Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 FIMLEIKAR / ISLANDSMOTIÐ Morgunblaðið/Bjarni Elfa Rut Jónsdóttlr skrifar á gifs vin- konu sinnar Nínu Bjargar Magnúsdóttur, íslandsmeistara í fjölþraut frá því í fyrra. Yfir hestinum Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Guðjón Guðmundsson hafði mikla yfirburði í karlaflokki á íslandsmótinu í fimleikum í Laugardalshöll um helgina, vann sex gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hér hann í æfingum á bogahesti. Guðjón sexfaldur íslandsmeistari GUÐJÓN Guðmundsson, Ár- manni, varð sexfaldur íslands- meistari ífimleikum á íslands- meistaramótinu sem haldið var um helgina í Laugardalshöll. Hann varð meistari ífjölþraut og á öllum áhöldum nema einu. Gísli Örn Garðarsson, einnig úr Ármanni, skaust fram úr honum í úrslitum í stökki og tryggði sér þar með íslandsmeistaratitilinn. Arangur Guðjóns er mjög góð- ur, en hann meiddist 5 október og byrjaði ekki að æfa aftur fyrr en í febrúar. í samtali við Morgun- blaðið sagðist hann ekki vera allt- of ánægður með frammistöðu sína í úrslitum á einstökum áhöldum, en árangurinn hefði verið vel viðunandi hina tvo dagana. Guðjón hlaut samtals 104 stig í fjölþrautinni og sigraði með yfir- burðum. Jón Finnbogason úr Gerplu varð annar, með 92,25 stig og Gísli Garðarsson varð í þriðja sæti með 91,35 stig. Guðjón hafði einnig yfirburði í úrslitum á ein- stökum áhöldum, nema í stökkinu eins og áður sagði, og í hringjum veitti Skarphéðinn Halldórsson úr Ármanni honum harða keppni. Meistararnir frá í fyrra ekki með Nína Björg Magnúsdóttir og Jóhannes Níels Sigurðsson, Islandsmeistarar í fjölþraut í karla og kvennaflokki frá því í fyrra, voru fjarri góðu gamni á mótinu um helgina. Nína Björg meiddist illa sl. miðvikudag og gat því ekki tekið þátt, en Jóhannes Níels gekkst undir uppskurð á hné fyrir um þremur vikum. Jóhannes Níels keppti engu að síður sem gestur á tveimur áhöldum og stóð sig mjög vel. Nína Björg haltraði hins vegar um á hækjum og í gifsi. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa slas- ast á æfingu sl. miðvikudag, með þeim afleiðingum að vaxtalína í hægri fæti hefði brotnað og liðband hefði gliðnað. Hún sagði að lítið væri hægt að segja um hversu alvarlegt þetta væri, það kæmi í ljós þegar hún losnaði úr gifsinu eftir tæpar þijár vikur. Ntna Björg hefði áreiðanlega blandað sér í topp- baráttuna á mótinu hefði hún ekki slasast, sem og félagi hennar úr fimleikafélaginu Björk, Elfa Rut Jónsdóttir, en hún slasaðist á olnboga á innan- félagsmóti fyrir nokkru og gat því ekki tekið þátt á mótinu. Þær stöllur höfðu báðar náð lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót 15 ára og yngri, sem haldið verður í lok apríl, en meiðsli þeirra setja eflaust strik í reikninginn. Nína Björg sagð- ist þó ótrauð stefna á mótið, hún myndi losna úr gifsínu í bytjun apríi og ef allt væri í lagi myndi hún ná að komast í æfingu fyrir mótið. verðlauna (G stendur fyrir gull, S fyrir silfur og B fyrir brons). Konur G - S - B ElinborgJenný, Ármanni 2-3-0 SigurbjörgÓlafsd., Stjörnunni 1-1-2 Erla Þorleifsdóttir, Björk 1-0-3 Þórey Elísdóttir, Björk 1-0-0 Eva Bjömsdóttir, Gróttu 0-1-0 Karlar G - S - B Guðjón Guðmundsson, Ármanni 6-1-0 Gísli Orn Garðarsson, Ármanni 1-2-2 SkarphéðinnHalldórs.,Ármanni 0-2-1 Guðmundur Þ. Brynjólfs., Gerplu 0-1-1 Jón Finnbogason, Gerplu 0-1-1 Guðjón Ólafsson, Ármanni 0-0-1 Jón T. Sæmundsson, Gerplu 0-0-1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.