Morgunblaðið - 04.03.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 04.03.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993 41 kynstrin öll af ljósmyndum og dýrk- aði fegurð landsins eins og hún ger- ist fullkomnust í náttúrunni. Tók hún sérstöku ástfóstri við Þingvelli, en þar eignaðist Þórunn systir hennar sumarhús og dvöldust þær þar á efri árum meðan heilsa beggja leyfði. Smám saman fækkaði fólkinu í húsinu við Baldursgötu. Eftir lát tengdaföður míns 1984 bjuggu þær systur einar. Þær sóttu Sér félags- skap með öldruðum og víðar. Aufúsugestir, bráðhressar og skemmtilegar heim að sækja. í haust þegar ljóst var að hveiju dró, vék tengdamóðir mín vart frá systur sinni. Þannig héldu þær í hönd hvor annarrar nær samfellt til hinstu stundar. Jafnframt eiga Sig- urður, Guðbjörg, Mjöll og Ásmundur þakkir skilið fyrir sinn þátt í að létta lokabaráttuna. Margvísleg áhrif þiggur maður frá samferðafólki sínu. Laufey var alla tíð miðpunktur fjölskyldunnar sem hún fól Guði sínum með bæn um áframhaldandi samheldni og samveru. Á kveðjustundu eru orð hennar blönduð hlýju þeli efst í huga mínum ásamt þakklæti fyrir góð kynni. Þannig fann hún einfalda leið að hjartarótum þeirra sem hún um- gekkst. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ég bið Sigríði tengdamóður minni Guðs blessunar og votta fjölskyld- unni allri samúð mína. Vilborg Runólfsdóttir. Þriðjudaginn 23. febrúar lést í Landspítalanum Laufey Guðmunds- dóttir, Baldursgötu 1 í Reykjavík, á 84. aldursári, eftir snörp átök við krabbamein. Hún fæddist í Neðradal í Biskupstungum, sjötta barn for- eldra sinna, Þórunnar Runólfsdóttur og Guðmundar Vigfússonar, sem þá bjuggu þar. Þau fluttust til höfuð- staðarins 1910 og bjuggu lengst af á Baldursgötu 1, þar sem þau byggðu laust eftir 1920 og bjuggu síðan. Böm þeirra hjóna urðu 8: Þórður, f. 1901, dó á fyrsta ári; Runólfur, 1902-1923; Vigfús, 1903-1990; Þór- mundur, 1905-1991; Eggert, 1907- 1923; Laufey, 1990-1993; Þórunn^ 1910-1984; Sigríður, f. 1915. (I „Vestur-Skaftfellingum" sr. Bjöm Magnússon er ekki rétt talið.) A Baldursgötu 1 bjó Laufey síðan öll sín ár, ásamt systur sinni Sig- ríði, sem býr þar enn og bjó alla sína fjölskyldutíð. í húsi þessu var reyndar bæði mannmargt og gest- kvæmt og óteljandi þau skipti að ég fékk að koma þar, fyrst lítill með foreldrum mínum, síðan einn er stækkaði. Er þar mikla þökk að kveða. Þama kynntist ég þýðu við- móti Laufeyjar, jafnlyndi hennar og ljúfmennsku, sem aldrei brást og gerði heimsóknir þangað jafnan að hátíð. Ekki em mér síður minnis- stæðar sem barni heimsóknir þeirra systra, Laufeyjar og Gógóar, austur að Ölfusá í Olfusi til minnar fjöl- skyldu fyrir hálfri öld. Það var ekki bara að þær flyttu andblæ höfuð- staðarins, sem mikið var dáður í þá daga, heldur líka hitt, að þær voru ævintýrakonur. Þær komu hjólandi iðulega, gistu hjá okkur og héldu síðan upp um sveitir á reiðhjólum sínum, þar sem þær slógu upp tjaldi í frumskógum eða eyðimörkum, að því er mér fannst, innan um mann- ýgt naut og aðrar hættur. Aðdáun mín var takmarkalaus á þessum hetjuskap og hefur líklega haft á mig varanleg áhrif. En allt á sinn tíma, líka þetta, og nú ef mér ekki annað en þakka Laufeyju þessum fátæklegum orðum og tjá ættingjum hennar og vinum samúð mína. Bless- uð sé hennar minning. Þór Vigfússon. Kripalujóga Byrjendanámskeið hefjast um miðjan mars. Kenndar verða teygjur, öndun og slökun. Kynning verður þriðjudaginn 9. mars kl. 20.30. Hringið og fáið uppiýsingar. lógastööln Heimsljós, Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19) t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÓLÍNA KRISTINSDÓTTIR frá Siglufirði, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 5. mars kl. 15.00. Guðmundur B. Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, Ingvar Á. Guðmundsson, Kristín Andersen, Margrét S. Guðmundsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Þóra B. Guðmundsdóttir, Kristinn 1. Guðmundsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Kristján Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, HELGU EINARSDÓTTUR. Systkinin frá Berufirði og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGVARS GUNNLAUGSSONAR bónda, Syðra-Kolugili, Víðidal. Ása Gunnlaugsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, Kristinn Helgi Gunnarsson. + Innilegar þakkir faerum við þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför feðgana, OTTÓS G. GUÐJÓNSSONAR ANDRÉSAR OTTÓSSONAR. Helga Ólafsdóttir, Erla Ottósdóttir, Þórir Ottósson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGNÝJAR BENEDIKTU GUNNARSDÓTTUR fyrrverandi Ijósmóður, frá Höfn í Hornarfirði. Ásta Karlsdóttir, Karen Karlsdóttir og fjölskyldur þeirra. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlót og útför AXELS A. ÓLAFSSONAR. Kristín Kristjánsdóttir, Ólafur Axelsson, Jóhanna Þórðardóttir, Kristján Axelsson, Katrín Júlfusdóttir, Svanhildur Axelsdóttir, Guðmundur Steindórsson, Einar Axelsson, Vilborg Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Bestu þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinóttu við andlát og útför STEINGRÍMS EGGERTSSONAR, Ránargötu 1, Akureyri. Sérstakar þakkirfærum við fyrrverandi söngfélögum hans í Karla- kór Akureyrar. Einnig alúðarþakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins. Heiðrún Steingrímsdóttir, Þorsteinn Jónatansson, Karl Hróðmar Steingrímsson, Katrfn Guðmundsdóttir, Cecilía Steingrímsdóttir, Jón Hallgrímsson, Aðalheiður Eggertsdóttir, afabörnin, langafabörnin og langalangafabörnin. Lokað Lokað eftir kl. 12.00 í dag vegna jarðarfarar JÓHÖNNU KRISTJÁNSDOTTUR. Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2. EINSIMT INNGONGllTILBOBr IVUTIMALEGUR IMTREIÐSLU KLÚBBUR Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlætisréttir, liittir beint í mark. Þessi nútímalegi klúbbur sendir félögum mánaðarlega pakka með plasthúðuðum uppskriflaspjöldum með áhugaverðum mataruppskriftum og fróðleik um vín. Efnið er svo flokkað í handhæga möppu og myndar hugmyndabanka fyrir heimilið. Dagleg símaráðgjöf, matreiðslunámskeið, uppskrifta- samkeppni, félagakort og margs konar fríðindi. Engar skuldbindingar! Nýttu þcr ótrúlcga hagstætt ínngöngutilboð í klúbbinn! cc** - : i Komlengjur 4 Icini !ue#> ifam o< ’T . Vsa í spanounmgi ‘•''fcnow/ fefe-K SiökvöU^ FYRSTI UPPSKRIFTAPAKKINN með 50% afslætti: AÐEINS 298 KR. Fullt verð pakkans er 595 kr. SÉRIIÖNNUÐ SAFNMAPPA 'WPi AÐ GJOF! Áætlað verðmæti 980 kr. ÓKEYPIS TASKA! Ef þú skráir þig innan 10 daga' Áætlað útsöluverð 1.270 Samtals vcrðmæti lilboðs 2.845 kr. ..fyrir aðeins 298 kr. MÖGULEIKI Á ÓKEYPIS HELGARFERÐ FYRIR TVO TIL PARÍSAR! Fyrir aila stofnfélaga Ferða- og gistikostnaður metinn á 94.000 kr. HRIJNGDU STRAX í DAG! SIIVIMINriX ER (91) 6 88 300 EÐA SENDE SVARSEÐILINIX JÁ. ÉG VIL GERAST FÉLAGI í MATREIÐSLUKLÚBBi VÖKU-HELGAFELLS NAFN HEIMILI PÖSTSTÖÐ KENNITALA SÍMl SENDU SEDILINN ( LOKUÐU UMSLAGl TIL: NÁIK EFriRL«TISRÉTTIR, MATREIÐSLUKI.ÚBBUR VÖKU-HELGAFELI.S, SÍDUMÚIA 6, 10B REVKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.