Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIUIR FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Samvinmiliáskóllnn á Rjfröst Fyrslu íbúóirn- ar í nýju hveifí lclinar í notkiui FYRSTA húsið er nú risið í nýju hverfi fyrir nemendagarða Sam- vinnuháskólans á Bifröst og er það með fjórum raðhúsaíbúðum á tveimur hæðum. Húsið hefur fengið nafnið Hraunkot og verður leigt í sumar nokkrum stéttarfélögum og öðrum, þar á meðal gömlum nemendum á Bifröst. Húsið er smíðað af Byggingafélaginu Borg í Borgarnesi, en hönnuður er Egill Guðmundsson arkitekt. Kom þetta fram í viðtali við Jónas Guðmundsson, aðstoðarrektor Samvinnuhá- skólans. etta hús stendur í mjög rómuðu umhverfi og er fyrsti áfangi að miklum byggingaframkvæmdum á lóð Samvinnuháskólans. Þar á að rísa á næstu fímm árum vísir að þorpi eða um 32 íbúðir alls. Á vet- urna verða þær nemendabústaðir, en á sumrin er ætlunin að leigja þær út sem sumarhús. Allar íbúðimar eru á tveimur hæðum, stofa eldhús og geymsla niðri og svefnherbergi og baðherbergi uppi. — Yfir sumarið breytist húsnæðis- markaðurinn í Borgarfirði mjög, sagði Jónas. — Þá verður íbúðarhús- næði þar mjög eftirsótt og ætlunin er einmitt að hagnýta sér þessa þörf og leigja stóran hluta af þessum íbúð- um út til fóiks, sem vill eiga þáma sumardvöl yfir lengri eða skemmri tíma. Þetta er ein af forsendunum fyrir því, að unnt verði að greiða niður byggingakostnaðinn, enda er ætlunin að láta þetta húsnæði standa algerlega undir sér. Það sem fæst inn fyrir húsin á veturna og fyrir útleigu húsanna til ferðamanna yfir sumar- tímann, þarf að geta staðið straum af afborgunum og vöxtum í framtíð- inni. íbúðimar em að nokkra leyti mið- aðar við þarfir ferðamanna, sem vilja fá að vera út af fyrir sig. — Þétta eru eins konar raðhús og því þarf ekki að deila um of aðstöðu sameig- inlega með öðru fólki eins og í venju- legum fjölbýlishúsum, heldur Jónas áfram. — Þama munu væntanlega dveljast jafnt útlendingar sem íslend- ingar yfir sumartímann. — Gert er ráð fyrir, að húsin verði þá leigð út í eina viku í senn. Markaðurinn verð- ur að sjálfsögðu að ráða því, hvemig aðsókn og fyrirkomulag verður, en það virðist greinilega vera skortur á svona húsnæði á þessu svæði yfir sumarið. Nýju húsin verða alfarið í eigu Samvinnuháskólans, en hann á mest allt húsnæðið á lóð Bifrastar. Byggð- in þar er eins og lítið sveitaþorp og þar búa hátt í tvö hundruð manns, þegar flest er á vetuma. Húsaþyrp- ingin mun standa í nokkur hundrað metra fjarlægð frá skólabyggingun- um, vestan megin við þjóðveg 1 (Norðurlandsveg). Hún verður líkust sjálfstæðu hverfi með IeiksVæði og göngustígum. — Það er mikil nauðsyn á þessum byggingaframkvæmdum, sagði Jón- as. — Samvinnuháskólinn býr við vaxandi húsnæðisþrengsli. Það hefur orðið mikil fjölgun á fjölskyldufólki hér og meðalaldur þess orðinn um 30 ár. Flest af fjölskyldufólkinu í skólanum býr í sumarhúsahverfí í nágrenni skólans yfir vetrartímann. Nokkrir nemendur búa svo í Borgar- nesi og á Varmalandi og víðar. Þetta er fremur ótryggt húsnæði og í fram- tíðinni þýður þetta erfíðleikum heim. Að því kemur, að rýma þarf til á nemendavistinni og nota það hús- næði í ]iágu skólastarfsins. Það er því mikil þörf á auknu íbúðarhús- næði og raunar forsenda fyrir þróun skólans í framtíðinni. Ilraiinkol á Bifröst — Húsið er með fjórum raðhúsaíbúðum á tveimur hæðum og er hver þeirra um 65 ferm nettó en 86 ferm brúttó. Samvinnuháskólinn verður með opið hús sunnudaginn 23. maí og gefst þá fólki tækifæri til þess að skoða íbúðirnar. Vettvangur húsbréfaviðskipta Hjá okkur færðu ráðgjöf óg þjónustu í húsbréfaviðskiptum. s Vertu velkomin(n). LANDSBRÉF HF. Lfiggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi Islands. Landsbanki íslands Banfd aflra landsmanna Atvmnuhúsnæöi Þetta er stórt einlyft atvinnuhúsnæði alls um 1.010 ferm og stendur við Sunnumörk 4. Það er byggt 1983 úr barkareiningum, einangrað og klætt utan og innan með stálbitum í þaki. Spennistöð er í húsinu og öflugt hita- og loft- ræstikerfi. Það er með stórri Ióð og góðri að- komu. Á húsið eru settar 25 millj. kr. og fer- metrinn er því innan við 25.000 kr. Myndin til hliðar er tekin inni í húsinu. Hveragerói Hús Entek til sölu HÚS Entek í Hveragerði er nú auglýst til sölu hjá fasteignasöl- unni Kjöreign. Þetta er stórt, einlyft atvinnuhúsnæði alls um 1.010 fermetrar, sem stendur við Sunnumörk 4. Það er byggt 1983 úr barkareiningum, einangrað og klætt utan og innán og með stálbit- um i þaki. Spennistöð er í húsinu og öflugt hita og loftræstikerfi. Húsið skiptist í verksmiðjurými og skrifstofurými, en vegg- hæð er 4,5 m og mesta lofthæð 6 m. Mjög vistlegt skrifstofuhús- næði og aðstaða fyrir starfsfólk er í öðrum enda hússins. Það er með stórri lóð og góðri aðkomu og stórar aðkeyrsludyr eru í gafli en mörg niðurföll í gólfí. — Iðnþróunarsjóður er nú eig- andi hússins, en hann eignaðist það á uppboði, sagði Dan Wiium, fasteignasali í Kjöreign. — Það hafa komið nokkrar fyrirspumir, eftir að húsið var auglýst, enda er ekki mikið framboð á nýlegu og góðu atvinnuhúsnæði utan höf- uðborgarsvæðisins. Húsið gæti hentað vel fyrir ýmsan iðnað, en það er súlulaust og þess vegna mætti vel skipta því niður í eining- ar og fjölga innkeyrsludyrum. Húsið er klætt að utan með stáli og er þannig viðhaldsfrítt. Það þarf því ekki að mála það eða hafa áhyggjur af ryði. Húsið er nú nýtt að hluta, en þar er framleiðslustarfsemi, sem færi úr því við sölu. — Á húsið eru settar 25 millj. kr., en það er hægt að semja um litla útborgun og langtímalán, ef vill. Til greina kemur að taka fasteignir upp í kaupin, en afhending færi fram eftir samkomulagi, sagði Dan. Staðsetning hússins er mjög góð, en það blasir við frá Suður- landsvegi. — Þangað er aðeins hálftíma akstur frá Reyjavík á góðum vegi, sem er opinn allt árið, sagði Dan Wiium að lokum. — Fyrirtæki á höfuðborgarsvæð- inu gætu því auðveldlega hagnýtt sér þetta hús með því t. d. að hafa framleiðslu sína þar en sölu og dreifingarkerfi í Reykjavik. Þarna er líka um mjög hagstætt verð að ræða eða um 25 þús. kr. á fermetra, sem er mun ódýrara en á sambærilegu húsnæði á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirspurnir hafa líka verið þó nokkrar frá aðilum í atvinnurekstri á höfuð- borgarsvæðinu en einnig frá aðil- um í Hveragerði og nærliggjandi sveitarfélögum. Eignaskipti hafa stór- aukizt aó nndanfönin Minni íbúóir eru notaóar sem liluti kaupverós Einbýllshús viö Kögursel Fasteignasalan Gimli auglýsti nýverið þetta einbýlishús við Kögur- sel til sölu. Það er 176 ferm með 25 ferm bílskúr. Fjögur svefnher- bergi eru í húsinu og því fylgir fallegur garður. Á það eru settar 12,8 miHj. kr. og skipti sögð möguleg á 3ja til 4ra herb íbúð. EINBÝLISHÚSAMARKAÐUR- INN mætti vera liprari. Nú þarf fólk, sem hyggst kaupa gott ein- býlishús, að eiga verðmæta eign fyrir, þar sem fær ekki eins há Ián og upphaflega í húsbréfa- kerfinu. Þannig komst Árni Stef- ánsson, fasteignasali í fasteigna- sölunni Gimli, að orði, þegar hann var spurður um einbýlis- húsamarkaðinn á höfuðborgar- svæðinu, en Árni auglýsti nýver- ið fallegt einbýlishús við Kögur- sel í Reykjavík til sölu. Það er 176 ferm með 25 ferm bílskúr. Fjögur svefnherbergi eru í hús- inu og því fylgir fallegur garður. Á það eru settar 12,8 millj. kr. og skipti sögð möguleg á 3ja til 4ra herb íbúð. Markaðurinn hefur gjörbreytzt, hvað eignaskipti varðar og síðasta hálfa árið hafa þau verið algengari en ég hef kynnzt nokkra sinni áður, sagði Árni ennfremur. — Þetta nær ekki bara til kaupa á einbýlishúsum heldur einnig til íbúða á verðbilinu 11-2 millj. kr. Ef við tökum sem dæmi mann, sem á 10 millj. kr. eign, sem hann þarf að selja en vill kaupa 15 millj. kr. hús, þá tekur hann kannski við 6 millj. kr. íbúð auk 4 millj. kr. í peningum í söluverð fyrir sína íbúð. Síðan býður hann fram 6 millj. kr. íbúðina sem hluta af kaupverði hússins, sem hann hyggst sjálfur kaupa. Eignaskipti af þessu tagi hafa verið að stóraukast. Mesta hreyfíngin er samt á eign- um á verðbilinu 5-9 millj. kr., enda er það ljóst, að kaupendahóp- urinn er orðinn miklu þrengri, þeg- ar komið er upp í 15 millj. kr. eign- ir og þar fyrir ofan. — Fasteignamarkaðurinn hefur tekið mikinn kipp að undanförnu, sagði Árni Stefánsson að lokum. — Það merki ég af öllum þeim fjölda eigna, sem komið hafa í sölu á síð- ustu vikum, en langflestir eigendur þeirra hyggja jafnframt á fast- eignakaup. Það er kannski engin nærtæk skýring á þessu, en ætli við verðum ekki bara að þakka það meira frumkvæði og aukinni bjart- sýni með vorinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.