Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 5
B 5
MÓRGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
FIMLEIKAR / ISLANDSMEISTARAMOT I AHALDAFIMLEIKUM
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Meistarinn á jaf nvægisslá
Elínborg Jenný Ævarsdóttir, Islandsmeistari í flölþraut og stökki, í æfingum á jafnvægisslá.
Fjórir titlar til
kna
Elínborg Jenný
tryggði sér sigur
í síðustu grein
ELÍNBORG Jenný Ævarsdóttir,
fimleikakona úr Armanni, varð á
laugardaginn íslandsmeistari í
fjölþraut, eftir harða keppni við
Sigurbjörgu J. Ólafsdóttur úr
Stjörnunni. Elínborg Jenný fékk
samtals 62,91 stig, en Sig-
urbjörg var ekki langt á eftir,
fékk 62,83 stig. í þriðja sæti
varð Erla Þorleifsdóttir, fim-
leikafélaginu Björk, en hún fékk
62,06 stig. Árangur Elfnborgar
er einkar glæsilegur, því þegar
hún var sex ára gömul var henni
vart hugað líf vegna krabba-
meins í höfði, en náði sér að
fullu og varð um helgina tvöfald-
ur íslandsmeistari í fimleikum;
í fjölþraut og í stökki.
Keppnin í fjölþrautinni var ein-
staklega spennandi og réðust
úrslit ekki fyrr en á síðasta áhald-
inu. Elínborg Jenný
Eftir var í efsta sæti eftir
Stefán skylduæfingarnar. Í
Eiríksson frjálsu æfingunum á
laugardaginn urðu
henni á mistök í æfingum á gólfi og
fékk hún aðeins 6,80 í einkunn. Sig-
urbjörg, helsti keppinautur hennar,
fékk aftur á móti 8,60 í einkunn
fyrir gólfæfingar sínar og héldu þá
margir að titillinn væri hennar.
Henni gekk hins vegar illa í stökk-
inu, sem var síðasta greinin, en Elín-
borg sýndi þar frábær tilþrif, fékk
8,90 í einkunn og tryggði sér þar
með íslandsmeistaratitilinn.
Var búin að gefa
titilinn upp á bátinn
Elínborg sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hún hefði verið búin að
gefa íslandsmeistaratitilinn upp á
bátinn eftir gólfæfingamar á laugar-
daginn. Hún hefði hins vegar fengið
vonina aftur þegar aðal keppinautin-
um mistókst í stökkinu. Aðspurð
sagðist hún hafa byrjað að æfa fim-
leika fyrst þegar hún var sex ára,
en af einhverri alvöru þegar hún var
átta eða níu ára gömu!. Hún hefði
hins vegar hætt eftir nokkur ár og
ekki byrjað að æfa aftur fyrr en vorið
1991.
Alltaf haft mikinn
áhuga á fimieikum
Elínborg greindist með krabba-
mein í höfði sex ára gömul og gekkst
í kjölfarið undir erfiða aðgerð. Henni
var um tíma vart hugað líf, en náði
sér að fullu. Aðspurð sagði Elínborg
að veikindin hefðu ekki háð henni í
fimleikunum. „Það var aðeins fyrstu
árin sem ég mátti lítið gera,“ sagði
Elínborg. Hún sagði að sér hefði
ekki verið ráðlagt sérstaklega að
stunda íþróttir, hún hefði alltaf haft
áhuga á fimleikum og móðir hennar
hefði hvatt hana áfram. „Það sem
ég man eftir þessu tímabili var að
ég var alltaf reið og í vondu skapi,
en það gekk allt yfir þegar þetta
lagaðist," sagði Elínborg. Hún sagð-
ist núna reyna að nýta sér skapið I
fimleikunum, gott keppnisskap kæmi
sér alltaf vel.
Var mjög stressuð
Sigurbjörg Ólafsdóttir úr Stjöm-
unni í Garðabæ varð í öðru sæti í
íjölþrautinni. Hún sagði að hún hefði
verið mjög stressuð fyrir stökkið á
laugardaginn og mistökin hefðu
kostað hana titilinn. Aðspurð sagði
Sigurbjörg að keppnin hefði verið
góð, en hún hefði viljað æfa betur
fyrir hana. „Það er mikið að gera í
skólanum og síðan fáum við ekki
nægilega mikinn tíma í iþróttahúsinu
til að æfa,“ sagði Sigurbjörg.
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Sigurbjörg Ólafsdóttir íslandsmeistari í gólfæfingum, í æfingum á slá. Hún háði harða bar-
áttu um íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut við Eh'nborgu Ævarsdóttur, en varð að játa sig sigraða
í síðustu greininni.
FJÓRAR stúlkur skiptu með sér íslánds-
meistaratitlunum á einstökum áhöld-
um, á íslandsmeistaramótinu ífimleik-
um á sunnudaginn. Þórey Elísdóttur,
fimleikafélaginu Björk, varð íslands-
meistari á tvíslá, Elfnborg Jenný Ævars-
dóttir, Ármanni, varð íslandsmeistari í
stökki, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Stjörn-
unni, varð íslandsmeistari í gólfæfing-
um, og á slá varð Erla Þorleifsdóttir,
fimleikafélaginu Björk, íslandsmeistari.
að var einkum árangur Þóreyjar Elísdótt-
ur sem vakti athygli, hún var í fimmta
sæti á tvíslá eftir fjölþrautina, en kom sá og
sigraði í úrslitunum. Hún hlaut 6,85 í ein-
kunn fyrir æfingar sínar, en í öðru sæti varð
Elínborg Jenný með 6,70 og í því þriðja Sigur-
björg Olafsdóttir með 6,65 í einkunn.
I stökkinu sigraði Elínborg Jenný með
yfírburðum, fékk 8,56 í einkunn. Eva Bjöms-
dóttir, Gróttu, varð í öðru sæti með 8,01 og
í því þriðja varð Erla Þorleifsdóttir með 7,89.
Sigurbjörg Ólafsdóttir fékk 7,85 í einkunn
fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og sigr-
aði. I öðru sæti varð Elínborg Jenný með
7,30 og Erla varð í þriðja sæti með 6,80 í
einkunn. í æfingum á siá sigraði Erla Þor-
leifsdóttir með 8,35, önnur varð Elínborg
Jenný með 7,95, og þriðja Sigurbjörg með
7,90.