Morgunblaðið - 23.03.1993, Page 8

Morgunblaðið - 23.03.1993, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993 KNATTSPYRNA / ITALIA Marseille náði sigri í Nantes Bergkamp skor- aði eftir 19 sek. Dennis Bergkamp, miðherji Hollands, sem fer til Inter Mílanó næsta keppnistímabil, skoraði tvð mörk þegar Ajax vann Cambuur Leeuwarden, 3:1, í hollensku 1. deildarkeppninni. Bergkamp skoraði fyrra markið eftir aðeins 19 sek. Hann hefur skorað 20 mörk fyrir Ajax í vetur. Feyenoord er efst í HoIIandi með 38 stig, en félag- ið eftir leikið einum leik meíra en Eindhoven, sem er með 37 stig, og Ajax, sem hefur 36 stig. Celtic stöðvaði Giasgow Rangers Qlasgow Rangers, sem hafði leikið 44 leiki í röð án þess að tapa, mátti þola tap fyrir nágrönn- um Celtic, 1:2, í skosku úrvalsdeildinni á laugardag- inn. 53.241 áhorfendur sáu leikinn - uppselt. John Collins og Andy Payton skoruðu fyrir heimamenn, em Mark Hateley skoraði fyrir Rangers, sem hafði leikið 30 deildarleiki í röð án taps - liðið tapaði síð- ast, 3:4, gegn Dundee 15. ágúst 1992. Rangers er með sjö stiga forskot á Aberdeen í Skotlandi. Paul Gascoigne fagnar marki sínu gegn Atalanta um helgina. Reuter Loksins LOKS kom að þvíað liðið „ósigrandi", AC Milan, beið lægri hlut. Það var Kolumbíumaðurinn hjá Parma, Faustino Asprilla, sem skoraði sigurmark Parmaliðsins með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. „Ég stillti miðið,“ sagði hann, „og spyrnti knett- inum í átt að samskeytunum í von um að skora. Það gekk eftir og ég er mjög ánægður," sagði hetjan eftir leikinn. Á sama tíma og AC Milan var að tapa á San Siro voru nágrann- arnir í Inter að sigra stórliðið Juventus 0:2. Juventus er í níunda sæti og hefur ekki verið svo neðarlega í deildinni í 37 ár eða síðan keppnistímabilið 1955-56. AC Milan er enn langefst með 40 stig og Inter kemur næst með 31. Króatinn Alen Boksic tryggði Marseille sigur, 2:0, í Nantes með því að skoraði tvö mörk á síð- ustu 20 mín. leiksins. Marseille kom þar með fram hefndum, en hið unga íið Nantes er það eina sem sigrað hefur meistarana á Stade Vélo- drome í Marseille í vetur. 40 þús. áhorfendur voru í Nant- es, en aftur á móti ekki nema tvö þús í Mónakó, þar sem Jurgen Klinsmann tryggði Mónakó sigur, 1:0, gegn Sochaux. Mónakó og Marseille eru í efsta sæti, en Mar- seilie er með betri markatölu. Auxerre vann Strasbourg 2:0 og skoraði Gerald Baticle bæði mörkin, en hann hafði ekki skorða síðan í desember. Bakero hetja Barcelona Jose Mari Bakero tryggði Barce- lona sigur, 4:3, gegn Valencia, er hann skoraði sigurmarkið með skalla þegar tvær mín. voru til leiks- loka. Bareelona er efst með 42 stig, en Real Madrid 40 og Coruna 39. Real Madrid var heppið að ná jafntefli, 1:1, við Athletic Bilbao. Emilio Butragueno skoraði markið. Brasilíumaðurinn Jose Bebeto skoraði tvö mörk fyrir Coruna, sem vann Real Burgos, 5:0. Leikurinn á San Siro var jafn í alla staði. AC Milan sótti meira í fyrri hálfleik en Parma í þeim síðari. Lið Milan er enn hálf- vængbrotið vegna meiðsla og nýttu Parmamenn sér ástandið. Eigandi Milan, Berlusconi, tók tapinu vel: „Það hlaut að koma að því,“ sagði hann, „en við náðum þó að skrá okkur á spjöld sögunn- ar. En níu leikmenn eru meiddir [Van Basten, Rijkaard, Gullítt, Boban, Donadoni, Lentini, Simone, Antonioli og Albertini]. Það út- skýrir allt,“ sagði hann eftir leik- inn. „Það er ekki hægt að kenna neinum um markið, en því miður, þá hafði ég ekki marga heila leik- menn til taks á varamannabekkn- um, til dæmis var ég búinn að fá lánaðan einn leikmann úr yngri flokkunum," sagði Fabio Capello, þjálfari AC Milan. En Scala, þjálf- ari Parma, var sigri hrósandi eftir leikinn: „Við erum með mjög gott lið og áttum sigurinn skilið,“ sagði hann. Lið Inter frábært Juventus, án Roberto Baggios og Andreas Möllers, átti ekkert svar gegn frábæru liði Inter. Ruben Sosa og Igor Shalimov tryggðu Inter verðskuldaðan sigur. Liðið lék frábæra knattspymu allan leikinn og komust leikmenn Juve lítið áleið- is. Sigurinn gegn Juventus var sá fyrsti í Tórínó í deildinni í 28 ár og ellefti leikur Inter í röð án taps í deildinni. Hljóðið er orðið ansi þungt í Agnelli eiganda Fiat-verk- smiðjanna og Juventus og þolin- mæðin virðist á þrotum: „Eg er ekki að tala um óheppni, í þetta sinn kemur hún málinu ekkert við, það þarf þijú ár til að endurbyggja félagið upp, nákvæmlega þtjú,“ sagði hann. Walter Zenga, markvörður Inter, sló á létta strengi. „AC Milan var stöðvað eftir 58 leiki, og 58 er einn- ig stigamet Inter. Það er sorglegt að talan skuli ekki verið til í spila- vítunum!" Bergomi, gamla landsl- iðskempan hjá Inter, lék á sunnu- daginn 350. leik sinn fyrir félagið. „Ég hefði ekki getað haldið betur upp á daginn," sagði hann. Giuseppe Signori gerði 20. mark sitt í deildinni er hann jafnaði úr vítaspyrnu, 2:2, fyrir Lazio gegn Atalanta. Vítaspyrnudómurinn þótti vafasamur enda kom á daginn að Doll, sá sem fiskaði vítið, viður- kenndi að dómurinn hefði verið rangur. Eftir hálfdapurt tímabil átti Englendingurinn Gascoigne gpðan dag. Hann skoraði fyrra jöfnunarmark Lazio með glæsileg- um skalla eftir fyrirgjöf frá Signori. Tvö sjálfsmörk færðu Sampdoria sigur gegn Fiorentina. Effenberg og Laudrup voru fremstir í flokki í liði Fiorentina, sem sótti nær Iát- laust allan fyrri hálfleikinn, en knötturinn vildi ekki í markið. Og þó; Baiano, leikmaður liðsins, skor- aði í eigið mark. Flórensbúinn Pi- oli bætti svo öðru marki við í síð- ari hálfleik, einnig f eigið mark. Sven Göran Erikson, þjálfari Sampdoria, hrósaði leikmönnum Fiorentina í hástert, enda höfðu þeir leikið mjög vel. „Þeir fjólubláu léku frábærlega vel en náðu ekki að nýta færin. Þeir voru mjög heppnir og ég þakka markverði okkar, Gianluca Pagliuca, fyrir sig- urinn,“ sagði Svíinn. Roma og Napolí skildu jöfn, 1:1, fjórða árið í röð. Leikurinn þótti leiðinlegur og fátt markvert gerðist að undanskildu glæsilegu marki Þjóðveijans Thomasar Hásslers beint úr aukaspyrnu af 30 m færi. Fonseea jafnaði svo úr vítaspymu fyrir Napolí. Birgir Breiðdal skrifar frá Ítalíu Leikmenn Parma stöðvuðu sigurgöngu AC Milan, sem náði því einstæða af- reki að leika 58 deildarleiki í röð án taps, AC Milan, sem tapaði, 0:1, heima fyrir Panna, tapaði sínum síðasta leik 19. maí 1991 gegn Bari, 1:2, á útivelli. Þess má geta að Fiorentína átti gamla metið - lék 40 deildarleiki í röð án taps 1955-1956. Sigurganga AC Milan hófst í síðustu umferðinni 1991 - með jafnteflisleik gegn Parma, sem stöðvaði sigurgönguna. Ósigurinn var sá fyrsti á San Siro-leikvell- inum í Mílanó síðan AC Milan tapaði, 0:1, fyrir Atalanta 17. mars 1991. FOLK ■ GUÐNI Bergsson kom inná sem varamaður hjá Tottenham á 67 mín. - fyrir nýliðann Kevin Watson. Guðni fór þá í sóknina - og lék þar lokakaflann er Totten- ham gerði jafntefli, 1:1, við Chelsea á Stamford Bridge. ■ TOTTENHAM tefldi fram ungum leikmönnum - þar af tveim- ur nýliðum, þar sem margir bestu leikmenn liðsins eru meiddir - eins og Vinny Samways, Gary Mabb- utt, Paul Allan og Steve Sedgley. ■ ÞORVALDUR Örlygsson var settur á varamannabekkinn í leik Nottingham Forest gegn Leeds. „Við erum í mjög slæmum málum. Liðið hefur ekki leikið vel og sjálfs- traust leikmanna ekki verið alltof gott. Síðustu leikirnir verða allir upp á líf og dauða,“ sagði Þorvald- ur. ■ BOCHUM lék með hálfgert varalið gegn Stuttgart - þar sem sjö af fastamönnum liðsins léku ekki vegna meiðsla. ■ WERDER Bremen lék í fjögur- hundraðasta skipti undir stjóm Otto Rehhagel, þjálfarans góð- kunna, þegar liðið vann Schalke, 2:0. Enginn þjálfari hefur stjórnað liði sínu svo oft í Þýskalandi. ■ UWE Bein fer ekki til Leverk- usen eftir þetta keppnistímabil, eins og fyrirhugað var. Dragoslav Stepanovic, þjálfari Frankfurt, fer til Leverkusen og vildi hann fá Bein með sér. ■ UWE Bein mun sfjóma mið- vallarspili þýska landsliðsins, sem mætir Skotum á morgun. Matthias Sammer, leikmaður Dortmund, leikur ekki í byijunarliðinu. Thom- as Doll byijar einnig á bekknum. ■ JÚRGEN Kinsmann og Karl- heinz Riedle verða í fremstu víg- línu hjá Þjóðverjum. ■ GIOVANNI Gaieone, þjálfari ítalska félagsins Pescara, var rek- inn eftir að félagið tapaði heima, 1:2, fyrir Genúa á sunnudaginn. ■ GÚNTHER Schafer, vamar- maður Stuttgart, skrifaði um helg- ina undir nýjan tveggja ára samn- ing við félagið. ■ BAYERN Miinchen vinnur nú að því að fá þýska landsliðsmark- vörðinn Andreas Köpke, Niirn- berg, til sín. Niirnberg hefur boð- ið Köpke nýjan samning. ■ ALLT bendir til að Köln falli úr þýsku úrvalsdeildinni f fyrsta skipti. Félagið tapaði, 0:3, fyrir Bayern Miinchen - og það þrátt fyrir að Bæjarar léku sinn léleg- asta leik í langan tíma. Þrír nýliðar í lands- liðshópi ítala Arrigo Sacchi, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur valið þijá nýliða í landsliðshóp sinn, en Ítalía leikur gegn Möltu í undankeppní HM á morgun. Nýliðam- ir eru Sergio Porrini, vamarmaður frá Atalanta, Alessandro Melli, miðheiji Parma og Maurizio Ganz, miðheiji Atalanta. Landsliðshópurinn er þannig skip- aður. Markverðin Gianiuca Pagiiuca (Sampdoria), Luca Marchegiani (Torinó) Vamarmenn: Franco Baresi, Alessandro Costacurta, Paolo Maldini (AC Milan), Sergio Porrini (Atalanta), Pietro Vierc- howod (Sampdoria) Miðvallarspilarar: Demetrio Alhertlni og Stefano Eranio, (AC Miian), Dino Baggio (Juventus), Fabrizio Di Mauro (Fíorent- ina), Diego Fuser (Lazio) Sóknarleikmenn: Roberto Baggio (Juventus), Roberto Mancini (Sampdoría) , Aiessandro Melli (Parma), Giuseppe Signori (Lazio) Aurizío Ganz (Ataianta). Sigurganga meistara AC Milan stöðvuð SPANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.