Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 9

Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 C 9 RUV Bílasport aftur í umsjón Birgis Þórs „METNAÐUR okkar liggur í að vera á hverju þriðjudagskvöldi með nýtt efni, hvort sem það er ísienskt eða erlent, frásagnir og svipmyndir af keppnum undanfarinna daga,“ segir Birgir Þór Bragason, en hann er nýkominn heim frá Damnörku þar sem hann er búsettur, í því skyni að stýra vikulegum akstursíþróttaþáttum hjá Ríkissjónvarpinu. FRÉTTIR Tvær torfærugrindur eru í smíð- um á Austurlandi og fleiri eru í smíðum á Suður- og Vesturlandi, m.a. á Akranesi en þar verður í fyrsta skipti haldið ís- landsmót í torfæru- akstri. Aksturs- íþróttafélag Vest- urlands, Akvest, heldur keppnina, en mjög gott keppnissvæði er skammt frá Akranesi þar sem æfingakeppni heppnaðist vel í fyrra. Akurnesingar fá keppnina frá Egilsstaðabúum, sem verða eingöngu með eina keppni til meistara í ár. Meira af Akvest. Klúbburinn sem telur um 140 manns, ætlar auk torfærukeppninnar og rall- keppni að halda í sumar rallýkross- keppni og láta keppa í öllum flokkum, þ.e. rallý- krossi, teppaflokki, opnum flokki og krónukrossi. Þetta verður æfinga- keppni, en Akvest-menn hafa full- an hug á að fá til sín keppnir í íslandsmeistaramótinu í rallý- krossi í framtíðinni. í gegnum tíðina hefur af og til komið upp sú hugmynd að búa til afmarkað aksturssvæði, sem gæti nýst ýmsum aðil- um, s.s. aksturs- íþróttamönnum, lögregluskólanum, ökukennurum, bif- reiðaumboðunum og fólki almennt sem vildi spreyta sig í akstri inni á lokuðu svæði eða æfa sig í akstri. Hvar slíkt svæði ætti að vera hafa hins vegar verið skiptar skoðanir um, en ýmsir aðilar líta nú til svæð- isins á gömlu öskuhaugunum í Gufunesi og vonast til að geta séð drauminn rætast þar. Það hefur verið í umræðunni undanfarin tvö ár að skylda kepp- endur í torfærunni til að vera með hálskraga og í raun hefur marga undrað að ekki skuli hafa orðið al- varlegri hálsmeiðsl á keppendum við veltur en raunin er. En núna eru hálskragar skylda í torfærukeppnum. samþykktar. Einnig hefur verið breytt fyrirkomulagi varðandi birt- ingu úrslita og skipulag mótanna. Skipulag torfærumóta krefst gíf- urlegs mannafla, yfír 100 manns þarf t.d. á fyrsta mótið, en búist er við skráningu hátt í 40 kepp- enda í tveimur flokkum. Hörðustu keppendurnir í sérút- búna flokknum hafa lagað grindur sínar til í vetur. Helgi Schiöth frá Akureyri er kominn með nýja vél, Egilsstaðarbúinn Þórir Schiöth er sem fyrr á fjórhjólastýrðri grind , sem verður nú á 44 tommu skófl- um og Reynir Sigurðsson hefur breytt drifbúnaði og vél lítillega. Gísli Hauksson á „Steranum" hef- ur lengt sinn jeppa og sett undir hann nýja framhásingu, eftir óhapp á æfingu. Sigþór Halldórs- son var sá ökumaður sem blómstr- aði í lok keppnistímabilsins í fyrra, ók „Hlébarðanum“ vel og vann tvo sigra í röð. Hann var einn fjög- urra sem átti sterka möguleika á meistaratitilinum, en varð að sjá á eftir honum eins og nágranni hans Stefán Sigurðsson. „Staðan hjá okkur austan- mönnum er óljós, mig langar á Hellu og að vera með, en það er allt óráðið ennþá. Það væri spenn- andi að taka þátt, en fimm mót af sex gilda til meistara. Næstu dagar munu leiða í ljós hvað við gerum, en ég vonast til að geta keppt ef kostandi finnst." segir Sigþór. GR Meira um torfæruna. Keppendum í flokki sérútbúinna bíla í torfær- unni er nú ekki lengur heimilt að vera með hvaða stóla sem er í grindunum heldur hefur notkun keppnisstólaþ.e. svokallaðra körfu- stóla nú verið skylduð í þessum flokki. Svokölluð fjögurra punkta bíl- belti eru skylda í keppnisbílum hér, en þær raddir eru farnar að heyrast sem telja að skylda ætti notkun fimm punkta öryggis- belta í þær aksturs- íþróttir þar sem hraðinn er mjög mikill, s.s. í ralli, rallýkrossi og þá ekki síst í kvartmílunni og sand- spyrnunni. Um er að ræða sömu þáttagerð og áður var á Stöð 2, en Bíla- sportsþættirnir voru gerðir í sam- vinnu LÍA og Stöðvar 2 undanfarin ár, en fær'ast yfir á Ríkissjónvarpið nú og verður fyrsti þátturinn að lokn- um 11-fréttum 11. maí. Þættirnir verða svo í framhaldinu á dagskrá vikulega um kl. 21.00 á þriðjudagskvöldum og hver þáttur endursýndur í byijun kvölddagskrár um helgar: Tvær undantekningar verða þó þar á í sumar, en þá er um að ræða fyrstu viku í júní og tvær vikur í júlílok og ágústbyijun, þegar þættirnir falla niður þar sem engar keppnir eru haldnar á þeim tíma. Birgir Þór segir litla breytingu verða á þáttunum frá því sem var, nema lítilsháttar útlitsbreytingar. Efnislega verður þótt bætt við þá, þar sem sýnt verður frá helstu keppn- um í akstursíþróttum erlendis. Er þá fyrst og fremst um að ræða sýn- ingar á efni frá Formulu 1-kappakst- urskeppnum, Heimsmeistarakeppn- inni í rallakstri, Evrópumeistaramót- inu í rallíkrossi og Grand Prix 500, sem er keppni í vélhjólaakstri á mal- biksbraut. í fyrsta þætti sumarsins, þann 11. maí, verður sýnt frá rallýkrossi og torfærukeppni, en 18. maí verður Þoturallið, rallýkross, sandspyrna og torfæra á dagskrá og 25. maí, rallý- kross, þoturallið og torfæra. Moto- kross, Stilling-rallið og torfæra verða svo á dagskrá 8. júní og innihald þáttanna verður svo áframhaldandi í samræmi við keppnisdagskrá sum- arsins. Militec-1 undraelnið sannaði ágæti sitt áþneyfanlega: - an þess að legun og slitfletir hefðu skaða af „Við vorum meira gapandi eftir því sem sunnar dró,“ sagði Guðmundur Þór Björnsson bifvélavirki er hann var að lýsa fyrir okkur reynslu sinni af því að aka Volvo bíl sínum 280 kílómetra leið með ónýta olíudælu um síðustu helgi. DV 6. MARS1993 Militec-1 smurbætiefnið gengur í samband við málma og dregur úrviðnámi, hitamyndun og sliti þar sem málmur mætir málmi. Militec-1 minnkar hávaða véla, dregur úr mengun í útblæstri, kaldstörtun verður auðveldari og eyðsla minnkar. Annar eiginleiki etnisins er að þó vatn komist inn á vélina hefur það ekki áhrif á smurhæfni þess, þar sem efnið skolast ekki af málmum. Engin aukaefni Militec-1 innheldur engin föst efni eins og teflon né aukaefni á borð við, klóruð parafín, PTFE- kvoðu eða klóruð kolvatnsefnis- sambönd eins og önnur bætiefni. Klórud kolvatsefnissambönd geta gengid í samband við smurolíu og myndað saltsýru sem tærir málma. Myndar | Fjölbreytt not geysisterka húð Þar sem Militec-1 myndar örþunna, hála slitfilmu á málmfleti hentar það vel til notkunar í sjálfskiptingum og gírkössum ásamt öllum drifbúnaði. Nota má efnið á alla málmfleti þar sem leitast er eftir minna viðnámi tveggja flata. Militec-1 dregur úr viðnámi og sliti í bensín -og dísilvélum, gírkössum, drifum, millikössum, kælikerfum, færiböndum, sjálfskiptingum, aflstýrum, loftpressum, dælum, vökvakerfum, byssum og yfirleitt alls staðar þar sem málmur mætir málmi. Militec-1 hentar einnig vel á kúlulegur og til notkunar í rennismíði. Það er í senn hitaþolið, olíuleysanlegt og um leið ryðverjandi. Militec-1 er eina smurbætiefnið sem bandaríski sjóherinn viðurkennir. Militec-1 er fjölhæfasta smur- bætiefni á markaðinum og má nota jafnt í jarðolíur, gerviolíur, feiti, sjálfskiptivökva, flest smurefni eða eitt sér. Efnið hentar einnig vel til heimilisnota, á reiðhjólið, sláttuvélina eða veiðihjólið. Stilling Skeifunni 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.