Morgunblaðið - 04.03.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
Unglingar í jóga
Viitu kynnast sjálfum þér betur?
Viltu verða ánægðari með þig?
Námskeið fyrir 8., 9. og 10. bekk í Kripalujóga
9. mars - 6. apríl. Þri. og fim. kl. 15.00-
16.30. Verð kr. 7.000,-.
Upplýsingar og skráning í síma 679181 alla virka daga.
Jógastöðin Heimsljós,
Skeifunni 19,2. hæð.
Útgjöld sjúkra-
trygginga og fjárlög
fltofimwuiptfe
Metsölublað á hvetjum degi:
eftir Steingrím Ara
Arason
í leiðara Morgunblaðsins þann
26. febrúar sl. er spurt hvað valdi
því að útgjöld sjúkratrygginga á
árinu 1992 urðu verulega hærri
en gert var ráð fyrir í fjárlögum.
Spurt var hvort hinn áætlaði spam-
aður í fjárlögunum hafi verið
óraunhæfur, eða hvort fram-
kvæmdavaldið virði ekki þann
ramma sem fjárlögin setja. Aðal-
markmið í íjármálastjórn n'kisins
er að fá sem mest fyrir þá peninga
sem em til ráðstöfunar í þau verk-
efni sem Aþingi og ríkisstjóm
ákveða, að gefnum ákveðnum
kröfum um gæði. Við núverandi
aðstæður á vinnumarkaðnum er
sú krafa almennings eðlileg að
Fylgstu meb a fimmtudögum!
Dagskrá kemur út á fimmtudögum en þar er á einum stað öll dagskrá sjónvarps- og
útvarpsstöðva í heila viku. í blaðinu er einnig fjallað um það áhugaverðasta sem í boði er
hverju sinni. Bíómyndir í kvikmyndahúsum borgarinnar eru kynntar, myndbandaumfjöllun,
fréttir sagðar af fólki í sviðsljósinu og það tekið tali. Dagskrá er nauðsynlegt uppflettirit allra
sjónvarps- og útvarpsnotenda og er best geymd nálægt sjónvarpinu.
- kjarni málsins!
ríkisstofnanir dragi saman seglin
og endurskoði rækilega ráðstöfun
fjármuna sinna til að skapa svig-
rúm fyrir uppbyggingu atvinnulífs.
Hér er ætlunin að skýra nánar
það sem fór úrskeiðis í útgjöldum
sjúkratrygginga, en þau urðu sam-
tals 1.087 mkr. umfram fjárlög
1992, en það hefur verið regla á
undanfömum árum að útgjöld
sjúkratrygginga fari umfram fjár-
lög. Stjómvöld, oft í samráði við
aðila vinnumarkaðarins, hafa tekið
ákvarðanir um ný útgjöld eftir
samþykkt fjárlaga. Þar að auki
hefur verið erfítt að áætla og tak-
marka þessi útgjöld vegna opinna
lagaákvæða um þátttöku ríkisins
í stómm útgjaldaflokkum svo sem
vegna læknis-, lyfja- og tann-
læknakostnaðar. I almannatrygg-
ingalögum hefur til þessa skort
ákvæði sem veita nægjanlegt
kostnaðaraðhald. Hvorki sá sem
nýtur þjónustunnar, né sá sem
greiðir fyrir hana ákveður í reynd
hvað skuli gert eða hvað það má
kosta. í neikvæðri merkingu er
þetta kallað sjálftökukerfi og er
nokkuð til í þeirri nafngift. Að
undanfömu hefur ríkisstjómin og
þá einkum heilbrigðisráðherrann
leitast við að aftengja þetta kerfi
og auka kostnaðarvitund bæði
þeirra sem veita þjónustuna og
eins þeirra er njóta hennar. Vand-
inn er ekki einskorðaður við ísland
heldur hijáir hann flest velferðar-
ríki heims, þar sem örar framfarir
kalla á stóraukið fjármagn í heil-
brigðisþjónustu.
Þess skal getið að fjárlaganefnd
Alþingis var gerð full grein fyrir
greiðsluvanda einstakra þátta
sjúkratrygginga en helstu frávik
frá íjárlögum 1992 voru eftirfar-
andi:
1. í tengslum við gerð kjara-
samninga sl. vor gaf ríkisstjómin
yfirlýsingu um m.a. að takmarka
niðurskurð á sviði heilbrigðismála
frá því sem ákveðið var í fjárlögum
1992. Þar var m.a. ákveðið að sam-
starf yrði haft við ASÍ, BSRB og
KÍ um setningu reglugerðar um
hlutfallsgreiðslur sjúkratryggðra
vegna lyfjakaupa. í reglugerðinni,
sem tók ekki gildi fyrr en 1. ágúst
1992, var gert ráð fyrir minni
kostnaðarþátttöku notenda en fýr-
irhugað var við afgreiðslu ijárlaga
1992 og fór lyfjakostnaður ríkisins
490 m.kr. umfram fjárlög. Við af-
greiðslu fjáraukalaga 1992 var
þessi niðurstaða orðin ljós og var
veitt 200 m.kr. viðbótarheimild til
greiðslu lyfja. Það sem umfram
færi var ráðgert að taka af fjárveit-
ingu ársins 1993. Ný reglugerð
sem tók gildi um miðjan janúar sl.
er m.a. sett til að ná þeim mark-
miðum sem upphaflega voru sett
við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið
1992. _
2. í áðurnefndri yfirlýsingu
ríkisstjómarinnar við gerð kjara-
samninga sl. vor var hámarks-
greiðsla fyrir læknisþjónustu
vegna barna í sömu fjölskyldu
lækkuð úr 12.000 kr. í 6.000 kr.
Talið var að þessi tilslökun kostaði
ríkissjóð um 60 m.kr. á árinu 1992.
í reynd fór sérfræðikostnaður 300
m.kr. umfram fjárlög. Þannig varð
notkun fríkorta meiri en gert var
ráð fyrir. Einnig virðist sparnaður
á sjúkrahúsum hafa leitt til þess
að læknisverk hafi að einhveiju
oM
Scotch Brite
I
I
I
í
I
>
I
Í
i
i
\
i
I
I