Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
B 19
FERÐAMENN
Vildi heimsækja
sögnlandið
, Morgunblaðið/EmiHa
Hjónin Wendy og Martin Axford keyptu íslenska peysu handa barnabarni sínu. Ef að líkum lætur
koma þau í þrettánda sinn tíl íslands í sumar.
Bresku hjónin Wendy og Martin
Axford skruppu til Islands í
helgarferð um síðustu helgi. Það
væri svo sem ekki í frásögur fær-
andi, nema vegna þess að þetta er
í tólfta sinn, sem þau koma hingað
sem ferðamenn. Og ef að líkum
lætur verður þrettánda íslands-
ferðin farin í sumar. En hvað býr
að baki þessari áráttu að heim-
sækja hijóstrugt landið, þar sem
allra veðra er von? Morgunblaðið
hitti þau að máli yfir kaffibolla,
og takið eftir yfir kaffibolla en
ekki tebolla eins og Bretar eru þó
alkunnir fyrir. Kannski er þetta
ein af afleiðingum íslandsferð-
anna!
Martin, sem er fræðslustjóri,
segir að löngunin til að kynnast
söguþjóðinni sé ástæðan fyrir því
að hann langaði til íslands, en
hann hefur lesið fjöldann allan af
fomsögum. „Við höfum komið á
Njáluslóðir, Laxdæluslóðir, Gísla
sögu Súrssonar, á Eyrbyggjaslóðir
'• og víðar. Reyndar var ég svo ákaf-
ur á Laxdæluslóðum, að ég ók út
í skurð, en varð ekki meint af,“
riijar Martin upp brosandi.
Wendy, sem er bókasafnsfræð-
ingur, bætir við að þau hafi lang-
að til að kynnast villtri náttúru,
enda hafi þau alltaf tjaldað á ferð-
um sínum. Þau komu hingað fyrst
árið 1972 með börnin sín tvö, þá
6 og 10 ára. Þau minnast þess
hlæjandi þegar þau komu til lands-
ins í fyrsta skipti og hugsuðu á
leiðinni frá Keflavík til Reykjavík-
ur: „Guð minn góður, hvernig fer
maður að því að tjalda í svona
umhverfi?“ Þau hafa greinilega
fundið það út, því þau hafa ferð-
ast um allt ísland nema Austfirð-
ina.
Héldu súpuna vera sósuna
Þegar þau eru spurð hvort þau
hafí eignast góða vini í ferðum
sínum svara þau játandi og segj-
ast hafa verið mjög heppin. „Við
hittum vini okkar fyrst á Djúpa-
vogi. Það var of mikil rigning til
þess að tjalda, svo við settumst inn
á matsölustað. Við héldum að
sætsúpa væri sósa, svo við helltum
henni yfir lambakjötið. Þá veittum
við því athygli að fólkið á næsta
borði hló að okkur, en kom svo
yfir og benti okkur á að þetta
væri súpa. Maðurinn var Skoti að
nafni Samuel Ritchie og kona hans
Hulda. Með okkur tókst mikil vin-
átta og þau buðu okkur að koma
aftur til Islands. Samuel er nú
látinn, en við höfum með tímanum
kynnst allri ijölskyldunni þeirra.“
Martin og Wendy láta ekki stað-
ar numið við ferðalögin hingað
heldur eru þau núna að læra ís-
lensku hjá Bergþóru Úlfarsdóttur,
sem er í arkitektanámi í Skot-
landi. „Við höfum farið í tíu tíma
og erum að reyna að notfæra okk-
ur það litla sem við kunnum. í
bílnum má heyra okkur æfa: hest-
ur - hest - hesti - hests,“ segir
Martin hlæjandi og bætir við að
vandinn við að nota íslenskuna sé
sá, að allir tali hér ensku. „Sem
betur fer,“ skýtur Wendy inni í.
„Jafnvel þegar við biðjum um tvo
kaffi, svara þjónamir á ensku,“
segja þau. Þá segjast þau nota
hvert tækifæri sem þau hafi til
að sjá íslenskar myndir og læra
af þeim.
Þegar þau eru að lokum spurð
hvort þau hafi einnig ferðast til
annarra landa svara þau, að þau
hafi farið til Þýskalands, Noregs,
Grænlands, Svíþjóðar og Dan-
merkur. „En við endum alltaf hér,
okkur líkar það best,“ segja þau.
„Hvers vegna? Meðal annars
vegna heitu lauganna. Við njótum
þess að fara í sundlaugar og reyn-
um að fara daglega þegar við emm
stödd hér á landi," segir Wendy.
„Hjá mér er það vegna bókmennt-
anna. Mér finnst gaman að koma
á sögustaðina og rifja upp hvað
gerðist hvar,“ svarar Martin.
Erla Þórarinsdóttir eigandi og verslunarstjóri ræðir við Vig-
dísi Einarsdóttur og Katrínu Karlsdóttur.
TISKA
Tíu ára afmæli Etienne
Aigner á Islandi
Eigendur Etienne Aigner
verslunarinnar í Banka-
stræti 9, þau Erla Þórarinsdóttir
og Sævar Karl Ólason, héldu
nýlega upp tíu ára afmæli versl-
unarinnar. Var viðskiptavinum
boðið í íslensku óperuna, þar sem
m.a. var sýnd nýjasta vor- og
sumartískan frá fýrirtækinu.
Auk þess komu Signý Sæmunds-
dóttir og Þorgeir Andrésson
fram og sungu dúetta úr Sarda-
furstynjunni við góðar undirtekt-
ir. Þess má geta, að Etienne
Aigner verslunin er aðeins önnur
af tveimur slíkum búðum á Norð-
urlöndunum. Alls em 105 EA
verslanir í heiminum öllum, þær
nýjustu í Mílanó, Numberg,
Jedda og Óman.
Sýningarstúlkur úr Módelsamtökunum með sýnishom af vor-
fatnaðinum.
TISKAN1993
Alþjóðleg frístœl, tískutínu, förðunar, tískuhönnunar og fatagerðarkeppni
DAGSKRÁ Hótel íslandi 7. mars 1993
11:00 Húsið opnar EFLUM ÍSLENSKANIÐNAÐ
11:45 Keppni í leikhúsförðun
12:00 Kynning á básunt og dagskrá
13:00 Keppni ídagförðun
13:45 Keppni í dagfatnaði
14:00 Keppni í sportklœðnaði
14:15 Keppni íbarnafatnaði
15:00 Keppni tísku og samkvtemisfórðun
15:00 Ljósmyndaförðun
15:00 Keppni í tískulínu
15:40 Dómur í Tískulínukeppninni
16:15 Keppni ífrjálsum fatnaði
16:30 Keppni í kvöld og samkvœmisfatnaði
17:00 Keppni ífrístœl
17:40 Dómur ífrístœlkeppninni
17:00 Fantasíuförðun
18:10 KokkteiU hjá básunum.
19:00 Kvöldverður
19:30 Anna og útlitið - uppákoma
19:45 Verðlaunaafhending
20:00 Fantasíufórðun á sviði
20:15 Verðlaunaafhending
20:30 World Class sýning
20:40 Verðlaunaafhending
20:50 Tískusýning
20:55.Sýning Dhaniel Doudfrá Redken U.S.A.
21:05 Make upfor ever sýning
21:15 Verðlaunaafhending
21:30 Van Thomsfrá Joico í U.S.A.
22:00 Verðlaunaafhending
22:15 Tískusýning
22:30 Verðlaunaafhending
22:45 Júdó sýning
22:50 Forsíðubikar afhentur
fíítURONMENI—REDUCE POLLBtlON
Forsíðubikar afhentur
Van Thoms frá Joico U.S.A.
Sýning Dhaniel Doud frá Redken U.S.A.
World Class sýning - Judo sýning, Júdódeild Ármanns.
23:00 Verðlaunaafhending
Tískusýning Módel '79: Herramenn, Gullfoss, Herraríkið, CM tískuverslun, Kjallarinn, Leðurlína,
Fatagerðin Fasa og Eggert feldskeri.
Landsamband iðnaðarmanna.
Sebastian - Perma París - Ison - Hercules Lageman - Champion - Quality - Ambrosía - Manex - Image - KMS -
Maria Galland - íslenska austurlenska - Oroblu - Snyrtistofan Salon Ritz - Förðunarmeistarinn - Wella
Pétur Pétursson - Schwarzkopf - Snyrtistofan N.N. - Halldór Jónsson - Maybelline - No Name - Lancome
Loréal - Kiela - Fortex - Centrix - Yasaka - Hoyer - Bergman - Oliva - Make upforever - Gardena - Interco -
Daniel Doud - Newco - Playboy - Isabelle Lancray - Bugatti 's - Fatagerðin Fasa - Pivot Point - Redken -
Logie - Saumastofan Sólin hf - Helgason hársnyrtivörur - Biolage - Image - Litróf
SOCIETY OF
' ICELANDIC
MAKE-l P ARTISTS
FELAG ISLENSKRA
SNYRTIFRÆÐINC.A
Memberol': Comilé Intcmaiional1 ■5»]
d Ésihéúcuo et de Cosmétolojiie
HAR OG I EC.I RO '
HAIR AND BLAl'TY
MAGAZINE
TímaritiS Hár og fegurfi- Skúlagönt 54 - 105 Revkjavtk - Islatui- Sínti: 91-628141 - Fax 91-628141