Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 15

Morgunblaðið - 07.03.1993, Page 15
14 B B 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 Af ungu fólki/Hér segir frá 111 nemendum Framhaldsskólans á Laugum en þrátt fyrir fámennið komst lið skólans í átta liða úrslit Spurningakeppni framhaldsskólanna Vikuna fyrsta til fímmta mars er skólastarfinu umsnúið. Sinna nemendur hugðarefnum sínum, öllu öðru en hefðbundnu námi. Má þar nefna snyrtinámskeið, hestaíþróttir, útvarp, íþróttir fatl- aðra, matreiðslunámskeið, vinnu með rithöfundi, vetrarútivist, blað- aútgáfu og myndabandsupptökur. Ekki eiga þó fulltrúar okkar í spurningakeppni framhaldsskól- anna sjö Laugadagana sæla, því þeirra verkefni var að þessu sinni að þjálfa seinar sellur fyrir spurn- ingakeppnina á föstudag.'Lauga- menn eru stoltir af sínu liði en það hefur aldrei náð jafn langt f þess- ari keppni og nú: Áfram Laþgamenn! -Höfundur er nemandi í Laugaskóla og útnefndur áróðursmálaráðherra skólans. Takmarkinu náð til 18.50 eða fram að kvöldmat, sem margir sleppa. Svo er haldið áfram við lærdóminn eða spriklið fram að Sæmundi. Kvöldkaffi í Laugaskóla hefur fengið þetta merka nafn, og amma ömmu man alls ekki af hveiju. Eftir Sæmund koma nemendur sér inn á vistirnar en klukkan 23 er þeim læst. Þeir sem ekki eru inni á sinni vist eru einfaldlega læstir úti. Föstudagar eru sérstakir að því leyti að ein- ungis er kennt fram að hádegi. Geta þá þeir nemendur sem vilja farið heim til sín. Skólabjalla óþekkt Framangreinda tímaupptaln- ingu skal ekki taka hátíðlega, þar sem skólabjalla er hugtak sem ekki þekkist í Laugaskóla. Ekki er þó rétt að gleyma um leið hug- takinu tími. Eiginlega miður gáfu- legt, því ef ákveðinn nemandi mætir ekki í 80% eða meira af tímum hvers áfanga er sá hinn sami búinn að segja sig úr áfang- anum og fyrirgera rétti sínum til að taka próf, þó svo að þetta sé uppáhaldsáfanginn og uppá- haldsfagið. Ekki er allt búið enn, því ekki fara Laugamenn og -meyjar að sofa strax klukkan 23. Þá eru eft- ir heimsóknirnar til félaganna inn- an hverrar vistar, eða litið í bók sem margir íþróttahliðhollir gera, svona upp úr miðnættinu. Venju- lega er allt komið í ró um eittleyt- ið. Af þessari upptalningu sést að nóg er að gera á venjulegum degi og eru 24 klukkustundir bara al- gjör fásinna fyrir venjulegan sólar- hring. Mötuneyti er starfrækt við skól- ann. Þar eru framleiddar fjórar máltíðir á dag auk Sæmundar. Starfandi er mötuneytisráð sem sér um að koma ábendingum og óskum áfram til brytans. Er þá oft talað um meira/minna salat, meiri/minni lauk, sveppi í sósunum og margt annað sem betur mætti fara. í Laugaskóla má, eins og í flestum mötuneytum, nefna dag- ana eftir matnum; fískdagur, ham- borgaradagur, steikardagur, pizzudagur, grautardagur, snarl- dagur og samlokudagur. Læknisþjónusta er á staðnum. Hafa læknir og hjúkrunarfræðing- ur haft ærinn starfa eftir áramót, þar sem nemendur hafa verið iðn- ir við að steinliggja í öllum mögu- legum og ómögulegum kvillum. Tónlistarskóli er á Laugum og er kennt á öll algengustu hljóð- færi. Söngnám er einnig vinsælt. Félagslíf Margt annað er brallað í Lauga- skóla. Til dæmis er verið að æfa upp leikrit fyrir árshátíðina, en Skólinn Skólahald hófst á Laugum 1925, og var hann þá einn af fyrstu héraðsskólunum á íslandi. Laugadagar eftir Urði Gunnarsdóttur Sigurbjörn Arni Amgrímsson hefur haft nóg fyrir stafni í Laugaskóia síðustu þrjú ár. Þriðja árið i röð er hann formaður nemendafélagsins, hann er í fjórða skiptið í liði Laugskælinga í Spurningakeppni framhaldsskólanna, er í ungl- ingalandsliðinu í fijálsum íþróttum og æfir auk þess giímu, blak og handbolta. Sigurbjöm er-úr Mývatnssveitrog mikill áhugamað- ur um .íþróftir eíns^-og'sést af tfamantöldu. Hann lýkur stúdentsprgfi I vor og ætti tæpast að eiga í vandræðum með þókléga. námið frekar én íþróttim- ar. „Það hefur margoft sýnt sjg að íþróftirnar efla andann,“ segir hann. Sigurbjöm sigraði í undankeppni Laugaskóla fyrir ÍÞRÓTTIR Busavígsla Vinsælt er að busa nýnema Laugaskóla í Tjörninni. í baksýn er Húsmæðraskólinn, þar sem nú er byggðasafn. hún verður vonandi 13. mars. Mik- ill tónlistaráhugi er í skólanum. Til marks um það eru fimm starf- andi hljómsveitir, kór og útvarp. Skólinn heldur úti liðum í ann- arri deild, bæði í körfubolta og blaki. Eru íþróttir aðaláhugamál flestra nemenda utan skóla. Tals- vert er gert af því að fara inn á Akureyri um helgar til að létta andann. Ekki þjakar drykkjuskap- ur þó Lauganema því öll meðferð áfengis í skólanum og á skemmtunum skólans er skilyrðis- laus brottrekstrarsök. Þá er reynt er að hafa aðra hveija helgi félags- málahelgi. Skila þá hinir ýmsu klúbbar sem eru starfandi inn áætlun sinni um starfsemi næst- komandi félagsmálahelgi. Er svo raðað saman dagskrá fyrir helg- ina, til að nemendur geti tekið þátt í sem flestu. Kennarar og draugar Óhætt er að segja að kennar- aliðið sé stórskotalið og ekki skort- ir menntunina. Tökum sem dæmi skólameistarann, Hannes Hilm- arsson, sem er sálfræðingur og brúnbeltungur í karate og því í lófa lagið að taka nemendur á sálfræðinni eða beita kunnáttu sinni í karate. Oft er þó gaman að spjalla við hann þó að ekkert hefi gerst, því þetta er besti ná- ungi. Aðstaða til kennslu er góð. Má þar nefna nýuppgerðar kennslu- stofur, tölvustofu, bókasafn og margt fleira. Ekki skaðar heldur draugagangurinn og lætin á hverri vist. Er það mál manna að ekki sé minna en einn draugur á hverri vist. Vistirnar Þegar talað er um vistirnar er að sjálfsögðu átt við heimavistirn- ar fjórar, heimili nemanna: Gamli skóli, elsta byggingin, er byggður 1925. í Gamla skóla er mötuneytið, bókasafnið, tölvustof- an og sundlaugin. Gamli skóli er einnig vinsælasta vistin. Þar eru flest pörin og þá undantekningar- lítið saman á herbergi, því Amor hefur látið til sín taka í Lauga- skóla. Á þann hátt geta pör kom- ist að því hvernig þeim fellur að vera í sambúð, auk þess sem dvöl í heimavist er góð kennsla í mann- legum samskiptum. I Gamla skóla eru 23 herbergi fyrir nemendur og tvær kennaraíbúðir. í Álfasteini eða Húsó eru lang- flestir fyrsta árs nemarnir. Vistin er nefnd eftir húsmæðraskólanum sem var í húsinu við hliðina. Hús- mæðraskólinn var stofnaður 1929 en starfsemi þar var lögð niður 1986. Á Húsó eru ellefu herbergi, ein kennaraíbúð og ein kennslu- stofa. Dvergasteinn, eða Dvergur. Þar eru þijár kennslustofur, þrettán herbergi og tvær kennaraíbúðir. Fjall, eða Draugur, þar eru tutt- ugu herbergi og tvær kennara- íbúðir, útvarpið er einnig með að- setur sitt í einu herbergi. Slotið heitir önnur kennaraíbúð- in í Fjalli. Nokkrir fjórða árs nem- ar tóku sig til, ásamt vífum sínum, og leigðu íbúðina. Er þar oft glatt á hjalla. Er ekki laust við að nokkr- ir yngri nemar renni öfundaraug- um til þeirra sem eru með sér íbúð. Á staðnum eru ennfremur tvö einbýlishús og einnig kennaraíbúð- ir. Tvö mikilvæg hús í augum nem- enda eru þó ótalin: Iþróttahúsið og Þróttó. íþróttahúsið er eins og áður kom fram með löggiltan körfu- og handboltavöll, stúku, lyftingasal og ljósabekki. Einnig er þar billjardherbergi. íþróttahús- ið var tekið í notkun í febrúar 1978. Þróttó, gamla íþróttahúsið, var innréttað sem kvikmyndahús eða fundarsalur skólans. Þar eru kvik- myndasýningar á hveiju fímmtu- dagskvöldi. Leikrit eru sett upp og æfð í Þróttó og hljómsveitir eru þar með æfingar sínar. Þrátt fyrir háan aldur á flestum byggingum er gott viðhald á öllu, yfír meðallag á landsvísu. Einnig setja draugarnir okkar skemmtilegan og góðan anda í húsin. Og brakið er til staðar, í öllum gólfum, alveg eins og vera ber. spumingakeppnina og gefur þá skýringu að hann sé ágætlega minnugur. „Ég get lært eins og páfa- gaukur, hlaðið upplýsingum inn á minnið. Það kem- ur sér vel fyrir keppni eins og þessa,“ segir Sigur- björn, en hann og félagar hans í liðinu, Ragnar Bjamason og Tryggvi Héðinsson, hafa setið við bók- lestur og upplýsingaöflun undanfamar vikur. Ragnar og T-ryggvi era einnig liðtækir íþróttamenn, Tryggvi er í landsliðinu í glímu og Ragnar keppk með 2. flokki í handbolta -og dæmir í körfubolta. Langamenn hafa aldrei náð eins góðum 'árángri í spumingakeppninni og nú. „Takmarki okkar var í raun náð með því áð komast í sjónvarpið, burtséð frá úrslitunum. En auðvitað viljum við sigra.“ mui ^uiiuiawiu/ mmai Til keppni Þjálfari liðsins, Gunnar Þór Sigurðsson, og keppendurnir Tryggvi Héðinsson, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Ragnar Bjarnason. Framhaldsskólinn á Laugum, dagsdaglega kallaður Laugaskóli, er í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu. Laugar eru aðeins 60 km frá Akureyri og 40 km frá Húsa- vík. Fijálshyggjubændur og fjall- alömbin í Mývatnssveit eru svo handan við hæðina. Skólahald hófst á Laugum 1925 og var hann þá einn af fyrstu héraðsskólunum á íslandi. Skóla- hald hefur verið óslitið síðan. Árið 1987 var skólanum formlega breytt í framhaldsskóla og héraðs- skólinn lagður niður. Námið Laugaskóli er áfangaskóli. í því felst að námsefni í einstökum námsgreinum er skipt niður í af- markaða áfanga sem kenndir era í eina námsönn og lýkur með prófí eða öðra námsmati í lok annar. Nú í vor er í fyrsta sinn kennt til stúdentsprófs, ekki era nemend- ur þó útskrifaðir héðan, heldur metur Fjölbrautaskólinn í Garða- bæ námið. 10. bekkur er einkum starf- ræktur fyrir nágrannasveitimar. Einnig koma í 10. bekk krakkar sem annaðhvort hefðu þurft að leita út fyrir sína heimabyggð til að klára skyldunámið, eða þá krakkar sem eru að prófa að vera á heimavist. Margir koma líka og ætla að ná sér í framhaldsrnenntun í skólanum. Laugaskóli getur státað af því að vera með áhugaverða en fáa valmöguleika: Á bóknámsbraut er aðeins hægt að stunda nám í tvö ár en leita verður svo í aðra skóla eftir frek- ara námi. íþróttabraut er kennd til stúd- ents, er hún önnur af stóra náms- brautunum við skólann. Ekki er hægt að kvarta yfir aðstöðunni; nýlegu íþróttahúsi með löggiltum keppnisvelli í körfubolta og hand- bolta. Sundaðstaðan er mjög sér- stök, en Laugaskóli státar af elstu innisundlaug landsins, með brautarlengd upþ" á, 11 metra'; Ferðamáiabraút er hin stéra brautin. Þar fá nemendur un&ir- búning undir öll þau störf sem hugsast getur varðandi ferðaþjón- ustu. Ekki veitir af menntuðu fólki til að taka á móti ferðamönnum Lauganemar leggja í og þjónusta þá þar sem arður af ferðaþjónustu hefur þrefaldast á innan við tíu árum. Kvöldkaffið Sæmundur Stundatafla nemenda er mjög misjöfn enda er um áfangaskóla að ræða. Getur stundafjöldi hjá nemendum verið frá 24 tímum á viku upp í 43 tíma. Fyrsta árs nemar sitja uppi með sneisafulla stundaskrá á meðan nemendur íþróttabrautar lifa og leika sér með sína 24 tíma á viku. Allt mögulegt er gert í þeim eyðum sem óhjákvæmilega skapast, lært undir þá tíma sem era framundan, eða þá bara í eitthvað annað. Venjulegur skóladagur hefst klukkan 8 og er kennd ein kennslu- stund fyrir morgunmat, sem er frá 8.40 til 9. Frá klukkan 9 er sam- felld kennsla til 12.10, en þá er matarhlé til klukkan 13, kennsla til 16.10 og svo kaffíhlé til 16.30 og kennsla til 17.10. Eftir að hafa setið undir áhuga- verðum fróðleikskomum og mis- góðum brönduram frá kennuram er komið að langþráðri stund: Nemendur þyrpast annaðhvort niður í íþróttahús eða inn á bóka- safn til að auka enn við þekkingu sína. Er svo spriklað eða lært fram hann fyrr í vikunni. Signrliðið Lið Laugaskóla sigraði á Framhaldsskólamótinu i knattspyrnu í karlaflokki. EFLA ANDANN J eftir Sígurjón Jónsson. Myndir: Rúnor Þór Bjömsson og nemendur Laugoskólo. Allir 111 nemendur framhaldsskól- ans á Laugum brugðu sér til Reykja- víkur í vikunni til að styðja lið sitt í átta liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskóla, kynna sér menning- ar- og matargerðarlist í höfuðborg- inni og að heimsækja fyrirtæki og stofnanir í tengslum við starfsdaga í skólanum. Áhugi flestra nemenda liggur á sviði íþrótta en það virðist þó síður en svo koma niður á bók- legri þekkingu þeirra, samanber árangur þeirra í spurningakeppn- inni. Þá er ótalinn góður árangur á Framhaldsskólamótinu í knatt- spyrnu en þar stóð iið Laugaskóla uppi sem sigurvegari í karlaflokki. stað Vilt þú veróa skiptinemi? Ef þú... ert fædd(ur) 1975, 1976 eða 1977, vilt auka þekkingu þína á umheiminum, vilt læra nýtt og spennandi tungumál, vilt kynnast skóla- og fjölskyldulífi í öðru landi, þá erársdvöl sem skiptinemi örugglega eitthvað fyrirþig! Eigum m.a. laus pláss til Bandaríkjanna, Hollands og Tyrklands með brottför í ágúst. Umsóknarfrestur er til 19. mars. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá: AfS Á ÍSL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti LAUGAVEGUR 59. P O. BOX 753 IS-121 REYKJAVlK. ICELAND SÍMI 91-25450 Opiö milli kl. 10 og 16 virka daga Royal súkkulaðibúðingur - eftirlæti barnanna Flottir fermingarskór Teg: 742 Verð: 5.500,- Svart leður Teg: 804 Verð: 4.500,- Svart leður Teg: 424 Verð: 4.900,- Svart leður SKÓVERSLUN, BORGARKRINGLUNNI, 5ÍMI 677267 W Póstsendum samdægurs. ■ •***•

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.