Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
26 B_______________
ÆSKUMYNDIN...
ER AF SIGURÐIG. TÓMASSYNIDAGSKRÁRSTIÓRA RÁSAR 2
Liðsmaður í
,, Blóðiigu
höndinni“
ÆSKUMYNDIN að þessu sinni er af Sigurði G. Tóm-
assyni dagskrárstjóra Rásar 2. Hann er miðdepill í
, hópi sjö systkina, en sex þeirra eru á lífi. Elstur er
Sverrir, þá Magnús, siðan Þóranna. Er þá röðin kom-
in að Sigurði, en síðan koma í þessari röð, Sigriður
og Gerður. Faðir Sigurðar er Tómas Gíslason raf-
virki, móðir hans var Gerður Magnúsdóttir en hún
er látin. Sigurður fæddist 1. desember 1950 „á fæð-
ingardeildinni". Um það bil sem Sigurður fæddist,
flutti fjölskyldan í Bústaðahverfið og þar Iiðu æskuár
Sigurðar ljúflega. Þó var hann bundinn Hverfisgöt-
unni sterkum böndum, þar bjó afi hans og langafi
þar á undan.
Eg stofnaði knattspymufélagið
Sókn í hverfinu og kom það
til af því að ég komst aldrei í lið
hjá Víkingi. Nafn félagsins segir
allt um leikstíl liðsins. Þetta var
alvöru félag með prentuðum félags-
•skírteinum. Við vorum svo margir
að fjöldinn nægði í tvö lið. En félag-
ið varð ekki langlíft. Dagar þess
voru taldir er vitlaus kerling sem
átti garð að vellinum okkar, reynd-
ist einnig hafa þræði inn í borgar-
stjórn. Hún fékk því til leiðar kom-
ið að brunagjall var borið á völlinn
hjá okkur og fýsti engan að leika
þar knattspyrnu eftir það. Við kom-
um að vísu upp körfuhringjum í
staðinn, en það var annað mál.
Reyndar er mér kannski minnis-
stæðast frá knattspymufélaginu
Sókn, að það var prentvilla á félags-
skírteininu, það stóð „skríteini" í
staðinn fyrir skírteini", segir Sig-
urður.
„Annað sem var minnisstætt frá
þessum árum voru slagsmálin gatna
á milli. Leynifélögin. Eg var í einu
sem hét „Blóðuga höndin". Mark-
miðið var að veija götumar og leik-
svæðin og þá var sterkast að vera
Sigurður G. Tómasson fyrr og síðar.
í þeim hópnum sem bjó að stærsta
bræðra- og frændahópnum. Það var
gífurlegur fjöldi barna í hverfínu
þannig að þetta vom mikil fjölda-
átök. Sjaldan var álagið á þessa
hópa meira heldur en er nær dró
áramótum og brennusmíði hófst.
Það þurfti sólarhringsvakt síðustu
dagana, því í næstu hópum vom
óprúttnir strákar sem stálu úr
brennunum og kveiktu svo í því sem
þeir gátu ekki hirt. Vaktmennimir
voru í kössum eða tunnum uppi í
brennu svo það var eins gott að
sofna ekki á verðinum," segir Sig-
urður.
Sigurður rifjar upp að Bústaða-
hverfíð hafí verið nokkuð afskekkt
á þessum tíma og strákahópurinn
hafi verið mikið í því að taka sig
upp og halda í leiðangra. í Naut-
hólsvík. Inn að Elliðaám til veiða.
í Fossvog á skíði. Hann segir föður
sinn eitt sinn hafa tekið sig í gegn
eftir að sumir drengjanna voru
hætt komnir við veiðar í Elliðaánum
og borið á hann flökkueðli. Þetta
hafí líklega verið satt, því fímm ára
gamall hafí hann verið farinn að
ferðast einn síns liðs með strætó
um allan bæ, m.a. til ömmu sinnar
á Grímsstaðaholtinu.
UR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
r
Islandsglínum
fimmtug
Myndirnar úr safni Ólafs K.
Magnússonar eru tæplega
fjörtíu ára að þessu sinni en þær
eru flestar teknar á
fímmtugsafmæli ís-
landsglímunnar Það var
25. maí árið 1956 og var
glímt í íþróttahúsinu við
Hálogaland. Ármann J.
Lárusson bar sigur úr
býtum í fjórða skipti og
bætti um betur næstu
ár, því hann varð glímu-
kóngur allt fram til ársins 1960,
eða átta sinnum. Fimmtugasta ís-
landsglíman var hins vegar ekki háð
fyrr en fjórum árum seinna, árið
1960, þar sem glíma lá niðri á tím-
um fyrri heimsstyijaldar. í tilefni
þess að Íslandsglíman var haldin í
fímmtugasta skipti, voru saman-
komnir margir af helstu
glímumönnum þjóðar-
innar frá því að fyrst var
farið að keppa um Grett-
isbeltið. Er úrslit voru
ljós, var Ólafur V. Dav-
íðsson, sem fyrstur vann
Íslandsglímuna, fenginn
til að spenna beltið á
Ármann. Auk hans voru
þar staddir flestir fyrrum glímu-
kóngar landsins, þeirra á meðal
Hermann Jónasson, fyrrum forsæt-
isráðherra en hann varð glímukóng-
ur árið 1921.
ÉG HEITI...
SIGRÍÐUR THEÓDÓRAÁRMANN
ÆTT Sigríðar Theódóru Armann ballettkennara er fastheldin á
nöfn. Nöfnur ömmu hennar, Sigríðar Theódóru Pálsdóttur eru
nú orðnar þrettán talsins. Allar eru þær skírðar fullu nafni, Sig-
riður Theódóra; engum hefur til hugar komið að skira aðeins
öðru nafninu. „Við höldum upp á þetta nafn, amma var stórbrot-
in kona og það er af væntumþykju og virðingu við hana sem
afkomendur hennar hafa látið heita í höfuðið á henni,“ segir
Sigríður Theódóra Ármann.
Sigríður Theódóra Pálsdóttir var
frá Selalæk á Rangárvöllum.
Hún átti sjö böm sem öll létu heita
eftir henni. Þá hafa sex bamaböm
hennar gert slíkt hið sama. „Afí
dó ungur og amma stóð því uppi
ein með stóran bamahóp, sem hún
kom öllum til manns. Það er mikil
samheldni í ættinni, sem kemur
meðal annars fram í því nafnið
hennar er það eina sem er gegnum-
gangandi í ættinni. Það hefur ekk-
ert vafíst fyrir okkur hversu marg-
ar nöfnumar eru, því allar eigum
við okkur gælunöfn. Eg er ýmist
kölluð Sigríður eða Sigga."
Sigríður segir að mörgum þyki
ættin íhaldssöm með afbrigðum og
hugmyndaflugið takmarkað, þegar
þeir heyri af nöfnunum þrettán.
„Sonur minn gerði til dæmis mikið
grín að þessu þegar hann var yngrí
en þegar hann eignaðist sjálfur
dóttur, fannst honum ekki koma
annað til greina en að skíra hana
Sigríði Theódóru."
Nafnið Sigríður kemur fyrir í
Landnámu og á mörgum stöðum í
íslendingasögum. Það hefur alla tíð
verið algengt, árið 1982 var það
annað algengasta kvenmannsnafn-
ið og árið 1989 bám 4566 nafnið
að fyrra nafni eða sem einnefni.
Sigríður Theódóra.
Nafnið er talið sett saman úr sigur
(sig-) og fríður (-ríður).
Theódórunafninu bregður fyrst
fyrir hérlendis árið 1845. Árið 1989
hétu 104 konur Theódóra að fyrra
nafni en 31 kona að síðara. Nafnið
hefur sömu merkingu og Dóróthea;
guðsgjöf.
ÞANNIG . . .
VARÐ RENNILÁSINN TIL
SJÁLFKRÆKJULÁSINN
RENNILÁSINN, það þarfaþing,
var fundinn upp fyrir 100 árum.
Líkt og margar aðrar snjallar
uppfinningar er rennilásinn
sáraeinfalt fyrirbæri og gerir líf
okkar þægilegra á margan hátt.
Rennilásinn kom í stað krækja,
hnappa og reima á flíkum fólks
og er nú notaður í ýmsum til-
gangi auk þess að halda klæðum
á kroppnum.
Whitcomb L. Judson var ungur
og óþolinmóður hugvits-
maður. Honum þótti leiðinleg og
tímafrek iðja að reima stígvélin sín
og kom í hug hvort ekki mætti
loka stígvélunum með þægilegri
hætti. Judson datt niður á þá lausn
að búa til tvær keðjur með tenntum
krókum sem hægt var að þrýr a
saman með læsingarstykki. Hann
sótti um einkaleyfi á þessari upp-
fínningu og kallaði hana „klemm-
ulás eða opnara fyrir skó“.
Judson stofnaði fyrirtæki ásamt
framkvæmdamanninum Lewis
Walker til að koma uppfinningunni
á markað. Kölluðu þeir félagið
Automatic Hook and Eye Company
(Sjálfkrækjufélagið) og var það til
heimilis í Meádville í Pennsylvaníu-
ríki. Walker var framsýnn og bjart-
sýnn, taldi hann ótækt að tak-
marka notagildi sjálfkrækjulássins
Rennilásinn var fundinn upp fyr-
ir 100 árum og leysti af hólmi
krækjur, hnappa og reimar.
við skófatnað. Taldi Walker þetta
þarfaþing leysa af hólmi allar
krækjur, hnappa og reimar sem
19. aldarmenn notuðu til að festa
klæði sín með. Árið 1896 markaðs-
settu þeir félagamir nýju uppfinn-
inguna og kölluðu hana Alhliða lás
(Universal Fastener). Nýjungin
fékk heldur dræmar viðtökur hjá
kaupendum. Félagamir gáfust
ekki upp en þróuðu rennilásinn
áfram og árið 1910 settu þeir á
hiarkað öryggislásinn C-Curity,
sem einkum var ætlaður til að loka
buxnaklaufum og á kvenpils. En
öryggislásinn reyndist ekki nógu
öruggur.
Verkfræðingurinn Gideon
Sunback slóst nú í lið með þeim
Judson og Walker. Árið 1913 hafði
Sunback tekist að betrumbæta
uppfinninguna og var hún enn sett
á markað án þess að almenningur
tæki við sér. Afram var haldið við
að fullkomna rennilásinn, en það
var ekki fyrr en þriðja útfærsla
rennilássins kom á markað að
hagnaður varð af fyrirtækinu.
Umskiptin í rekstrinum mátti
þakka stórri pöntun frá bandaríska
hemum. Upp frá því varð rennilás-
inn það ómissarjdi þarfaþing sem
flestir nota daglega og þykir ekki
merkilegt.