Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 687633 rf Lögfrædingur Þórhildur Sandholt Solumenn Gisli Sigurb/ornsson Sigurbjorn Þorbergsson Opið laugardag kl. 11-14 Einbýlishús HLÉSKÓGAR Einbýlishús, 209,6 fm, m. aukaíb. á jarð- hæð. Góður 37,8 fm bílsk. m. kjallara. Falleg hornlóð. Góð garðverönd. Gott útsýni. Verð 17,5 millj. VESTURBERG Gott einbhús, 189,3 fm, m. 5 svefnherb. og glæsil. stofu. Góður garður. 29 fm bíl- skúr. Auk þess stórt ófrág. svæði í kjallara. Verð 13,7 millj. BUGÐUTANGI MOS. Vandað og vel með farið hús á einni hæð, 163,2 fm m. samb. bílsk. Stór og sérstakl. falleg lóð. Verö 12,5 MIÐBRAUT Fallegt og vel staðsett 140 fm einbhús með 23 fm góðum bílsk. 3 svefherb., góð stofa, sólstofa, sauna. Góð lóö. Góð, skemmtil. og vel staðsett eign. Verð 13,8 millj. HÁTEIGSVEGUR 44 Virðulegt einbhús á mjög góðum stað m. tvöf. bílsk. STARRAHÓLAR Vel staðsett 270 fm einbhús með sérbyggð- um tvöf. bílsk. í húsinu eru nú tvær íb. Góðar innr. Fallegt útsýni. Skipti hugsanleg. ARNARTANGI - MOS. Mjög gott einbhús á einni hæð 138,6 fm. 36 fm bílsk. Vel búið hús sem er laust nú þegar. Verð 13,2 millj. YSTIBÆR Gott einbhús á einni hæð 138 fm. 32 fm bílsk. Mjög vel með farin eign á góðri lóð. Verð 14,0 millj. ARNARTANGI 139 fm einbhús á einni hæð með 36 fm bílsk. Hús með 5 svefnherb. HAUKSHOLAR Nýtt og fallegt hús á einum besta stað í Hólahverfinu. Á efri hæð slór og góð íb. með 4 svefnherb. Niðri sér 2ja herb. íb. Tvöf. bílsk. Skipti mögul. HLÉSKÓGAR Fallegt og mjög vandað einbhús á góðum stað með garðstofu, heitum potti, bílsk. og aukaíb. í kj. heildarstærð 366 fm. Suður- verönd í fallegum garði. Mikið útsýni. Verð 19,5 millj. ESJUGRUND Fallegt nýl. einbhús á einni hæð 191 fm. 4 svefnherb., stofa, borðst. og stórt eldhús. Vinnuaðstaða. Góður bílsk. Leiksvæði barna. Mögul. skipti á ódýrari eign. HJALLABREKKA - KÓP. Gott tveggj? hæða einbhús 183,8 fm. Hús- ið er með 4 svefnherb., góðum stofum. 26 fm bílsk. Falleg lóð. Verð 14,2 millj. MIÐSKÓGAR - ÁLFTANESI Fokhelt timburhús 180 fm með 40 fm bílsk. Áhv. um 5 millj. húsbréfakerfi o.fl. V. 9,8 m. Rað- og parhús BRÚNALAND Endaraðh. á tveim hæðum, 225 fm. 4 svefnh. og gott sjónvarpsh. á neðri hæð. Eldhússkáli, bókaherb. og stór stofa m. góðum suðursv. á efri hæð. Skjólgóður af- girtur garður. 22 fm bílsk. REYÐARKVÍSL Glæsil. 232 fm raðhús á tveimur hæðum. Góðar stofur og stórt eldhús á neðri hæð. 4 svefnherb., baðstofuloft. 38,5 fm bílsk. FUNAFOLD w Stórgl. 237 fm raðhús á tveimur hæðum með tvöf. innb. bílsk. Mjög vönduð og vel búin eign með fyrsta flokks innr. og gólfefn- um. Stórar suðursv. Verð 16,8 millj. HVASSALEITI 277 fm raðhús, kj. og tvær hæðir, með innb. bílsk. Nýtt eldhús, góðar stofur með garð- svölum, 5-6 svefnherb. Verð 15,2 millj. TUNGUVEGUR Gott raðhús. Efsta hæðin 3 svefnherb. og baðherb. Miðhæð stofur, eldhús og inn- gangur. í kjallara þvottahús, geymslur og ' tómstundaherb. Fallegur garður. V. 8,2 m. Hæðir LÆKJARSEL Sérstakl. glæsil. sem ný 192ja fm efri sérh. í tvíbhúsi á góðum stað í Seljahverfinu. All- ur búnaður 1. flokks. Bíisk. íylyir. SÓLHEIMAR Glæsil. neðri sérhæð, 129,2 fm ásamt góð- um 32 fm bílsk. Laus fljótl. Verð 12,5 millj. HOFTEIGUR Efri sérhæð í steyptu húsi 179 fm á góðum stað á Teigunum. Selst sér eða jneð risi sem í eru tvær íb. Heildarverð 13,2 millj. LAIMGHOLTSVEGUR Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæði í þríb. Mjög góður bílsk. 40 fm. SKJÓLBRAUT - KÓP. Neðri sérh. í þríbhúsi um 140 fm á veðursæl- um stað í Kóp. 3-4 svefnh. og hugsanlega 5. Góð stofa. Lán í húsbréfakerfi 5,0 millj. Verð 8,3 millj. SÓLHEIMAR Falleg 105 fm 4ra-5 herb. efsta hæð í fjórb- húsi. Stórar svalir. Fallegt útsýni. V. 9,2 m. MÁVAHLÍÐ - SKIPTI Falleg og góð 133,3 fm efri hæð í fjórb- húsi. Mikið endurn. eign að utan og innan m. vel búnum 22,7 fm bílsk. Verð 10,7 millj. Skipti koma til greina á stærri eign í sama skólahverfi. STÓRHOLT Falleg efri hæð og ris m. sérinng. 2-3 stof- ur, 3-4 svefnherb. Góðar innr. Þjónustuíbúð SKÚLAGATA 40 Til sölu glæsil. 4ra herb. íb. 99,5 fm á 4. hæð í húsi aldraðra. Mjög fallegt útsýni. íb. fylgir stæði í bílskýli. Mikil og góð sameign. Lyftuhús. Mögul. skipti á 3ja herb. íb. 4ra-6 herb. ESKIHLÍÐ 4ra herb. íb. á 4. hæð. Gott útsýni. Svalir í vestur. Áhv. 4,8 millj. Laus strax. ROFABÆR Mjög góð 5 herb. íb. á 2. hæð 113,7 fm. 4 svefnherb. Parket. Húsið nýklætt að utan. Nýtt gler. Verð 8,6 millj. OFANLEITI Mjög falleg endaíb. 105 fm á 3. hæð. Falleg útsýni. Góður bílsk. Verð 10,9 millj. STELKSHÓLAR Mjög falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð (efstu) í fjölbhúsi. Góðar innr. Gott útsýni. Rúmg. suðursv. Innb. bílsk. Skipti koma til greina á sérbýli. Verð 8,4 millj. TRAÐARBERG - HF. Ný og falleg 111 fm íb. á neðri hæð í fjórb- húsi. Allar innr. sérsmíðaðar. Parket. Lán í húsbréfadeild 6,7 millj. Mögul. skipti á 3ja herb. íb. Verð 10,5 rnillj. KLEPPSVEGUR Falleg og vel um gengin 4ra herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. Laus. Verð 6,8 millj. OFANLEITI Gullfalleg 5 herb. endaíb. á 2. hæð 115,9 fm. Gegnheilt parket á gólfum. Allar innr. og búnaður í sérfl. Gott bílskýli fylgir. Áhv. góð lán 4,5 millj. Getur losnað strax. Verð 11,5 millj. KRUMMAHÓLAR 132 fm íb. á 6. og 7. hæð. 4 svefnherb. Stórar svalir. Sérinng. Góður bílsk. fylgir. Verð 8,2 millj. HVASSALEITI Falleg góð og vel staðsett 4ra herb. 100 fm íb. á 3. hæð. Suðursv. Gott útsýni. Bílsk. fylgir. Gott lán í húsbréfakerfi um 4 millj. HÁALEITISBRAUT Gullfalleg og björt mikið endurn. 99 fm íb. í kj. (jaráhæð). Nýjar innr. og ný gólfefni. Góð sameign. Gott leiksvæði. Verð 7,6 millj. MIKLABRAUT íb. á neðri hæö í steyptu þríbhúsi 91,4 fm. Sérinng. Laus eftir samkomulagi. Skipti möguleg á stærri eign. LAUGARNESVEGUR 4ra-5 herb. íb. 99,7 fm á efstu hæð í fjölb- húsi. Suðursv. Nýl. parket. Góð sameign. Góð áhv. lán 3,2 millj. Verð 7,5 millj. BLÖNDUBAKKI 4ra herb. íb. á 2. hæð 89,5 fm ásamt 13 fm aukaherb. í kj. Áhv. góð lán 4,3 millj. Verð 7,5 millj. 3ja herb. REYNIMELUR Vönduð 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölb- húsi. Nýtt parket. Suðursv. Laus strax. Verð 7,0 millj. OFANLEITI Falleg íb. á 4. hæð 90,8 fm í nýl. fjölbhúsi. Stór stofa með parketi og stórum svölum. Þvhús í íb. Laus eftir samkomul. V. 9,5 m. KRUMMAHÓLAR Snyrtil. 89,5 fm íb. á 2. hæð í lyftuhúsi. Húsvörður. Stæði í sameiginl. bílskýli. Laus fljótl. Verð 6,6 millj. ENGIHJALLI - KÓP. Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð 78,1 fm. Góð lán fylgja íb. um 3 millj. NJÁLSGATA 3ja-4ra herb. íb. á efstu hæð í steinhúsi 84 fm. Suðursv. Verð 6,5 millj. SKÓGARÁS Gullfalleg 3ja herb. íb. 93,0 fm á 1. hæð. Sérgaröur. Sérþvhús. Fokh. 25 fm bílsk. Verð 7,8 millj. HRAUNBÆR 3ja herb. íb. á 1. hæð í fjölbýlish. 86 fm. íb. snýr að Rofabæ. Aukaherb. í kj. V. 6,8 m. VALLARÁS Gullfalleg 3ja herb. íbúð á 4. hæð í lyftu- húsi 83 fm. Möguleg skipti á stærri eign. Góð milligjöf. Verð 7,3 millj. MIÐBRAUT Gullfalleg 3ja herb. íb. á 1. hæð í vel stað- settu fjórbhúsi 82,3 fm. Verð 7,7 millj. 2ja herb. FURUGRUND Góð 2ja herb. einstaklíb. á 2. hæð í fjölb- húsi. Stórar vestursv. Fallegt útsýni. Verð 4,2 millj. BLIKAHÓLAR Snotur 2ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuh. 57,3 fm. Verð 5,1 millj. UNNARBRAUT - SELTJ. Björt og hugguleg íb. m. sérinng. á jarðh., 51,4 fm. Parket. Laus fljótt. Verð 4,9 millj. VESTURBERG 2ja herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. Stofa, herb., eldhús og bað. Laus strax. Áhv. húsnstjlán 2,4 millj. Verð 4,7 miilj. ASPARFELL Falleg 2ja herb. íb. í lyftuh. Húsið er í góðu ástandi. Húsvörður. Verð 4,7 millj. KLEPPSVEGUR Falleg fb. á 2. haeð 55,6 fm. Austursv. Hús í góðu ástandi. Verð 5,2 millj. Hesthús FAXABÓL Nýl. 6 hesta hús á besta stað. Hús með kaffistofu og geymslu í mjög góöu ástandi. Sumarbústaður GNÚPVERJAHREPPUR Góður og mjög vel staðsettur 50 fm sumar- bústaður á 3,7 ha. eignarlands. Útsýnisstað- ur. Búið að planta trjám í landið. Smiðjan Elnangnmargler MIKIL bót þótti vera af því er menn tóku að setga tvöfalt ein- angrunargler í glugga nýrra húsa. Fyrst framan af gátu fáir leyft sér að kaupa svo dýrt gler, enda aðeins hægt að fá það að utan. Var það helst flutt inn frá Belgíu. Langflestir húsbyggjend- ur létu sér nægja að kaupa tvær rúður sem settar voru í glugga- fölsin með listum á milli rúð- anna. Loft var látið leika um rúmið á milli rúðanna með því að boruð voru loftræstigöt út úr fölsum undir og yfirstykkja gluggakarmanna. essi frágangur á tvöföldu gleri gengur enn undir heitinu „mixað gler“ til aðgreiningar frá svonefndu „verksmiðjugleri" sem kemur tilbúið frá framleiðanda. Þær rúður koma með algjörlega loft- þéttu lokuðu hol- rúmi sem getur verið misþykkt, eftir ósk kaup- anda. Endurnýjun Það kom fljót- lega fram að veður voru það hörð hér á landi að þetta tvöfalda ein- angrunargler þoldi ekki álag vinds- ins. Límingin vildi bila og rúðurnar urðu óþéttar. Einkum á það við um stórar rúður. Þegar hvassviðri stendur upp á slíkar rúður titra þær og svigna undan storminum. Smátt og smátt hefur þetta þau áhrif að límingin, sem heldur rúðunum sam- an tekur að gefa sig. Þegar það gerist fer að myndast móða inni á milli rúðanna og sést illa í gegnum þær af þeim sökum og einangrunar- gildi þeirra minnkar. Þegar svo er komið getur verið þörf á að endumýja rýðurnar. Hið sama gildir um „mixaða“ glerið. Með tímanum kemst fíngert ryk inn um loftgötin er tryggja eiga loft- þurrkun á bilinu inná milli rúðanna. Litlar flugur og önnur skordýr vill- ast einnig inn í þessi loftgöt. Verð- ur því oft með tímanum dapurlegt að virða fyrir sér öll þau óhreinindi sem safnast saman inni á milli rúð- anna. Það er tímabært þegar svo er komið að kynna sér möguleika og kostnað við að skipta um rúður í gluggum hússins. Hagkvæmt verð Smiðjuhöfundur Morgunblaðsins hefur rætt við sölumenn nokkurra þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja einangrunargler. I þeim viðræðum kom fram að verð einangrunarglers er hag- kvæmt nú um þessar mundir. Gler hefur lækkað nokkuð í verði og átti niðurfelling vörugjalds þátt í lækkun nú síðast. Við lágt verð má bæta þeirri hagkvæmni að af- greiðslufrestur einangrunarglers er óvenju stuttur nú sökum þess hve mikið hefur dregið úr nýbyggingum og vegna þess hve margir halda að sér höndum varðandi viðhald. Það er öllum ljóst að alið hefur verið á ótta hjá fólki varðandi minnkandi verðgildi krónunnar miðað við launaupphæðir. Niðurstaðan var sú að afgreiðslu- frestur einangrunarglers getur far- ið allt niður í eina viku frá pöntun. Einnig mun vera rétt að fólk leiti eftir ákveðnu tilboði fyrirfram og ef um margar rúður er að ræða getur tilboð lækkað verðið a.m.k. um tíu hundraðshluta. Rétt er að minna ykkur sem leit- ið eftir tilboðum á að spyrja ræki- lega um hvað felst í tilboðinu. Það er ekki óeðlilegt að framleiðendur reyni að undanskilja eitthvað sem venjulega fylgir í verði glersins, til þess að vega á móti minnkandi ágóðahlut. Heyrt hefi ég t.d. að undirleggsklossamir séu seldir sér- staklega hjá sumum framleiðend- um. Oðrum framleiðendum getur hinsvegar komið til hugar að láta eitthvert lítilræði fylgja með í kaup- bæti og mundi það vafalaust auka viðskiptin. Kostnaður auk glersins Margir kunna að spytja sem svo: Hver verður kostnaðurinn auk gler- verðsins? Já, von er að spurt sé. Annar kostnaður getur verið sára lítill en einnig margfalt glerverðið. Til sjálfrar glerísetningarinnar þarf að skipta um glerfalslistana og geta þeir verið afar misdýrir. Hægt er að fá vandaða en nokkuð dýra állista með gúmmíkanti til þéttingar. Hægt er að draga úr þeim kostnaði með því að nota .t.d. állista aðeins á undirstykkið en tré- lista með þéttikanti á hliðar og yfír- stykki. Glerframleiðendur benda fólki einnig á hvemig þéttingar þeir telja best að nota. Yfírleitt er horfíð frá því að leggja glerið í kíttisundir- burð. í hreint og slétt falsið er fyrst límdur flatur en rifflaður gúmmí- listi sem rúðunni er síðan þrýst að. Loftrúm er haft á alla vegu en að neðan stendur rúðan á plastklossum sem ég hefi áður nefnt. Þá eru skrúfaðir glerfalslistar að öllum hliðum rúðunnar og eru hafðir gúmmíþéttilistar á tré- eða állistun- um sem leggjast þétt á glerið. Verð undirlagskubbanna þarf að kanna og verð glerfals- og þéttilista. Svo og verð á þeim skrúfum er nota skal. Annar kostnaður Hér á undan hefí ég nefnt hvað kaupa þarf til af efni svo að setja megi nýjar rúður í gluggana. Þá er ótalin vinnan. Vinnulaun hækka Gluggasmiðjan hefur haft á boð- stólum állista utan á tréglugga. auðvitað mikið ef þörf gerist á að dýpka fölsin í körmunum. Þá er skiljanlega reginmunur á kostnaði við að skipta um gler í gluggum ef hægt er að standa á jörðinni við þau störf. Því hærra frá jörðu sem gluggamir em þess meiri kostnaður við vinnupalla og við að lyfta upp glerinu og öðra efni. Aðstæður allar geta verið með ýmsu móti og hætt er við að hér gleymist að telja ýmsa kostnaðarliði sem tilheyra fáséðum aðstæðum. Ifyrir kemur að í ljós kemur fúa- skemmd í einhveijum hluta glugga- karms. Stundum er fúinn ekki meiri en svo að engin ástæða er að skipta um gluggakarminn allan heldur nægir að fella nýtt stykki í lítinn hluta undirstykkis, hliðarstykkis eða yfírstykkis. Viðurinn er misvið- kvæmur fyrir fúa. Verði niðurstaða athugunar sú að nauðsynlegt sé að skipta um karma tel ég hagkvæmast að vanda vel val á gerð nýju karmanna. Þarf sennilega að smíða þá með dýpra falsi en gömlu karmarnir höfðu. Nýju karmana má einnig búa betri droparaufum, setja í þá gler og opnanlegu fögin áður en þeir verða settir í veggina. Að dýpka fals Gömlu gluggakarmamir era bún- ir grunnu falsi, allt niður í 25 mm og rúmast varla þéttilistar með þykku einangrunargleri ásamt gler- falslistum í svo grannu falsi. Ræð ég fólki til að kanna þá þann mögu- leika að skrúfa flata lista úr tré, eða úr málmi, framan á karminn og rúðuna. Vil ég benda blikksmið- um eða öðram málmsmiðum á hvort Hljóðeinangrandi þrefalt gler. ekki væri ómaksins vert að hanna sérstaka gerð glerlista sem skrúfa má utan á karma þar sem glerið ásamt þéttilistum fyllir falsið. Stöðugt er leitað nýrra og betri leiða í frágangi og þéttingu glugga hér á landi harðrar veðráttu, þar sem fólk vill geta opnað glugga sína án þess að þeir fjúki upp og allt fari á loft inni. eftir Bjarna Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.