Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
B 9
Hatri sáó í hjörtu
komandi kynslóóa
Fjölskyldur fallinna hermanna og þeirra sem eru í stríðinu fá nauðsynjavörur frá serbneska Rauða
krossinum. Þessi kona í Norður-Bosníu ók þvottadufti, matarolíu og barnaskóm heim í hjólbörum.
Skothylki eru til skrauts á sveitaheimili Serba
í Norður-Bosníu.
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
Zoran Pusic með bunka af bréfum frá fólki sem er
í vanda af því að það fær ekki ríkisborgararétt í
Króatíu þótt það hafi búið þar í tugi ára. Skilríki
eftir Onnu Bjarnadóttur
SERBAR, Króatar og múslimar
bjuggu saman í Júgóslavíu í friði
og spekt í fjörutíu ár og höfðu
ekki teljandi áhyggjur af þjóð-
erninu. Fólk trúlofaðist án þess
að spyrja um þjóðerni tilvonandi
maka og börn ólust upp án þess
að vita um þjóðerni forfeðra
sinna. Kona í Zagreb, höfuðborg
Króatíu, nefndi foreldra sína frá
Bosníu sem dæmi. Móðir hennar
hafði verið gift í nokkur ár þeg-
ar hún fór að tala um ágæti
blandaðra hjónabanda við vin-
konu sína. Hún hældi eigin
hjónabandi og sagði að það
gengi ágætlega þótt hún væri
Króati og maðurinn múslimi.
„Ha, ég múslimi?" hváði eigin-
maðurinn, sem hlýddi á samtal-
ið. „Eg er ekki múslimi. Eg er
Serbi.“ En enginn hugsaði frek-
ar út í það. Dóttursonur þessa
fólks var sautján ára þegar
stríðið hófst í Króatíu. Hann var
neikvæður i garð Serba og kall-
aði þá öllum illum nöfnum.
„Veistu ekki að afi þinn var
Serbi?“ spurði móðir hans og
pilturinn kom af fjöllum.
að var ekki fyrr en Slobod-
an Milosevic kom til valda
í Serbíu 1987, sjö árum
eftir fráfall Titos, að þjóð-
emisrembingur fór að
gera vart við sig fyrir alvöru. Hann
hræddi Serba í upphafi á sjálfstæðis-
hreyfingu Albana í héraðinu Kosovo
þar sem 90% íbúa eru Albanir og
10% Serbar. Sjálfstæðisraddir urðu
háværar í Slóveníu og Króatíu og í
framhaldi af því fóru Serbar að rifja
upp sögur af ódæðum Króata í
heimsstyrjöldinni síðari, en Ustasha-
hreyfing Króata lék Serba þá grátt.
Þessar sögur voru sérstaklega vin-
sælt umræðuefni á kaffistöðum og
börum í Krajina sem er landsvæði á
landamærum Króatíu og Bosníu.
Fjöldi Serba hefur búið þar síðan á
16. og 17. öld. Það var þá hersvæði
á milli Tyrkjaveldis og keisaradæmis
Habsborgara og Serbar nutu sérrétt-
inda fyrir að veija hinn kristna heim
gegn múslimum. Serbar í Krajina
lýstu yfir sjálfstæði héraðsins vorið
1991 og ekki er útkljáð um framtíð
þess enn.
Hljóðleg þjóðernishreinsun
Króatíska þingið breytti lögum um
ríkisborgararétt eftir að Franjo Tudj-
man og stuðningsmenn hans komust
til valda 1990. Þar er öllum gert að
skrá sig upp á nýtt og ríkisborgara-
rétt fá þeir sem eiga króatíska for-
eldra, eru fæddir í Króatíu, eru gift-
ir Króata eða fullnægja ákvæðum í
alþjóðasamþykktum um ríkisborg-
ararétt. Stjómvöld áskilja sér rétt í
lagabókstafnum til að neita borgur-
um um ríkisborgararétt án þess að
þurfa að gefa skýringu á því. Það
hefur komið mörgum illa.
Slóvenar og Serbar sem hafa búið
í Króatíu í áratugi eru nú réttinda-
lausir. Fjöldi ungs fólks hefur farið
úr landi og leitað fyrir sér erlendis,
til dæmis í Ástralíu eða á Nýja-Sjá-
landi. Eldra fólk á ekki eins hægt
um vik og margt leitar aðstoðar
mannréttindanefndar Bandalags sós-
íaldemókrata (SDU). Zoran Pusic,
formaður nefndarinnar, kann margar
sögur af erfiðleikum fólks. Það fær
hvorki vinnu, eftirlaun né tryggingar
án skilríkja og mörgum hefur verið
vísað út af heimilum sínum. „Hljóð-
leg þjóðernishreinsun á sér stað með
því að neita þessu fólki um ríkisborg-
ararétt,“ ságði hann. „Aðferðin er
bara ekki eins hrottaleg og í Bosníu."
Lögfræðingar eru hræddir við að
tala máli þessa fólks vegna stjórn-
málaástandsins í landinu. Lög og
regla ríkir ekki lengur. Vígvopnuð
herlögregla veður uppi og það þýðir
lítið að kæra hana fyrir lögreglunni,
sem svo margir sælqast eftir eru
framan hann.
lögreglan óttast hana eins og borgar-
arnir. Skrifstofa lögfræðings í Split
var til dæmis sprengd í loft upp eft-
ir að hann vogaði sér að sækja mál
á hendur herlögreglunni fyrir ofbeldi.
Málhreinsun
Það er allt til alls í Zagreb en
stjórnvöld hafa fryst bankainnstæður
og fólk má aðeins taka út sem sam-
svarar um 4.000 ÍSK á mánuði.
Mánaðarlaun eru álíka há svo að
almenningur getur ekki leyft sér
margt. Það heyrist kvartað undan
flóttamönnum. Þeir þykja setja
„sveitó" svip á borgina og þeir og
stríðsreksturinn kosta ríkiskassann
sitt. Stjórnvöld hafa einnig eytt fé í
að afmá merki frá kommúnistaárun-
um í Júgóslavíu. Gatna- og torga-
nöfnum hefur verið breytt (einn
helsti talsmaður þess er götuskilta-
framleiðandi) og stemmningin er slík
að það þótti rétt að endurnefna Hót-
el Belgrad og kalla það frekar Hótel
Astoria. Kennari sagðist vanda mál
sitt sérstaklega í kennslustundum.
á borðinu fyrir
Serbar og Króatar tala sama tungu-
málið en það er munur á mállýskum
þeirra. Króatar forðast nú að nota
serbnesk orð og orðatiltæki sem voru
þeim eðlileg fyrir tveimur árum.
Fósturlát við endurfundi
Serbi sem hefur búið í Zagreb allt
sitt líf og er giftur króatískri konu
féllst ekki á að tala við mig af ótta
við stjómvöld. Hann hefur misst
vinnuna og ung dóttir hans verður
fyrir aðkasti í skólanum. En hann
vill ekki flýja. Og sú litla segist ætla
að sýna skólafélögum sínum hvað í
sér býr. — Flóttafólk sem vonast til
að komast til Þýskalands sagði mér
sögu sína á þeim forsendum að nöfn
þess yrðu ekki birt. Hún er Serbi og
hann múslimi. Þau bjuggu í Prijedor
í Norður-Bosníu og gengu í hjóna-
band fyrir tveimur árum. Ættingjum
þeirra leist ekki á það af því að þjóð-
ernisrembingur var kominn á hátt
stig. „Enginn hefði haft neitt við það
að athuga ef við hefðum gifst fyrir
fimm árum,“ sagði konan. Hún er
23 ára og hann 28. Hann var bifvéla-
virki og hún var lausráðin við kex-
og sælgætisverksmiðjuna KRAS.
Meirihluti íbúa Prijador var múslimar
en hinn 23. maí vöknuðu þeir upp
við það að Serbar höfðu tekið yfir.
Maðurinn missti vinnuna fimm dög-
um seinna. Og tveimur dögum eftir
það gengu Serbar á milli húsa og
skipuðu múslimum að fylgja sér. Það
var farið með þá í Omarska-fanga-
búðimar og manninum var haldið
þar í tvo og hálfan mánuð. Konan
var bamshafandi og komin á þriðja
mánuð þegar hann var handtekinn.
Allir vinir hennar nema ein múslima-
kona og fjölskyldan sneru við henni
baki. Hún heyrði nágranna sína tala
illa um sig þegar þeir gengu fram
hjá. Hún missti vinnuna. Og hún
fékk ekki launin sem maðurinn átti
inni. Vinnufélagi hans kallaði hana
„múslima-hóru“ þegar hún bað um
þau. Ungu hjónin gátu í upphafi sent
hvort öðru skilaboð með kunningja
sem var vörður í búðunum en þau
urðu að hætta því eftir að komst upp
um hann. Eiginmaðurinn var látinn
laus eftir að fangabúðir Serba kom-
ust í heimsfréttirnar í ágúst síðast-
liðnum. Hann sagði að þriðjungur
fanganna hefði verið látinn laus,
þriðjungur fluttur annað og þriðjung-
ur horfið sporlaust — þar á meðal
faðir hans. Hann kom óvænt heim,
þreytulegur og 20 kílóum léttari en
þegar hann fór. Konunni varð svo
mikið um að hún missti fóstrið. Þeim
var nóg boðið og þau ákváðu að flýja
land. Fjölskylda hennar hjálpaði
þeim. Þau fengu loks far með serbn-
eska Rauða krossinum að landamær-
um Króatíu í byrjun febrúar. Þar tók
Flóttamannastofnun Sameinuðu.
þjóðanna við þeim og nú búa þau
ásamt 13 öðrum í herbergi systur
hans sem starfar í Zagreb.
„Ég ólst upp með Serbum," sagði
maðurinn þegar ég spurði hann um
tilfinningar hans gagnvart Serbum.
„Þeir drápu líklega föður minn. Ég
get ekki sagt að ég beri hlýjar tilfinn-
ingar til þeirra." Konan ber hans
nafn. Hún flíkar því ekki að hún sé
Serbi.
Handsprengja undir dýnunni
Það ríkir friður á svæðinu í kring-
um Prijador. Serbar hafa náð því
undir sig. Það er hluti af landræmu
sem tengir Serbíu við Krajina og
Serbar eru ákveðnir í að halda. Lífið
á þessu svæði gengur sinn vana-
gang. Það er reyndar rafmagnsskort-
ur en fólk hefur nóg að bíta og
brenna. Talsmaður hersins í Banja
Luka sagði að reynt væri að halda
atvinnu gangandi. Hann fór undan
í flæmingi þegar ég spurði hversu
margir múslimar væru enn í borg-
inni: „Það hafa margir farið en við
höfum fengið marga flóttamenn í
staðinn."
Bílstjóri hjá Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekið
reglulega í gegnum Banja Luka und-
anfarna mánuði sagðist hafa fylgst
með eyðileggingu einnar stærstu
moskunnar þar. „Fyrst var hún eyði-
lögð, síðan hurfu steinarnir smátt
og smátt og nú stendur hænsnakofi
þar sem hún stóð áður.“
Stór hluti eldri manna og feðra
yngri manna á þessu svæði barðist
með Chetnik-sveitum júgóslavneska
konungsins í heimsstyijöldinni síðari.
Þeir trúa á ágæti Stór-Serbíu. Maður
um þrítugt sem missti eldri bróður
í átökunum í sumar og særðist sjálf-
ur sagði að það væri annaðhvort að
beijast núna „eða verða þræll síðar“.
Hann hefur hlaðin skotvopn til taks
heima við og geymir handsprengju
undir rúmdýnunni í gestaherberginu.
„Ég verð kominn á vígstöðvarnar
innan klukkutíma ef þær færast
nær. Ég læt engan fæla mig héð-
an,“ sagði hann og átti við tvö hús
á landi móður hans þar sem öll fjöl-
skyldan bjó meira og minna öll sam-
an. Systir hans hefur nú flúið til It-
alíu og einn bróðir býr í Bandaríkjun-
um.
Ekkja bróðurins sem féll er Kró-
ati. Hún óttaðist mann sinn þegar
hann kom heim í frí af vigvellinum.
Hún þjáist af blóðleysi og liggur á
sjúkrahúsi í Banja Luka. Fimm ára
dóttir hennar kallar sig Króata.
Ömmu hennar mislíkar það. Króatar
drápu son hennar.
Sannspáir svartsýnismenn
Stríðið snertir íbúa Belgrad, höf-
uðborgar Serbíu, fyrst og fremst
íjárhagslega. Það er óðaverðbólga í
landinu. Fólk verður að komast af
með svipaða upphæð á mánuði og
íbúar í Zagreb en verð á öllum hlut-
um hækkar dag frá degi og suma
hluti vantar. Margir hafa til dæmis
lagt bílum sínum af því að það er
oft erfitt að fá bensín vegna við-
skiptabanns Sameinuðu þjóðanna við
Serbíu. Svarti markaðurinn blómstr-
ar og einkabankar gera einkar góð
viðskipti. Þeir bjóða fólki upp á nokk-
ur hundruð prósent vexti ef það fest-
ir peningana hjá þeim í þijá mán-
uði. Fólk fellur fyrir þessu þótt verð-
bólgan sé hærri en vextimir. Það er
örtröð við alla einkabanka.
Króatísk dagblöð eru fáanleg í
Belgrad og blöð stjómarandstöðunn-
ar em leyfð. Serbnesk blöð em hins
vegar ekki seld í Króatíu og síðasta
stjórnarandstöðublaðið sem er gefið
út í Rijeka á erfitt uppdráttar. Sjón-
varpsstöðvar beggja ríkjanna em í
höndum stjórnvalda og flytja óáreið-
anlegar og einhliða fréttir.
Fjöldi Króata hefur flust frá Serbíu
þótt þeir séu ekki ofsóttir. Ég sá tvær
múslimakonur á gangi í Belgrad að
kvöldi til og þær virtust hvergi smeyk-
ar. Þó hafa múslimar orðið fyrir árás-
um í borginni. Nokkrir ófriðarseggir
réðust til dæmis að þekktum leikara
af múslimaættum á kaffihúsi í
Belgrad fyrir skömmu og skipuðu
honum að koma út með sér. Þar skutu
þeir á manninn og hann varð að leita
sér lækninga.
Þeir þóttu verstu svartsýnismenn
sem spáðu því fyrir tveimur árum að
það myndi koma til átaka í Júgó-
slavíu. Almenningur trúði því ekki og
Tudjman fullyrti í apríl 1991 að mesta
spennan í Krajina væri liðin hjá. En
stjómmálamenn og júgóslavneski
herinn vom ekki vandanum á Balkan-
skaga vaxnir. Þeim tókst ekki að leysa
gamla sambandsríkið upp á friðsaman
hátt. í stað þess „sáðu þeir hatri sem
mun fylgja kynslóð fram af kynslóð",
eins og Pusic komst að orði í Zagreb.