Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 15

Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 15
e Tr> plantna og náðu plönturnar ekki að þrífast að gagni. Styijaldarárin seinni og umrótið sem af þeim hlaust í sveitum lands- ins urðu á margan hátt til að þrengja fyrir með ýmsa hluti, vinnu- laun hækkuðu og vinnuaflsskortur varð mikill í sveitum, marghækkað vöruverð og verslunarójöfnuður, m.a. lækkuðu tekjur sölu af mats- úru og beija vegna sykurskorts. Áratugurinn 1940-50 var erfiður, eða eins og sr. Sigtryggur segir: „ekki neitt nýtt er talið verði til bóta í framkvæmdum, en „það er svo bágt að standa í stað“ og ligg- ur þá við að muni „afturábak“, ef eigi miðar á leið.“ Sumarið 1947 eru fengnar nokkrar bjarkir (Bæjarstaðar.) og 10 sitkagreniplöntur (fimm þeirra lifa enn góðu lífi og eru þijú þau hæstu um 8 m 1992). í lok árbókar garðsins fyrstu 40 árin, eru taldar upp þær tegundir sem reyndar hafa verið fram að því, og getið um árangur. Þar eru taldar 12 tijáteg- undir, þar af féllu rauðgreni, skóg- arfura, hlynur og eplatré, en best gengur reyniviðnum, barrfellinum, víði og björk. Ein rós er talin og þijár tegundir beijarunna. Matjurt- irnar telja 18 tegundir og innlendar skrautjurtir einnig 18, erlendar skrautjurtir voru allmargar. Margir unnu með þeim hjónum að uppbyggingu garðsins einkum framan af og fengu flestir greitt fyrir samkvæmt reikningi, en eftir því sem á líður og þrengist um fjár- hag, gerist erfiðara að ráða launaða menn til vinnu, svo að mestöll vinna er á fjölskyldu sr. Sigtryggs, og um 1950 er hann orðinn háaldraður maður þannig að Hjaltlína kona hans hefur tekið að mestu við umönnun garðsins. Sr. Sigtryggur kom þó eins oft og því varð við komið í garðinn alveg fram á síð- ustu æviár og greip þá gjarnan í slátt. Nokkrar tekjur höfðu þau þó af matjurtaræktinni, en fé til ný- framkvæmda var af skomum skammti, þrátt fyrir að margir gest- ir sem í garðinn komu gegnum árin styrktu sjóð garðsins með pen- ingagjöfum. Nýr eigandi í mars árið 1959 afhendir sr. Sigtryggur Héraðsskólanum á Núpi Skrúð til eignar og varðveislu. Var það að ósk sr. Sigtryggs, sem vildi búa svo um hnúta að Skrúður yrði sjálfseignarstofnun í tengslum við skóla á staðnum. Til stóð að form- leg afhendingarathöfn færi fram síðar á árinu, en af því varð ekki, þar sem sr. Sigtryggur andaðist í ágúst það sama ár. Þorsteinn Gunnarsson kennari við Núpsskólann er þá ráðinn til að annast garðinn, og er hann í umsjón hans og konu hans, Ingunn- ar Guðbrandsdóttur næstu 17 ár. Hér hefst nýtt tímabil í sögu garðs- ins. Ráðist var í allmiklar fram- kvæmdir, mikið gert af hleðslum og beðum ýmiss konar. Þorsteinn tók þá stefnu varðandi gróður garðsins að fjölga þar mjög ýmsum ljölærum blómjurtum og runnum og gera hann að svokölluðum „grasagarði". Mun á fjórða hundrað tegundum hafa verið plantað í garð- inn í tíð Þorsteins. Sáning og upp- eldi fór fram í gamla gróðurhúsinu. Undirritaður man fyrst eftir Skrúð í umsjá Þorsteins og Ingunnar. Var hann ægifagur á þeim tíma og sannkallaður „skrúðgarður", fullur af ókennilegum ilm og litadýrð framandi gróðurs. Eftir að Þorsteinn hætti kennslu við Núpsskóla og fluttist burt 1976, var garðurinn umhirðulaus næstu 2 árin, en þá tók Vilborg Guðmunds- dóttir húsfreyja á Núpi við umsjón garðsins og annaðist hún hreinsun og snyrtingu gróðurs af samvisku- semi næstu ár, en síðastliðin 10 ár hefur ákaflega lítið verið sinnt um hann að öðru leyti en nokkru við- haldi á gróðurhúsi. * Eftir að ríkið i formi Núpsskóla tók við garðinum fór framlag skól- ans til Skrúðs að sjálfsögðu eftir því hvernig til tókst með fjármagn til skólans. Eins og þekkt er er við- haldsvinna hins opinbera á eigum sínum oftar en ekki heldur á eftir SÉÐ niður eftir miðjum garðinum. Gosbrunnurinn er fyrir miðri mynd. Trjágardurinn Skrúdur í Dýrafirði er einstakt dæmi um brautryöjendastarf í íslenskri garðyrkju, og hafa menn nú bundist samtökum um að gera garðinn upp. þörfinni. Því var það að sá sjóður sem fylgdi með gjöf sr. Sigtryggs 1959 gekk til þurrðar, og styrkur sem sýslunefnd ísafjarðarsýslu lét renna til garðsins fram undir 1990 dugði ekki til viðhalds. í fyrrasumar var ástand hans orðið slíkt að mér brá ekki að ráði, þegar ég hitti þar gömul hjón, (en maðurinn hafði verið í Núpsskóla í gamla daga) og ég heyrði hann segja við konu sína: „Og hér var svo „Skrúður“.“ Endurbygging og framtídarvidhald í lok maí 1992 komu saman til fundar á Núpi fulltrúar átta aðila, sem höfðu verið að velta fyrir sér leiðum til að snúa við þróuninni í Skrúð. Þau félög og stofnanir sem hér áttu sína fulltrúa voru: Garð- yrkjuskóli ríkisns, Félag landslags- arkitekta, Skógræktarfélag Is- lands, Menntamálaráðuneytið, Skógræktarfélag Dýrafjarðar, Hér- aðsskólinn að Núpi, Héraðsnefnd ísafjarðarsýslu og Mýrahreppur í Dýrafirði. Þessir aðilar mynda nú framkvæmdanefnd um Skrúð. Fyrst varð að svara því hvort viðkomandi aðilar væru tilbúnir að leggja í framkvæmdir og að hveiju skyldi stefnt. Algjör samstaða var um að ekki tæki því að hefjast handa nema gera það á þann hátt að gagn væri að, og var ákveðið að „gera garðinn upp“, líkt og menn gera upp gömul hús, og fjár- mögnun skyldi miðast við að nægi- legt fjármagn yrði handbært til reksturs og viðhalds til framtíðar. í júlí hófust verklegar fram- kvæmdir. Þá var garðurinn mældur upp og tijágróður metinn. I septem- ber kom 30 manna hópur frá Garð- yrkjuskóla ríkisins í þriggja daga vinnuferð í Skrúð. Var unnið rösk- lega að grisjun, hreinsun, endur- hleðslum garðveggja og lagfæringu stíga auk þess sem gróður garðsins var vandlega skráður og metinn. Árangur þessarar vinnu var frá- bær, og hafa menn oft haft á orði að farið sé að votta fyrir gamla Skrúð aftur. í vetur hefur tíminn verið notaður til að skipuleggja framhaldið og liggur nú fyrir verk- og kostnaðaráætlun næstu fjögurra ára, en miðað er við að 7. ágúst 1996 verði garðurinn kominn í það horf að við getum með sóma minnst þess að 90 ár verða þá liðin frá stofnun hans. Kostnaður við þessa uppbygg- ingu næstu fjögur ár er áætlaður um 4 milljónir, og árlegur rekstrar- kostnaður verður a.m.k. hálf millj- ón. Þannig að augljóslega verður að leita stuðnings víða, ef framtíð garðsins á að vera trygg. En til hvers að vera að leggja alla þessa fyrirhöfn og kostnað í lítinn tijágarð vestur á fjörðum? Svarið við því er í sjálfu sér hið sama og við spurningum um varð- veislu menningarverðmæta yfir- leitt, en því til viðbótar má benda á hann sem afdrifaríkt dæmi um „skólagarð“ þar sem náttúrunytja- og umhverfisgræðsla var tengd framsækinni menntastefnu sjálf- stæðiskynslóðarinnar, en það er kannski fyrst nú á síðustu árum sem við erum aftur farin að grilla í hugmyndir um svokallaðar „græn- ar“ leiðir út úr ýmsum samtíma- vanda. Skrúður er auk þessa dæmi um ótrúlegan árangur í garðyrkju á þessari breiddargráðu, og er fullyrt að sem slíkur eigi nafn hans vísan sess á spjöldum garðyrkjusögu heimsins. Það að „gera upp garð“ er einn- ig kærkomið tækifæri fyrir íslenska garðyrkjumennt að spreyta sig á og læra af, en víða erlendis er vakn- aður mikill áhugi á þess konar hlut- um. Að lokum langar mig til að færa sérstakar þakkir til Garðyrkjuskóla ríkisins og nemenda hans, en að öðrum ólöstuðum held ég að án áhuga þeirra og eldmóðs, hefði ver- ið erfitt að vekja þá tiltrú sem þarf í þetta verkefni. Sæmundur Kr. Þorvaldsson FréHir Eitt þeirra garð verkfæra sem verða sýnd á garðyrkjusýningunni í Perl- unni er mosatætari frá Black og Decker, sem upp- haflega var hann- aður sem rakstr- artæki. Hins veg- ar kom í ljós þegar farið var að nota tækið, að í neðstu stillingu náður kambamir það langt niður að þeir tættu upp mosa, rök- uðu saman laufblöðum og öðru rusli og gáfu súrefni greiðari leið niður í grassvörðinn. Þessi eiginleiki gaf tækinu nýtt nafn, mosatætari, sem síðan hefur fest sig í sessi. Færst hefur í vöxt að fólk noti vafningsplöntur til að lífga upp á húshliðar, steinveggi eða girðingar og í þeim efnum er um nokkra möguleika að ræða við val á plöntum. Berg- flétta sígræna getur vaxið á vegg án þess að hún sé bundin upp og henta henni best vestur eða norð- vesturhliðar húsa. Stórgerð berg- flétta vex allt að 10 metra og er fremur harðger. Svipaða sögu er að segja um smágerðu bergflétt- una, en hún er þó öllu fljótari að festa sig og breiðast út. Bergflétta vex hægast fyrstu árin. Skógar- toppur er trékennd vafningsplanta sem vefur sig utan um t.d. band '• eða grind, verður allt að 8 metra há og ber ilmandi gul blóm í júlí og ágústmánuði. Humall er mjög harðger Ijölær jurt sem getur dafnað ágætlega þótt skuggsælt sé og kemur upp frá rótum á hveiju voru. Vaxtarhraði hans er mikill og hann nær allt að 6 metra hæð. Humallinn klifrar upp eftir snúrum. Af öðrum klifur- og vafningsplöntum má nefna Berg- sóley með sínar bláu klukkur. Hún verður allt að 4 metra há, klifrar - eftir snúrum og þarf bæði skjól og sól. Bjarmasóley sem blómstrar klukkulaga gulum blómum og þarf líka sól og skjól og svo klifurrósir. Meyjarós heitir harðger skraut- runni 2 til 3 metrar á hæð með rauð einföld blóm í júlí og ágúst, en gulrauð flöskulaga aldin á haust- in. Hann getur staðið við vegg eins og klifurplanta. Hjónarósin er svip- uð, harðger planta með bleik blóm og Pólstjarnan verður allt að 3 metra há, með stóra skúfa af hvít- um litlum blómum í ágúst og sept- ember. Hana þarf að festa á snúrur eða trégrind. Loks má nefna Eðal- rósina með rauð fyllt blóm. Hún þarf grind eða snúrur, er viðkvæm og þarf vetrarskýli. FEGRIÐ GARDINN OG BÆTIÐ MEÐ SANDI CXi GRJÓTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færö sand og allskonar grjót hjá okkur. Við mokum þessum efnum á bíla eöa í kerrur og afgreiðum líka í smærri einingum, traustum piastpokum sem þú setur í skottið á bílnum þínum. Þú getur líka leigt kerru og hjólbörur hjá okkur. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 SÍMI: 68 18 33 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: Mánud.-fimmtud. 7.30-18.30. Föstud. 7.30-18.00. Laugard. 7.30-17.00. Opið i hádeginu nema á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.