ekki gott að segja, því að honum er ekki fylgt úr hlaði með nánari útlistan. í stóra salnum eru annars kon- ar myndir, sem virka sem fornm- ræn stafatákn og munu eiga að vera framhald ljósmyndanna og vísa til nafngiftar sýningarinnar Nálægt — lestur. Hér er sem sagt umræða í gangi um að lesa og meðtaka það sem í nálægð er og tengist fortíðnni, en form- rænt séð er þó skylt nútíðinni. Hé er um rétta stefnumörkun að ræða og trúa mín er sú að slíkar þreifingar hljóti mun frek- ar hljómgrunn meðal framsæk- inna núlistamanna erlendis, en endurrómur þess sem þegar hef- ur verið gert ytra og svo ríkulega prýðir listhúsaflóru okkar. Og minna má á máltækið, að sælla er að gefa en þiggja. Jafnhliða teningar Á efri hæðum er annars konar sýning og henni er ekki fylgt úr hlaði með neinu nema þögninni. Að sjálfsögðu mætti segja, að form teningsins, eins og öll önnur frumform, sé allstaðar í kringum okkur og þannig séð geti það skírskotað til fortíðar, nútíðar og framtíðar. En um tímalaust form er að ræða og naumhyggja skír- kotar öðru fremur til formsins í sjálfu sér og algjörleika sínum, en að segja nokkra sögu. Hún er þannig sjónræn umræða frek- ar en að höfða til táknhyggju og lestrar. Og þegar maður finnur til nálægðar og hjartsláttar á sýn- ingunni í neðri sölunum ríkir þögn og tóm og kuldi í þeim efri. Myndlistarmaðurinn Þór Vig- fússon er einn þeirra íslenzku nýlistarmanna, er telja sér skylt að greina frá því sem er að ger- ast fyrir utan landsteinana og gera það eins fljótt og mögulegt er. En þó telst þetta iðulega formræn rökhyggja, sem gengið hefur yfir í áratugi áður en hún nær hingað á útnárann, er lyft á stall og verðlaunuð. Finnist einhveijum „útnári“ vera útjaksað og ofnotað orð, þá vill rýnirinn vísa til þess, að það kemur jafnan upp á yfirborðið er hann sér slíkar endurtekningar á því sem hann hefur áður séð í ótal útgáfum á sýningum er- lendis í aldarfjórðung. Auðvitað er leikurinn klassísk- ur og sem slíkur á hann fullan rétt á sér, en hér er of augljóst að um fulltrúa „réttrar listhugs- unar“ er að ræða til að sýningin veki viðbrögð. Létt húsgögn á lágu verði KRINGLUNNI 7 • SIMI 91-686650 ...fyrir fólkið í landinu 5.900, - ROGSTA borð 3.900, -stk. ROGSTA stóll 12.500,- DALSHULT stóll Við höfum fengið nýtt úrval af hinum vinsaelu basthúsgögnum á hagstæðu verði. Þetta eru sterkleg húsgögn með léttu yfirbragði sem setur framandi blæ á umhverfið. 39.500,- KILAFORS sófi 24.700,- 6.900,- JIPPO stór kista 19.600,- heildarverð 4.900,- JIPPO lítil kista 12.600,- IVETOFTA stóll með skemli 5.600,- NIKKALA stóll, grænn 4.400, - FRYELE borð 5.400, - FRYELE stóll 9.800,- FRYELE sófi Mánud. - föstud. kl.10-18.30 Laugardaga frá kl. 10-16 Sunnudaga lokað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.