Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 2

Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 2
2 B - . .\...,. giBErf tTrrrirai n a ..... MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 (•amall fálkíi- hns gert að veitingastað Víldngasetrió í Hafnarfirói vígt meö veglegri víldngaliátíó 10. mai VÍKINGASETRIÐ í Hafnarfirði verður opnað og vígt 10. maí nk., en það er hluti af veitingastaðnum Fjörukránni við Strandgötu. Að sögn Jóhannesar Viðars Bjarnasonar, veitingamanns í Fjörukránni, er öllu ytra útliti hússins haldið. — Mér hafa tjáð fróðir menn, að þetta sé gamalt fálkahús. Það var byggt upphaflega sem geymslu- hús fyrir fálka, sem fangaðir voru hér á landi og gefnir konungum erlendis. Þegar við tökum það í notkun, verður hér veitingastaður, sem ekki á sinn líkan á íslandi, sagði Jóhannes Viðar. etta hús er um 100 fermetrar og rúmlega aldar gamalt. Það stóð eitt sinn á Hvaleyri, en var síðan flutt á stað rétt hjá Fjöru- kránni fyrir um 20 árum. Jóhannes Viðar hefur nú látið flytja það á steyptan grunn sunnan megin við Fjörukrána. Þessu húsi er nú ætlað mikið og veglegt hlutverk, eftir að búið er að gera það upp. Því hefur verið breytt á þann veg, að neðsta hæðin verði sem líkust því, sem skálar hafí verið til forna hér á landi. Hús það, sem Fjörukráin hefur verið í, á sér líka gamla sögu, því að það er með elztu húsum í Hafnar- firði. Það var gert upp fyrir um áratug og mikið kapp á það lagt þá að láta húsið halda sínu gamla yfirbragði. — Ekki verður því annað sagt, en að öll umgjörð staðarins sé í senn gömul og þjóðleg en um leið vistleg og skemmtileg, sagði Jó- hannes Viðar. Fjörukráin var opnuð 10 maí 1990, 10. maí 1991 var Fjörugarð-. urinn opnaður, sem er hluti af veit- ingastaðnum og 10. maí 1992 tók staðurinn í notkun flotbrú í sjónum fyrir framan staðinn og hóf báta- siglingar fyrir gesti sína. — Nú rek- um við smiðshöggið á þetta allt með því að opna hér enn stærri stað og tökum enn stærri flotbrú og enn stærra skip í notkun en við höfðum áður. Það er Fjörunesið, áður Fagra- nesið, 140 tonna bátur, sem tekur 80 manns í sæti. Víkingahátíðin, sem hefst hér 10. maí, mun standa yfir í nokkra daga með alls konar uppákomum. Víkingbrugg stendur að þessari hátíð með mér og ætlun- in er að koma á árlegri, rammis- lenzkri víkingahátíð. Hér á að verða víkingasetur, þjóðlegur veitingastaður, þar sem lögð verður áherzla á forna ímynd og gamlar hefðir okkar íslendinga. Staðurinn verður skreyttur með myndum af atvikum úr Islendinga- sögunum, norrænu goðafræðinni og frásögnum af norrænum mönn- um. Að sjálfsögðu er ætlunin með þessu ekki sízt að ná í enn ríkara mæli en áður til erlendra ferða- manna, sem koma hingað til lands á sumrin. — Hér verður líka vísir að minja- gripasölu t. d. alls konar silfurmun- ir, drykkjarkrúsir, hom og annað, sem minnir á víkingatímabilið, seg- ir Jóhannes Viðar að lokum. — Sérstakur klæðnaður verður hann- aður til þess að hafa á staðnum og sérstakur borðbúnaður, sem á að minna á víkingatímann. Fjörukráin í Hafnar- firði. Fálkahúsið er yzt til hægri. Teikn- ing þessi er gerð af Hauki Halldórssyni myndlistarmanni. Fálkahúsið yzt til hægri, áður en það var gert upp og flutt ásteyptan grunn við Fjörukrána. Vettvangur húsbréfaviðskipta Hjá okkur færðu ráðgjöf og þjónustu í húsbréfaviðskiptum. « Vertu velkomin(n). § ! L tt Landsbanki LANDSBREF HF. Islands Löggilt veröbréfafyrirtæki. Bankl allra landsmanna Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. YZT til vinstri er endahús með fjórum íbúðum, sem allar eru með sérinnangi. Síðan kemur meginhúsið með þremur stigahúsum og 6 íbúðum í hverju. íbúðirnar á neðstu hæðinni eru sérhannaðar varðandi aðgang fyrir fatlaða. I endahúsunum til hægri verða fjórar íbúðir, tvær íbúðir í hvoru húsi en allar með sérinngangi. Allar íbúðirnar eru fyrir frjálsan markað. Kópavogiir Vel gengur aö selja nýj- ar íbúóír í Suöurhliöum MJÖG vel hefur gengið að selja fyrstu íbúðirnar í nýju fjölbýlis- húsi, sem er í byggingu í jaðri Suðurhlíða í Kópavogi. Fjölbýlishús- ið stendur við Lækjarsmára 78-90 og þar verða alls 26 íbúðir. Þær eru ýmist 2ja, 3ja, 4ra eða 5-6 herb og fremur stórar. Þannig eru 2ja herb íbúðirnar 83 ferm nettó en 4ra herb íbúðirnar 115 ferm. íbúðirnar afhendast fullfrágengnar án gólfefna, en byggingaraðilar eru Óskar Ingvarsson og byggingarfélagið Markholt hf. Hönnuður er Kjartan Sveinsson. etta kom fram í viðtali við Jón Þ. Ingimundarson, sölumann í fasteignasölunni Óðal, þar sem þessar íbúðir eru til sölu. — Nú eru aðeins eftir tvær íbúðir af sex í fyrsta stigahúsinu, sem er komið upp, en það er Lækjarsmári 84, sagði Jón. — Það hefur gengið mjög vel að seljá þessar íbúðir og raunar betur en við hér áttum nokkru sinni von á. Þetta fjölbýlishús mun standa á mjög skemmtilegu svæði og verður hluti af litlum íbúða- kjama, sem verður svipað upp- byggður og Ártúnsholtið. íbúða- fjöldinn verður ekki mikill og í kringum svæðið verður mjög góð útivistar- og íþróttaaðstaða, m. a. stutt í íþróttasvæði Kópavogs. Sval- ir eru á öllum íbúðunum að sunnan- verðu nema íbúðunum á jarðhæðun- um, en þeim fylgir sér suðurlóð. íbúðirnar verða afhentar í sumar og þær síðustu í haust. Ifyrst auglýstum við íbúðirnar í smíðum og þá voru viðbrögð mjög lítil, en eftir að við auglýstum þær til sölu fullfrágengnar án gólfefna hafa viðbrögðin verið mikil, sem lýsir sér bezt í því, að fjórar af sex íbúðum í fyrsta stigahúsinu seldust strax og mikill áhugi er á þeim tveimur, sem eftir em. Þær sex íbúðir, sem verða í stigahúsinu við hliðina, verða tilbúnartil afhending- ar eftir mánuð og miðað við við- brögð erum við bjartsýnir á, að þær seljist jafn fljótt og vel og þær íbúð- ir, sem þegar em seldar. — Verð á þessum íbúðum er að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð, sagði Jón Ingimundarson að lokum. — 2j herb íbúðirnar 83 ferm riettó em á kr. 7.450.000 kr., 3ja herb íbúðirnar 101 ferm nettó em á 8.800.000 kr. og 4ra herb íbúðirnar 115 ferm nettó em á 9.850.000 kr. Miðað við stærð og gæði þessara íbúða tel ég verðið á þeim mjög hagstætt. Markaðurinn Skuldaaólögun Greiðsluerfiðleikar íbúðaeig- enda eru án efa sá þáttur hús- næðismálanna sem hvað leiðin- legast er að fást við, fyrir hvern þann sem lendir í þeim. Þetta á auðvitað ekki við þegar unnt er að leysa þá á farsælan hátt, frá íbúðaeigendunum séð. Vanskil Ofáar fjölskyldumar hafa átt erfitt með að standa í skilum með afborganir af lánum sínum á undanförnum ámm. Ekki verður séð að úr því dragi á næstunni. Hátt í 60 þúsund fjölskyldur í land- inu em með lán hjá Húsnæðis: stofnun ríkisins. í lok mars síðastlið- ins voru rúmlega eftir Grétor J. 10 þúsund þeirra í Guómundsson vanskilum við stofnunina, sem er svipað hlutfall og verið hefur und- anfarin ár. Stærsti hluti þeirra var reyndar einungis með einn gjald- daga í vanskilum, sem sumum fínnst ekki mikið tiltökumál. Ekki Iiggja fyrir upplýsingar um vanskil íbúðaeigenda hjá bönkum og spari- sjóðum, enda sér hver þeirra fyrir sig um þann þátt og engin saman- tekt er til þar um. Skammtímalán erfiðust Á ámnum 1985-1991, að báðum árum meðtöldum, stóðu íbúðaeig- endum til boða sérstök lán vegna greiðsluerfiðleika hjá Húsnæðis- stofnuninni. Um helmingur þess fjármagns sem þannig var veitt að láni, eða um 3 milljarðar króna, á núverandi verðlagi, fór til greiðslu á vanskilum eða skuldum íbúðaeig- enda hjá bönkum og sparisjóðum. Það bendir til þess að á þessum tíma hafi vandi íbúðaeigenda verið mestur með afborganir af skamm- tímalánum. Með tilkomu húsbréfa- kerfísins var stefnt að því að breyta þessu. Markmiðið var að íbúða- kaupendur gætu fjármagnað stærri hluta kaupanna með langtímaláni. Líklegt er að svo hafi orðið í mörg- um tilvikum. Skuldir heimUanna Á opnum fundi sem Neytenda- samtökin gengust fyrir 19. mars síðastliðinn var fjallað um skuldir heimilanna og greiðsluerfíðleika, hvemig skuldimar hafa þróast og hvaða úrbóta hefur verið gripið til á Norðurlöndunum. Fram kom að skuldir heimilanna hafa aukist hjá öllum þessum þjóðum á síðastliðn- um áratug. Þetta em merkilegar upplýsingar, þegar tekið er tillit til þess að húsbréfakerfíð var ein- göngu tekið upp á þessum tíma hér á landi, en vinsælt hefur verið að undanfömu að kenna því um skuldaaukningu heimilanna hér á landi. Auðvitað er það einföldun á raunveruleikanum. Margt fleira kemufctil. Má þar t.d. nefna stór- aukið fijálsræði á peningamarkaði og auðveldari aðgang að lánsfjár- magni. Leiðir til úrbóta Á fundi Neytendasamtakanna kom fram að í stórum dráttum eru tvær leiðir til að taka á greiðsluerf- iðleikum íbúðaeigenda. I fyrsta lagi með fyrirbyggjandi aðgerðum, þ.e. ráðgjöf og upplýsingum, og í öðru lagi með aðgerðum til lausnar á þegar orðnum erfíðleikum, s.s. með skuldbreytingum, greiðsluerfíð- leikalánum eða skuldaaðlögun. Ráðgjöf hefur aukist með til- komu húsbréfakerfísins, en hún nýtist að sjálfsögðu fyrst og fremst þeim sem hafa hug á íbúðakaupum hveiju sinni. Kaupendur ættu að nýta sér þá þjónustu sem unnt er að fá með greiðslumatinu í hús- bréfakerfinu og festa kaup á íbúð- arhúsnæði með hliðsjón af þeim ráðleggingum sem í því felast. íbúðakaupendur, sem sækjast eftir hærra greiðslumati en rétt er, plata enga aðra en sjálfa sig. Nú þegar liggja fyrir þó nokkur dæmi um fjölskyldur sem hafa lent í erfiðleik- um vegna þess að þær þáðu ekki þá ráðgjöf sem þeim stóð til boða með greiðslumatinu. Skuldbreytingar á lánum íbúða- eigenda hjá bönkum og sparisjóðum eiga sér án efa stað á hveijum degi, og dæmi eru til um marga góða hluti í þeim efnum. Enda er það ekki síst hagur lánastofnana að skuldarar standi í skilum með af- borganir lána sinna. Skuldaaðlögun er nýtt hugtak hér á landi, en lög þessa efnis eru þekkt frá Danmörku og Noregi. Með skuldaaðlögun getur t.d. vöxt- um og/eða lánstíma láns verið breytt eða skuíd strikuð út að hluta eða fullu. Tilgangurinn er að gera skuldurum kleift að standa undir skuldbindingum sínum og koma í veg fyrir greiðsluþrot fjölskyldna og nauðungaruppboða á íbúðum þeirra. Þessi leið til aðstoðar íbúða- eigendum í greiðsluerflðleikum er komin til skoðunar hér á landi og verður án efa athuguð vel áður en langt um líður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.