Morgunblaðið - 23.03.1993, Page 1
♦
1993
ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ
BLAD
■
adidas
Franska landsliðið
leikur í Adidas
HANDKNATTLEIKUR
KÖRFUKNATTLEIKUR: SKALLAGRÍMUR VANN ÍBK OG TRYGGÐISÉR AUKALEIK / B3
Morgunblaðið/RAX
Danir vilja fá Þorbera
Jóhann Ingi Gunnarsson einnig nefndurtil sögunnarsem næsti landsliðsþjálfari þeirra
Þorbergi Aðaisteinssyni landsliðs-
þjálfara hefur verið boðið að
taka við danska landsliðinu í hand-
knattleik. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Morgunblaðsins ræddu
Danir við Þorberg þegar þeir voru
hér á landi um mánaðarmótin og
síðan aftur á heimsmeistaramótinu
í Svíþjóð.
„Eg vil ekkert um þetta segja, þið
verðið bara að tala við Danina," sagði
Þorbergur þegar Morgunblaðið bar
þetta undir hann i gær.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur handknattleiksforyst-
an í Kúvæt einnig haft samband við
Þorberg í sömu erindagjörðum, en
íslenski landsliðsþjálfarinn sagðist
ekki heldur vilja tjá sig um það.
Samningur Þorbergs við HSI renn-
ur út eftir heimsmeistarakeppnina á
íslandi 1995.
Dönsk dagblöð skýrðu frá því um
helgina að forráðamenn danska hand-
knattleikssambandsins hefðu sýnt því
áhuga að fá Jóhann Inga Gunnars-
son, sem nú þjálfar Hauka, sem næsta
landsliðsþjálfara, en ekki væri vitað
hvort hann hefði áhuga á starfinu
því ekki væri búið að tala við hann.
Honum hefur nokkrum sinnum verið
boðið starfið i gegnum árin, en aldrei
þegfð. Dönsku blöðin sögðu líka að
Ulf Schefvert fyrrum unglingalandsl-
iðsþjálfari Svía og Torbjörn Klingvald
landi hans hefðu einnig verið inni í
myndinni. Schefvert hefur hins vegar
ákveðið að fara til Gummersbach í
Þýskalandi en Klingvald er enn nefnd-
ur ásamt Jóhanni Inga.
Sigurður og
Gunnar hætta
Sigurður Sveinsson og Gunnar Gunnarsson hyggj-
ast hætta að leika með landsliðinu í handknatt-
leik. Þeir hafa báðir lýst því yfir og Þorbergur Aðal-
steinsson landsliðsþjálfari segist búast við að það sé
endanleg ákvörðun. Þorbergur segir næg verkefni
fram að HM’95 á íslandi og að lykillinn að framtíðar-
liði okkar sé að nota strákana úr unglingalandsliðinu.
■ Viðtal við Þorberg / B7
í Svíþjóð
Þorbergur Aðal-
steinsson fylgist
með sínum mönn-
um á HM í síðustu
viku. Á bekknum
eru Sigurður
Sveinsson, sem nú
hyggst hætta með
landsliðinu, og
nafni hans
Bjamason. Fyrir
aftan bekkinn
stendur Einar
Gunnar Sigurðs-
son.
Jón Amar
fráítvo
mánuði
Jón Amar Magnússon, frjáls-
íþróttamaður, sem keppir fyrir
Tindastól á Sauðárkróki, fótbrotnaði
í gær og verður frá æfingum og
keppni í a.m.k. tvo mánuði.
Jón Arnar, sem stundar nám við
íþróttakennaraskóla íslands og ráð-
gerir að ljúka lokaprófi í vor, var á
skautanámskeiði í Laugardal, þegar
óhappið gerðist. Hann datt, bar illa
undir sig fótinn og braut dálkbein.
Meiðslin geta sett strik í reikning-
inn í sambandi við námið, því m.a.
á eftir að prófa í nokkrum verklegum
greinum. Eins geta þau komið í veg
fyrir þátttöku á HM í ftjálsíþróttum
í sumar.
KNATTSPYRNA
West Ham
vill enn
fá Guðna
Everton og Celtic
hafa einnig áhuga
WEST Ham, sem er ítoppbar-
áttu ensku 1. deildarinnar, hefur
áhuga á að fá Guðna Bergsson
frá Tottenham. Þá sögðu ensk
blöð frá þvf um helgina að bæði
Everton og skoska liðið Celtic
væru tilbúin að kaupa hann.
Guðni sagðist lítið vita um málið,
er Morgunblaðið ræddi við
hann í gær. Sagðist þó vita urh frétt-
ir helgarblaðanna, „en ég heyrði
ekkert í dag um þetta frá félaginu.
Það getur þó vel verið að það hafi
verið spurst fyrir um mig. Það eina
sem ég veit *að er öruggt er áhugi
West Ham, en ég held þó að félagið
vilji bíða til sumars.“
Síðustu forvöð að skipta um félag
í Englandi á þessu keppnistímabili
eru á fimmtudaginn.
Forráðamenn Tottenham hafa lýst
vilja til að semja á ný við Guðna, „en
ég hef ekki áhuga á því eins og er.
Ekki nema eitthvað breytist," sagði
hann, en íslenski landsliðsmaðurinn
hefur lítið fengið að spreyta sig í
vetur. Hann var þó í hópnum á laug-
ardag, og kom inn á sem varamaður
þegar um stundarfjórðungur var eft-
ir í viðureigninni við Chelsea.
FRJALSAR