Morgunblaðið - 14.02.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1993
Einar Olgeirsson, fyrr-
verandi alþingismaður
Innan Sósíalistaflokksins tók
Einar Olgeirsson upp tillögur Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins
um breytta kjördæmaskipan, en
reyndi að forðast harðar deilur um
þær í þingflokki Alþýðubandalags-
ins. Meðan mál stóðu svo, i janúar
1959, afréð miðstjóm Sósíalista-
flokksins að setja stefnumið flokks-
ins fram á ný, en hann bjó við
stefnuskrá frá 1938, sem að ráði
Héðins Valdimarssonar hafði verið
sniðin eftir stefnuskrá norska
Verkamannaflokksins. Var þess
vænst, að um leið yrði komist fyrir
ágreining eða hann jafnaður. í því
skyni var kosin níu manna nefnd,
sem hélt allmarga fundi, flesta 1959
og 1960, að mig minnir, og sámdi
Leið íslands til sósíalisma, er lögð
var fyrir þing Sósíalistaflokksins
1962. Lítill munur var á skoðunum
nefndarmanna, og hélt ég þess
vegna, að vart kæmi til væringa
innan Sósíalistaflokksins og Al-
þýðubandalagsins á næstu árum.
VI
Þjóðmál áttu umfram allt hug
Einars Olgeirssonar, en sátu ekki
ein að honum. Nám í bókmenntum
hóf hann í Þýskalandi að loknu
stúdentsprófí, (er hann varð efstur
á), varð góður tungumálamaður og
víðlesinn. Tilvitnanir í íslensk skáld
voru honum ákaflega tamar, ekki
síst í vin sinn, Jóhannes úr Kötlum.
Alþýðlegur og hjálpsamur var hann
við hvem þann, sem á fund hans
leitaði. Háttprýði brást honum aldr-
ei, þótt í skap rynni.
Þegar ég heyri á persónutöfra
minnst, kemur mér Einar Olgeirs-
son í hug, meðan hann var enn upp
á sitt besta. Hann var þá ævintýra-
leg persóna.
Haraldur Jóhannsson.
Ég var 17 ára í skóla norður á
Akureyri þegar ég hitti fyrst Einar
Olgeirsson. Það var um haustið
1928. Allar götur síðan var náin
vinátta á milli okkar og samvinna
okkar var mikil um áratuga skeið.
Ég þekkti því vel til mannsins og
að mínu viti var hann að mörgu
leyti einstakur í sinni röð. Einn af
þeim sem markaði djúp spor í sögu
íslensku þjóðarinnar.
Mér er ljóst að það er gjörsam-
lega ómögulegt að lýsa æviferli
Einars í einni minningargrein. Hann
k^rn svo víða við og hann afkastaði
sVo miklu verki.
Ég vel því þann kostinn að stikla
á þeim tveim meginþáttum sem
mér fannst öðru fremur einkenna
allan stjórnmálaferil hans. Þessir
tveir þættir voru annarsvegar bar-
átta hans fyrir sósíalismanum, fyrir
þjóðfélagslegu réttlæti og mann-
legri reisn, og hinsvegar barátta
hans fyrir þjóðfrelsi okkar íslend-
inga.
Einar var hvorttveggja í senn:
ákaflega mikill hugsjónamaður og
óvenju raunsær stjómmálamaður.
Hann var þaullærður í sögu mann-
kynsins en einkum var honum kær
saga íslensku þjóðarinnar.
Hann var fljótur að meta atburði
samtímans og hafði þá hliðsjón
bæði af fortíð og framtíð.
I orðasennum var hann oftar en
hitt harður í hom að taka. Annars
var hann einstakt ljúfmenni og per-
sónutöfrar hans vora óvenju miklir.
Enginn vafí er á því að mannúð
var ríkasti eðlisþáttur Einars, sam-
hygðin með mannfólkinu nær og
fjær, einkum þó með þeim sem
minna mega sín í lífsbaráttunni.
Hann var húmanisti í orðsins fyllstu
merkingu. Hann taldi að sérhver
mannvera hefði rétt til að vera frjáls
og að jafnrétti og bræðralag ætti
að ríkja meðal jarðarbúa.
Þetta var kjarninn í lifsskoðun
Einars. Þess vegna varð hann sós-
íalisti ungur að áram og í samræmi
við það barðist hann af eldmóði
alla starfsævina. „Hann stóð í brim-
róti samtíðarinnar," sagði Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur eitt
sinn um Einar. Það brimrót var oft
æði mikið því um langt skeið stóð
meiri styr um hann en aðra menn.
Ýmsir telja að sósíalísk lífsskoð-
un sé dauð og ómerk eftir að Sovét-
ríkin liðuðust í sundur. Þetta er hin
mesta fjarstæða.
Á fyrstu áranum eftir byltinguna
í Rússlandi töldu sósíalistar í öllum
löndum heims að í hinu nýja stór-
veldi, Sovétríkjunum, yrði stjórnað
í anda sósíalismans, nýtt hagkerfí
kæmi til sögunnar í stað hagkerfís
kapítalismans.
Annað kom á daginn. Eftir því
sem árin liðu kom betur og betur
í ljós að stjórnunin í hinu mikla
stórveldi átti ekkert skylt við sósíal-
isma. Þvert á móti. Valdamenn þar
eystra beittu bæði kúgun og harð-
ræði og afleiðingamar urðu skelfí-
legar eins og kunnugt er.
Moskvu-kommúnisminn varð í
raun fullkomin andstæða við sósíal-
isman. Því er það að þótt Sovétrík-
in hafí hrunið þá lifir enn — og
mun lifa áfram — hugsjónin um
betra mannlíf til handa jarðarbúum.
Ég gat þess hér að ofan að jafn-
framt því að vera mikill hugsjóna-
maður þá var Einar óvenju raunsær
stjómmálamaður. Á mikilvægum
tímamótum tókst honum að gnæfa
yfír pólitískt dægurþras líðandi
stundar. Gott dæmi um það var
þáttur hans í nýsköpum atvinnu-
veganna rétt fyrir miðbik aldarinn-
ar.
Allt frá haustinu 1929 og allan
fjórða áratuginn var mikil kreppa
í efnahagslífí allra landa, m.a. hér
á íslandi. Hér varð gífurlegt at-
vinnuleysi og því fylgdu miklar
hörmungar, margur maðurinn lifði
bókstaflega við sult og seyra.
Á áranum 1940-1942 stóðu yfír
deilur um launakjör. í þeim átökum
beitti Einar sér mjög bæði í ræðu
og riti. Deilan í ársbyijun 1942 var
sérlega hörð. Þáverandi ríkisstjóm
gaf út bráðabirgðalög um gerðar-
dóm sem fékk vald til að ákveða
allt kaupgjald í landinu og jafn-
framt vora verkföll bönnuð.
Verkamenn svöraðu með skæru-
hemaði, þeir hættu að mæta til
vinnu og svo fór að þeir sigruðu í
átökunum. Ríkisstjómin varð að
segja af sér og sigurinn í skæra-
hernaðinum gerbreytti smám sam-
an lífskjöram alls almennings.
Islenskir sjómenn höfðu allt frá
upphafí styijaldarinnar siglt skipum
sínum hlöðnum fískifangi til Bret-
lands. Að því kom að Islendingar
eignuðust verulegar innstæður í
erlendum bönkum. Hinsvegar höfðu
framleiðslutæki landsmanna, eink-
um fískiflotinn, gengið mjög úr sér
og mörg skipanna höfðu týnst í hafi.
Þá var það að Einar flutti hina
sögufrægu nýsköpunarræðu á Al-
þingi. í ræðunni hvatti hann til
þess að framfaraöflin úr öllum höf-
uðstéttum landsins — verkalýð,
bændum og atvinnurekendum —
tækju höndum saman til að mynda
sterka ríkisstjóm. Einar sagði m.a.
í ræðunni:
„Það verða þijú höfuðsvið, þar
sem reynir á oss, hvort vér eram
því hlutverki vaxnir, sem saga og
þróun þjóðarinnar krefst að vér
leysum af hendi á þessum tímamót-
um mannkynssögunnar.
í fyrsta lagi: verndun sjálfstsæð-
is þjóðarinnar ...
I öðru lagi. vér þurfum að tryggja
atvinnulega afstöðu íslensku þjóð-
arinnar í heiminum ...
Þriðja höfuðsviðið: ... Það er al-
ger nýsköpun atvinnuveganna á
Islandi með öflun fullkomnustu
tækja, er við eiga, til atvinnurekstr-
arins."
Það var gæfa þjóðarinnar að
þegar Einar flutti ræðu sína þá var
Ólafur Thors forsætisráðherra
landsins. Ólafur var mikill skörang-
ur eða eins og Einar sagði síðar í
minningargrein: „ ... rís Ólafur
Thors hæst sem stjórnmálaleiðtogi
að snilli og dirfsku ... ég held að
Ólafur hafi alltaf álitið myndun
nýsköpunarstjórnarinnar sitt mesta
stjórnmálaafrek, sem það og
var ..."
Nýsköpunarstjómin var mynduð
um haustið 1944 og var við völd í
rúm tvö ár. Þrátt fyrir það að valda-
tími hennar varð skammur kom hún
ótrúlega miklu ?*^erk, vann stór-
virki á ýmsum sviðum. Hún gerði
mestu atvinnu- og tæknibyltingu
sem orðið hefur hér á landi. Fyrir
tilstilli hennar varð lífskjarabylting
á íslandi.
Allar áætlanir og framkvæmdir
ríkisstjómarinnar hvíldu á Nýbygg-
ingarráði en í því sat Einar og sem
fyrr lét hann mikið til sín taka.
Einar Olgeirsson var mjög þjóð-
rækinn maður. Síðari hluta starfs-
ævinnar vann hann einkum að þjóð-
frelsismálum. Hann sá fyrir sér
hættuna á að erlend ríki næðu tang-
arhaldi á íslandi — í einni eða ann-
arri mynd. Annarsvegar væri smá-
þjóð, 250 þúsundir Islendinga, en
hinsvegar erlend ríki með hundrað
milljóna íbúa. Einar gerði sér ljóst
að hinir erlendu aðilar myndu ásæl-
ast náttúraauðlindir landsins, ork-
una í vatnsföllunum, heita vatnið í
iðram jarðar og síðast en ekki síst
hin gjöfulu fískimið í hafínu kring
um landið.
í dag upplifa íslendingar örlaga-
stund í sögu þjóðarinnar. Væri Ein-
ar Olgeirsson lifandi þá myndi hann
hvetja alla íslendinga til að huga
að sögu sinni og vara við þeirri
þróun mála sem hugsanlega getur
orðið og sem Jón Helgason, skáld
og prófessor, lýsir í einu kvæða
sinna:
Sú þjóð sem löngum átti ekki í sig brauð,
en einatt bar þó reisn í fátækt sinni,
skal efnum búin orðið þvílíkt gauð,
er öðrum bjóði sig að fótaskinni.
Þegar lýðveldið var stofnað árið
1944 fluttu forystumenn stjórn-
málaflokkanna ræður. í ræðu sinni
sagði Einar m.a.:
„Gamla lýðveldið okkar var skap-
að af höfðingjum, — og voldugustu
höfðingjarnir tortímdu því.
Það eruð þið, fólkið sjálft, sem
hafið skapað nýja lýðveldið okkar.
Frá fólkinu er það komið, — fólk-
inu á það að þjóna — og fólkið
verður að stjórna því, vakandi og
virkt, ef hvorttveggja, lýðveldinu
og fólkinu, á að vegna vel.
Það er ósk mín í dag, að fólkið
sjálft, fjöldinn, sem skapaði íslenska
lýðveldið — svo samtaka og sterkur
— megi aldrei sleppa af því hend-
inni, heldur taka með hveijum deg-
inum sem líður fastar og ákveðnar
um stjórnvöl þess. Þá er langlífi
lýðveldisins og farsæld fólksins
tryggð.“
Einar var kvæntur Sigríði Þor-
varðardóttur, hinni mætu konu sem
ávallt stóð við hlið hans í blíðu og
stríðu. Þau eignuðust tvö börn,
Sólveigu og Ólaf Rafn, sagnfræð-
ing, sem dó langt um aldur fram.
Við Guðrún sendum Sigríði, Sól-
veigu, barnabörnunum og öðram
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Haukur Helgason.
Einar Olgeirsson, fyrrverandi al-
þingismaður, er látinn, níræður að
aldri. Ég heyrði hans fyrst getið
þegar ég var strákur austur á Norð-
fírði. Nokkuð var liðið á kjörtíma-
bil bæjarstjórnarinnar sem kosin
við 27. janúar 1946, en þá höfðu
flokksfélagar Einars í Sósíalista-
flokknum fengið hreinan meirihluta
í bæjarstjóm Neskaupstaðar í
fyrsta sinn. Heimsstyijöldinni var
nýlokið, kreppan að baki. Kynslóðin
sem nú var tekin til við að umskapa
bæjarfélagið komst til þroska á
kreppuárunum, þegar fátækt og
öryggisleysi umlukti líf verkafólks.
Það fór oft ekki mikið fyrir mannúð-
inni á kreppuáranum og mildi at-
vinnurekenda var af skomum
skammti.
Ég man vel þá sérstöku bjartsýni
sem ríkti meðal fullorðna fólksins
á Norðfírði á þessum áram. Við
fengum tvo nýsköpunartogara,
bátaflotinn stækkaði, fjölþætt fisk-
vinnslustöð var að rísa, dráttar-
braut og skipasmíðastöð tekin til
starfa, bygging sjúkrahúss að kom-
ast á rekspöl, við voram að komast
í vegasamband við umheiminn.
Hvert sem litið var vora félagar og
samflokksmenn Einars Olgeirsson-
ar að störfum, meira að segja um-
boðsmaður almættisins í plássinu,
presturinn sem flutti bæjarbúum
fagnaðarerindi kristindómsins úr
prédikunarstólum, var í Sósíalista-
flokknum. Þetta var tími vissuniiar
um að manniífið yrði fegurra en
það var.
Á heimili okkar komu þijú blöð,
Árblik, sem Bjarni Þórðarson, fræg-
ur bæjarstjóri úr röðum sósíalista,
sá um að koma út í hverri viku,
Morgunblaðið og Þjóðviljinn. Fljót-
lega rann upp fyrir mér að Morgun-
blaðið var á móti því sem stóð í
hinum báðum, en nánast allir sem
ég þekkti voru með. Fólkið og flokk-
urinn sem var með því sem stóð í
Þjóðviljanum og Árbliki var ekki
margra fiska virði að mati Morgun-
blaðsins. Ég var ekki hár í loftinu
þegar ég tók eftir því að Morgun-
blaðinu var sérlega uppsigað við
mann sem hét Einar Olgeirsson. í
því efni var fjöldi fólks sem ég
þekkti algerlega ósammála blaðinu.
Það hafði þvert á móti dálæti á
manninum og beið einatt með eftir-
væntingu eftir að heyra í honum í
eldhúsdagsumræðum í útvarpinu. Á
þessu skeiði ævinnar er heimurinn
ekki flókinn, skilgreiningar einfald-
ar; ef Morgunblaðið var á móti þeim
manni sem allt það góða fólk sem
ég þekkti var með, þá hlaut eitt-
hvað að vera athugavert við Morg-
unblaðið.
Um það bil áratug síðar, þá kom-
inn til Reykjavíkur, kynntist ég svo
þessum merkilega manni og hafði
þá fyrir nokkru komist að því að
Morgunblaðið átti miklu fleiri fylgj-
endur en mig hafði granað í æsku
minni heima á Norðfirði. Ég gekk
í Æskulýðsfylkinguna og tók að
sækja leshringi og fræðslufundi þar
sem Einar Olgeirsson ræddi við
okkur, fjöldann allan af ungu fólki,
um þjóðfélagsmál. Hann hafði
undravert lag á því að gera umræð-
ur um pólitík að hreinni skemmtun
og engan mann hef ég hitt sem gat
í samræðum ofið saman sögu, bók-
menntir, alþjóðahyggju og nútíma-
stjórnmál af jafn mikill list og hann.
Hér er ekki rúm eða ástæða til
að rekja stjórnmálaferil Einars 01-
geirssonar. En þó ég viti að margir
aðrir muni gera það þá get ég ekki
látið hjá líða að nefna nýsköpunar-
stjórnina sem tók við völdum 21.
otkóber 1944. Að henni stóðu Sjálf-
stæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og
Alþýðuflokkur. í nálega tvo áratugi
hafði Einar Olgeirsson verið hvass-
asti gagnrýnandi þeirra stjórnmála-
viðhorfa sem Ólafur Thors boðaði.
Ólafur var af einni auðugustu fjöl-
skyldu landsins, nánast persónu-
gervingur þess auðvalds sem Einar
Olgeirsson beitti öllu afli sínu gegn.
En það má hafa til marks um rism-
ikla afstöðu beggja þessara manna,
að þeir urðu ekki einasta nánir sam-
starfsmenn heldur persónulegir vin-
ir enda þótt hvoragur vandaði hin-
um kveðjurnar í pólitískum slag.
Fyrir þeim lá að svara þessari
einföldu en kannski um leið flóknu
spurningu: Hvað á að gera við
stríðsgróðann? (Líklega einhveijir
tugir milljarða á núvirði.) Niður-
staðan varð sú að nota verulegan
hluta af þessu fé til að byggja upp
nútímaatvinnulíf, með stórfelldum
skipakaupum og fjárfestingum í
sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði.
Margt hefur breyst síðan þá en á
þessum grunni hefur atvinnulíf ís-
lendinga staðið síðan. Og það var
ekki síst fyrir tilverknað þessarar
stjómar sem svo mikillar bjartsýni
gætti í heimabyggð minni.
Einar Olgeirsson var fyrsti rit-
stjóri Þjóðviljans sem hóf göngu
sína haustið 1936. Um gildi blaðs-
ins fyrir vinstri hreyfínguna er
ástæðulaust að fjölyrða, en erfiður
fjárhagur varð því að fjörtjóni meira
en hálfri öld síðar. Atvikin höguðu
því svo til að það varð mitt hlut-
skipti, sem ritstjóri blaðsins og for-
maður Útgáfufélagsins, að ganga
á fund Einars Olgeirssonar og segja
honum hvað til stæði. Ég kveið því
samtali. Mér fannst við hefðum átt
að geta gert betur. Heilsu hans
hafði vissulega hrakað, en hann
reyndist eins og fyrri daginn, hvort
tveggja í senn, raunsær og uppörv-
andi. Umræðuefnið varð eins og oft
áður af sagnfræðilegum toga, flétt-
að saman við vangaveltur um fram-
tíðina. Hún verður vissulega önnur
en hann sá hana fyrir sér á árum
áður. En hugsjónin um efnahags-
legan, félagslegan og menningar-
legan jöfnuð mun lifa og dafna
löngu eftir að þjóðirnar era orðnar
slituppgefnar á þeirri siðlausu auð-
hyggju sem nú tröllríður heiminum.
Félagi er kvaddur. Ég sendi þeim
mæðgum Sigríði og Sólveigu, ást-
vinum og afkomendum Einars min-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson,
fyrrv. ritstjóri Þjóðvi(jans.
Hann kann að hafa átt marga andstæðinga,
en naumast nokkurn persónulegan óvin.
(Engels um Marx.)
Eldhuginn og ljúfmennið Einar
Olgeirsson hefur kvatt okkur. Þar
sem ég sit hér og hripa þessi fátæk-
legu kveðjuorð sé ég hann í minn-
ingunni í vinahóp og miðri frásögn
grípa bók úr hillu og lesa ljómandi
augum fleyg orð eftir Laxness,
Þórberg, Stephan G., Þorstein Erl-
ings.
Eða þegar hann segir: „Það er
nú aldeilis margt sem við þurfum
að ræða,“ og leiðir mig, höfðingleg-
ur og hlýr í senn, inn í vinnuhornið