Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 10

Morgunblaðið - 07.03.1993, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 Rætt vióJakob Magnús- son, menn- ingarfull- trúai Lundúnum eftir Súsönnu Svovarsdóttur ÞEIR eru líklega fáir sem gera sér grein fyrir því hversu mikil vinna liggur á bak við það ferli að koma vinnu listamanna á fram- færi. Meðal listamanna eru margir kallaðir til en fáir útvaldir og það getur farið eftir stefnum og straumum hvunndagsins, í hvaða mynd hinn almenni áhorf- andi vill sjá listina birtast. Sumir vilja að leiklistin passi inn í formúlu Arist- ótelesar um harmleiki, myndlistin sé oliumálverk á striga, tónlistin hafi skilj- anlega laglínu og texta í takt. Aðrir vilja stöðuga uppreisn; form harmleiks- ins brotið niður og skila- boð höfundar í „sketsum“ í leiklistinni, ekkert nema nýlist með meiningum í myndlistinni og tilraunir með þanþol mannsraddar og hljóðfæra í tónlistinni. Svo eru enn aðrir sem eru til í að skoðá allt þarna á milli. (lestir hafa einhveija skoð- un á listum og þær skoð- anir eru óteljandi og við getum sagt okkur það sjálf að þegar við ætlum að koma íslenskri list á fram- færi erlendis, hjá milljóna- þjóðum, þarfnast það töluvert flóknara skipulags en þegar við viljum að listviðburður fréttist hér heima. Það sætti töluverðri gagn- rýni þegar Jakob Frímann Magnússon var ráðinn menn- ingarfulltrúi við íslenska sendiráðið í London fyrir rúmu ári og í munnmælum komu upp allar aðrar skýring- ar á þeirri ráðningu en sú að hann væri einfaldlega rétti maðurinn í starfíð og að í ís- lenskri listaflóru væru verð- mæti sem okkur bæri að koma á framfæri, rétt eins og hveij- um öðrum góðum afla vegna þess að íslensk listsköpun í dag er niðurstaða áralangrar ræktunar, vemdunar, þekk- ingaraukningar og harðrar vinnu. Og ekki hefur Jakob setið auðum höndum þann tíma sem hann hefur starfað í London. Mér hafði verið sagt að hann væri frekur og auð- vitað í neikvæðri merkingu, en þegar við fórum að tala saman, velti ég því fýrir mér að frekja væri ekki galli, held- ur kannski eðlisþáttur sem hefur kosti og galla. Ef frekja er þá til. Það er augljóst að Jakob er ákveðinn, fylginn sér og sínum, vinnuþjarkur með ótrúlegt úthald, hugmynda- ríkur og fljótur að átta sig á því hveijir eru mikilvægir í því að hjálpa honum að koma íslenskri list á framfæri. Það þarf varla mikið meira til að standa undir nafni í því starfi sem hann hefur með höndum. Ég er að velta þessu fyrir mér um leið og ég fer í gegn- um bæklinga sem hafa verið gefnir út af sendiráðinu í Lundúnum vegna norrænnar listahátíðar sem haldin var þar í haust. Þar komu meðal annars fram Bamakór Kárs- ness undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur, Marteinn Hun- ger Friðriksson, orgelleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir, fíðlu- leikari með Robin Koh sem meðleikara, Síðan skein sól, Infemo 5, Islandica, Hilmar Öm Hilmarsson, Sverrir Guð- jónsson, Áshildur Haralds- dóttir, flautuleikari, með Love Derwinger sem meðleikara, Gunnar Guðbjömsson, tenór, Jónas Ingimundarson, píanó- leikari, Guðmundur Stein- grímsson, jassari, jasskvart- ettinn Súld, Blásarakvintett Reykjavíkur, kynnt voru verk tónskáldanna Þorkels Sigur- bjömssonar, Áskels Mássonar og Karólínu Eiríksdóttur, KK tróð upp, Pétur Jónasson gít- arleikari lék á tónleikum, sem og Mezzoforte o.fl. o.fl. Myndlistin skipaði stóran sess á hátíðinni og sýningar voru haldnar á verkum Jó- hannesar S. Kjarvals, Svavars Guðnasonar, Sigurðar Guð- mundssonar, Huldu Hákon, Karólínu Lárusdóttur, Magn- úsar Kjartanssonar, Tolla, Páls Guðmundssonar frá Húsafelli, Koggu, Sverris Ól- afssonar, Eddu Jónsdóttur, Skúlínu Kjartansdóttur, Guð- rúnar Nielsen, Sigrúnar Steinþórsdóttur, Egils Eð- varðssonar og Péturs Hall- dórssonar, auk þess sem sýn- ing var haldin á ljósmyndum Guðmundar Ingólfssonar, Nönnu Bisp Buchert, Páls Stefánssonar og Ragnars Axelssonar. Kvikmyndimar skipuðu einnig sinn sess á hátíðinni og sýndar voru myndir Frið- riks Þórs Friðrikssonar, meðal þeirra Böm náttúrunnar og myndir eftir Júlíus Kemp, Kristínu Jóhannesdóttur, Ág- úst Guðmundsson, Þorgeir Þorgeirsson, Ara Kristinsson, Sigurð Öm Brynjólfsson, Lár- us Ými Óskarsson, Hrafn Gunnlaugsson Ingu Lísu Middleton og Þorstein Jóns- son. Auk ótal fyrirlestra um norræna hugsun og vitund, listsköpun og lífsviðhorf, voru sýnd tvö leikrit, Bandaman- nasaga eftir Svein Einarsson og Eg er meistarinn eftir Hrafnhildi G. Hagalín. Og starfsemin heldur áfram, vegna þess að íslenska sendiráðið hefur, að frum- kvæði Jakobs, tekið á leigu gallerí við Butler’s Wharf í Lundúnum. Húsnæðið er stórt og rúmgott, hæfilega hrátt til að þar megi fremja hverskon- ar listgjöminga og ákaflega vel staðsett við Thamesá, handan árinnar skammt frá „Tower of London." Um það leyti sem ég heim- sótti heimsborgina á dögun- um var að birtast frábær gagnrýni á verk Páls Guð- mundssonar frá Húsafelli í breskum blöðum. Hann hefur verið með sýningu á gijót- skúlptúrum, ákaflega falleg- um og vel unnum, meira að segja fyrir okkur sem búum hér í gijótinu. Þetta er þjóð- legt gijót. „Þeir sem þora að vera þjóðlegir, virðast höfða sterk- lega til fólks í dag,“ segir Jakob, „Um leið og hátæknin á sviði samgangna og alþjóð- legrar fjölmiðlunar hefur á vissan hátt eflt samkennd og meðvitund fólks um „heims- þorpið“ sem svo er stundum nefnt, þá hefur sú tækni að sama skapi smám saman ver- ið að valta yfír sérkenni þjóð- anna. Þær hæðir og hólar sem ennþá er að fínna í þjóðar- þorpinu þykja forvitnilegar og okkur ber að sjálfsögðu að standa dyggan vörð um það sem okkur tilheyrir í því sam- bandi.“ Nú? Ég hélt að okkur heima þætti þjóðlegt púkó. „Það hygg ég sé að breyt- ast um leið og menn eru að átta sig á að því getur falist styrkur að vera þjóðlegur. Eins fínnst mér vaxandi fjöldi íslenskra listamanna líta á það sem sjálfsagðan og eðli- legan hlut að sá fræjum sínum annars staðar en í túninu heima.“ Ert það þú sem ert að breyta afstöðunni? „Verði sú starfsemi sem ég stunda hér til þess að mætum mönnum og konum hlaupi kapp í kinnar fremur en hitt, þá er það einhvers virði á annars erfiðum tímum. Að fara í víking er íslendingum þrátt fýrir allt eðlislægt. Á harðnandi tímum mun sú eðl- ishvöt verða okkur til bjargar því á meðan Grænfriðungar og aðrir sækja að okkur af legi og alþjóðlegir fjölmiðla- risar úr lofti, þá er sóknin besta vörnin." Nú lítur þetta allt mjög áreynslulaust út fyrir okkur heima. Við fréttum bara af listamönnum á ferð í Lundún- um. Hvað liggur á bak við þetta allt? i hveiju felst hin raunverulega vinna þín? „Auk útgáfu- og dreifing- arleiða ritmáls, myndmáls og tónmáls sem mikil vinna ligg- ur í að opna og greiða, þá hefur farið töluverður tími í að byggja upp galleríið, se við hleyptum af stokkunum sl. haust. í sambandi við það og annað, þarf að byggja upp sambönd við dagblöð og tíma- rit, útvarp og sjónvarp og sem flesta þá aðila sem fjalla um list. Hér eru hundruð gallería og flest með margra ára for- skot á okkur. Þegar við opn- uðum hér, buðum við fulltrú- um frá Times, Telegraph, Fin- ancial Times, Independent, Evening Standard og Spectat- or að koma. The Times, Fin- ancial Times og Spectator sendu sína menn og það má út af fyrir sig teljast ágætis byijun. Auk þess gerði viku- ritið „What’s on“ sýningunni skil, sem og BBC, LBC og GLR útvarpsstöðvamar og Sky sjónvarpið." Nú, annað sem fylgir mínu starfi eru t.d. samskipti við listamennina eða listmiðlar- ana heima, skipulagning flutninga, trygginga, prentun, póstun, auglýsingar, bækling- ar, veggspjöld. Smáatriðin í sambandi við hveija sýningu eða uppákomu em óteljandi og eins gott að sofna ekki verðinum. Er þetta í verkahring sendi- ráða? „Ég lít svo á, að minnsta kosti þ.ar til umboðsmenn em komnir til sögunnar sem auð- vitað er eitt að markmiðum okkar starfsemi. Ég tel það tvímælalaust mjög þýðingar- mikinn þátt í rekstri hvers sendiráðs að þar sé unnin markviss vinna á sviði menn- ingar og íjölmiðlunar. Slík starfsemi er eitt að því sem réttlætir tilveru þierra jafnt hjá okkur sem öðmm þjóð- um.“ En þú talar um þjóðlegt. Eiga okkar þjóðlegu einkenni eitthvert erindi til heimsborg- arinnar? „Þetta er einstaklingsbund- ið. Margir íslenskir listamenn em komnir langt í listsköpun sinni og standast fyllilega samanburð við listamenn ann- ara þjóða. Svo eru þeir sem em nógu þjóðlegir til að vera alþjóðlegir. Hvað sem því líður er attént full ástæða til að máta okkur við aðrar þjóðir og átta okkur á því hvar við stöndum um leið og við leitum nýrra leiða fyrir okkar list.“ Þú segir að starfsemi sem þessi réttlæti rekstur sendi- ráða í dag. Geta sendiherrar ekki séð um þetta? „Nei. Sendiherrar hafa virðingarstöðu og það er ekki við hæfi að þeir stundi beina markaðssetningu og sölu- mennsku. Hinsvegar er nauð- synlegt að hafa sendiráð á bak við þessa starfsemi og hvað mínu starfi viðvíkur skiptir sköpum að íslenski sendiherr- ann í London hefur stutt með ráðum og dáðum það sem færst hefur verið í fang.“ Ætti þessi staða ekki að vera til við öll sendiráð? „Jú og þannig væri það ef ég réði. Annars em ýmsir góðir menn að starfa að þess- um málum hjá utanríkisþjón- ustunni. Meðal annarra em þeir mjög virkir í Bonn, þeir Guðni Bragason og Hjálmar V. Hannesson. Þar er heilmik- ið prógram að fara í gang í sumar. Þá vil ég nefna sendi- herrana Ólaf Egilsson, Einar Benediktsson, Sigríði Snæv- arr og svo Bjarna Vestmann, sem sinnir menningar-, upp- lýsinga- og fjölmiðladeildinni i ráðuneytinu heima. Hvað er framundan hjá þér? „Eitt af markmiðum okkar núna er að vinna langtíma- áætlun í dreifingu kvikmynda. Kvikmyndagerð heima er komin á það stig að við erum með söluhæfa framleiðslu. Hér í Lundúnum voru sýndar 16 íslenskar kvikmyndir fýrir jól og þeim var geysilega vel tekið.“ Hvað með bækur og plötur? „Það er að skapast raun- hæfur grundvöllur fyrir dreif- ingu íslenskrar tónlistar og ritverka á enskumælandi mörkuðum þar sem við kom- um til með að annast vissa þætti svo sem kynningu og hluta skipulagningar en hér- lend fyrirtæki framleiðslu, dreifingu, markaðssetningu og auglýsingar á eigin kostn- að. Það kemur auðvitað að því að farið verður að líta á þennan málaflokk sem sjálf- sagðan hluta af okkar útflutn- ingi sem ætti þá heima í sam- einuðu Útflutnings- og Ferða- málaráði. Sjálfur er ég mjög fylgjandi því að setja menn- ingarmálin, ferðamálin og markaðsmálin undir einn hatt og leggja þannig saman kraft- ana með dugmiklum útsend- urum í helstu borgum heims þar sem til mikils er að vinna.“ Að lokum Jakob, hvað er á döfínni á næstuni í galleríinu í Butler’s Wharf? „Sýningu þeirra Koggu, Magnúsar Kjartanssonar, Páls Guðmundssonar, Tolla, Eddu Jónsdóttur og Sverris Ólafssonar, sem var sú sem við hófum starfsemi gallerís- ins með, hefur nú verið boðið til að minnsta kosti sex borga víðsvegar um Bretland ,og skipulagning þeirrar ferðar heyrir undir okkur. í síðustu viku lauk sýningu íslenskrar myndlistarkonu sem búsett er í Bretlandi, Nönnu Bjöms- dóttur, og nú um helgina, laugardaginn 6. mars, verður opnuð glæsileg sýning á verk- um þeirra Sigurðar Örlygs- sonar og Jón Axels Björnsson- ar. I apríl er svo fyrirhuguð sýning á verkum Tuma Magn- ússonar, Kristjáns Stein- gríms, Daníels Magnússonar og Hrafnkels Sigurðssonar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.