Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 16

Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 16
 MORGUNBLAÐIÐ FASTEICslUIRii'^'lnJW-IJR 30. APRÍL 1993 ■-r-nr-:mrTA.:m:•}tu;.T/:rr.iTBtri till/ÍKlla I gAI r-ua7.j?i,/"T;.n!or/— KAUPMIÐLUN FASTEIGN ASALA AUSTURSTRÆTI 17 • SÍMI 62 1 7 00 Lögm. Ásgeir Pétursson, Róbert Árni Hreiðarsson. Opið á laugardögum kl. 10-14 I Viö Vegamót á Seltjarnarnesi | Ca 70 fm risíbúð í laglegu húsi. Húsið er nýklætt að utan með innbr. prófíl- \ stáli. Risiö er ný innr. sem 2 einstakl- ingsíbúðir ásamt aukaherbergi og er í | útleigu. Hægt er að innrétta sérlega ' skemmtilega 3ja herb. íbúð. Stórar sval- Tækifærið fyrir laghenta. Hagst. I verð. Hverfisgata 1 3ja herb. íbúð á 1. hæð með sér inn- , gangi ásamt kjallara þar sem nú eru 2 I stór herbergi, hvort um sig með eldun- , araðstöðu. Húsnæði.ð er allt í útleigu I og gefur ágætar leigutekjur. Hagst. . verð. I Vesturgata I 2ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt rými I fyrir 2 herb. í kjallara. Áhv. húsbréf 1,4 m. Hagst. verð. Sýníshorn úr söluskrá | Tjarnarmýri V. 6,9 m. ( Vallarás, falleg 2ja h. V. 5,5 m. I Laugavegur, 2ja h. V. 4,2 m. I Höfðatún, 2ja h. ósamþ. Baldursgata, 2ja h. V. 4,8 m. Birkimelur, 3ja h. V. 7,3 m. Hraunbær, 3ja h. V. 6,8 m. I Jörfabakki, 3ja h. V. 6,8 m. Engihjalli, 3ja h. V. 7,2 m. ' Grenimelur, 3ja h. } Vesturberg, 4ra h. 7.0 m. Kirkjuteigur, 4ra h. I Digranesvegur, 5 h. sérh. , Breiðvangur, raðh. Erum meö fjölda sumar- i bústaða og sumarbú- staðalönd á söluskrá. 21750 SÍMATÍMI LAUGARDAG FRÁ KL. 10-13 Seljendur ath.! Vantar íbúðir og hús- eignir á söluskrá. Áratuga reynsla tryggir örugga þjónustu. Njálsgata - 2ja 2ja herb. snyrtil. kjíb. í timburh. Sér- þvottah. Sérinng. Verð 3,8 millj. Engjasel - 2ja 2ja herb. falleg íb. á jarðhæð. Bílskýli. Laus strax. Verð 5,0 millj. Áhv. ca 1,6 m. Flyðrugrandi - 2ja Falleg 65 fm íb. á 1. hæð. Sér lóð. Laus strax. Verð 6,3 millj. Reynimelur - 3ja 50,9 fm góð ósamþ. kjíb. Laus strax. Verð 3,8 millj. Krummahólar - 3ja 3ja herb. góð íb. á 5. hæð í. Stórar suðursv. Bílskýli. Laus. Verð ca 6 millj. Marfubakki - 3ja 81 fm falleg íb. á 3. hæð. Þvherb. í íb. Suöursv. Verð 6,2 m. Áhv. ca 3,5 millj. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. í N-Breiðh. Dvergabakki - 3ja 3ja herb. falleg íb. á 1. hæð. Herb. í kj. fylgir. Laus. Verð 6,4 millj. Krummahólar - 3ja Ca 90 fm falleg íb. á 2. hæð. Suðursv. Stæði í bílgeymslu. Verð ca 7 millj. Kleppsvegur - 4ra 90,6 fm falleg Ib. á 1. hæð. Suð- ursv. Verð 7,6 mlltj. Ábv. 1,9 millj. langtímalán. Þingholtin - 5 herb. 115.5 fm falleg nýstandsett efri hæð og ris við Njarðargötu. Verð 8,1 millj. Rekagrandi - 4ra-5 Mjög falleg og rúmg. íb. á tveimur hæð- um. Suðursv. Bílskýli. Fallegt útsýni. Brekkulækur - 5 herb. 5 herb. falleg íb. á 3. hæð (efstu í þríb- húsi. Þvherb. í íb. Tvennar svalir. Verð 9.5 millj. Áhv. 5,6 millj. húsbr. Vesturberg - endaraðh. Mjög falleg 130,5 fm eign á einni hæð. Geymslukj. Bílskúrsr. Verð 10,5 millj. Kvistaland - einbh. 165 fm elnbhús á einnl hæð ásamt 50 fm bilsk. 4 svefnherb. Bílsk. nú ínnr. sem Ib. k Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4 Málflutnings- og fasteignastofa íitliLsmynd af suðurhlióinni ÞANNIG mun suðurhlið Aðalstrætis 9 líta út, eftir að nýbyggingin er risin. Þijár hæðir verða byggðar ofan á núverandi hús. Þar sem húsið verður mjög stórt, er nýbyggingunni skipt í smærri einingar til þess að samræma það betur eldri húsum i nágrenninu. Þrjár hæðir ■ 20 íbúðir ■ 1500 ferm Húsiö Aóalstræd 9 fáí þá reisn, sem það verðskuldar - segja arkltektarnir Guóni Pálsson og Dagný Helgadóttir Á NÆSTUNNI á að hefjast smíði þriggja hæða ofan á húsið Aðalstræti 9 í Reykjavík, en það hús gengur undir heitinu Miðbæjarmarkaðurinn. Hver hæð verður um 500 fermetrar, þannig að þessi viðbót við húsið verður um 1.500 fermetrar. Þarna verða byggðar 20 íbúðir og samkvæmt þeim samningi, sem gerður hefur verið, kaupir Reykjavík- urborg 12 af þessum íbúðum en það sem eftir er, verður selt á frjálsum markaði. Byggingaraðili er byggingafyrir- tækið Álftárós hf. og kostnaðaráætlunin við þessar fram- kvæmdir er um 150 millj. kr. Þetta hús er á áberandi stað í Kvosinni og jafn mikil stækk- un þess og fyrirhuguð er, á eftir að hafa mikil áhrif á umhverfið. Sú spurning vaknar, hvort þessi áhrif verði ekki yfirþyrmandi og skyggi á aðrar breytingar, sem verða á þessu svæði á næstunni? Vert er að rifja það upp hér, að á næstu tveimur árum eru fyrir- hugaðar miklar framkvæmdir í Kvosinni í framhaldi af þeim fram- kvæmdum, sem hófust fyrir tveim- ur árum með endurnýjun og upp- hitun á yfirborði gatna og gang- stétta. Þessar fyrirhuguðu fram- kvæmdir eiga að fara fram í tveim- ur áföngum og munu breyta yfir- bragði Kvosarinnar verulega. Hinn 1. maí hefjast framkvæmdir við fyrri áfangann, sem nær yfir Ing- ólfstorg, þar sem nú eru svonefnt Hallærisplan og Steindórsplan. Síðari áfanginn á að koma til framkvæmda á næsta ári og nær hann yfir Grófina frá Tryggvagötu að Geysishúsi. Með þessum framkvæmdum á að mynda stórt heilsteypt torg í miðbæ Reykjavíkur, sem verði hið opinbera torg borgarbúa og um leið vettvangur fyrir útisamkomur þeirra í framtíðinni, jafnt stórar sem smáar. Markmiðið er, að gamli miðbærinn endurheimti sinn gamla sess, sem hjarta borgarinn- ar og vettvangur mannlífs. Verulegar breytingar verða á bílaumferð í samræmi við gildandi deiliskipulag Kvosarinnar. Austur- stræti verður haft opið fyrir seytl- andi umferð, en í staðinn fyrir að tengjast Aðalstræti, beygir um- ferðin til hægri inn í Veltusund og þaðan aftur til hægri til aust- urs eftir Hafnarstræti. Aðalstræti verður opið strætisvögnum og leigubílum í báðar áttir og einka- bílum frá suðri til norðurs. Hugs- unin er sú, að almenningssam- göngur hafi þarna forgang. Bíla- stæði verða svo við Veltusund og Aðalstræti. Nýbygging í gömlu umhverfi Markmiðið með nýju skipulagi á miðbænum var að kalla þar fram meira og fjölbreyttara mannlíf og fá meira jafnvægi í byggðina. Því var lögð áherzla á, að það kæmu íbúðir í sem flestar efri hæðirnar í húsunum í miðborginni. Til- gangurinn var að fá fleira fólk til þess að búa í miðborginni, eins og tíðkast víða erlendis. Framkvæmdir eru þegar hafnar við nýbygginguna ofan á Mið- bæjarmarkaðnum. Unnið hefur verið að nauðsynlegum breyting- um í kjallaranum og búið er að setja upp styrktarsúlur meðfram húsinu að utanverðu, en þær eru ekki síður útlitisatriði. — Mesti vandinn við þetta verkefni er að tengja nýbygginguna við þann hluta, sem fyrir er, segir Guðni Pálsson arkitekt, en hann hefur hannað nýbygginguna ásamt Dagnýju Helgadóttur arkitekt. Þau reka í sameiningu arkitekta- stofu að Bankastræti 11 og gerðu einnig deiliskipulagið að miðbæn- um á sínum tíma. — Við höfum reynt að skipta nýbyggingunni í smærri einingar, því að grunnflötur hússins er mjög stór. Ennfremur eru litir notaðir til þess að undirstrika þessa upp- deilingu og fella útlit hússins að fjölbreyttu litavali eldri húsa í Kvosinni, heldur Guðni áfram. — En þetta á engu að síður að verða nútímabygging. íbúðirnar verða fremur litlar það er 2ja til 3ja herb og um 60 ferm. Á efstu hæðinni verða þær stærri eða 70-100 ferm og þá flest- ar 4ra herb. Gert er ráð fyrir, að ein íbúðin verði húsvarðaríbúð. Sérinngangur verður í íbúðimar með lyftu á • austurhlið hússins. Það verður mikil og góð birta í öllum íbúðunum og sumar þeira verða með útskotsgluggum, sem auka til mikilla muna á alla útsýn- ismöguleika. Suðursvalir verða á hverri íbúð og þar ætti því að vera mjög sólríkt og skjólgott. Engin bein tengsl verða á milii íbúðanna og verzlunar- og þjónusturýmisins, sem fyrir er á neðri hæðum húsins. En á svona há bygging ekki eftir að skyggja á umhverfi sitt og koma m. a. í veg fyrir, að sól- in nái að skína á gróðurinn á Ing- ólfstorgi eins og þarf?. — Þetta atriði var athugað sérstaklega, þegar húsið var hannað, segir Dagný Helgadóttir, sem nú hefur orðið. — Auðvitað verður skuggi af þessu húsi, en það var gerð teikning, sem sýnir afstöðu sólar gagnvart húsinu og umhverfi þess á mismunandi tímum dags í marz, júní og september. Þessi mynd sýnir, hvernig skuggar af húsinu falla á umhverfíð. Þar kom fram, að á þeim tíma dags, þegar sól er hátt á lofti á sumrin, verða skuggar af húsinu ekki það mikl- ir, að það spilli fyrir umhverfínu. Húsið stendur ekki alveg við Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.