Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 07.03.1993, Síða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 Óittu i/íé, uS brensit h&fr<K9rcujtinn*?þett<z. er t3xffc!" Með morgimkaffínu Þú ættir að vita að góður eigin- maður man eftir afmælisdegin- um en gleymir fæðingardegin- um! Vill herrann sem sagði „Guði sé lof að við sluppum" vera svo vænn að koma hingað augna- blik! JttirogttttMafrifr BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Ríkisútvarpið o g hlustandinn Frá Sveini Guðmundssyni: REYNDAR er það lítil von fyrir leikmann að gagnrýna eitt eða neitt í þjóðfélagi okkar vegna þess að á almenning er ekki hlustað. Þó er það tvennt sem ég vil gagnrýna sem mér sýnist vera gagnrýni vert. í Þjóðarsálinni á Rás 2, var fyrir nokkru þáttur sem var gagnrýni á kennara og þar var í forsvari kona sem var kynnt sem formaður foreldrafélags að ég held íslands. Þar hringdi karl- maður í þáttinn og kallaði kennara hryðjuverkamenn. Ég býst við að spyijandinn hafi ekki skilið orðið hryðjuverk, en það merkir, sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs, ódæðisverk, manndráp eða lim- lesting. Ég ætla formanni félags- ins svo starfhæfa að hún skilji orðið en hún hreyfði ekki mótmæl- Hvalveiðar um. Það gerði stjómandi þáttarins ekki heldur. Látum vera þó að til sé fólk sem finnist kennarar vera arftakar vinnukvennanna, en ég sé enga ástæðu til þess að láta svívirða þá án þess að reynt sé að hreyfa mótmælum. Hitt málið er Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ég vil taka fram að ég er ekki dómbær á það hvað er best og hvað er verst, en ég er að gagnrýna að okkur skuli vera ár eftir ár sagt ósatt. í byijun er alltaf sagt að verið sé að velja lag en ekki flytjendur. Allir vita að það er ósannindi. Ég held að frekar sé verið að velja flytjanda en lag. Einhvem veginn finnst mér það skrýtnar tilviljanir að eigendur laga skuli jafnvel flytja lögin sjálf- ir. (Hvar er þá leyndin.) Hvernig stendur á því að frammámenn í dægurlagatónlist geta aldrei verið sammála um að bæta atkvæðum sínum við efsta lagið? Ef menn eiga ættir sínar að rekja í eitt- hvert kjördæmi þá fær það oftar en ekki einna flest atkvæði þaðan. Nú veit ég ekki hvort laga- smiðurinn að verðlaunalaginu í ár er íslendingur og í sjálfu sér skipt- ir það ekki máli, en ef hann er ekki íslenskur ríkisborgari er þá lagið ekki norskt? Því að okkur sagt æ ofan í æ að verið sé að velja lag en ekki flytjendur. Einhvern veginn fínnst mér að maðkur sé í mysunni þó að hann sjáist ekki. SVEINN GUÐMUNDSSON, Miðhúsum, Reykhólasveit. A Noregur og- Island eru fyrirmyndarríki Frá Mauritz Sundt Mortensen: SÆNSKA sjónvarpsstöðin TV-2 sýndi nýlega (m.a. 12. febrúar) framúrskarandi þátt um baráttu íslendinga fyrir því að fá að nýta hvalastofna Norður-Atlantshafs- ins á skynsamlegan hátt. Um- hverfísvemdarsamtök, sem oft hefja umræðu um mikilvæg mál- efni, hafa greinilega misskilið ýmislegt í þessu sambandi og ganga í offorsi sínu allt of langt með því að krefjast þess að sjávar- afurðir frá íslandi og Noregi verði sniðgengnar. Það gleymist oft þegar þessi mál era rædd að Norðmenn, sem um sex áratuga skeið vora fremst- ir í flokki varðandi hvalveiðar í Suður-íshafí, lögðu þegar á íjórða áratugnum fyrstir fram tillögur um alþjóðasamninga, eftirlit, strangar takmarkanir og veiðik- vóta varðandi hvalveiðar. Á þeim tíma vora það Þjóðveij- ar (sem þá lutu stjóm nasista) og Japanir sem neituðu að fara eftir samningum og héldu áfram hömlulausum veiðum. Við sem seinna meir tókum þátt í hvalveiðum á sjötta áratugn- um urðum að lúta ströngum regl- um. Það var hins vegar þegar of seint. Bláhvalina var hvergi að sjá lengur. Norðmenn Iögðu fyrstir fram tillögur um skynsamlega nýtingu stofnanna en það voru aðrar þjóðir sem virtu þær að vett- ugi. Ef þær takmarkanir á veiðum sem Norðmenn lögðu til hefðu verið virtar væri kannski enn hægt að stunda veijanlega nýtingu stofnanna í Suður-íshafi. Nú ganga Norðmenn og íslend- ingar fram fyrir skjöldu varðandi skynsamlega nýtingu á hvala- stofnunum í Norður-Atlantshafí á meðan aðrir setja fram brengluð sjónarmið sem gera málstaðnum meira illt en gott. í Bandaríkjunum þar sem fjöl- margir er búa íjarri sjávarsíðunni sniðganga nú sjávarafurðir til að stöðva hvalveiðar alfarið hafa menn engan skilning á því að ís- lenskar og norskar hvalveiðar era að minnsta kosti jafn réttlætanleg- ar og varfærnar og dádýraveiðin í skógum Bandaríkjanna. MAURITZ SUNDT MORTENSEN Bærum. Yíkveiji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI „ þAU E.RJJ 'ÓLL SVO <SÓÐ AE> HAWN <3ETUR BKKI AkVE&IÐ 616/" Hver er sinnar gæfu smiður. Það er rétt, svo langt sem stað- hæfíngin nær. Hún spannar hins vegar ekki sannleikann allan, að dómi Víkverja. Enginn á kost á því að velja sína eigin foreldra, en erfðir ráða mjög miklu um hæfni og farsæld ein- staklingsins. Enginn ræður því inn í hvers konar samfélag hann fæð- ist, en það er himinhrópandi munur á aðstöðu einstaklinga til náms, þekkingar og þroska, eftir því hvar á jörðu þeir fæðast. Og enginn, hvort heldur hann er fæddur til ríki- dæmis eða fátæktar, er gulltryggð- ur gegn sjúkdómum eða slysum, sem era örlagavaldar í lífí fjölda fólks. Samt sem áður ráðum við heil- miklu um eigin velferð. Lífsmátinn, sem við temjum okkur, hefur ríku- leg áhrif á heilsufar okkar og vel- ferð alla. Við sáum og uppskeram með námi og þekkingu, sem við til- einkum okkur, fæðuvali og líkams- rækt, ræktun hugarheims okkar og lífsviðhorfum. Að þessu leyti erum við okkar eigin gæfu- eða ógæfu- smiðir. Við mótum einnig okkar eigin umhverfí, okkar eigið samfélag, með pólitískum viðhorfum okkar. Einnig að því leyti erum við okkar gæfu- eða ógæfusmiðir. Víkveiji hættir sér ekki frekar út á hálan þjóðmálaísinn, en minnir á fleyg orð Rickards Sandler: „Þar sem mönnum leyfíst að staðhæfa, að ríkið sé ekki gott, þar er ríkið gott.“ Samkvæmt þessum orðum sann- ar stjómarandstaðan ágæti íslenzks samfélags bæði vel og rækilega! xxx Sósíaiisminn er dauður segir sá vísi dósent, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, í Dagblaðskjall- ara. Betur að satt væri, segir Vík- veiji. En er það nú svo? Sósíalisminn hefur að vísu verið tekinn til pólitískra gjaldþrotaskipta eða siglir hraðbyri í þá áttina í flest- um ef ekki öllum ríkjum, sem búið hafa eða búa við marxískt hagkerfí. Sósíalisminn var útfærður með ýmsum hætti í viðkomandi ríkjum Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og reyndar víðar. Niðurstaðan varð samt ein og söm: 1) afgerandi lítil vermætasköpun á hvem vinnandi þegn, ergo: lök lífskjör, 2) réttur fólks til framtaks, skoðana, tjáning- ar og ferðalaga nánast þurrkaður út, 3) völdum og flokksræði viðhald- ið með hervaldi og upplýsingaein- angran, unz sjónvarpstæknin gerði viðkomandi þjóðum kleift að kynn- ast kjörum umheimsins, sem voru allt önnur, miklu betri og mann- eskjulegri. Samt sem áður er ofsagt að sós- íalisminn sé dauður, að dómi Vík- veija. Hann er víðast hvar á knján- um. Við „réttar“ aðstæður getur hann þó enn sýnt klæmar. Og Vík- veiji spyr: Er sósíalisminn dauður á Islandi? Hrandi Berlínarmúrinn nokkra sinni í hugarheimi íslenzkra sósíalista? xxx Veðurfjölbreytnin hefur verið með fádæmum í vetur. Einn daginn og reyndar margan daginn helkaldur norðangarrinn. Daginn eftir er kannski sami hiti á Sauða- nesi við Siglufjörð og á Miðjarðar- hafseyjum. Þá er úr ýmsu að velja í síbylju roks og storma og nægja höfuðáttimar vart til. Eða hvað sagði ekki limruhöfundurinn Jó- hann Hannesson fyrir margt löngu: „A Norðurhafseyjunni íslandi, er ekki við kvöldgöngur sýslandi, því vindkviður æmar, næða um eyrun og tæmar og öskrandi fremur en hvíslandi"!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.