Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNÚDÁGUR 14. FEBRÚAR 1993
Einar Olgeirsson í þingveizlu með Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni. Ljósm.: Þjóðviijinn
20
nú þarf að safna liði sem aldrei fyrr
í þágu þjóðlegra viðhorfa á íslandi
þegar stjórnvöld og meiri hluti Al-
þingis hafa ákveðið að knýja dyra
hjá Evrópubandalaginu með aðild
íslands að Evrópsku efnahags-
svæði. Við vitum einnig margfaldri
reynslu ríkari að markaðsþjóðfélag-
ið treystir ekki nema síður sé undir-
stöður manneskjulegra þjóðfélags
— nú eru fleiri atvinnulausir á Is-
landi og reyndar í Evrópu allri en
á kreppuárunum. í því verki sem
fram undan er byggjum við á
reynslu þeirrar aldar sem er að líða,
þeirri reynslu sem Einar var og
verður áfram óaðskiljanlegur hluti
af. Því þótt öldin líði þá lifa hugsjón-
imar — hugmyndin um réttlátara
þjóðfélag. Þangað ætlum við.
Svavar Gestsson.
Einar var maður hugsjónarinnar
og baráttunnar. Honum var ekki
tamt að tala mikið um sjálfan sig,
en hefur þó sagt svo frá, að 17 ára
hafi hann farið að hugsa um þjóðfé-
lagsmál. Það sem einna fyrst vakti
áhuga hans var íslensk ijóðabók.
Síðan tóku erlendar bækur við og
hann sannfærðist um „að samhjálp
væri undirrótin að framförum
mannanna". Niðurstaðan varð sós-
íalismi, og í krafti þeirra hugsjónar
hóf hann ungur baráttu fyrir bætt-
um kjörum íslenskrar alþýðu. Þrátt
fyrii lítil ijárráð tókst Einari að
stunda nám í bókmenntum og
tungumálum í Berlín í tvö og hálft
ár og sú dvöl gaf honum innsýn í
alþjóðlega baráttu sósíaldemókrata
og kommúnista á þeim tíma.
Þegar heim var komið til íslands
fátæktar og kreppu, tók þessi fá-
gæti hæfíleikamaður til óspilltra
málanna, og hikaði ekki við að gefa
sig allan í baráttuna, og færa þær
fórnir, sem hún útheimti.
Ég veit að Einari var lítið um lof
gefíð, en hlýt þó að leyfa mér að
skrifa fáein kveðjuorð að leiðarlok-
um. Það vill svo til að meðal fyrstu
minninga minna um Einar eru orða-
skipti, sem hann átti við föður minn
vegna afmælisgreina um Einar fer-
tugan, sem bárust Þjóðviljanum.
Einar vildi ekki að þær birtust, en
faðir minn sagði eitthvað á þá leið
að það væri ekki á sínu færi að
snúa þessu fólki til baka. Þeir tveir
höfðu þá verið ritstjórar Þjóðviljans
frá stofnun Sósíalistaflokksins og
stýrt honum gegnum þrengingar
og sigra. Saman höfðu þeir ásamt
Sigurði Guðmundssyni deilt fanga-
vist í London og saman fengið inni-
legar móttökur fjölda manna þegar
heim var komið.
Þessi ár gerðu þau Einar og Sig-
ríði Þorvarðardóttur konu hans að
einlægum vinum fjölskyldu minnar,
og ég hef því notið þess að fylgjast
með honum úr nálægð í meira en
50 ár. Það er margs að minnast,
en stórbrotna sögu hins mikla hæfí-
leikamanns reyni ég ekki að rekja.
Hitt hlýt ég þó að segja að stjórn-
málabarátta hans snérist aldrei um
smámuni eða eigin frama. Stjórn-
málabarátta hans var barátta hug-
sjónamannsins fyrir betra samfé-
lagi mannanna á þessari jörð.
Einar var ekki aðeins afburða
mælskumaður, sem samstillti hugi
manna og örvaði til dáða á stórfund-
um. Hann var einnig góður kennari
og því fólki, sem tók þátt í leshringj-
um hans verða þeir ógleymanlegir.
Hann hafði áhuga á þeim einstakl-
ingum, sem hann hitti í pólitísku
starfi, og velferð þeirra í stóru og
smáu var honum ekki óviðkomandi.
Hann gat áminnt ungu eldhugana
um að gleyma nú samt ekki að lesa
skólabækurnar, og ég man hvað
honum var umhugað um, að ég
fengi bílfar heim eftir langa kvöld-
fundi þau árin sem ég naut þess
að starfa með honum í Sósíalista-
flokknum.
Einar kaus að hætta þing-
mennsku í fullu fjöri, hann vildi
ekki lifa sjálfan sig á þingi. Eftir
það hélt hann þó miklum starfs-
kröftum vel og lengi, en nú vann
hann mest heima hjá sér. Þar með
gáfust mér tíðar en áður tækifæri
til að sitja í fallegu stofunni á
Hrefnugötu 2 og eiga góðar stund-
ir með þeim hjónum.
Síðustu árin hafa þau hjónin
búið á Hrafnistu í Hafnarfirði, og
notið þar virðingar og góðrar
umönnunar. Það hefur líka verið
gott að heimsækja þau á þann stað.
Stofan þeirra í litlu íbúðinni þar
hafði sama yfirbragð og stofan á
Hrefnugötu, og skrifborðið hans
Einars og úrval bóka fengu einnig
sinn stað. Smekkvísi Sigríðar var
jafnóbrigðul og fyrr. Stundum fór-
um við í smáökuferðir og það er
dýrmætt að minnast þess hve glað-
ur og hrifnæmur hann var í þeim
ferðum. Ég gleymni seint rödd
hans, þegar við stóðum saman og
horfðum yfír Þingvelli og hann
sagði. „Að ég skyldi eiga eftir að
sjá Þingvelli einu sinni enn.“
Einari var gefín bjartsýni og
glaðlyndi, sem entist honum vel og
lengi. Honum féll þó að vonum
þungt að fylgjast með þróun þjóðfé-
laganna í Austur-Evrópu og fram-
sókn hægri aflanna í hinum vest-
ræna heimi. Sóknin til hins réttláta
jafnaðarþjóðfélags hefur reynst tor-
sóttari, og villgötumar fleiri en
bjartsýni hans_gat órað fyrir. En
hér heima á Islandi standa eftir
afrek hans, sem eru ríkur þáttur í
því „kraftaverki einnar kynslóðar"
sem breytti lífskjörum á íslandi.
Það verður mikil þörf fyrir menn á
borð við Einar á næstu öld til að
halda áfram baráttunni fyrir betra
samfélagi.
Ég hef öðru hvoru nefnt Sigríði
í þessum fáu orðum. Þau hjón voru
svo samstillt í lífí sínu, að þau fylgj-
ast óhjákvæmilega að í minning-
unni. Glæsileg og sterk hefur hún
staðið við hlið hans á langri ævi.
Ég flyt henni, Sólveigu og öðmm
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Einn skörulegasti stjórnmála-
maður íslands á miðri 20. öld er
látinn. Þótt ótal manna hafi innt
fjölmargt af hendi í daglegri bar-
áttu vinnandi fólks fyrir bættum
lífskjörum verður á engan hallað
þótt Einar sé sagður glæstastur
málsvari þess sama fólks á opinber-
um vettvangi á bilinu 1930 til 1960.
Menn geta með rétti sagt að orð
skipti minna máli en gerðir. Samt
er staðreynd að orð vekja menn til
dáða. Hlutirnir gera sig aldrei sjálf-
ir, sagði Einar, og var þar vita-
skuld sem oftar í andstöðu við það
sem kreddumarxistar hafa löngum
haldið á loft.
Þess eru ófá dæmi hversu orð
Einars og gerðir juku viðbragðs-
flýti og snerpu alþýðufólks á íjórða
og fímmta áratug þessarar aldar.
Einstökum manni verður að sjálf-
sögðu aldrei þakkað eða kennt um
miklar breytingar á högum þjóða
og heims, ekki einu sinni Sesari,
Napóleon, Stalín, Hitler, Jónasi frá
Hriflu eða de Gaulle. Eldmóðurinn
sem Einar hleypti í íslenskt alþýðu-
fólk var samt með ólíkindum. Per-
sónulega tel ég mig sem ungling
eiga engum óskyldum manni meira
að þakka þótt ég þekkti hann ekki
nema á ljósmynd og kynntist honum
aldrei fyrr en lítillega eftir að ég
var orðinn harðfullorðinn.
Einar kom heim í sumarleyfí frá
námi í sögu og fagurfræði árið
1924. Þá lenti hann í pólitíkinni og
afsalaði sér ríkisstyrk sem fáeinir
afburða námsmenn nutu á þeim
árum. Stundum hafa menn and-
varpað yfir því að hann skyldi ekki
heldur verða háskólakennari. Það
hefði án efa orðið gaman í þeim
tímum eins og heyra mátti í yfir-
gripsmiklum en gagnorðum fyrir-
lestrum um bókmenntir sem stund-
um urðu óforvarandis til í stuttu
samtali.
Hinum snöfurlega stúdent fannst
það hinsvegar vera köllun sín að
upphefja svokallaðan smælingja.
Og það gerði hann. Lífskjarabylting
alþýðu og umskipti í menntunar-
málum á fjórða og fimmta áratugn-
um eru öðrum fremur að þakka
þeim forystuhópi sósíalista sem
hafði Einar í fremstu víglínu.
Draumsýn Arnalds í Sölku Völku
hefur smám saman orðið að veru-
leika fyrir tilverknað slikra manna
og reyndar líka seinlátrar skynsemi
ýmissa íhaldsmanna.
Eins og margir góðir, drengir
hélt Einar áratugum saman að
menn væru að framkvæma sósíal-
ima í Sovétríkjunum. Hann átti
reyndar aldrei stundarlanga dvöl í
því landi nema helst á einhverjum
opinberum fundum eða stöku sinn-
um í sumarleyfi. Jafnaldri hans og
kunningi, Halldór Kiljan Laxness,
sá um að lýsa þeim ósköpum af
eigin raun og list. Líklega hafa
Sovétríkin hvergi í heimi eignast
annan eins áróðursmann og Halldór
á íslandi. Hann gaf þau ekki endan-
lega upp á bátinn fýrr en aldarfjórð-
ungi eftir að hann skrifaði Gerska
ævintýrið. .
Einar hélt hinsvegar lengur' út,
og verður það honum seint til hróss.
Hann var samt aldrei neitt dolfall-
inn yfír ástandinu þar eystra og
gat átt það til að bíta á jaxlinn og
kalla þarlenda ráðamenn „helvítis
asna“. Honum ofbauð framferðið í
Ungveijalandi 1956 og Tékkóslóv-
akíu 1968. En hann hélt blátt áfram
í lengstu lög í vonina um að Eyvi
kynni þrátt fyrir allt að hressast.
Hollusta Éinars við Sovétríkin
var hinsvegar algert aukaatriði og
skipti sem betur fer engu máli fyr-
ir baráttu hans heima á Islandi. Það
er fyrir neðan virðingu fólks með
sæmilegt brjóstvit að ræða um svo-
kallaða ijarstýringu, jafvel á tímum
Komintems 1930—1938. Verkefni
Einars og félaga voru öllu öðru
fremur dagleg vandamál íslensks
verkalýðs, atvinna, kaup, húsnæði,
sjúkra- og slysatryggingar, hnífur
og skeið. Um þetta geta þeir fræðst
sem nenna að lesa gerðabækur
verkalýðsfélaga fremur en hvat-
skeytileg hrópyrði ungra kommún-
ista í málgögnum eða væmnar
ferðalýsingar bláeyra trúmanna.
Einar var reyndar íhaldsmaður
af góðri gerð. Hann er til að mynda
fyrsti húsverndarsinni sem lætur
að sér kveða á Alþingi. Það var
ungum róttæklingi á 6. áratugnum
nokkur forundran og nánast
hneykslun að þetta átrúnaðargoð
skyldi þrásinnis eyða orku sinni í
að flytja þingsályktunartilögur um
vemdun gamla Miðbæjarins í
Reykjavík og fárast af öllum þunga
yfír misþyrmingu Útvegsbanka-
hússins. Þótt Einars verði sjálfsagt
einkum minnst í sögunni sem ann-
ars foreldris hinnar frægu Nýsköp-
unarstjórnar ásamt Ólafi Thors
1944—1946, ætti það ekki að
gleymast að hann var að sumu leyti
meiri aðhaldsmaður en sjálfur for-
ingi hins svokallaða íhaldsflokks.
Flest er gott að segja um þraut-
seigju Einars og félaga hans í átök-
um við óbilgjarna yfirstétt sem þrá-
aðist ótrúlega lengi við að fallast á
margt það sem nú á tímum þykja
sjálfsögð mannréttindi. Baráttan
fyrir óskertu efnahagslegu og
stjórnarfarslegu sjálfstæði Islands
er annað höfuðskraut þeirra. Eftir
á er samt hægt að vera hálffeginn
að þeir skyldu ekki ná landstjórn-
inni að öllu í sínar hendur meðann
þeir trúðu enn á góðan vilja Sovét-
stjórnarinnar. Það er ekki að vita
hvað þeir hefðu óviljandi getað
flækt sig í. Og þá er hætt við að
Einar hefði ekki orðið níræður.
Árni Björnsson.
Einar Olgeirsson er látinn. Þegar
þessi mikli áhrifavaldur í lífí ein-
staklinga og þjóðarinnar allrar
kveður, snertir það okkur vini hans
og samheija djúpt. Virðing og þökk
kemur efst í hugann þegar hugsað
er til Einars Olgeirssonar. Hann fór
fremstur í flokki þeirra manna á
Islandi, sem trúðu því að Island
gæti risið úr fátækt og eymd og
búið íbúum sínum fagurt mannlíf
og góða menntun. Hann var í hópi
þeirra manna, sem brettu upp erm-
arnar og tóku af alefli til við að
heija hinn vinnandi lýð íslands til
áhrifa á eigin tilveru.
Það var mikið happ unglingi á
6. áratugnum að kynnast heimilis-
fólkinu á Hrefnugötu 2. Þar ríkti
ró og friður, glaðværð á góðri stund
og bjartsýni á að takast mætti að
búa þjóðinni bjarta framtíð.
Skáld og rithöfundar, innlendir
sem erlendir, voru þar í miklum
metum. Nægir að nefna Stein Stein-
arr, Stephan G., Þorstein Erlings-
son og Martin Andersen Nexö. Oft
var vitnað til þessara manna í ræðu
og riti. Ljóðlínur Þorsteins Erlings-
sonar eiga hér vel við úr Brautinni:
Og þó að jeg komist ei hálfa leið heim,
og hvað sem á veginum bíður,
þá held jeg nú samt á inn hijóstruga geim
og heilsa með fógnuði vagninum þeim,
sem eitthvað í áttina líður.
Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að,
sem hjer muni í ógönpm lenda,
þá skaltu ekki að eilífu efast um það,
að aftur mun þar verða haldið af stað,
uns brautin er brotin til enda.
Jeg trúi því, sannleiki, að siprinn þinn
að síðustu vegina jafni;
ogþjervinnjeg, konunpr, það semjegvinn,
og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn
í frelsandi framtíðar nafni.
Og kvíðið þið aunp, og komið þið þá,
sem kyrrir og tvíráðir standið;
því djarfmannlegt áræði er eldstólpi sá,
sem eyðimörk harðstjómar leiddi okkur frá,
og guð, sem mun gefa ökkur landið.
Með breytni sinni og framkomu
við annað fólk, vini og vandalausa,
var Einar lifandi boðskapur sósíal-
ískra jafnréttishugsjóna. Hann var
sannur í verkum sínum og háði oft
harða baráttu fyrir framgangi
brýnna þjóðfélagsbreytinga.
Einar var víðsýnn stjórnmála-
maður, sem átti auðvelt með að
vinna með mönnum úr öðrum
stjómmálaflokkum. Þetta kom
sennilega best í ljós á dögum Ný-
sköpunarstjómarinnar 1944-1946,
en oft síðar. Honum tókst að byggja
upp víðtækt samstarf við fulltrúa
íslensks atvinnulífs. Það var eins
og honum tækist að snerta strengi
innra með mönnum. Hann hafði
gott lag á að hrífa menn með sér
þegar hann lýsti fyrir þeim bjartri
framtíðarsýn sinni.
Það er athyglisvert, að fyrrum
ungir íhaldsmenn skuli lýsa því í
dag, við andlát Einars, að þeir hafi
gert sér ferð á þingpalla Alþingis
til þess eins að hlýða á ræðusnilld
hans — þó að þeir væru ósammála
hveiju einasta orði sem hann sagði.
Hver voru þessi orð? Var það
þegar Einar var að lýsa þörfinni á
eflingu Háskóla íslands og upp-
byggingu trausts menntakerfis í
landinu, andstöðu sinni við tilraunir
ýmissa afla til að gera ísland að
erlendri herstöð eða þegar Einar
var að lýsa baráttu sinni og þeirra
sem með honum stóðu fyrir auknu
félagslegu öryggi þeirra efnaminni
í samfélaginu og auknum þjóðfé-
lagsréttindum vinnandi fólks?
Einar upplifði einhveija mestu
sigra íslenskrar alþýðu á árunum
1930-1970. Og hann var í hita
þess leiks og einn af mikilhæfustu
forustumönnum hennar. Einar var
um leið tilfinningaríkur maður og
einstakt ljúfmenni í allri umgengni.
Eitt lítið atvik í byrjun 7. áratug-
arins líður mér aldrei úr minni. Við
áttum samleið með strætisvagni og
biðum brottfarar á Lækjartorgi.
Einar var ósáttur við orðaval ræðu-
manns nokkurs við þá athöfn sem
við vorum að koma frá og því heitt
í skapi. Inn í strætisvagninn kom
ung telpa, snöktandi, en hún hafði
týnt peningabuddunni sinni. Hún
hafði á orði upphæðina sem í budd-
unni var, en þá peninga hafði hún
sjálf unnið sér inn með því að selja
Morgunblaðið. Við stóðum upp í
sæti okkar og hjálpuðum litlu telp-
unni að leita. Ekki fannst buddan
og stúlkan fór aftar í vagninn.
Ekki fannst buddan og stúlkan fór
aftar í vagninn. Þegar hún gekk
framhjá sæti okkar í leið út úr vagn-
inum, laumaði Einar peningaseðli í
lófa hennar svo ekkert bar á. Telp-
an hélt áfram út úr vagninum þerr-
aði tárin á Lækjartorgi og hélt leið-
ar sinnar.
Reiði Einars var fokin út í veður
og vind, stúlkunni var bættur skað-
inn, án þess að nokkur maður hefði
eftir því tekið sem í vagninum var.
Þannig var Einar. Hann varð-
veitti alla ævi þennan sanna streng
mannúðar og virðingar fyrir ein-
staklingum. Viljann til að standa
með þeim sem minna máttu sín í
lífsbaráttunni. Hann var ávallt
þeirra maður.
Með Einari Olgeirssyni er geng-
inn á braut einn af bestu mönnum
íslands á þessari öld.
Sigríði, Sólveigu og öðrum að-