Morgunblaðið - 23.03.1993, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
KORFUBOLTI
LiðÍAí
Úrvals-
deildina
AKURNESINGAR völtuðu yfir
ÍR-inga á Akranesi á sunnudag-
inn í þriðja leik liðanna um ör-
uggt sæti í Úrvalsdeild KKÍ
næsta keppnistímabil. Sigurinn
var nokkuð öruggur, 81:59, en
hvort lið hafði unnið einn leik.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Skagamenn leika í Úrvalsdeild-
inni en ÍR-ingar eru þó ekki úr
leik því þeir leika gegn liði
Tindastóls um sæti.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Skagamenn byrjuðu með miklum
látum og eftir fjórar mínútur
var staðan 14:2. Gestirnir vóru
mjög óstyrkir, hittu
illa og voru smeykir
við baráttuna undir
körfunni, þar sem
Keith Stewart réði
ríkjum, á meðan heimamenn juku
jafnt og þétt forskotið. ÍR-ingar
náðu því niður í tólf stig rétt fyrir
leikhié en fengu á sig nokkra vafa-
sama dóma og við það datt botninn
úr leik þeirra svo Skagamenn gerðu
11 siðustu stigin fyrir hlé. Sigur
heimamanna var aldrei í hættu eft-
ir hlé.
„Þetta var virkilega ljúft en við
áttum ekki von á þriðja leik gegn
ÍR. Við mættum ákveðnari til leiks,
sem sló þá útaf laginu, en dagsskip-
anir okkar voru tvær; vera þolin-
móðir í sókninni og nýta hæðina
sem við höfðum umfram þá,“ sagði
Björn Steffensen þjálfari og leik-
maður ÍA. „Það er of snemmt að
segja hvort ég verði hér næsta tíma-
bil en það verður mjög erfitt að
halda sér uppi og við þurfum á liðs-
styrk að halda.“ Mest bar á Keith
Stewart og Jóni Þóri Þórðarsyni.
Byijunarlið ÍR er skipað ágætis
einstaklingum en þá vantar alveg
hávaxna leikmenn. „Ég vil byija á
að óska liði ÍA til hamingju með
árangurinn. Við mættum hálf-ragir
til leiks því við áttum varla mögu-
leika í þeirra hávöxnu leikmenn auk
þess sem við nýttum færin mjög
lítið," sagði Birgir Guðjónsson þjálf-
ari ÍR.
Vorum
að logn-
astútaf
Körfuknattleiksdeild ÍA var
mjög óvirk fyrir nokkrum
árum en Ragnar Sigurðsson gafst
þó ekki upp og var einn í stjóm
deildarinnar í 4 ár. Margir á
Akranesi vilja þakka honum ár-
angurinn nú.
„Við vorum alveg að missa
deildina niður og lognast útaf
þegar íþróttabandalagið ákvað
að koma til og reisa hana við og
nú eru margir virkir í stjórninni,"
sagði Ragnar eftir að IA vann
sér rétt til að spila í tírvalsdeild-
inni næsta haust. „Ég er búinn
að bíða eftir þessum áfanga i
þijú ár og geri mér varla grein
fyrir sigrinum ennþá, líklega
kemur það seinna. Þetta hefur
verið gífurleg vinna og kostað
margar andvökunætur að halda
þessu á réttum kili, því huga verð-
ur að yngri flokkunum líka.
Áhorfendur hafa stutt okkur
dyggilega og verið okkar sjötti
leikmaður. Ég óttast ekki sam-
keppnina um þá við fótboltann,
því keppnistímabilin skarast ekki
svo áhorfendur geta haldið sér í
æfingu,“ sagði Ragnar.
HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ
Fyrsti heimsmeistaratitillinn
Morgunbláðið/RAX
Rússar urðu heimsmeistarar í handknattleik um helgina þegar þeir unnu Frakka f úrslitaieik. Sovétmenn urðu heimsmeistarar 1982 en þetta er í fyrsta sinn sem Rússar
titlinum. Hér fagna Rússar ógurlega. Frá vinstri eru Grebnev, Vasiliev, Dujshebaev og markvörðurinn Lavrov.
Áttum aldrei
möguleika
- sagði Daniel Costatini, þjálfari Frakka, eftir níu marka tap
gegn Rússum í úrslitaleiknum
RÚSSAR urðu heimsmeistarar
í handknattleik en þeir sigruðu
Frakka í úrslitaleik með 28
mörkum gegn 19 eftir að stað-
an hafðiverið 13:11 Rússum í
vil f leikhléi.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar frá
Stokkhólmi
Það voru margir efins um að
Frakkar næðu að standa uppi
í hárinu á Rússum en þeir höfðu
ekki rétt fyrir sér,
til að byija með að
minnsta kosti.
Fra”kkar hófu leik-
inn af miklum krafti
og komust í 2:0 en Rússar komust
síðan yfir um miðjan hálfleikinn og
höfðu undirtökin það sem eftir var.
Frakkar náðu reyndar að jafna
16:16 en Rússar svöruðu með fjór-
um mörkum og undir lokin þegar
Frakkar reyndu hvað þeir gátu að
minnka muninn rúlluðu Rússar yfír
þá.
Snillingurinn, sem ekki komst í
heimsliðið, Talant Dujshebaev gerði
6 mörk fyrirRússa eins og Vasiliy
Kudinov en Valeriy Gopin gerði 5.
Þessir þrír ásamt markverðinum
Andrey Lavrov voru bestu menn
Rússa, en allir léku þó vel eins og
svo oft áður enda eru Rússar með
frábært lið.
Hjá Frökkum voru Lathoud og
Stoecklin markahæstir með fjögur
mörk hvor. Hinn smávaxni en snjalli
línumaður Frakka, Thierry Perre-
ux, var ekki öfundsverður þar sem
hann þurti að eiga við hina hávöxnu
varnarmenn Rússa. En hann stóð
sig samt vel.
Daniel Costantini þjálfari Frakka
var ánægður eftir tapið. „Það var
tvennt sem gerði það að verkum
að leikurinn var mjög erfiður. í
fyrsta lagi áttum við í miklum erfið-
leikum að komast í úrslitaleikinn
og hefðum í raun getað endað í
Eskilstuna þar sem leikið var um
13.-16. sætið.
í öðru lagi voru Rússarnir miklu
betri á öllum sviðum. Við lékum vel
í 45 mínútur en síðan voru mínir
menn búnir. Við þráðum sigur en
áttum aldrei möguleika,“ sagði
Costantini.
„Þetta var erfiður leikur og
Frökkum hefur farið mikið fram
undanfarin ár og eru nú með geysi-
lega skemmt.ilegt lið,“ sagði Vlad-
imir Maximov þjálfari rússneska
liðsins eftir að heimsmeistaratitill-
inn var í höfn.
„Við vorum seinir í gang vegna
taugaspennu en eftir að hún hvarf
léku strákarnir vel og sérstaklega
eftir að Frakkar voru búnir að gefa
upp alla von,“ sagði Maximov.
Globen líka
á íslandi?
STUTT kynningarmynd um
ísland var sýnd á stórum skjá í
Globen íþróttahöllinni strax að
verðlaunaafhendingu lokinni á
laugardag. Myndirnar voru fall-
egar og tóku áhorfendur þeim
vel. Þegar kom mynd af Perl-
unni klöppuðu allir og héldu að
þetta væri íþróttahúsið þar sem
úrslitin færu fram, Globen okkar
Islendinga...
Bjarkii
úrvals-
liðHM
Bjarki Sigurðsson var valinn í úrvalslið
HM-keppninnar en í því voru auk
hans tveir Spánvetjar, tveir Rússar, einn
Svíi og annar frá Sviss. Það voru íþrótta-
fréttamenn og nefnd á vegum fram-
kvæmdaaðilanna sem valdi úrvalsliðið.
Markvörður var valinn Lorenzo Rico frá
Spáni, Magnus Andersson frá Svíþjóð er
leikstjórnandi, og honum á vinstri hönd
er Marc Baumgartner frá Sviss og Val-
eriy Gopin frá Rússlandi í hominu. Bjarki
er í vinstra horninu og Mateo Garralda
frá Spáni i hlutverki skyttu hægra megin.
Á línunni er Dmitri Torgovan frá Rúss-
landi.
Andersson bestur
Besti leikmaður keppninnar var valinn
Magnus Andersson frá Svíþjóð og kom
það mörgum á óvart enda lék drengurinn
ekki nema fimm leiki af sjö. Annað sem
kom mörgum á óvart er að enginn úr silf-
urliði Frakka er í úrvalsliðinu og einnig
að Talant Dujshebaev, leikstjómandi
Rússa skuli ekki vera valinn í liðið. Hann
er alhliða leikmaður sem leikur bæði í
vörn og sókn, en það háir honum hversu
lítið hann fær að leika því Rússar eru
með svo góðan hóp að þeir þurfa ekki að
keyra eins mikið á sama mannskap eins
og önnur lið gera.
+
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1993
B 7
Mikil uppsveifla
í handboltanum
- segir Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari eftir HM-keppnina í Svíþjóð
hópi verður til ársins 1995.“
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
ÞORBERGUR Aðalsteinsson
landsliðsþjálfari íhandknatt-
leik sagði fyrir HM í Svíþjóð
að stefnt væri að 5. - 8. sæti.
Það gekk eftir, raunar við neðri
mörkin, og landsliðsmennirnir
og þeir sem eru í kringum
landsliðið eru tiltölulega
ánægðir með árangurinn þó
svo flestir telji að hægt hefði
verið að ná örlítið lengra, með
smá heppni og jafnari leik.
Eg er óhress með leikinn gegn
Þjóðverjum, ef hann hefði unn-
ist hefðum við leikið um 5. sætið
sem hefði verið
glæsilegur árangur.
En það varð ekki og
því lékum við um 7.
sætið og sá leikur
tapaðist þrátt fyrir að við værum
með unninn leik í höndunum. Strák-
arnir gáfu allt í leikinn og reyndu,
en það tókst ekki. Liðin voru að
leika fjórða leikinn á fimm dögum
og það er dálítið mikið þannig að
leikurinn var aldrei rismikill,“ segir
Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs-
þjálfari þegar hann gerir upp heims-
meistarakeppnina í handknattleik
sem lauk á laugardaginn.
Hvað með handknattleikinn í
heild, var hann betri eða verri en
þú áttir von á?
„Ég held að hann hafí verið mun
betri en ég átti von á. Mér sýnist
vera mjög mikil uppsveifla í hand-
boltanum og Rússar sýndu snilldar-
takta. Þetta lið er trúlega eitt það
sterkasta sem komið hefur fram.
Þeir voru með langbesta liðið, um
það var ekki spurning. Ég átti
reyndar von á að Frakkar veittu
þeim meiri mótspyrnu en raunin
varð, en þeir áttu ekki möguleika.
Rússarnir eru með svakalegt lið og
ég sé ekki margar þjóðir sem kom-
ast að hlið þeirra á næstu árum.
Lið Króatíu og Hvíta Rússlands
koma fljótlega inn í hóp þeirra
bestu. Rúmenía á eftir að bæta sig
og Svíar halda svipuðum styrk.
Frakkar og Spánveijar eiga eftir
að eflast.
Rússar eru með rosalega vörn
og geta því notað svona vamarað-
ferð. Þetta myndi ekki ganga hjá
hvaða lið sem er. Að hafa þessa
menn uppá rúma tvo metra svona
hreyfanlega gerir það að verkum
að það er ógjörningur að eiga við
þá. Það er ekki hægt að skjóta yfir
þá og það er ekki hægt að skjóta
framhjá þeim og þú kemst ekki
framhjá þeim. Þetta er ekki árenni-
legt.“
Verður þú áfram með landsliðið?
„Já, ég _ held það, ekki nema
stjórn HSÍ taki einhverja aðra
ákvörðun, en samningur okkar er
fram yfir HM’95. Ég vonast til að
Einar [Þorvarðarson] verði áfram
með mér, en hann er að þjálfa lið í
1. deild og það þarf að skýrast
næstu daga hvernig það verður.
Hvort hann hefur nægilegan tíma
til að vera með á fullu eða hvort
hann verður eitthvað minna með
verður að koma í ljós.“
Fannst þér mikið um nýjungar í
handknattleiknum sem leikinn var í
Svíþjóð?
„Mér fannst áberandi hvað liðin
skjóta orðið lítið af níu metrum [frá
punktalínu]. Þetta er meira orðið
hreint línuspil og svo auðvitað
hraðaupphlaupin sem menn beita
mjög mikið. Menn keyra þau áfram,
eins og við höfum verið að reyna,
þó svo mótheijarnir séu komnir í
vörnina. Einnig finnst mér áberandi
hvað liðin eru farin að nota útiskytt-
ur í hornunum og fá þær til að
koma meðfram vörninni og skjóta.
Það er minna orðið um litlu „fint-
ara“ eins og áður var, þeir sjást
varla lengur."
Morgunblaðið/RAX
Þorbergur Aöalsteinsson, landsliðsþjálfari, til
hægri, og Einar Þorvarðarson, fylgjast með sínum mönn-
um í Globen-höllinni í Stokkhólmi.
Næg verkefni fram að HM’95 á íslandi
Hvað er framundan hjá landsliðinu?
„Það eru 24 mánuðir í næstu heimsmeistarakeppni
og fram að henni er Evrópukeppni landsliða, en hún
fer fram næsta haust, einir átta leikir, og í janúar
kemur í ljós hvort við komumst í úrslitakeppnina í
Portúgal í júní 1994. Friðarleikarnir verða í ágúst á
næsta ári í Leningrad og síðan verður mót hér í
Reykjavík í byijun desember og lokaundirbúningurinn
hér heima fyrir HM. Okkur hefur líka verið boðið á
mót í Strassborg um næstu áramót en þar verða fjög-
ur efstu liðin frá síðustu Ólympíuleikum og ef til vill
einhveijar fleiri þjóðir.
Heimsmeistarakeppni unglinga verður í Egypta-
landi í september og það fer auðvitað allt sumarið í
það, þannig að það er nóg framundan."
Sigurður og Gunnar hætta líklegast
Áttu von á mikið breyttu liði á HM hér heima?
„Já, að einhveiju leyti. Sigurður Sveinsson og Gunn-
ar Gunnarsson hafa báðir sagt að þetta hafi verið
síðasta stórmótið með landsliðinu og ég á von á að
það sé endanlegt. Við verðum því að finna nýja menn
fyrir þá og þá á ég alveg eins von á að taka þá úr 21
árs liðinu. Auðvitað gæti ég tekið einhveija aðra en
lykillinn f framhaldinu er að uppistaðan úr þessum
Geir Sveinsson
leíkjahæsti
íslendingurinn
í HM- keppni
Geir Sveinsson 1986,1990,1993 15
Hjalti Einarsson 1961,1694,1970,1974 14
Einar Þorvarðarson 1986,1990 14
Kristján Arason 1986,1990 13
Sigurður Gunnarsson 1986,1990 13
Þorgils Óttar Mathiesen 1986,1990 13
Guðmundur Hrafnkelsson 1990,1993 13
Næstirá blaði með 12 leiki koma: Geir Hallsteinsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Ragnar Jónsson, Elnar Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Sveinsson, Júlíus Jónasson, Bjarki Slgurðsson og Valdimar Grímsson.
Baumgartner markahæstur
Svisslendingurinn Marc Baumg-
artner varð markahæstur á
HM í Svíþjóð, en hann gerði 47
mörk í sjö leikjum. Annar varð Jo-
sef Eles frá Ungveijalandi en hann
gerði 46 mörk í sjö leikjum. Þriðji
varð Yoon Kyung-Shin frá Kóreu
en hann gerði 41 mark í sex leikj-
um, Valeriy Gopin frá Rússlandi
gerði 39 mörk, Mateo Garralda frá
Spáni gerði 38 mörk og Sigurður
Sveinsson varð í sjötta sæti með
37 mörk.
Staffan „Faxi“ Olsson með
flestar stoðsendingar
Svíinn Staffan Olsson átti 23
stoðsendingar en Martin Rubin frá
Sviss varð í öðru sæti með 20 stoð-
sendingar. Andreas Dittert frá
Austurríki varð þriðji með 18 stoð-
sendingar eins og Darrick Heath
frá Bandaríkjunum en þeir léku
báðir sex leiki. Janos Gyurka frá
Ungveijalandi og Erik Veje Ras-
mussen frá Danmörku voru báðir
með 17 stoðsendingar en síðan kom
Gunnar Gunnarsson með 16 send-
ingar.
Júlíus á „toppnum"
Júlíus Jónasson er á toppnum á
lista yfir þá sem oftast voru reknir
af leikvelli í HM. Júlíus hvíldi í .20
mínútur en næstir honum eru Mart-
in Setlik úr liði Tékka/Slóvaka,
Hosam Gharib frá Egyptalandi,
Phillippe Schaaf frá Frakklandi og
Norðmaðurinn Roger Kjendalen, en
þeir voru allir reknir 9 sinnum útaf
og hvíldu því í 18 mínútur. Geir
Sveinsson kom næstur Júlíusi af
íslensku leikmönnunum, hvíldi í 10
mínútur.
Bandaríkjamenn voru sjaldnast
reknir af velli, i 22 mínútur, en
Svíar urðu í öðru sæti með 32 mín-
útur, Sviss 40 mínútur, Kórea 46
mínútur og síðan Austurríki og ís-
land með 48 mínútur. Lið
Tékka/Slóvana var oftast rekið af
leikvelli, eða í 64 mínútur.
Rico bestur í markinu
Lorenzo Rico frá Spáni var besti
markvörður mótsins, varði 43%
þeirra skota sem komu á mark
hans. Tomas Svensson frá Svíþjóð
og Mats Olsson landi hans vörðu
báðir 41% skota sem kom á sænska
markið. Andrey Lavrov frá Rúss
landi varði 40% skota. Guðmundur
Hrafnkelsson er i 9. sæti með 36%
skota varin ásamt þeim Andreas
Thiel frá Þýskalandi, Toacsen frá
Rúmeníu, Stadil Hansen frá Dan
mörku og Szatmari frá Ungveija-
landi.
DANIR fögnuðu ógurlega þeg-
ar þeir sigruðu Rúmena í leik um
9. sætið. Með sigrinum tryggðu
Danir sér rétt til þátttöku á HM á
íslandi 1995.
MAGNÚS Oddsson formaður
HM-nefndarinnar hér sá spaugilegu
hliðina á þessu. „Ég er búinn starfa
lengi að ferðamálum en ég hef aldr-
ei séð jafn marga útlendinga fagna
jafn innilega yfir því að fá að fara
til íslands,“ sagði hann.
ERIK Veje Rasmussen marka-
hæsti leikmaður Dana segist vera
hættur í landsliðinu. Hann sagði
eftir leikinn að hann ætlaði að koma
til íslands 1995 en í stað handbolta-
töskunnar ætlaði hann að hafa
veiðistöngina með.
FRAKKAR mættu í æfinga-
búningum sínum eins og Svíar og
Rússar en höfðu að auki allir sett
upp bláar alpahúfur.
SVÍAR voru íjölmennir þegar
þijú efstu liðin mættu við verð-
launaafhendinguna. Hin tvö liðin
voru með 16 menn en Svíar mættu
með 20 manns og þurfti að ná sér-
staklega í aukaverðlaunapeninga
fyrir fjóra.
É RUSSARíenfpi um 550 þúsund
ÍSK hver fyrir sigurinn á HM en
Svíar fengu hins vegar um 1,5
milljón ÍSK hver og einn.
■ BÚIST er við að nokkur félög
ræði við einhveija af rússnesku leik-
mönnunum með það í huga að fá
þá til liðs við sig. Þrátt fyrir það
er ólíklegt að Rússar fari nema þá
Kudinov (nr. 9) en hann er orðinn
24 ára gamall, en þeir mega fara
tii erlendra liða þegar þeir eru 25
ára. Kudinov á 50 landsleiki og
það vegur líklega upp árið sem á
vantar.
■ ARNO Ehret sem verið hefur
landsliðsþjálfari Sviss undanfarin
ár hættir nú með liðið. Hann tekur
við landsliði Þjóðveija og miklar
líkur eru taldar á að honum til að-
stoðar verði Armin Emrich núver-
andi þjálfari Þjóðverja.
■ THOMAS Svensson markvörð-
ur Svía sagði að hann væri ánægð-
ur með mótið þó svo hann hefði
viljað standa sig betur í sumum
leikjum, og tók þjálfarinn undir
það. Svenson var þá spurður hvort
þjálfarinn hefði staðið sig nógu vel.
É ENGINN er fullkominn, ekki
einu sinni Bengt. Það er ýmislegt
sem hann gerði sem má ræða, við
gerum allir mistök," svaraði Svens-
son af hógværð.
II TIL stóð að afhenda Markúsi
Erni Antonssyni borgarstjóra fána
alþjóða handknattleikssambandsins
vegna þess að HM ’95 verður hér
á landi. Ekkert varð af því.
■ SVÍAR segja að 97.294 áhorf-
endur hafi séð leikina á HM en
sæti hafí verið fyrir 150.000 manns.
Miðað við að vera í Gautaborg og
Stokkhólmi þar sem flestir áhorf-
endur komu að sjá leikina er erfítt
að sjá hvernig Svíar fá þessa tölu.
■ SVÍAR seldu miða á þijá leiki
í einu í Stokkhólmi og ef þeir seldu
alls 3.000 miða hljóta þeir að talja
þá sem 9.000 þar sem leikimir voru
þrír.
■ ÚRSLITALEIKNUM var sjón-
varpað til 23 landa þar sem 727
milljónir manna búa.
■ MIKIÐ starf var unnið í sjálf-
boðavinnu í sambandi við HM. Þeir
1.200 sjálboðaliðar sem störfuðu
við mótið unnu gott starf.
■ ÞAÐ kostar sitt að halda HM
í handbolta og telja Svíar að veltan
hjá þeim hafi verið 24 milljónir
sænskra króna, sem er um 216
milljónir ÍSK.
■ ÞEGAR upp verður staðið ætla
Svíar að koma út með 6 milljóna
króna hagnaði, eða 54 milljónum
ÍSK.