Morgunblaðið - 04.03.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
43
landið og það var ánægjulegt að
hlusta á þau segja frá ferðum sín-
um. Allar ánægjulegu stundirnar á
heimili þeirra góðu hjóna þakka ég.
Þar var notalegt, því að þar ríkti
hugljúfur blær og tillitsemi gagn-
vart öllum. En bilið milli blíðu og
éls er svo örstutt „að brugðist getur
lánið frá morgni til kveðlds". Jó-
hanna veiktist skyndilega af heila-
blóðfalli 23. febrúar og andaðist á
Borgarspítalanum að kvöldi þess
dags.
Við hið skyndilega fráfall þessar-
ar góðu konu er lagður þungur
harmur á herðar eiginmanns og
fjölskyldu, en minningin um Jó-
hönnu mun ylja og iýsa veg þeirra
um ókomna ævidaga.
Móðir mín þakkar henni löngu
liðnu árin í Skagafirði og við biðjum
Jóhönnu fararheilla þar sem hún
hefur hafíð göngu í landinu nýja
móti ljósi eilífðarinnar. Ólafí og fjöl-
skyldu biðjum við blessunar.
Hjörtur Guðmundsson.
Hún „Jóhanna á móti“ er dáin.
Við undirrituð áttum því láni að
fagna að búa um átta ára skeið í
íbúðinni á móti Jóhönnu Kristjáns-
dóttur og Ólafí Guðmundssyni, eft-
irlifandi eiginmanni hennar, á
Kaplaskjólsvegi 37.
Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist
að Flatatungu í Akrahreppi, Skaga-
firði, dóttir Lálju Jóhannesdóttur og
Kristjáns Eiríkssonar. Við tveggja
ára aldur missti Jóhanna móður
sína úr berklum og var hún frá
þeim tíma alin upp hjá þeim Val-
gerði Kristjánsdóttur og Hrólfí Þor-
steinssyni er fyrst bjuggu á Ábæ
en síðan lengst af á Stekkjarflötum
í Akrahreppi.
Jóhanna talaði oft um að þau
Hrólfur og Valgerður hefðu alið
hana upp sem eitt af sínum eigin
bömum, en sjálf eignuðust þau sjö
böm.
Jóhanna stundaði nám við Hús-
mæðraskólann að Löngumýri í einn
vetur.
Á fyrsta vetradag árið 1947 gift-
ist hún eftirlifandi maka sínum,
Ólafi Guðmundssyni frá Króki í
Holtum.
Þau hófu búskap í Faxaskjóli 24
í Reykjavík, keyptu síðan sína
fyrstu íbúð í Barmahlíð 5 og bjuggu
þar tii 1956 er þau fluttust á Kapa-
skjólsveg 37 og hafa búið þar alla
tíð síðan.
Jóhanna og Ólafur eignuðust tvö
böm, þau Valgerði og Guðmund.
Valgerður er gift Ásgeiri Þormóðs-
syni og eiga þau Ásgeir Þór, Pétur
og Ólaf Astþór. Valgerður og Ás-
geir reka verslunina Ríkið við
Snorrabraut. Guðmundur, blikk-
smiður, er giftur Fjólu Guðmunds-
dóttur ljósmóður og eiga þau Ólaf,
Jóhönnu og Fjólu Osk.
Guðmundur Ólafsson, faðir
Ólafs, bjó hjá þeim í yfír þijátíu
ár, allt til dauðadags, en hann dó
í maí 1989 þá 100 ára að aldri. Það
var aðdáunarvert að sjá með hve
mikilli umhyggju Jóhanna annaðist
tengdaföður sinn.
Allt frá því þau Jóhanna og Ólaf-
ur hófu búskap var heimilið starfs-
vettvángur hennar.
Einnig stundaði hún skúringar í
Háskólabíói og fyrir Málmsteypu
Ámunda um áratuga skeið.
Það kom sér oft vel að eiga hana
„Jóhönnu á móti“ að.
Allar þær minningar sem við eig-
um um Jóhönnu eru jákvæðar og
tengjast margar ógleymanlegum
gleðistundum.
í desember 1985 hóf Ólafur störf
í fyrirtæki okkar og starfar þar enn
og þó við flyttum af Kaplaskjólsveg-
inum þá hélst áfram mjög gott sam-
band milli okkar.
Sama var hvort tilefnið var af-
mæli, árshátíð eða ferðalög með
starfsfólki Rekstrarvara og mökum,
alltaf voru þau hjónin glöð og kát.
Auðséð var að þau nutu þess svo
innilega að vera saman.
Okkur eru sérstaklega minnis-
stæðar tvær ferðir, Hollandsferð
fyrir tæpum þrem árum, en í þeirri
ferð varð Ólafur einmitt sjötugur,
og írlandsferð á síðasta ári.
í báðum þessum ferðum voru það
Jóhanna og Ólafur sem í raun áttu
hvað stærstan þátt í að allir
skemmtu sér vel og nutu ferðarinn-
ar. Þau voru bæði svo innileg og
glöð að þau voru okkur yngra fólk-
inu svo sannarlega góð fyrirmynd.
Þau voru eins og í brúðkaupsferð
í báðum þessum ferðum.
Fyrir okkar hönd, fjplskyldu okk-
ar og alls samstarfsfólks þíns hjá
Rekstrarvörum vottum við þér,
Ólafur, og börnum þínum þeim
Valgerði og Guðmundi og fjölskyld-
um þeirra innilega samúð við ótíma-
bært fráfall þinnar ástkæru eigin-
konu.
Kristján Einarsson,
Sigríður B. Hermannsdóttir.
Elskuleg amma okkar er dáin,
og langar okkur til að kveðja hana
með nokkrum orðum.
Okkar fyrstu minningar eru frá
því að amma var að passa okkur
heima á Kaplaskjólsveginum. Hún
tók alltaf vel á móti okkur og gaf
sér góðan tíma fyrir okkur. Heima
hjá afa og ömmu var dótakassi og
ósjaldan hafði amma keypt nýtt dót
í safnið eða nýja bók til að lesa.
Oft hafði amma líka bakað pönnu-
kökur þegar hún vissi að okkar
væri von.
Elsku amma, við kveðjum þig í
hinsta sinn og þökkum fyrir allar
ánægjustundimar sem þú veittir
okkur. Við biðjum guð að styrkja
afa okkar. Minningin um þig lifir.
Ólafur, Jóhanna og Fjóla Osk.
Minning
Björn Jónsson
Fæddur 8. maí 1925
Dáinn 22. febrúar 1993
Rödd systur minnar er í símanum.
Hann Bjöm Jónsson er dáinn. Ég
hrekk við, en reynslan hefur kennt
mér að orð og spurningar breyta
ekki staðreyndum, svo að hugurinn
flýgur í skjól, langt til baka til minn-
inganna, þær eigum við þó ennþá.
Björn var einn af fjórum drengjum
sem fengu nafn afa okkar allra, afa
í Grafarholti. Til þess að aðgreina
þá nafnana var Bjöm í tímans rás,
eftir að hætt var að kalla hann gælu-
nafni, oftast nefndur með förðunafni
sínu einnig.
Við vorum jafngömul og skírð sam-
an, en það er skiljanlega ekki með í
minningarbrotum mínum. Þau hefjast
fyrir víst Alþingishátíðarvorið 1930.
Þá kom Björn á heimili foreldra
minna í Mosfellssveitinni, ásamt
Helga bróður sínum. Fjölskylda
þeirra sem bjó í Kaupmannahöfn var
komin til landsins til að vera við hátíð-
arhöldin á Þingvöllum. Mér er koma
þessa frænda minna afar minnisstæð.
Þeir voru mikil borgarabörn. Þurftu
að spyija og skoða alla skapaða huti,
töluðu mikið og hátt, voru allt öðru
vísi klæddir en við áttum að venjast.
Þeir vom í frökkum með belti, með
alpahúfur, í stuttbuxum og sport-
sokkum, í meira lagi leggjalangir og
bám með sér blæ erlendrar stórborg-
ar, en íslenska þeirra var kjarnmikil
og kveðið skýrt að.
Fljótlega veðraðist nú útlendinga-
blærinn af frændum mínum og þegar
þeir fóru heim þetta sumar vom þeir
orðnir hreinræktaðir íslenskir sveita-
menn, sem söknuðu fijálsræðisins á
íslandi. Eftir þetta fyrsta sumar kom
Björn heim til okkar á hveiju sumri,
hann var eins og farfuglarnir, kom á
vorin og fór á aflíðandi sumri næstu
7-8 sumrin. Stundum kom hann einn,
stundum Helgi líka.
Við Bjöm urðum miklir vinir næst-
um óaðskiljanlegir á þessum árum.
Ég man aðallega eftir leikjum okkar
þá, þeir voru rammíslenskir. Við átt-
um bú með leggjum, kjálkum, og
hornum og glerbrotum og þetta, var
ekkert smá bú, því að við fengum
mikið af búsmala frá Birni móður-
bróður okkar í Grafarholti. Systir
mín sem er aðeins eldri en við Björn
og hafði oftst vit fyrir okkur, lét það
ekki viðgangast að frændur vorir
sneru kjálkunum öfugt á básunum,
það hefði nú ekki vantað annað. Þessi
sama systir mín lenti oftast í því að
passa Helga, sem þá var yngstur.
Þar sáum við Björn okkur smugu til
að leika okkur áhyggjulausir, veiða
homsíli, leita að hreiðrum, fara í lang-
ar gönguferðir að okkur fannst með
nesti. Eg er næstum viss um að það
var alltaf sól og blíða þessi sumur.
Minning
Bima Elíasdóttir
Fædd 10. janúar 1939
Dáin 19. febrúar 1993
Þú varst...
Þú varst þröstur á grein
þytur í laufi
syngjandi morgunn
fljúgandi dagur
þreytt kvöld
sofandi nótt.
Þú varst á sveimi um stund
gestur í greinum tijánna
ókunnuga einstaklinga sem ekki
gátu_ leitað annað með vandamál
sín. I þessum hópi var Birna. Það
fyrsta sem maður tók eftir hjá Birnu
var hvað hún geislaði af kærleika
og lífsorku. Kom það okkur því
mjög á óvart þegar við fréttum af
veikindum hennar.
Með þessum fátæklegum orðum
kveðjum við vinkonu okkar sem við
sem slokknaði.
(Einar Svansson
Eiginmanni og fjölskyldu sendum
við samúðarkveðjur. Guð geymi þig
vinkona, minning þín lifi.
Hópur II, Vinalínu
Rauða kross íslands.
Okkur í stjórn Vinalínunnar lang-
ar að minnast nokkrum orðum vin-
konu okkar sem lést 19. febrúar
1993. Sl. haust kom til starfa með
Vinalínunni hópur fólks á öllum
aldri sem hafði það sameiginlega
markrnið að vera til staðar fyrir
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Oft lékum við okkur líka öll í mesta
bróðerni, fengum að vaða í ánni og
lékum okkur í sandgryfjunum. Með
árunum áttum við líka að sinna ýms-
um störfum, gefa hænsnunum, sækja
hesta og kýr og sendast eins og ger-
ist í sveitum.
Við áttum líka gott frændfólk í
Grafarholti, þar var afí, Bjöm móð-
urbróðir og oftast mörg börn á okkar
aldri. Það var stutt milli bæjanna og
margt sér til gamans gert. Við feng-
um jafnvel að fara í útreiðartúra með
móðurbróður. Hann átti alltaf hesta
sem hæfðu ölium, stórum og smáum.
Ef einhver var of lítill til að ríða einn
tók frændi okkar þann fyrir framan
sig svo allir gætu farið með. Þessar
ferðir voru ævintýri fyrir okkur börn-
in.
Björn Jónsson var þó ekkert mikið
fyrir skepnur. Það voru bara hund-
amir á þessum báðum bæjum sem
urðu hans eftirlæti. Sérstaklega þó
Sendill okkar. Bjöm sendi honum
nokkmm sinnum bein frá Kaup-
mannahöfn. Öll þessi sumur æskuár-
anna átti Björn erfítt þegar að því
kom að fara aftur til Danmerkur.
Við systur fengum að fylgja honum
til skips ásamt mömmu og pabba.
Þegar skipið hafði blásið til brottferð-
ar og óhljóðin höfðu gert okkur ógur-
lega hrædd voru landfestar leystar
og skipið byijaði að snúa frá. Fólk
stóð og veifaði í kveðjuskyni bæði á
þilfarinu og hafnarbakkanum, en við
Björn veifuðum ekki, bara grenjuð-
um. Seinni árin þegar við vomm orð-
in 10-12 ára breyttist þetta að vísu,
þá skældi ég utan í kápuna hennar
mömmu. Björn minn var nú orðinn
kaldur karl og gretti sig, jafnvel rak
út úr sér tunguna og faldi sig síðan
bak við einhveija súluna á þilfarinu
og sást ekki meir. Hann gat ekki
deilt tilfínningum sínum með öðmm,
mér er nær að halda allt sitt líf, en
klapp á öxlina eða handtakið hans
og nokkuð dökkur hláturinn, sagði
oft meira en mörg orð fyrir þá sem
þekktu hann.
Eitt minningarbrotið er frá þurrk-
degi er við systur og Bjöm áttum að
vera að snúa í flekk, með hrífum að
sjálfsögðu, annað var ekki til. Við
máttum hvíla okkur eftir svo og svo
margar ferðir. Eftir eina hvíldina þar
sem við höfðum legið í heyinu vildi
Bjöm ekki standa upp, hvemig sem
við létum. Hann sagði: Sjáið þið ský-
in, þau em að ferðast, þau em svo
hátt uppi að þau sjá yfir hálfan hnött-
inn, núna em þau á leið til Rúss-
lands. Hann var svo vitur hann frændi
okkar að við létum hann bara liggja.
Stundum finnst manni sem atvik
endurtaki sig. Eina bjarta sumamótt
mörgum, mörgum árum seinna sat
lítill hópur fólks á blettinum við hús-
ið mitt í sveitinni, þar sem ég á heima
núna. Það var verið að spila á gítar
og syngja. Bjöm lá álengdar með
hendurnar undir hnakkanum og horf-
ið upp í himininn. Einhver kallaði til
hans að koma og syngja með. „Ég
er að horfa á skýin,“ var svarið. Það
er sannfæring mín að Björn hafí oft
gegnum tíðina þráð að hverfa inn í
eigin draumaheim til að láta óskir
sínar rætast. Eitt sinn kom Björn
ásamt þáverandi konu sinni í heim-
sókn til okkar hjóna. Dóttir þeirra
hafði fengið sumarvinnu hér í sveit-
inni, ef til vill fyrir mín orð. Að sjálf-
sögðu var drukkið kaffí og spjallað
um daginn og veginn. Þegar Björn
kvaddi mig lagði hann höndina á
öxlina á mér og sagði: „Hún dóttir
' mín er komin héma á næsta bæ við
þig.“ Ekki fleiri orð. Eins og ég vissi
það ekki. en ég skildi hann.
Eftir að við urðum fullorðin fækk-
aði samfundum eins og oft vill verða.
Allir eignast sínar eigin fjölskyldur
og vinahóp. Þó vissum við alltaf hvort
af öðm, stöku sinnum var talað í sím-
ann og við hittumst í afmælum eða
við jarðarfarir. Þá atvikaðist það oft
þannig að við settumst hlið við hlið
eða við sama borð, eins og af tilvilj-
un. Kannski var það engin tilviljun.
Alltaf ætluðum við að fara að hittast
í góðu næði, helst öll þessi góðu
frændsystkini sem höfðum átt svo
góða æsku saman, en það dróst og
dróst og nú allt í einu er það of seint
og manni verður þungt fyrir bijósti.
En — við kveðjumst og höldum víð-
ar, hittumst þó aftur — isíðar.
Fyrir hönd okkar systkinanna frá
Engi færi ég þakkir okkar fyrir sam-
fylgdina. Bjöm var foreldrum okkar
góður og þeim þótti vænt unm hann.
í okkar huga er og verður aðeins
einn Bjöm Jónsson. Bömum hans,
systkinum og öðmm ástvinum send-
um við samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hans.
Sigurbjörg Hreiðarsdóttir.
Anna María Kjart-
ansdóttir - Minning
fengum að kynnast svo stuttan
tíma.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á slettri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(H.P.)
Fjölskyldu hennar sendum við
samúðarkveðjur. Minning hennar
lifi.
Stjórn Vinalinu RKÍ.
Ég vil kveðja með fáeinum orðum
eina bestu æskuvinkonu mína,
Önnu Maríu Kjartansdóttur, sem
lést nýlega langt um aldur fram.
Ffyrstu kynni mín af Önnu voru
þegar ég fluttist í Efstalandið. Þær
hálfsysturnar vom fyrstu nágrann-
arnir sem ég kynntist. Feimnin var
fljótt að fara af mér með Önnu
Maríu mér við hlið. Hún var svo
opin og einlæg, og minna mátti það
nú ekki vera en að kynna mig fyrir
öllu liðinu í götunni.
Sprellið og leikirnir var stór þátt-
ur í götunni, og ósjaldan kom það
fyrir að einhver meiðsl urðu í has-
arnum, svo sem handleggsbrot, gat
á hausinn o.fl. í þeim dúr. En hvað
með það, alltaf hélt hún sínu striki
og ef einhver varð fyrir stríðni þá
•BI.DMIAM.MIH
HAFNARSTRÆTI 4 SÍMI 12717
Skreytíngar
unnar af
fagniönnum
OPIÐ KL. 9- 19
svaraði hún þeim sama fullum hálsi
og ekkert múður. Anna var tryggur
vinur þeirra sem vora vinir hennar.
Leiðin lá í 9 ára bekk, en ég
undi mér illa í þeim skóla og færði
mig í annan. Vináttusambandið
hélst áfram þótt við hittumst sjaldn-
ar eftir að hún fluttist úr götunni.
Og fyrr en varði flaug tíminn frá
okkur, en minningamar um Önnu
Maríu geymi ég á vísum stað.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú raeð Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hrund Birgisdóttir.
^tiíóthstrandi ve
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Erficlrykkjur
Glæsileg kíifli-
hlaðlKirð íaliegir
saiir og mjög
góð þjónusiiL
Ipplvsingar
ísíma 22322
, FLUGLEIDIR
lllTfL lirTlllJIl