Morgunblaðið - 04.03.1993, Side 33

Morgunblaðið - 04.03.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDAGUR 4. MARZ 1993 33 Morgunblaðið/Rúnar Þór Evita í Sjallanum HÓPURINN, sem tekur þátt í uppfærslu Sjallans á söngleiknum um Evitu Peron. Söngleikurinn Evita sýndur í Sjallanum SÖNGLEIKURINN Evita eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice verður frumsýndur í Sjallan- um á Akureyri á föstudagskvöld, 5. mars. Þetta er umfangsmikil sýning sem verður á fjölum Sjall- ans næstu laugardagskvöld. í helstu hlutverkum eru þau Rut Reginalds sem fer með hlutverk Evitu, Pálmi Gunnarsson leikur Che Guevara og Baldvin Baldvinsson er Peron. Þá syngja þær Hulda Garðarsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir einnig stór hlutverk í sýningunni auk þess sem fram koma átta dansarar og söngvarar í hópatriðum. Leik- stjóri sýningarinnar er Gestur Einar Jónasson, en Ólöf Matthíasdóttir sá um búninga. Jónas Friðrik Guðnason gerði íslenskan texta við söngleikinn. Hljómsveitina skipa þeir Kristján Edelstein, Karl Olgeirsson, Jón Haukur Brynjólfsson, Sigfús Óttars- son og Geir Gunnarsson. Sjallinn verður 30 ára á þessi ári og sagði Gestur Einar að i tilefni þess hefði verið ákveðið að setja upp viðameiri sýningu en vant er og var í kjölfarið ráðist í þetta stórverkefni. „Þetta hefur verið stremb- ið, en ótrúlega skemmtilegt. Fólkið er duglegt og jákvætt, það leggja sig allir fram um að gera sýning- una sem best úr garði. Ándinn í hópnum hefur verið góður þannig að ég get lofað gestum sýningarinnar góðri kvöldstund," sagði Gestur Einar. Kolbeinn Gíslason, framkvæmdastjóri Sjallans, sagði að mikill áhugi væri fyrir söngleiknum, fyrir lægi ijöldi pantana á næstu sýningar, en sýnt verður á laugardagskvöldum. Dauðurhængur frjóvgaði hrogn úr dauðri hrygnu Bjðrk, Mývatnssveit. . UNDANFARIN ár hafa verið tekin urriðahrogn við land Voga í Mývatnssveit og þau flutt í klakstöð á Laxármýri. Þar voru þau höfð í eldi í tæplega eitt ár og þá sleppt 10 til 15 sentímetra löngum seiðum í Mývatn. Binda menn miklar vonir við þetta ræktunarstarf og að það skili jákvæð- um árangri og auki verulega urriðamagn í Mývatni. Vantaði hæng í Iok síðasta árs þegar verið var að veiða urriða í Vogum til hrogna- töku veiddist ein hrygna full af hrognum og vantaði hæng til að fijóvga. Hrygnan var því sett í stórt ílát með vatni í inni í húsi til geymslu. Nokkru síðar er farið var að líta eftir henni kom í ljós að hún hafði komist upp úr ílátinu og lá dauð út á gólfi. Voru höfð snör handtök, hrygnan rist á kviðinn og hrognin tvö til þijú þúsund að tölu sett í plastfötu. Ur vöndu var að ráða því engin lif- andi hængur var til, en hins vegar tókst fljótlega að útvega nýdauðan hæng sem veiddist út á vatni. Með honum var gerð tilraun til að fijóvga hrognin. Ekki var búist við miklum árangri. \ Dafna vel Síðan voru hrognin sett þar sem rennandi vatn var og hitastig um 8 gráður og fylgst vel með þeim. FÍjótlega sást að litur þeirra reyndist nokkuð eðlilegur og aðeins tvö drápust fyrstu dagana. Glæddist þá von manna að fijóvgun hefði tekist. Um miðjan janúar sást að hrognin voru tekin að hreyfast í vatninu og seint í janúar voru þau greinilega farin að synda með kviðpoka og allt virtist í besta lagi. Þá voru þau tekin og flutt í klakstöðina á Laxamýri. Síðustu fréttir herma að þau dafni vel. Kristján Feijuflutningar á Eyjafirði Væntanlega samið við lægstbjóðanda Ugla sat á ÞESSI myndarlega brandugla sat hin rólegasta á vegstiku í Fnjóska- dalnum í gær og haggaðist ekki þótt Rúnar Þór Ijósmyndari kæmi nálægt henni. Ró hennar var heldur ekki raskað þótt allnokkur umferð bíla og dráttarvéla væri um veginn. LÍKLEGT er talið að tilboði Eysteins Ingvarssonar í feijuflutninga á Eyjafirði verði tekið, en hann átti lægsta tilboð í flutningana. Fari svo að tilboði hans verði tekið verður Sæfari væntanlega seldur, en hann hefur verið notaður til flutninganna undanfarin ár. Viðræður hafa staðið yfir milli samninga fljótlega, jafnvel í vikulok, Vegagerðar ríkisins og Eysteins Ing- en nýr rekstraraðili mun taka við Verði samið við Eystein mun hann nota skip sitt, Ámes, sem áður var Breiðafjarðarfeijan Baldur, til feiju- flutninga í Eyjafirði. Sagði Hannes að í kjölfarið yrði Sæfari væntanlega seldur. Sæl að fá styttuna norður „ÉG ER himinsæl yflr að búið er að taka ákvörðun um að styttan fari norður," sagði Anna S. Snorradóttir, en hún hafði uppi á styttunni af Jóni Sveinssyni, Nonna eftir Ninu Sæmundsson. Menntamála- ráð hefur nú ákveðið að gefa Akureyrarbæ styttuna. Anna sagði að í sínum huga hefði það verið aðalatriðið að styttan yrði sett upp á Akur- eyri, heimabæ Nonna. „Ég er afskaplega lukkuleg með þessa niðurstöðu og vona að hið sama megi segja um Akureyringa sem nú fá styttuna til sín,“ sagði Anna. í Fjörunni Hún sagði að nú lægi fyrir að koma Nonnastyttunni í var- anlegt efni, en hún er úr gifsi og síðan að fínna henni stað við hæfí. „Ég sé fyrir mér að henni verið komið fyrir í Fjör- unni, á góðum stað sunnan og neðan við Nonnahúsið, þannig að styttan vísi heim að hús- inu,“ sagði Anna er hún var innt eftir hver óskastaðurinn væri að hennar mati. „Ég vil endilega að styttunni verði komið upp við fyrsta tæki- færi, Nonni er búinn að vera alltof lengi í kassanum, en það eru 35 ár í sumar síðan lokið var við gerð styttunnar." varssonar að undanfömu og sagði Hannes Sigurðsson hjá Vegagerð- inni að allar líkur bentu til að samið yrði við lægstbjóðanda í flutningana, þ.e. Eystein, uppfyllti tilboði hans þau skilyrði sem sett eru upp. Reikn- aði hann með að skrifað yrði undir flutningunum 1. apríl næstkomandi. Sæfari seldur Fundur verður á Akureyri með fulltrúum sveitarfélaganna í Hrísey og Grímsey um nýja áætlun Eyja- íjarðarfeiju á morgun, fimmtudag. Bæjarráð Akureyrar Eyj afj arðarsvæðið byggt upp sem mótvægi höfuðborgarsvæðis BÆJARRÁÐ Akureyrar leggur áherslu á að skynsamlegt sé að eitt öflugt svæði verði byggt upp sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið og telur að Eyjafjarðarsvæðið sé eini raunhæfi kosturinn í þvi sambandi. Þetta kemur fram í ályktun bæjarráðs vegna tillagna Byggða- stofnunar um stefnumótum í byggðamálum og breyttar áherslur í byggðamálum sem sendar voru sveitarstjómum til umsagnar. Lögð er áhersla á að treysta byggðina þannig að gæði lands og sjávar verði nýtt með hagkvæmum hætti, að byggð á svæðum þar sem unnt er að reka ijölbreytt og arðsamt at- vinnulíf sem fullnægir kröfum nú- tíma samfélags verði efld og að dregið verði úr þeim kostnaði sem fylgir flutningi fólks frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins þannig að mannvirki þjóðarinnar nýtist skynsamlega. „Við tökum undir þessi sjónarmið og teljum eðlilegt að slík áætiun sé gerð, en við í bæjarráði Akureyrar teljum skynsamlegt að stefna að því að byggt verði upp eitt öflugt svæði sem mótvægi við höfuðborgarsvæð- ið og teljum að Eyjafjarðarsvæðið sé eini raunhæfi kosturinn í því sam- bandi. Þannig teljum við að gera eigi sérstaka áætlun þar að lútandi í þessum pakka Byggðastofnunar, “ sagði Sigurður. HÁSKÓUNN Á AKUPEYRI Tími: Staður: Efni: Flytjandi: Fyrirlestur Laugardagurinn 6. mars kl. 14.00. Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 24. Fullkomnun. Prófessor Nina L. Colwill, rekstrar- og viðskiptadeild Manitobaháskóla, Kanada. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur eins lengi og húsrúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.