Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 B 9 KNATTSPYRNA / ÞYSKALAND Köglmeð slitin liðbönd Ludwig Kögl, miðvallarspilari Stuttgart, meiddist í leik liðs- ins gegn Bóchum og verður hann frá keppni í fjórar til sex vikur. Liðbönd í ökkla slitnuðu. Þetta er mikið áfall fyrir Stuttgart, þar sem Kögl hefur verið besti leikmaður liðsins - stjórnað leik liðsins á miðj- Eyjólfur lagði upp mark Cruyff áfram hjá Barcelona Johann Cruyff skrifaði undir nýja þriggja ára samning við Barcelona um helgina, en þessi fyrrum knattspyrnusnill- ingur frá Hollandi, hefur náð frábærum árangri með liðið. Ef Holland kemst í lokakeppni HM í Bandaríkjunum 1994, hefur Cruyff fengið leyfi hjá Barcelona til að stjóma Hol- lendingum í HM. Johann Cruyff. Huard heldur enn nireinu Gaetan Huard, markvörður Bordeaux, hafði lítið að gera og hélt marki sínu hreinu ellefta leik- inn í röð, þegar Bordeaux gerði jafntefli, 0:0, gegn St. Etienne. Huard hefur ekki fengið á sig mark í 1.000 mín., sem er met í Frakklandi. Bayern Munchen heldursigurgöngu sinni áfram — vann 12. sigurinn í röð. „ÞETTA var líklega besti leikur okkar á tímabilinu. Sigurinn var mjög sannfærandi," sagði Eyjólfur Sverrisson, leikmaður Stuttgart eftir 4:1 sigur á Bochum á heimavelli í þýsku úrvaisdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Þetta varfyrsti sigur meistaranna ísíðustu sjö leikjum. Bayern Múnc- hen tryggði enn frekar stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 3:0 sigri á Köln. Christoph Daum þjálfari Stuttg- art gerði breytingar á liði sínu á laugardaginn og það bar góðan árangur. Eyjólfur byijaði sem mið- heiji og Dubajic kom inn fyrir Gaud- ino, sem var tekinn út úr hópnum. „Ég byijaði frammi og fór síðan aftur á miðjuna í síðari hálfleik eft- ir að staðan var orðin 3:0. Ég er ánægður með eigin frammistöðu og vonandi erum við komnir á sigur- braut. Markmiðið er að tryggja Evrópusæti og við erum enn með í þeirri baráttu," sagði Eyjólfur sem lagði upp annað mark Stuttgart sem Fritz Walter gerði á 32. mín- útu. „Ég vann boltann í teignum og gaf á Fritz sem átti auðvelt með að skalla í netið.“ Bayem Múnchen hefur fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar eftir 3:0 sigur á Köln á Ólympíuleik- vanginum í Múnchen. Christian Zi- ege gerði fyrsta markið á 13. mín- útu, en eftir það pressuðu gestirnir stíft en allt kom fyrir ekki. Bayem bætti tveimur mörkum við á síðustu níu mínútum leiksins, fyrst Roland Wohlfarth og síðan Markus Schupp. Þetta var 12. sigur Bayem í röð og virðist fátt geta komið í veg fyrir að liðið verði meistari þetta árið. Bayern er með fjögurra stiga forskot á Frankfurt, sem tapaði fyrir Dortmund, 0:3. Mörkin komu undir lok leiksins. Michael Zorc skoraði fyrst á 77. mín., en síðan skoraði Ralf Falkenmayer sjálfs- mark á 87. mín. og þriðja markið skoraði Stephane Chapuisat á síð- ustu mín. leiksins. Cantona íbann Eric Cantona og David Gin- ola, sóknarleikmenn Frakklands, geta ekki leikið með Frökkum gegn Austurríkis- mönnum í undankeppni HM í Vín á sunnudaginn. Þeir fengu báðir að sjá sitt annað gula spjald í leik gegn ísrael á dögun- um og voru settir í eins leiks keppnisbann. Xavier Gravelaine frá Caen, sem er markahæstur í Frakklandi með 18 mörk og Christian Perez, Mónakó, taka sæti þeirra í landsliðshópnum. Landsliðsmenn Rangers meiddir Mikið er um meiðsli landsliðsmanna Skota þessa dagana og á Andy Roxburgh, landsliðsþjálf- ari Skotlands, í erfiðleikum með að tefla fram öflugu liði í vináttulandsleik gegn Þýskalandi á miðvikudag- inn. Aðeins einn af þeim þrettán leikmönnum sem léku gegn Þýskalandi í EM í Svíþjóð, er ekki meidd- ur. Sex landsliðsmenn Glasgow Rangers eru meidd- ir og leika ekki, en það eru Ally McCoist, Andy Goram, markvörður, Dave McPherson, David Ro- bertson, Stuart McCall og Ian Durrant. Alex McLeish, miðvörður Aberdeen, er einnig meiddur og Paul McStay, fyrirliði Celtic, er á sjúkra- lista ásamt Scott Booth og Brian Grant, Aberdeen og Duncan Ferguson, Dundee Utd. ENGLAND Aston Villa efst á blaði í veðbönkum Vann Sheffield Wednesday á Villa Park. Manchester United gerði jafn- tefli við Man. City og Norwich mátti þola skell, 0:3, gegn Wimbledon ASTON Villa hefurtekið forustuna íkeppninni um Englandsmeist- aratitlinn, eftir að félagið vann Sheffield Wednesday, 2:0, á Villa Park á laugardaginn. Manchester United hafði verið á tindinum í nokkrar klukkustundir, eða eftir að félagið gerði jafntefli, 1:1, gegn Man. City á City Ground þar sem 37.136 áhorfendur voru samankomnir - mesti áhorfendafjöldinn þar í vetur. Ástæðan fyrir því að leikur liðanna fór fram kl. 11 á laugardagsmorguninn var að lögreglan óskaði eftir þessum leiktíma í kjölfar óláta sem urðu á leik City gegn Tottenham í bikarkeppninni á dögunum. Aston Villa er með 44 stig, en Man. Utd. og Norwich 42. Frá Bon Hennessy í Englandi Aston Villa er nú efst á blaði hjá veðbönkum í London, með 10-11, en síðan kemur Manchester United með 11-10 og Norwich, sem tapaði, 0:3, fyrir Wimbledon, er í þriðja sæti með 8-1. „Ég er ánægður með mína menn - þeir sýndu að þeir eru ákveðnir að gefa ekkert eftir í lokabaráttunni. Chris Woods kom í veg fyrir að við skoruðum fleiri mörk - hann var frábær,“ sagði Ron Atkinson, fram- kvæmdastjóri Aston Villa. Það var Dwight Yorke, 21 árs landsliðsmað- ur frá Trinidad, sem skoraði bæði mörk Aston Villa gegn Sheffield Wed., sem hafði fyrir leikinn aðeins tapað einum af 22 síðustu leikjum sínum. Paul Warhurst, hinn sterki varn- armaður Sheff. Wed., sem hefur skorað tólf mörk í tólf leikjum síðan hann var settur fram sem miðheiji, náði ekki að skora - daginn eftir að hann var óvænt valinn í lands- liðshóp Englands. „Möguleikar okkar á að vera áfram með í toppbaráttunni eru úti. Það beijast aðeins þijú félög um meistaratititlinn og Aston Villa hefur góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegari,“ sagði Trevor Francis, framkvæmdastjóri Sheffi- eld Wednesday og bætti við. „Leik- menn mínir eru þreyttir eftir mikið álag að undanförnu." Manchester United, sem vann meistaratitlinn síðast 1967, hefur aðeins náð að tryggja sér tvö stig úr síðustu þremur leikjum sínum - tvö jafntefli og tap gegn botnliðinu Oldham. Leikmenn United þoldu ekki pressuna sl. keppnistímabil, en þá var Leeds sterkara á enda- sprettinum eins og menn muna. Frakkirm Eric Cantona tryggði United jafntefli, 1:1, með glæsilegu skallamarki á 71. mín. eftir send- ingu frá Lee Sharpe, en fjórtán mín. áður hafði Niall Quinn skorað fyrir City. Ryan Giggs og Cantona fengu góð tækifæri til að skora þijú til fögur mörk í byijun leiksins, en þeir nýttu ekki gullin tækifæri. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Un- ited, var ekki ánægður. „Það var eins og sumur leikmanna minna væru ánægðir með jafntefli. Við köstuðum frá okkur tveimur dýr- mætum stigum," sagði Ferguson. Mike Walker, framkvæmdastjóri Norwich, var ekki ánægður eftir tapið gegn Wimbledon. „Við eigum nú litla möguleika á að veita Aston Villa og Manchester United keppni. Ef við leikum svona gegn Aston Villa heima á miðvikudaginn getum við gleymt möguleika okkar.“ 2.000 stuðningsmenn Norwich mættu til London, en forráðamenn félagsins auglýstu í Norwich fyrir hann, að allir stuðningsmenn fé- lagsins myndu fá frítt far fram og til baka, ef þeir færu til að styðja við bakið á leikmönnum Norwich, sem áttu aldrei möguleika gegn Wimbledon. FOLK I TIU leikmenn Crystal Palace náðu að leggja Sheffield Utd. að velli. Chris Armstrong var rekinn af leikvelli á 35. mín. fyrir að mót- mæla dómi. Chris Coleman skor- aði sigurmark Palace á 44. mín. ■ RONNY Rosenthal, sem kom inná sem varamaður hjá Liver- pool, skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn Everton á 90. min. ■ JAN Mölby lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool frá því hann meidd- ist í október. Hann kom inná sem varamaður fyrir Mark Wright, sem meiddist á hné og varð að fara af leikvelli eftir aðeins ellefu mín. ■ ARSENAL lék án miðheijanna Ian Wright og Alan Smith, sem eru meiddir - þegar sigur vannst, 4:3, gegn Southampton á Highbury. Þetta var fyrsti heima- sigur Arsenal í fjóra og hálfan mánuð. ■ JIMMY Carter skoraði tvö mörk fyrir Arsenal - sín fyrstu mörk fyrir félagið síðan hann var keyptur frá Liverpool fyrir átján mánuðum á 800 þús. pund. ■ CHRIS Woods, landsliðsmark- vörður Englands, átti stórleik með Sheffield Wed. gegn Aston Villa og kom í veg fyrir að Dean Saund- ers næði að skora þrennu, með meistaramarkvörslu. ■ NIGEL Clough skoraði jöfnun- armark Forest, 1:1, úr vítaspyrnu á sunnudaginn - á 58. áfmælisdegi föður hans, Brians. ■ ROD Wallace skoraði mark Leeds, sem hefur ekki unnið á úti- velli í nær tólf mánuði. Eyjólfur Sverrisson vonar að Stutt- gart sé komið á sigurbraut og nái að tryggja sér Evrópusæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.