Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
———i—; —i—
M Stuttmyndadagar í
Reykjavík er yfirskrift
stuttmyndahátíðar Kvik-
myndafélags íslands sem
haldnir verða dagana 7.- 9.
apríl að undirlagi þeirra
Jóhanns Sigmarssonar og
Júlíusar Kemps hjá Kvik-
myndafélagi íslands. Svipuð
hátíð var haldin í fyrra en
nú verða veitt verðlaun fyr-
ir þrjár bestu myndirnar og
er það Reykjavíkurborg sem
fjármagnar þau. Fyrstu
verðlaun eru 250.000 krón-
ur, önnur 150.000 ogþriðju
verðlaun 50.000.
MÁstralski leikstjórinn
Gillian Armstrong („My
Brilliant Career“) sneri
aftur til Ástralíu til að gera
myndina „The Last Days
of Chez Nous“, sem nýlega
var frumsýnd vestra. Með
aðalhlutverkið fer þýski
leikarinn Bruno Ganz en
hann leikur mann sem held-
ur framhjá með yngri systur
konunnar sinnar. Með önnur
hlutverk fara Lisa Harrow,
sem fór með hlutverk móð-
urinnar í sjónvarpsmynda-
flokknum umNonna og
Manna eftir Ágúst Guð-
mundsson, og Kerry Fox.
MSamtök arabískra Banda-
ríkjamanna hafa kvartað við
Jeffrey Katzenberg for-
stjóra Disneyfyrirtækisins
vegna neikvæðrar lýsingar
á aröbum í nýjustu Disney-
teiknimyndinni, Aladdín.
Segir í söngtexta í myndinni
um Agrahab, heimabæ titil-
persónunnar: Þeir skera af
þér eyrun/ef þeim líkar ekki
andlitið/það er villimanns-
legt en, hei, heima er best.
Segir talsmaður Disney að
engu verði breytt áður en
myndin kemur út á mynd-
bandi.
Nfu útnefningar; úr Hávarðsenda.
Óskarsútnefningar
HÉR Á eftir fer listi yfilr nokkrar helstu útnefning-
arnar til Óskarsverðlaunanna 1993.
Besta myndin:
Ljótur leikur („The Crying
Game“).
Heiðursmenn („A Few Good
Men“).
Hávarðsendi („Howards
End“).
Konuilmur („Scent of a Wo-
man“).
Hinir vægðarlausu („Unforgi-
ven“).
Besti leikarinn:
Robert Downey (Chaplin).
Clint Eastwood (Hinir vægð-
arlausu).
A1 Pacino (Konuilmur).
Stephen Rea (Ljótur leikur).
Denzel Washington (Malcolm
X).
Besti leikarinn í aukahlut-
verki:
Jaye Davidson (Ljótur leik-
ur).
Gene Hackman (Hinir vægö-
arlausu).
Jack Nicholson (Heiðurs-
menn).
A1 Pacino („Glengarry Glen
Ross“).
David Paymer (Herra Laug-
ardagskvöld/„Mr. Saturday
Night").
Besta leikkonan:
Catherine Deneuve (Indó-
kina).
Mary McDonnell („Passion
Fish").
Michelle Pfeiffer („Love Fi-
eld“).
Susan Sarandon (Olta Lor-
enzos/ „Lorenzo's Oil“).
Emma Thompson (Hávarðs-
endi).
Besta leikkonan í auka-
hlutverki:
Judy Davis (Hjónabands-
sæla/„Husbands and Wi-
fes“).
Joan Plowright („Enchanted
April“).
Vanessa Redgrave (Há-
varðsendi).
Miranda Richardson (Skaði/
„Damage").
Marma Tomei (Vinny
frændi/„My Cousin Vinny).
Besti leikstjórinn:
Neil Jordan (Ljótur leikur).
James Ivory (Hávarðsendi).
Robert Altman) (Leikmað-
urinn/ „The Player".
Martin Brest Hinir vægðar-
lausu).
Clint Eastwood (Konuil).
Besta erlenda myndin:
Nálægt Eden (Rússland).
„Daens" (Belgia).
lndókína (Frakkland).
Staður í heiminum (Or-
úgvæ).
„Schtonk" (Þýskaland").
Besta frumsamda handrit-
ið:
Nell Jordan (Ljótur leikur).
Woody Allen (Hjónabands-
George Miller og Nick Enr-
ight (Olía Lorenzos).
John Sayles („Passion
FÍ8h“).
David Webb Peoples (Hinir
vægðarlausu).
15.000 hafa
séð Laumuspil
Alls hafa nú um 15.000
manns séð spennu-
myndina Laumuspil í Há-
skólabíói, samkvæmt upp-
lýsingum frá bíóinu.
Þá hafa tæplega 30.000
manns séð íslensku gaman-
myndina Karlakórinn Heklu
í Háskólabíói en hún hefur
einnig verið sýnd úti á landi,
7.400 hafa séð Hávarð-
senda, 5.500 frönsku mynd-
ina Elskhugann, 4.500 ástr-
ölsku myndina Forboðin
spor, 1.800 manns sáu gam-
anmyndina Tvo ruglaða
fyrstu sýningarhelgina og
1.500 hafa séð dönsku
myndina Baðdaginn mikla.
Næstu myndir Háskóla-
bíós eru „Just Like A Wo-
man“, gamanmynd með
Julie Walters, „Trespass",
nýjasta mynd Walter Hills,
„Article 99“ með Ray Liotta
og Kiefer Sutherland, Vinir
Péturs eftir og með Kenneth
Branagh og loks „Leap of
Faith“ með Steve Martin.
Þess má geta að Norræna
kvikmyndahátíðin verður í
Háskólabíói seinnipartinn í
mars.
Síðasta hetja
hasarmyndanna
„HÚN ER svona sambland
af Galdrakarlinum í Oz
og „48 Hrs“,“ er haft eftir
handritshöfundum nýj-
ustu spennumyndar Arn-
olds Schwarzeneggers,
„The Last Action Hero“
eða Síðasta hasarmynda-
hetjan. Hún verður ein af
sumarmyndunum í
Bandaríkjunum og kemur
í Stjörnubíó í júlí.
Leikstjóri er John McTi-
ernan („Die Hard“,
„Predator") en með önnur
hlutverk fara Bretinn Char-
les Dance, Anthony Quinn,
F. Murray Abraham og
Mercedes Ruehl.
Handritshöfundamir heita
Shane Black og David Ar-
nott (William Goldman kom
eitthvað við sögu) og þeir
segjast hafa sett í myndina
hvert einasta formúluatriði
hasarmyndanna sem þeim
hafi komið í hug. Myndin
segir frá ungum dreng sem
hefur þann eiginleika að geta
horfið inní bíómyndir uppá-
halds hetjunnar sinnar.
Eln af stóru sumarmynd-
unum; Austin O’Brian og
Schwarzenegger í Síðustu
hasarmyndahetjunni.
„Hann er kannski að horfa
á Laurence Olivier leika
Hamlet og hann fer að
dreyma um Amold í hlut-
verki prinsins," segir annar
höfundurinn. Nema Amold,
eins og venjulega, er með
vélbyssu í hendinni og tekur
að drita liðið niður.
Góó aðsókn;
tæp 30.000 manns
séð Karlakórinn í
Háskólabíói.
í BÍÓ
Oskarsverðlaunin
verða afhent eftir
mánuð en ekki hafa allar
helstu myndirnar sem
hlutu útnefningu komið
i bíóin hér á landi. Búast
má við að þær verði sýnd-
ar fljótlega. Tvær byij-
uðu reyndar um síðustu
helgi, spennumyndin
Ljótur leikur eftir Neil
Jordan, sem hlaut sex
útnefningar, og Chaplin,
sem hlaut þrjár útnefn-
ingar. Þegar hafa myndir
eins og Hinir vægðar-
lausu og Heiðursmenn
verið sýndar hér, einnig
Hávarðsendi, Leikmað-
urinn og Hjónabands-
sæla. Þær myndir sem
við eigum eftir að sjá eru
m.a. Malcolm X eftir
Spike Lee, Konuilmur
þar sem A1 Pacino þykir
fara á kostum, „Gleng-
arry Glen Ross“, þar sem
Pacino er útnefndur fyrir
leik í aukahlutverki en
mörgum vestra hefur
sjálfsagt komið á óvart
að Jack Lemmon skyldi
ekki hljóta útnefningu
fyrir þá mynd, Indókína
með Catherine Deneuve
og Olía Lorenzos með
Susan Sarandon.
—KVIKMYNDI
Hvad hefurfarid úrskeibis?
Kreppan íHoUywood
Hollywood er I kreppu. Um það vitnar m.a. nýleg út-
nefning til Óskarsverðlauna. Aðeins ein mynd frá stóru
kvikmyndaverunum í draumaverksmiðjunni hlaut út-
nefningu sem besta myndin en það er Konuilmur eða
„Scent of a Woman“ með A1 Pacino. Og það er lýsandi
fyrir ástandið á þeim bænum að hún er endurgerð
gamallar ítalskrar gamanmyndar.
Fjallað var lítillega um
endurgerðir evrópskra
mynda í Hollywood hér á
þessum stað fyrir viku. Þeim
hefur fjölgað mjög vestra að
undan-
fömu og
þykja
ásamt öðru
dæmigerð-
ar fyrir
vandann
sem kvik-
mynda-
borgin
stendur frammi fyrir þessa
dagana. Þar virðist enginn
fá frumlega hugmynd lengur
eða gera myndir sem keppt
geta við það besta sem gert
er annarstaðar. Litlu óháðu
kvikmyndafyrirtækin senda
frá sér myndir eins og réttar-
eftir Arnald
Indriðason
dramað Heiðursmenn og
vestrann Hina vægðarlausu,
sem eru áberandi við óskars-
útnefningamar í ár, og það
sem verra er fyrir Holly-
wood, útlendingar fá lof, að-
dáun og flestar útnefningar
fyrir myndir eins og Hávarð-
senda og Ljótan leik („The
Crying Game“).
I nýlegu hefti bandaríska
vikuritsins Newsweek er rit-
að um þessa þróun og spurt
er: Hvað hefur farið úrskeið-
is hjá valdamesta kvik-
myndaiðnaði heimsins? Ein-
faldasta svarið er að Holly-
woodmyndimar kosta of
mikið. Meðalverð á bíómynd
er 2,6 milljarðar króna.
Óhemju dýrt er að reka stóru
kvikmyndaverin og það varla
hægt nema stefna sífellt á
stórkostlegar metsölumynd-
ir. Þannig eru verin rekin
með metsölu í huga og hún
fæst í gegnum myndir sem
höfða til alls almennings,
fjölskyldugamanmyndir,
hasarmyndir með Arnold
Schwarzenegger, spennu-
myndir. Þetta hefur Holly-
wood reyndar verið að fást
við alla öldina en áður hlutu
þessar myndir líka lof jgagn-
rýnenda og hrúgu af Oskur-
um: Franska sambandið og
Gaukshreiðrið eru nefndar
sem dæmi. Það er alltaf
hægt að treysta á að bíógest-
ir undir 25 ára fylli húsin
þegar verið er að sýna „Die
Hard“ eða „Lethal Weapon“
og myndir Steven Seagals,
en fullorðnari áhorfendur sjá
ekki margar ástæður til að
fara í bíó.
Og Hollywood reiðir sig á
örugga söluvöru fyrst og
fremst. Bráðlega koma hing-
að framhaldsmyndir „Way-
ne’s World", AddamsQöl-
skyldunnar og gamanmynd-
arinnar Beethoven og bíó-
Lltlar myndlr; Ljótur leikur
með Forest Whitaker og
Stephen Rea hlaut sex útnefn-
ingar og gerir það gott i miða-
sölu miðað við listræna, er-
lenda mynd vestra.
Stórmyndlr; „Hoffa" með Jack Nicholson er dæmi um Holly-
woodvöru sem olli vonbrigðum í miðasölu en kostaði nógu mikið.
myndimar sem gerðar eru
uppúr þekktum sjónvarps-
þáttum taka einnig brátt að
flæða yfir heiminn: Denni
dæmalausi, „The Beverly
Hillbillies," „Mr. Magoo” og
„Mr Ed“, þar sem aðalnúm-
erið er talandi hestur. Ofan
á þetta kemur fy'öldi endur-
gerðra evrópskra mynda,
sem áður hefur verið getið í
þessum dálki.
Forstjórar kvikmyndaver-
anna hafa viðurkennt að þörf
sé á „betri bíómyndum". Di-
sneyfélagið hefur gert
þriggja ára samning við
Ismail Merchant og James
Ivory, sem gerðu Herbergi
með útsýni og Hávarðsenda,
og Sony og Universal hafa
stofnað sérstaka deild sem
gera á alvarlegri, listrænni
myndir. Hvort það eigi eftir
að færa kvikmyndaverunum
í Hollywood fleiri Óskara,
meiri virðingu og eldri,
þakklátari áhorfendur skal
ósagt látið. Breska framleið-
andanum David Puttnam
mistókst það a.m.k. þegar
hann var forstjóri Columbia.