Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 6

Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 6
<í É MORGUNBLAÐIÐ MANNLl^ r^Ofl^æ^§UR '7.' MARZrÍ9§3' UMHVERFISIVIÁL///vaó berframtíbin í skauti sérf Iðnbyltingin nýja UM VÍÐ A VERÖLD eru umhverfismál orðin einn meginþáttur í allri umræðu um efnahagsmál - eru í raun orðin markaðsafl. Stjómvöld era í æ ríkara mæli tilneydd að taka tillit til nýrra viðhorfa. Sama gildir um framleiðendur og fyrirtæki, sem ann- ars eiga á hættu að lognast út af. Þessari framvindu má líkja við iðnbyltinguna miklu á 18. öld. Hún mun kalla á mikið fjár- magn til breyttra framleiðsluhátta, t.d. til virkjunar sólarorku, til nýsköpunar í samgöngutækni og til umhverfisvænnar iðnfram- leiðslu. Vegna þessa hljóta stjórnvöld að endurskoða skattalög með tilliti til umhverfisveradar. Þetta kemur fram í ársriti nátt- úruverndarsamtakanna World Watch Institute 1993 sem nýkomið er út. Brýnast er að stemma stigu við þeirri gífurlegu fólksfjölg- un sem er í aðsigi en kannanir sýna að fjölgunin muni nema 92 milljónum árlega. Fari svo mun það ríða lífríki jarðar að fullu. Efnahagsþróunina verður að gaumgæfa sem aldrei fyrr. Skugga- legar horfur eru ekki hugarburður heldur blákaldar staðreyndir. IEvrópu telst til að iðnviðar- framleiðslan muni dragast saman vegna eyðingar skóga í kjölfar mengunar. Sá samdráttur mun nema um 30 milljörðum .......Bandaríkjadala árlega en það er álíka upphæð og árlegar telqur stálframleiðsl- unnar í Þýska- landi. Ofbeit í Afríku rýrir af- rakstur beiti- landa um 7 mil- jarða dala árlega en það er hærri tala en árleg þjóðarframleiðsla Ethiópíu og Uganda. Þá sýna út- reikningar að gróðurhúsaáhrifín svokölluðu vegna mengunar and- rúmsloftsins gætu kostað Banda- ríkjamenn 60 miljarða dala á ári ef svo fer sem horfír. Viðbrögð við þessari framtíðar- sýn birtast víða. í Bandaríkjunum eftir Huldu Valtýsdóttur er t.d. nú varið 2oo milljörðum dala árlega til umhverfismála og áætlað er að sú tala verði komin í 300 miljarða árið 2000. Höfuð- áhersla er lögð á þá þætti sem snerta mengunarvarnir en spáð er gífurlegri kostnaðaraukningu vegna breytinga á framleiðslu- þáttum, nefndar eru tölur allt upp í trilljónir Bandaríkjadala! (milljón milljónir milljóna). í tengslum við þessar byltingarkenndu breyting- ar mætti fyrst nefna efnaiðnað- inn. Framleiðsla hvers kyns eitur- efna mun dragast saman eða stöðvast alveg, en framleiðendur munu laga framleiðsluna að hin- um umhverfísvæna markaði. Þá mun áhersla á endurvinnslu breyta miklu um staðsetningar framleiðslufyrirtækja. Pappírs- verksmiðjur sem hingað til hafa verið settar niður í afskekktu skóglendi verða reistar nær þétt- býli vegna endurvinnslunnar. Stálbræðslur þurfa ekki skilyrðis- laust að vera í námunda við kola eða málmgrýtisnámur, heldur verður þeim dreift. Miklar ráðstaf- anir verða gerðar til að hefta loft- slagsbreytingar og hvers konar mengun andrúmslofts. Þá mun bifreiðaiðnaðurinn ganga gegnum þær róttækustu breytingar sem orðið hafa síðan Ford smíðaði Model T. Samgöngutæki verða knúin jarðgasi, vetni og rafmagni í vaxandi mæli fyrir aldamót og bensínknúnum ökutækjum mun nægja 4 lítrar á hundraðið. Nú þegar hefur verið gripið til margskonar úrræða til að draga úr koltvísýringi í andrúms- loftinu. Rafvélar hafa verið endur- hannaðar, framleidd eru nú gluggagler sem einangra á við þykka veggi og vindmyllur þjóta upp víða. Virkjun sólarorku eykst, komst í 500 milljónir dala árið 1992 en mun tvöfaldast á 4-5 ára fresti. Sólarorka knýr nú ekki aðeins geimför eins og í upphafi. Hún er líka notuð við vasatölvur og til að stjóma umferð. En sólar- orkan mun ekki hvað síst nýtast vanþróuðu þjóðunum sem hafa ekki tök á að nýta raforku af hefðbundnara tagi. í löndum þeirra hefur verið komið upp 60.000 sólarorkustöðvum við þéttbýlisstaði og þar eru miklar vonir bundnar við slíka orku í framtíðinni. Hins vegar eru fleiri valkostir um orkugjafa á rann- sóknarstigi. Þegar skipulagningu sjálfbærr- ar þróunar hefur verið komið á og hún komin til framkvæmda, munu miljarðar Bandaríkjadala verða til ráðstöfunar við uppbygg- ingu og nýsköpun, segir í fyrr- nefndu ársriti. Stórframkvæmdir munu ekki snúast um hraðbrautir og kjamorkuver heldur um sólar og vatnsaflsorku. Samgöngur munu í auknum mæli verða með járnbrautum sem knúnar em raf- magni. Stjórnvöld munu knýja fram afgerandi áherslubreytingar í markaðsmálum með breytingum á skattalögum. Auknar álögur verða á alla framleiðslu sem veld- ur mengun, en tekjuskattar og álögur á þjónustugreinar munu lækka. Þá munu alþjóðlegar pen- ingastofnanir og sjóðir beina framlögum í æ ríkara mæli til umhverfísvænni þátta. Ekki má gleyma því að neyt- endur eru sterkt afl í þessarri nýskipan. Þeir velja í æ ríkara mæli umhverfísvænar neysluvör- ur og knýja á um samræmdar og trúverðugar upplýsingar um framleiðsluna. Vísindamenn á sviði umhverfismála hvetja fjár- mála og viðskiptajöfra til að taka upp áætlanagerð til langrar fram- tíðar en miða ekki við stundar- hagsmuni. Þeir hvetja og til auk- innar ábyrgðar starfsmanna og að hækkuð séu laun þeirra sem virða umhverfís og hollustuhætti á öllum sviðum. Nái þessi stefnumörkun fram að ganga mun það flýta fyrir bættum hag meðal vanþróuðu þjóðanna þar sem höfuðáhersla verður lögð á umhverfísvæna tækni og aukna nýtingu sólar- orku. Þær þjóðir sem svara ekki kröfum iðnbyltingarinnar nýju verða homrekur framtíðarinnar. Viltu fara sem S|álfbodaliói til Gambíu? Ef þú hefur áhuga á að starfa með ungmenna- hreyfingu Rauða kross íslands og ert á aldrinum 20-25 ára, getur þú sótt námskeið til undirbún- ings fyrir sjálfboðaliða URKÍ í Gambíu. Tveir sjálfboðaliðar dvelja í 6 mán. í senn við störf með Rauða krossinum í Gambíu. Námskeiðið er haldið laugard. 3. og sunnud. 4. apríl nk. kl. 10-17 báða dagana. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18. Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 16. mars nk. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Rauöi kross íslands Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 91-626722 TÆKNl/Er manninum vcert í sjálfsköpubu umhvetji tœkninnar? _______ Að reisa sér hurðarás um öxl VÍSINDI nútímans hafa leitt af sér tæknina. Auðmagnið hefur not- fært sér hana sér til viðhalds og til að halda samfélögum gang- andi. Tæknin er aðferð tegundarinnar homo sapiens til að ráða yfír Jörðunni og uppfylla hana umfram aðrar dýrategundir. Vegna tækn- innar hefur þessi tegund, sem hefur greindina umfram aðrar, gjör- breytt lífsskilyrðum flestra annarra tegunda og einnig sjálfrar sín, svo að skilyrðin eru allt önnur en þau sem tegundin sjálf þróaðist við. Afleiðingarnar eru ófyrisjáanlegar fyrir allt líf Jarðar, ogþar með líf okkar mannana. Lítum aðeins á efnafræðilegt umhverfí manna nútímans. Maðurinn hrærist í og leggur sér til munns ótal efni, sem hann gerði ekki áður undir skilyrðum skóga og steppa, þegar hann var að verða til sem lífvera. Ef við lítum aðeins á einangraðan þátt eins og efni bygg- ingariðaðarins, þá eru þau nú orðið margfalt fleiri en eftir Egil gekk og gerðist Egilsson fyrir fimmtíu árum. Sífellt eru ný efni tekin til notkunar, og enginn veit afleiðingu af notkun nýs efnis, fyrr en a.m.k. er búið að nota það um nokkurt skeið. Enginn sá t.d. fyrir áhrif fre- ons á ósonlagið. Það kostaði ótal slys, og mörg þeirra stór, áður en við lærðum að bera tilhlýðilega virð- ingu fyrir geislavirkni, og kannski höfum við ekki öðlast hana enn. Fæða manna er öðruvísi en tegund- inni er eðlilegt. Minna er af náttúru- legum óunnum efnum sem fyrr var. Þar að auki (og þrátt fyrir þetta) lifir hver og einn Vestur- landabúi kannski tvöfalt lengur en menn fyrri alda, allt fram til síð- ustu aldar. Efnislegar og sálrænar kringumstæður Ekki er að undra að ýmislegt óvænt komi upp í tækni sem sífellt er í þróun, bæði hvað varðar áhrif- in á okkur sjálf og á umhverfíð. Læknisfræðin og fleiri greinar berj- ast við afleiðingamar á sjálf okkur. Dánarorsakir verða aðrar í samfé- lagi með tvöföldum meðalaldri manna. Krabbamein og fleiri sjúk- dómar þurfa tíma til að þróast. En í íslensku samfélagi fyrri alda og örðum var meðalaldur undir fer- tugu. Þrátt fyrir þetta leikur varla vafí á að þau breyttu lífsskilyrði sem við höfum búið okkur til sjálf og erum síflellt að breyta, hafa ófyr- irsjáanlegar afleiðingar, sem tekur oft langan tíma að draga fram í dagsljósið. Aukning dauða af völd- um krabbameins (a.m.k. eru vissar tegundir þess að verða algengari) eru dæmi um þetta. Annað sem liggur í augum uppi svo að það hættir til að gleymast er slysatíðni tengd tækninni, einkum umferða- slys. Enn er það órannsakað, hvem- ig hin daglegu lífsskilyrði alls þorra manna kunna að hafa áhrif á heilsu þeirra. Yfirleitt eru þau allt önnur en skilyrði skógarins og steppunnar við veiðar og aðra fæðuleit, þar sem hvert verk hafði beinan tilgang fyr- ir sjálfan þann, hvert áreiti kallaði á viðbrögð á staðnum og á stund- inni. Nútímamaðurinn lifír við flóknar kringumstæður, þar sem miklu erfíðara er að sjá samhengið á milli athafnar hans og afleiðinga þeirra. Hann verður sífellt fyrir áreiti sem hann getur ekki brugðist við, a.m.k. ekki strax, heldur verður að vinna úr, og getur í sumum til- fellum brugðist við óbeint eða seinna. Afleiðing þessa er streita, í þeim mæli að farið er að einblína á hana sem heilsufræðilega stærð. Til dæmis er æ meir farið að ein- blína á samhengi streitunnnar við krabbamein, eftir því sem þeirri skoðun vex fylgi, að sá sjúkdómur sé tengdur nánasta umhverfí mannsins. Athafnir mannkynsins í háþróuðu breytilegu tæknisamfé- lagi eru eilíf tilraunastarfsemi gagnvart ytra umhverfí og gagn- vart manninum sjálfum, og sífellt er verið að reyna hluti sem hafa ófyrisjáanlegar afleiðingar. Af dag- legri umfjöllun íjölmiðla mætti halda að það sé aðeins spuming um vísindaþekkingu, að ráða bót á hinum eða þessum ágöllum tækni- samfélagsins. Það er hins vegar að miklu meira leyti mál stjórnmála- legs og samfélagslegs eðlis. Lýð- ræði Vesturlanda hefur orðið til í þjóðfélagi iðnbyltingar, og gat í mörgu mætt þeim kröfum sem það gerði til stjómunar. Tæknisamfélög dagsins í dag glíma við miklu erfíð- ari hluti, þar sem eru afleiðingar tækninnar fyrir umhverfi okkar og lífríki og fyrir okkar sjálf. Þróun tækni fer fram í atvinnulífi án mið- stýringar og án þess að nokkur hafí yfirlit yfir hana. Þess vegna verður það meginþolraun vestur- lenskra lýðræðisþjóðfélaga næstu áratugina, að takast á við samfé- lagsvanda þann sem fylgir tækni- samfélaginu, takast á við afleiðing- ar þess á umhverfið og á sjálf okkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.