Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 Arangur íslands ÍHM í hand- knattleik 1958 í A-Þýskalandi ÍO.SÆH leikir sigrar jafnt töp mörk 3 1 0 2 46:57 1970 í Frakklandi 1961 í V-Þýskalandi 6.SÆTI 1974 í A-Þýskalandi 1986 í Sviss 1990 í T ékkóslóvakíu 1964 í Tékkóslóvakíu ,0*SÆlí 1978 í Danmörku 1993íSvíþjóð Mm FOLK ■ HLJÓÐFÆRI hvers konar eru ekki leyfð í íþróttahúsinu við Vest- urgötu á Akranesi en á körfubolta- leik ÍA og ÍR á sunnudaginn var gerð undantekning þegar hvort lið fékk leyfi fyrir tveimur trommum. ■ KÖRFUNETIÐ á annarri körf- unni á Vesturgötunni var skorið niður af leikmönnum IA eftir leik- inn en það er víst siður í háskóla- körfuboltanum í Bandaríkjunum. Að vísu urðu leikmenn fyrst að lofa umsjónarmanni hússins að koma sjálfir daginn eftir og setja upp nýtt net. ■ JÓN Oddsson, frjálsíþrótta- maður úr FH, varð annar í lang- stökki á norska meistaramótinu innanhúss sem fram fór um síðustu helgi. Hann stökk 7,32 metra sem er næst besti árangur hans á móti í ár. Hann keppti einnig í þrístökki og varð fimmti, stökk 14,23 metra. ■ HJÖRTUR Gíslason varð sjötti í 60 m grindahlaupi á sama móti. Hann hljóp á 7,42 sek. sem er besti árangur hans í ár. ■ FINNBOGI Gylfason, hlaupari úr FH, varð annar í 1.500 m hlaupi á háskólamóti í Texas á laugardag- inn og setti jafnframt Hafnarfjarð- armet. Hann hljóp á 3:52.78 mín. ■ SAMMY Lee leikur hugsanlega með aðalliði Liverpool í kvöld, gegn Crystal Palace í ensku úr- valsdeildinni, sjö árum eftir að hann lék síðast með félaginu. ■ LEE, sem er 34 ára og lék með QPR, Osasuna á Spáni og Sout- hampton og Bolton á Englandi, eftir að hann fór frá Liverpool en er nú þjálfari varaliðsins og hefur tekið þátt í nokkrum leikjum þess í vetur. ■ GRAEME Souness, stjóri Liv- erpool, sagði í gær Lee væri í góðri æfingu. Ástæða þess að hann spilar ef til vill er hve margir leik- manna liðsins eru meiddir. ■ DANSKI miðvallarleikmaður- inn Jan Mölby var með Liverpool um helgina í fyrsta skipti síðan í október - hefur verið meiddur þann tíma - en tognaði í lærvöðva og verður ekki með næstu tvö mánuði! ■ MARSEILLE í Frakklandi hef- ur áhuga á að kaupa brasilíska vamarmanninn Julio Cesar frá Juventus á Italíu. ■ SAGAN segir að Juventus hafi áhuga á að næla í króatíska fram- heijann Alen Boksic hjá Marseille en talsmaðurinn neitaði að tjá sig um það hvort félögin hefðu rætt að skiptast á leikmönnum. ■ FORRÁÐAMENN Alþjóða tennissambandsins hafa ákveðið að veita 50.000 dölum, um 3,2 milljón- um króna, í Arthur Ashe-sjóðinn en fé úr honum er notað í bárattu gegn alnæmi. Ashe lést nýlega úr sjúkdómnum, sem hann fékk við blóðgjöf eftir hjartaaðgerð. Hann var fyrsti blökkumaðurinn sem sigr- aði á Wimbledon mótinu. HLLÖGUR ■JJyrir viku var á þessum stað hægt að sanna, en dómgæsla í ■ vakin athygli á dómaramál- alþjóða handknattleik stæði um í alþjóðlegum handknattleik Iþróttinni fyrir þrifum og þetta og borin fram sú ósk að ákveðin væri stimpill, sem Alþjóða hand- og hörð stefna yrði mótuð til að knattleikssambandið yrði að koma í veg fyrir að utanaðkomandi ar hefðu áhrif á úr- ,a siit íeikja. viðbrogð- Adhald i domaramal- m letu ekki standa og í viðtölum við fjölmiðla kom fram hjá þekktum mönnum innan hreyfingarinnar að taka þyrfti á málinu, en formaður dómara- nefndar Alþjóða handknattleiks- sambandsins sagðist ekki vita til þess að dómurum hefði verið mútað. Enginn viðurkennir að hafa rangt við og enginn er sekur fyrr en sök hefur verið sönnuð. Tilgangurinn var og er ekki að koma óorði á einstaka einstakl- inga heldur að benda á nauðsyn þess að taka upp bætt vinnu- brögð. Ekkert er svo gott að það megi ekki bæta og með framfar- ir í huga er nauðsynlegt að hyggja að þeim þáttum, sem umdeildastir eru. Ákveðnir dóm- arar hafa ekki verið dregnir til ábyrgðar, heldur hefur athygli verið vakin á málinu í heild. Al- þjóða handknattleiksíþróttin verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og orðrómurinn varð- andi dómaramál er of sterkur til að hægt sé að láta sem ekkert sé. Ekki þarf nema einn svartan sauð til að koma óorði á fjöld- ann, en sem betur fer láta dóm- arar almennt ekki hafa áhrif á um aðkallandi og nauðsynlegt hreinsa. Það ætti að vera auð- velt, ef forystumenn taka hönd- um saman, vinna sameiginlega að lausn, sem allir eru sammála um, og fylgja málinu eftir með hag íþróttarinnar fyrir bijósti. Það er erfítt að dæma í al- þjóða handknattleik og ekki er á bætandi ef viðkomandi eru undir utanaðkomandi þrýstingi. Ákveðnar reglur gilda um viður- gjörning dómara í alþjóða keppni, en nauðsynlegt er að herða þær og sjá til þess að jafnt nái yfír alla að ganga. Séð sé um ferðir, gistingu og uppihald og ákveðið, fast gjald greitt fyr- ir, en ekkert umfram það. For- ráðamönnum félaga verði mein- að að gefa dómurum hluti um- fram það sem eðlilegt þykir kurt- eisinnar vegna. Dómarar mega ekki koma til leiks með því hug- arfari að þeir séu á einhvern hátt skuldbundnir öðru liðinu. Koma verður í veg fyrir að ástæða sé til að ætla að brögð séu í tafli. Aðhald í þessu efni er ekki aðeins aðkallandi heldur nauð- sig. Fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik sagði í Sjónvarpinu s.l. laugar- dag að ekki væri hægt að fuil- yrða um hluti, sem ekki væri synlegt. Það á hvorki að sverta né niðurlægja, heldur efla og bæta. Til þess er leikurinn gerð- ur' Steinþór Guðbjartsson Erekki BJARKISIGURÐSSON að rifna úrmontieftirað vera valinn íúrvalslið HM? Þetta er gífur- legur heiður BJARKA Sigurðssyni hlotnaðist sá mikli heiður að vera einn þeirra sjö leikmanna sem valdir voru i úrvalslið heimsmeistara- keppninnar í handknattleik, sem lauk í Svíþjóð á laugardag. Óhætt er að segja að skin og skúrir hafi skipst á hjá Bjarka síðustu mánuði; um mitt síðastliðið sumar meiddist hann illa og missti af Ólympíuleikunum í Barcelona en nú var hann mættur galvaskur til leiks á ný og stóð sig mjög vel á HM. Bjarki kom til landsins ásamt félögum sínum í landsliðinu á sunnudaginn, og var mættur í vinnu í gær er Skapti Morgunblaðið Hallgrímsson spjallaði við hann. skrífar L’ríu ekki alveg að rífna úr monti eftir að hafa verið valinn í úrvals- lið HM, Bjarki? „Jú, ég er óneitanlega að rifna úr monti! Það er ekki hægt að neita því. Þetta er auðvitað gífur- legur heiður, og kom mér mjög á óvart. Ég hafði grun um að valinn yrði maður mótsins, en vissi ekk- ert um að valið yrði eitthvert heimslið. Ég var að versla þennan dag [laugardag] og kom ekki í höllina fyrr en í hálfleik á leiknum um þriðja sætið. Þá kom Andrés Kristjánsson [sem búsettur er í Svíþjóð og var íslenska liðinu inn- an handar allan tímann] til mín og óskaði mér til hamingju. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að fara á hótelið og skipta um föt.“ Kemur þetta lið nokkuð til með að spila saman? „Nei, það held ég ekki. Þetta er bara spurning um heiðurinn.“ Og þú fékkst þarna forláta kristalsbolta... „Já. Ætli maður verði ekki að fá sér skáp undir hann, þannig að þetta kostar fjárútlát!" Er þetta ekki ánægjulegasta viðurkenning sem þú hefur hlotið? „Jú, ég hef ekki verið útnefndur á svona móti áður; ekki í HM eða ÓL, og þetta var rosalega gaman. Það fór sérstök tilfinning um mig, þegar ég var kallaður fram á gólf- ið í íþróttahöllinni.“ Morgunblaðið/RAX Bjarki Sigurðsson með forláta handknött úr kristal sem hann fékk fyrir að vera valinn í úrvalslið heimsmeistarakeppninnar. Það hlýtur að mega segja að þú sért bestur íþinni stöðu í heim- inum í dag, er það ekki? „Ég segi það nú kannski ekki. Það eru margir á svipuðu róli og ég í þessu og ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar um það. Svona er staðan núna en hún getur auð- vitað breyst.“ Hverjir völdu liðið? „Það voru yfír 400 íþrótta- fréttamenn frá þeim löndum sem voru þarna að keppa, og tækni- nefnd IHF hefur sjálfsagt eitthvað haft með þetta að gera líka.“ Þú híýtur að hafa rennt yfír það í huganum hverjir voru í þinni stöðu í hinum liðunum — fram yfir hverja þú varst tekinn í kjör- inu? « „Það voru nokkrir sem ég hugs- aði til; sá rússneski [Andrej An- tonevítsj] var mjög góður og Sviss- lendingurinn [Daniel Spengler] var líka búinn að spila mjög vel.“ Þú varst Hla fjarri góðu gamni á Ólympíuleikunum vegna slæmra meiðsla og ert tiltölulega nýlega kominn á fulla ferð aftur. Það hlýtur að vera gaman að byrja svona vel? „Já. Það var leiðinlegt að missa af Ólympíuleikunum, og ég stefndi alltaf að því að komast í þessa ferð. Það virtist allt ganga upp hjá mér og það hefur eflaust hjálp- að mér að Valdimar [Grímsson] skyldi meiðast. Það var slæmt fyrir hann að meiðast svona stuttu fyrir HM.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.