Morgunblaðið - 04.03.1993, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.03.1993, Qupperneq 26
jj ' i _ ____ _ __________________________ x:laí/, fluoAauTiviiv.í'i i.in3ÁjanuogoM ____________ I 26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993 IRA verður fyrir áfalli Breska lögreglan kvaðst í gær hafa unnið áfangasigur í bar- áttunni við írska frelsisherinn (IRA) eftir að myndbandsupp- tökur af sprengjutilræði í Harrods-versluninni í Lundún- um leiddu til þess að nokkrir IRA-menn voru handteknir og birgðir af sprengjuefni fund- ust. Myndimar, sem teknar voru af meintum tilræðis- mönnum hálftíma fyrir sprenginguna, voru sýndar í sjónvarpi og sjónvarpsáhorf- andi bar kennsl á þá. Bresk dagblöð fögnuðu handtökun- um og sögðu þær mikið áfall fyrir IRA og hermdarverka- starfsemi samtakanna í Bret- landi. Sprengjutil- ræði í Madrid Þijár sprengjur sprungu í skrifstofum vinnumálaráðu- neytisins, samtaka vinnuveit- enda og ríkisrekins stálfyrir- tækis í miðborg Madrid í gær. Hreyfíng marxista lýsti til- ræðunum á hendur sér og varaði við þeim þannig að hægt var að tæma bygging- amar af fólki áður en sprengj- umar spmngu og koma í veg fyrir mannfall. Unglinga- fangelsum mótmælt Bresk bamavemdarsamtök sögðu í gær að áform stjómar- innar um að koma upp sér- stökum fangelsum, eða „rammgerðum þjálfunarmið- stöðvum", fýrir afbrotamenn á aldrinum 10-15 ára væm bráðræðisleg viðbrögð við al- menningsálitinu í kjölfar frétta um morð tveggja tíu ára drengja á barni. Þau sögðu vist í slíkum fangelsum geta gert unglingana að óbetr- anlegum glæpamönnum. Ken- neth Clarke innanríkisráð- herra vísaði þessu á bug sem „fíjálslyndisáróðri". Alnæmið breytir ekki Frökkum Aðeins um einn af hveijum sex Frökkum hefur breytt kynlífsvenjum sínum frá því alnæmi kom til sögunnar og 56% þeirra líta svo á að smokkar „geri út af við róm- antíkina", samkvæmt könnun sem birt var í Frakklandi í gær. Frönsk heilbrigðisyfír- völd segja niðurstöðuna mikið áhyggjuefni því alnæmi sé al- gengara í Frakklandi en flest- um öðrum Evrópuríkjum. Um 250.000 Frakkar hafa smitast af alnæmisveirunni. Brown hótar hörku Ron Brown, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjastjóm væri reiðubúin að beita hörku til að binda enda á ósanngjarna viðskiptahætti Japana og fleiri viðskiptaþjóða. Hann kvaðst ekki hlynntur innflutningsk- vótum eða sérstakri aðstoð ríkisins við bandarísk fyrir- tæki en sagðist ætla að knýja fram opnun markaða erlendis. Matthey vantaði aðeins þijú at- kvæði til að ná kjöri í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar í gærmorgun. Hann hlaut 130 atkvæði í annarri umferð og Brunner 108 en 122 þurfti til að ná kjöri. Þetta er í annað sinn sem sameinað þing kýs ekki kven- frambjóðanda SPS í ríkisstjórn. Lil- ian Uchtenhagen náði ekki kjöri fyr- ir 10 árum. Það var í fyrsta sinn sem kona bauð sig fram í stjómina. Borg- aralegi meirihlutinn kunni þá hvorki að meta skoðanir hennar né fram- komu og kaus Otto Stich, jafnaðar- mann frá Solothurn. Því var hvíslað um Uchtenhagen að hún væri frek og henti öskubökkum í bræði. Það er útbreidd skoðun að Brunner sé ekki nógu „fín“, hún minni meira á þjónustustúlku en ráðherra. Auk þess er hún yfírlýstur herandstæð- ingur. Þetta er fyrsta kjörtímabil hennar á þingi og samstarfsmenn hennar þar hafa ekki haft mikinn tíma til að kynnast henni. Það nægði Tilbúnir til hrefnuveiða NORÐMENN hafa ákveðið að hefja hrefnuveiðar að nýju og þrír hvalveiðibátar haida til veiða í vísindaskyni í apríl, eða eftir páska, að sögn Politiken. Ráðgert er að hrefnuveiðar í við- skiptaskyni hefjist siðan í júní. Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs, bauð 40 fréttariturum erlendra fjölmiðla til fundar í Lofoten og lagði þar áherslu á að hrefnuveiðarnar væru afar mikilvægar fyrir norska sjáv- arbæi. „Því fór öldungis víðsfjarri að upp- gjafar gætti í framburði hans og raunar var ljóst að hann er enn for- inginn," sagði dómarinn Agostino Gristina, í samtali við Reuters-frétta- stofuna en Gristina yfirheyrði „Toto“ Riina fyrstur manna eftir að hann var handtekinn. „Riina hefur, líkt og aðrir þeir foringjar Mafíunnar sem handteknir hafa verið, hvorki sagt einu orði meira né einu orði minna en hann hafði þegar ákveðið,“ sagði þingmaðurinn Alfredo Galasso, sem er séfróður um Mafíuna. Sérfræðingar eru sammála um að vöm Riina, sem er 62 ára, hafi verið snilldarlega útfærð en að sama skapi hafi hún ekki komið á óvart. Mál- flutningur hans hafí allur lotið að trúverðugleika fyrrum liðsmanna Mafíunnar, sem látið hafa upplýs- ingar í té um starfsemi samtakanna gegn vægari refsingu. Á ítölsku eru þessir menn nefndir „pentiti“. Riina kvaðst engin samskipti hafa átt við þá „pentiti“ sem nefndir voru og væru fullyrðingar þeirra einungis til- búningur þeirra sem með rannsókn málsins fara. Hvatti hann til þess að viðkomandi „pentiti" yrðu leiddir inn í réttarsalinn þannig að hann gæti hrakið ásakanir þeirra. Framkoma Riina í réttarsalnum þótti einkennast af hógværð og kurt- eisi. Einu sinni baðst hann afsökunar á Sikileyskunni sinni. Hann gat þess að hann hefði litla menntun hlotið enda hefði hann verið ólæs bóndason- ur. Félagsfræðingurinn Pino Arlacc- hi, einn virtast Mafíusérfræðingur Ítalíu sagði í sjónvarpsviðtali að menntun og djúp virðing fyrir menn- ingunni gæti tæpast talist til eigin- leika þeirra sem leiðtogar Mafíunnar þyrftu að búa yfír. „Háskólagráðu er ekki krafist. Sá sem stjómar Cosa Nostra þarf ekki að vera hávaxinn, bjarteygur og ljóshærður. Viðkom- andi þarf að hafa fullkominn skilning á eðli valdsins og vera tilbúinn til að sýna af sér bæði takmarkalausa slægð og fullkomið hamsleysi.“ Nýr Airbus-ættliður NÝ gerð Airbus farþegaþotu var vígð í gær við athöfn í Hamborg í Þýska- pantanir og verður fyrsta flugvélin afhent til áætlunarflugs í byijun landi er Airbus A321 var sýnd í fyrsta sinn. Þotan er náskyld Airbus næsta árs. Kemur hún í hlut þýska flugfélagsins Lufthansa. A321-þotan A320 en nokkm Iengri. Hún tekur 186 farþega í sæti og kostar fullbúin var sett saman í Hamborg, hin fyrsta í Airbus-fjölskyldunni sem smíðuð er 47 milljónir dollara eða 30 milljarða króna. Borist hafa 153 staðfestar í Þýskalandi og fyrsta stórflugvélin sem smíðuð er þar í landi eftir stríð. Christiane Brunner hafnað sem ráðherra í ríkisstjórn Sviss Hundruð grátandi kvenna grýttu þinghúsið í Bem Zttrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞINGFLOKKUR svissneskra jafnaðarmanna (SPS) fékk viku umhugs- unarfrest í gær til að ákveða hvort Francis Matthey, þingmaður flokks- ins frá Neuchatel, eigi að taka sæti í sjömanna ríkisstjóm landsins. Christiane Bmnner, þingmaður frá Genf, var frambjóðandi flokksins í stjórnina en meirihluti sameinaðs þings kaus Matthey. Mörg hundmð konur sem höfðu safnast saman á torgi fyrir framan þinghúsið í Bern alls staðar að úr Sviss til að fagna kjöri Brunner brugðust illa við úrslitunum. Þær blésu í háværar blístrur í mótmælaskyni og sumar grýttu málningu, eggjum, kröfuspjöldum og snjóboltum í þinghúsið. Flestar grétu af vonbrigðum og reiði. Brunner viðurkenndi að hún væri vonsvikin. „Við megum ekki gefast upp,“ sagði hún. „Við vinnum öragglega næst,“ reyndi hún að hughreysta konurnar. meirihluta þeirra ekki að vita að hún er reyndur verkalýðsforingi, kven- baráttukona, frönskumælandi og frá kantónunni Genf. Takmarkað úrval Matthey er 51 árs. Hann er reynd- ur stjómmála- og þingmaður, þykir Réttarhöldin í Palermo yfir Salvatore „Toto“ Riina Verst fimlega o g varar samstarfsmenn við svikmn Róm. Reuter. SALVATORE „Toto“ Riina, Mafíuleiðtoginn illræmdi, sem sakaður er um að hafa fyrirskipað hundruð morða og tilræða, er, að mati sér- fróðra, með framburði sinum að vara samstarfsmenn sína í glæpaheim- inum við því að svíkja Mafiuna og dómara við að byggja málatilbúnað á orðum þeirra hinna sömu. „Toto“ Riina hefur þrívegis í þessari viku komið fyrir rétt í Palermo á Sikiley frá því hann var handtekinn 15. janúar og heldur hann því fram að þekkingu sína á Mafíunni hafi hann, líkt og almenningur, sótt í dagblöð og sjónvarpsþætti. Riina hafði verið eftirlýstur í rúm 20 ár er hann komst í hendur réttvísinnar. raunsær og er vel liðinn. Flestir eru sammála um að höfuðókostur hans sé sá að hann er ekki kona. Hann var kjörinn í ríkisstjómina í stað Rene Felbers, utanríkisráðherra, sem sagði af sér vegna veikinda. Felber er jafnaðarmaður frá Neuchatel og frönskumælandi Svisslendingur á rétt á sæti hans samkvæmt gamalli hefð. Jafnaðarmannaflokkurinn vildi tilnefna konu í hans stað en úrvalið var takmarkað og Brunner hin eina sem kom til greina. Andstæðingar Brunners töldu víst að Matthey myndi taka við ráðherra- embættinu umyrðalaust. Hann kom á óvart með því að vilja ráðfæra sig við þingflokkinn. Stór meirihluti þingflokksins studdi Brunner og vildi ekki samþykkja kjör Mattays urn- hugsunarlaust. Leiðtogar þing- flokksins segja að meirihluti borg- aralegu flokkanna hafa lítilsvirt jafn- aðarmenn og konur með því að styðja ekki kvenframbjóðanda flokksins. Peter Bodenmann, formaður SPS, gaf í skyn eftir að úrslit lágu fyrir að flokkurinn myndi hugsanlega hætta í ríkisstjórninni en bætti við að það væri betra ef þjóðin leysti saman erfíðleikana sem steðja 'að henni, eins og atvinnuleysi og Evr- ópumál. Svissneska ríkisstjómin hef- ur verið skipuð fulltrúum fjögurra stærstu flokkanna samkvæmt svo- kallaðri „töfraformúlu" síðan 1959. Reiði og þrýstingur almennra jafnað- armanna gæti leitt til þess að SPS hætti í stjóminni, flokkurinn hótaði því þegar Uchtenhagen var ekki kjör- in og gæti framkvæmt það út af Brunner. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.