Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 10
10 G> MOfiGUNBLADIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Wed gætni skal götur aka. UMFERÐARRÁÐ VIÐHfllD OG VIDGERÐIR LESIÐ ÁDEKK ÞESSA dagana sveitast starfsmenn dekkjaverk- stæða blóðinu við að setja sumardekk undir bíla landsmanna - og þó eru annir þeirra líklega minni nú en á haustin þegar hálka og snjór reka á eftir að skipt sé um dekk. Sumir bíl- eigendur láta sig að vísu hafa það að aka á vetrar- dekkjunum á meðan þau endast og kaupa svo ný. Raunar er slík fjárfesting, hvort heldur sem keypt eru vetrar- eða sumar- dekk, ekkert tiltökumál fyrir flesta eins og á árum áður þegar dekkjum var helst ekki hent fyrr en farið var að skína í striga því að þau þóttu dýr. Og breytingar í þessu efni snerta ekki einungis pyngjuna. Þverbandahjólbarðar, sem svo hafa verið kallaðir og nú eru alls ráðandi („radial“, sjá mynd 1), eru að flestu leyti betri en skábandahjólbarðar („diag- onal“) eins og áður tíðkuðust. Bílar eru rásfastari, að minnsta kosti þegar ekið er á malbiki, og láta að öllu leyti betur að stjórn. Að auki er haft fyrir satt að slík dekk veiti minna viðnám í akstri svo að eldsneytisspamað- ur verður nokkur. Ójafnt slit Þrátt fyrir þessar staðreyndir létu íslendingar sér fátt um finnast, að minnsta kosti fyrsta kastið, og voru lítt ginnkeyptir fyrir þessari nýjung þegar farið var að flytja bíla með skábanda- hjólbörðum til landsins fyrir um 15-20 árum eða svo. Þeir voru umsvifalaust teknir undan og hin gerðin sett undir í staðinn. Eng- um dylst víst hvenær þörf er á að kaup ný dekk. Ef þau á hinn bóginn slitna óvenjufljótt eða ójafnt verður líklega flestum það fyrst fyrir að spyrja hvers vegna og leita svars.'Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir geta t.d. strax lesið af ástandi dekkja ýmislegt um ástand bílsins og jafnvel eig- andann líka. í tilefni af því að nú eru sumardekk dregin fram verður efni pistils dags- ins í dag þetta: Lesið á dekk. Ef greina má dekkjaslit af því tagi sem sýnt er á mynd 2.A þarf augljós- lega að stilla millibil milli hjóla en um það hefur áður verið fjall- að. Slitið orsakast af því að um leið og dekkið snýst er það dreg- ið á hlið eftir götunni og þeim mun meiri sem skekkjan er þeim mun fyrr slitnar það og slitið getur áður en varir náð inn í striga. Jafnframt liggur í augum upp að álag á stýris- og fjaðra- búnað er að sama skapi meiri en eðlilegt má teljast. Slit eins og fram kemur á mynd 2.B staf- ar af því að alltof mikið loft hefur verið í dekkinu. Jaðramir ná aldrei að snerta götuna, allt álagið er á miðju dekksins. Of lítið loft Á mynd 2.C er þessu öfugt farið. Alltof lítið loft hefur verið í dekkinu og því hefur það slitn- að meira á jöðrunum en í miðju. Með réttu má fullyrða að dekk slitna oftar ójafnt af þeim sökum að ekki er hirt um að fylgjast með loftþrýstingi í þeim en nokk- urri annarri ástæðu. Hér kemur vafalaust ýmislegt til, s.s. hirðu- leysi eða þekkingarleysi. Rétt er í hliðum þverbandahjólbarðans eru gúmmístrengir í tveimur lög- um sem ná frá einni hlið til annarrar. Þeir liggja eins og geislar út frá miðju rétt eiins og radíus í hring - þaðan er komin nafn- giftin. Fleiri lög umlykja síðan hjólbarðann, þvert á böndin eins og belti. að vekja á því athygli að hiti getur haft sitt að segja þegar mældur er loftþrýstingur í dekkj- um, bæði hitastig úti og líka það hvort dekkin eru heit af langri keyrslu. Ævinlega skyldi því loftþrýstingur mældur þegar dekk eru köld. Þegar dekk tálg- ast upp öðrum megin eins og sýnt er á mynd 2.D þarf að stilla millibil og þó einkum halla ef það er þá hægt. Sé fjaðrabúnað- ur hins vegar slitinn, demparar famir að leka og orðnir ónýtir, sláttur í spindilkúlum eða spymufóðringar lélegar, getur halli hjóla breyst mjög þegar ekið er yfír ójöfnur á vegi. Afleið- ingin verður þá sú sem sýnd er á mynd 2.E. Fleira mætti nefna sem auðveldlega má lesa af dekkjum en hér skal tvennt talið í viðbót. Titringur eða skjálfti í stýri þegar ekið er greitt, en venjulega verður þessa vart á ákveðnum hraða, stafar af því að hjól hafa ekki verið jafnvæg- isstillt. Slíkt má stundum sjá sem slitbletti á dekkjajöðrum. Einnig getur strigalag inni í dekkjum brostið, einkum þegar ekið er á hvassar brúnir. Þá hlaupa þau upp á bletti og myndast eins og kýli á þeim, oft bæði að framan og aftan sömu megin. g Morgunblaðið/Ámi Sæberg TJARA og salt sem sest á bílinn þarf að hreinsa af með tjöruuppleysi. Vorhreingerning á bílnum AÐ LOKNUM vetri þarf margt að athuga í sambandi við þrif á bílnum. Skola þarf burt tjöru og salt sem safnast hefur fyrir og huga að ýmsu. Hér á eftir verður fylgt ráðleggingum fagmanna á Bónstöðinni hjá Jobba, Skeifunni 17. Bíllinn er þveginn vandlega með tjöruuppleysi. Þá er bíllinn skolaður með volgu vatni, (í köldu vatni storknar tjaran og saltið og situr eftir í lakkinu). Salt og tjara setjast líka á undirvagn og vél bílsins sem þarf að þvo burt á sama hátt. Mikið salt á bflvél getur leitt til útleiðslu í rafmagni. Bíllinn bónaður Veljið alltaf bílabón sem lítið þarf að nudda því það er sama hve mjúk tuskan er, það verður ekki hjá því komist að rispa lakkið örlítið i hvert sinn sem þvegið eða bónað er. Gott er að nota stinna bursta við þessi þrif. Margar gerðir vinilhreinsiefna eru fáanleg hér á landi. Berið vinilhreins- inn á allt plastefnið utan á bflnum, kannski verður að fara tvær til þijár umferðir til að árangurinn verði eins og ætlast var til. Ef gljáinn í lakkinu er ekki nægur og lakkið virðist matt, getur þurft að massa það til að fá góðan gljáa í það. Það er verk sem fæstir bíleigendur gera sjálfír því það krefst góðra tækja svo vel takist. Hurðaföls og rúður Því næst eru allar hurðir bílsins opnaðar. Hurðaföls þarf að hreinsa vel því þar er tjara og salt eftir vetur- inn. Þetta er þolinmæðisverk, því erfitt er að komast að með tuskuna við lamir. í hurðarstafninum er rofí sem kveikir inniljós í bflnum. Salt getur komist í rofann og valdið bil- un. Þa er nóg að skola hann með volgu vatni. Teppl hreinsuð Gúmmímottur þarf að þvo með tjöruuppleysi og skola með volgu vatni. Berið ekki vinilhreinsi á mott- ur því með því geta þær orðið hálar. Teppin sjálf er oftast nóg að ryksuga ef vel hefur verið gengið um bílinn. En ef tjara er í þeim, salt og önnur óhreinindi, eða bleyta hefur komist í þau og fúkki, verður að djúphreinsa þau. Það getur verið mikið verk sem krefst góðra véla. Þegar bíllinn er orðinn hreinn og gljáandi er um að gera að halda honum í þessu ástandi sem lengst. Hafið ávallt ykkar eigin þvottakúst og vaskaskinn í bílnum því á þvotta- plönum eru kústamir misjafnir og geta verið smitaðir tjöru og sandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.