Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.03.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 B 27 Helgi Hjörvar flytur erindi um Islandsglimuna 1956, er mótið var 50 ára. Þorsteinn Einarsson var dómari í Íslandsglímunni 1956. Myndin er tekin fyrir rúmum áratug. Fyrrverandi glimukóngar sam- ankomnir að Hálogalandi árið 1956 og fyrir aftan nafn þeirra árið er þeir unnu Islandsglímuna. F.h.: Ólafur V. Davíðsson 1906, Jóhannes Jósefsson 1907 og 1908, Tryggvi Gunnarsson, 1919 og 1920, Hermann Jónasson 1921, Sigurður Greipsson, 1922- 1926, Þorgeir Jónsson 1927 og 1928, Sigurður Thorarensen 1929-1931 og 1934-1936, Lárus Salómonsson 1932,1933 og 1938, Skúli Þorleifsson 1937, Ingi- mundur Guðmundsson, 1939 og 1940, Kjartan Bergmann Guð- jónsson 1941, Kristmundur J. Sigurðsson 1942, Guðmundur Ágústsson, 1943-1947, Rúnar Guðmundsson, 1950,1951 og 1953 og Ármann Lárusson, 1952, 1954-1956. Á myndina vantar Guðmund A. Stefánsson 1909, Sigurjón Pétursson, 1910-1913 og Guðmund Guðmundsson 1948 og 1949. GuðjónEinarsson varaforseti ÍSÍ sæmir Ármann J. Lárusson verð- launapeningi að lokinni íslands- glimu 1956. SÍMTALIÐ... ER VIÐARA MAGNÚSSONKAUPMANN Alinn upp í antik 27977 Antikmunir, góðan dag — Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, er þetta eigandinn Ari Magnússon sem ég tala við? Jú það er hann. — Mig langaði að forvitnast um það hvort áhugi fólks á antikmun- um hefði aukist upp á síðkastið? Jú áhugi á antikmunum hefur aukist og þá sérstaklega hjá ungu fólki. — Hefurðu nokkra skýringu á því? Nei ég hef það nú ekki, en ætli ástæðan geti ekki verið sú að unga fólkið er búið að fá leið á þessari húsgagnalínu 1 svörtu og hvítu sem hefur verið ríkjandi. Það koma allt- af ákveðnar tískubylgjur í húsbún- aði. — Hvað ert þú búinn að selja antikmuni lengi? Ég tók við þessari verslun af móður minni, hún var búin að vera með hana í tuttugu ár. Það er rúmt ár síðan ég tók við. — Ekki hefur verslunin alltaf verið á Skúlagötunni? Nei hún var á Laufásveginum lengst af. — Já ég man eftir henni. En segðu mér, þurfa menn ekki að vera sérfræðingar í antikmunum þegar þeir selja þá, fylgjast vel með því sem er að gerast er- lendis í þessum bransa? Jú að sjálfsögðu, en eins og þetta er hér á landi, þá erum við nú kannski ekki að eltast við dýra gripi sem kosta millj- ónir, miklu frekar hluti frá aldamótum, eða frá 1880 til 1920 til dæmis. — Hvers konar hluti ert þú mest með? Það eru aðallega húsgögn frá þessum tíma sem ég nefndi, ég er með minna af smáhlutum núna en er reyndar að fara utan á morgun til að kaupa þá inn. — Hvaðan færð þú vörumar? Frá Danmörku. Það sem ég er með núna eru renaissanse-skápar, borðstofuborð og stólar, bókahill- ur, forláta, útskorið skrifborð frá 1893 svo einhvér dæmi séu nefnd. — Eru þetta ekki voða dýrar vörur? Ég veit það nú ekki, ég er til dæmis með borðstofuborð úr massívri eik frá því um aldamótin á 59 þúsund kr. — Það er nú ekki sem verst. Ekki finnst mér það, en það er sjálfsagt afstætt hvað fólki finnst. Það er margt sem maður getur útvegað á ótrúlega góðu verði. — Biður fólk þig oft um að út- vega ákveðna hluti? Já ég geri töluvert af því. Buf- fetskápar eru til dæmis vinsælir og nokkuð erfitt að fá þá. — Sækist fólk eftir einhvetjum sérstökum stfl? Það er nú erfitt að segja um það. En það er alltaf spurt um húsgögn í renaissanse- og rokokó. Annars eru þessi millistéttarhús- gögn frá aldamótum hvað vinsæl- ust held ég. — En af hveiju fékkst þú áhuga á antikhúsgögnum? Eða hefðurðu kannski engan áhuga? Jú mjög mikinn. Ég er náttúrulega alinn upp við þetta, og að- stæður voru þannig hjá mér að ég gat tek- ið við versluninni þeg- ar móðir mín hætti. — Jæja maður verður bara að koma og kíkja á þessa gömlu muni, en ég þakka þér fyrir spjall- ið. Morgunblaðið/Þorkell Ari Magnússon I ERU ÞAU NÚ? Hugurinn heima HELGA HJORVAR FYRRUM SKÓLA- STJÓRILEŒLISTAR- SKÓLA ÍSLANDS Helga Ujörvar HINN 1. júní sl. hætti Helga Iflörvar að stjórna Leik- listarskóla íslands og flaug skömmu síðar út til Dan- merkur þar sem hún vinnur nú á skrifstofu sem heitir Theater og dans í Norden. „Þar er ég framkvæmda- s1jóri,“ sagði Helga 1 samtali við Morgunblaðið. „Þetta er nefnd sem heyrir undir Nor- rænu ráðherranefndina og fjallar um leikhúsmál. Arlega göngumst við fyrir fímm til sex námskeiðum fyrir norrænt leikhúsfólk. Norð- jurlöndin geta einnig sótt hingað um styrki til að fá sín í millum gestaleiki. Við íslendingar feng- um td. slíkan styrk til þess að fá norrænar leiksýningar á Lista- hátíð, m.a. Hamiet og Ballett pateque. í því sambandi má geta þess að stjómandi Þjóðarballetts- ins í Helsinki, Jorma Uotinen er frægasti dansari og danshöfund- ur á Norðurlöndum núna. Svo ég nefni til viðburði sem snerta Island í sambandi við þessa starfsemi hér þá mun ís- lenski leiklistarskólinn hitta aðra norræna leiklistarskóla í Osló í maí. Yfirskrift þessa skólamóts er: Shakespeare í leiklistar- menntun. Þar munu nemendur úr skólunum leika hveijir fyrir aðra úr vekum Shakespeares. Einnig vil ég nefna bamaleik- listarhátíð í Kristiansand. Þang- að koma m.a. Leikbrúðuland með sýningu sína Bannað að hlægja og leikhópurinn Augnablik með sýningu sína Dimmalimm. Á þessari hátíð verða sýndar nokkr- ar af bestu bamaleiksýningunum sem nú eru í gangi á Norðurlönd- unum. Barnaleiklistin er í örum vexti núna og hefur náð langt í listrænum skilningi eins og þeir muna sem sáu dönsku sýninguna Apann á listahátíð á íslandi í fyrra. Bamaleiklistin hefur m.a. þróast frá fremur frumstæðum farandsýningum í allskonar skólahúsum í sýningar sem breyta slíku húsnæði í hreina töfraveröld og hafa vakið at- hygli langt utan hins norræna menningarheims. Þessi þróun er í góðu samræmi við ákvörðun norrænu forsætis- ráðherranna að styrkja sérstak- lega samstarf Norðurlanda í því sem lýtur að börnum, unglingum og Qölmiðlun. Um persónulega hagi, mína og eiginmanns míns Ulfs Hjörvar er það að segja að okkur líkar hér vel, en auðvitað erum við með hálfan hugann heima, eins og allir íslendingar hvar sem þeir fara um heiminn. Hér á skrifstofunni hrærumst við meðal norræns fólks, hingað hringir fólk til skiptis frá hinum ýmsu Norðurlöndum. Ég ferðast líka mikið. Á morgun fer ég til Oslóar á fund listanefnda og fé- laga sem heyra undir Norrænu ráðherranefndina til að sam- ræma starfið fyrir árið 1994.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.