Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 6
6 C dqgskrc MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 SUNWIPAGIIR 27/6 Sjónvarpið 9 00 RADIIAFFIil ►Mor9unsi°n- Dflnnncrm varp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Heiða Þýskur teiknimyndaflokkur eftir sðgum Jóhönnu Spyri. Þýðandi: Rannveig Tryggvadóttir. Leikraddir: Sigrún Edda Björnsdóttir. (26:52) Leikföng á ferðalagi Brúðuleikur eftir Kristin Harðarson og Helga Þorgils Friðjónsson. Hanna María Karlsdóttir les. Sjöundi þáttur. Frá 1986. Gosi Fyrsti þáttur teikni- myndaflokks um spýtustrákinn vin- sæla. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal. (1:52) Hlöðver grís Enskur brúðu- myndaflokkur. Þýðandi: Hallgrímur Helgason. Sögumaður: Eggert Kaab- er. (19:26) Felix köttur Bandarískur teiknimyndaflokkur um köttinn sí- hlæjandi. Þýðandi: Ólafur B. Guðna- son. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal. (24:26) 10.35 Þ-Hlé i 16.50 ►Slett úr klaufunum Sumarleikur Sjónvarpsins. Þættir þessir verða á dagskrá annan hvern miðvikudag í sumar. Farið verður í spumingaleik í sjónvarpssal og lagðar þrautir fýrir þátttakendur úti um víðan völl. Kvik- myndagerðar-maðurinn Siggi Zoom fylgist grannt með öllu sem fram fer og festir á filmu. í þessum þætti eig- ast við fallhlífarstökkvarar og stang- veiði-menn. Umsjónarmaður þáttar- ins er Felix Bergsson og Magnús Kjartansson sér um tónlist og dóm- gæslu. Dagskrárgerð annast Björn Emilsson. Aður á dagskrá 23. júní. 17.35 ►Sfldarréttir Þriðji þáttur af fjórum þar sem Werner Vögeli forseti al- heimssamtaka matreiðslumeistara matreiðir úr íslenskri síld. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Áður á dag- skrá 9. nóvember 1989. 17.50 ►Sunnudagshugvekja Séra Pétur Þórarinsson í Laufási í Eyjafirði flyt- ur. 18.00 ►Sagan um systkinin (En god hi- storie for de smá - Sagan om lille bror) Sænsk bamamynd. Þýðandi: Edda Kristjánsdóttir. Lesari: Ragnar Halldórsson. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) Áður á dagskrá 12. apríl 1992. (3:3) 18.25 ►Fjöiskyldan í vitanum (Round the Twist) Ástralskur myndaflokkur um ævintýri Twist-fjölskyldunnar sem býr í vita á afskekktum stað. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. (9:13) 18.50 ►Táknmálsfréttir 19.00 ►Roseanne Bandarískur gaman- myndaflokkur. Aðalhlutverk: Rose- anne Arnold og John Goodman. Þýð- andi: Þrándur Thoroddsen. (9:26) 19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power, the Passion) Ástralskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. (123:168) 20.00 ►Fréttir og íþróttir 20.35 ►Veður 20.40 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá Christianshavn) Sjálfstæðar sögur um kynlega kvisti sem búa í gömlu húsi í Christianshavn í Kaupmanna- höfn og næsta nágrenni þess. Þýð- andi: Olöf Pétursdóttir. (22:24) 21.10 ►Heimsókn islenskir listamenn á menningarviku Norðurlanda í Fær- eyjum. Meðal listamanna sem fram koma eru Einar Már Guðmundsson, Bubbi Morthens og Thor Vilhjálms- son. Auk þess er brugðið upp svip- myndum frá sýningu Tolla og sýnd brot úr mynd Ásdísar Thoroddsen, Inguló. Dagskrárgerð: Guðbergur Davíðsson. 21.45 |#«|||# 11YHH ►Svikamylla (To nilnmlnU Be the Best) Bresk/bandarísk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á sögu eftir Barböru Taylor Bradford. Þetta er spennandi saga um Paulu O’Neill, tilvonandi erfíngja veldisins mikla sem kjamakonan Emma Harte skildi eftir sig. Morð, svik og fjölskylduerj- ur drífa söguna áfram og ógna tii- veru ungu konunnar. Síðari hluti myndarinnar verður sýndur næst- komandi miðvikudagskvöld. Leik- stjóri: Tony Wharmby. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner, Anthony Hopkins, Stuart Wilson, Stephanie Beacham og Fiona Futlerton. Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. Fyrri hluti. (1:2) 23.20 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok STÖÐ tvö 9 00 RADUAFFUI ►Skógarálfarnir DAIIflflCrni Teiknimynd með íslensku tali. 9.20 ►Sesam opnist þú Talsettur leik- brúðumyndaflokkur um Árna, Berta, Kermit, Kökuskrímslið og vini þeirra. 9.45 ►Umhverfis jörðina í 80 draumum Teiknimyndaflokkur með íslensku tali. 10.10 ►Fjallageiturnar Teiknimynd um fjallageiturnar sem að sjálfsögðu tala íslensku. 10.35 ►Ferðir Gúllívers Ævintýrleg, tal- sett teiknimynd gerð eftir þessum heimsþekktu sögum. 11.00 ►Kýrhausinn Forvitnilegt efni úr ýmsum áttum; efni, tengt óvenjuleg- um dýrum, framandi löndum og ótal mörgu öðru, til fróðleiks og skemmt- unar. Stjómendur: Benedikt Einars- son og Sigyn Blöndal. Umsjón: Gunn- ar Helgason. Dagskrárgerð: María Maríusdóttir. 11.40 ►Kaldir krakkar (Runaway Bay) Nú er komið að lokaþætti þessa leikna myndaflokks fyrir börn og unglinga. (13:13) 13 00IÞROTTIR KVIKMYND 14.00 | 12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV - The European Top 20) Tuttugu vin- sælustu lög Evrópu kynnt í þessum hressilega tónlistarþætti. ►ÍÞróttir á sunnu- degi ► Hver er stúlkan? (Who’s That Girl?) í þessari spennandi gamanmynd leikur kynbomban Madonna ungfrú Nikki, lífsglaða og villta stúlku sem var í fangelsi fyrir glæp sem hún framdi ekki. Louden Trott, reglusamur og metnaðargjam lögfræðingur, fær það verkefni að fylgja dömunni úr fangelsinu og út á flugvöll. Aðalhlut- verk. Madonna, Griffin Dunne, Havi- land Morris og Hohn McMartin. Leik- stjóri: James Foley. 1987. Mynd- bandahandbókin gefur 'h 15.30 ÞÆTTIR ►Saga MGM-kvik- When the Lion Roars) Þáttaröð þar sem saga fyrirtækisins er rakin frá upphafi í máli og myndum. (3:8) 16.30 ►Imbakassinn 17.00 ►Húsið á sléttunni (Little House ön the Prairie) Hlýr og mannlegur fjölskylduþáttur um hinu góðkunnu Ingalls-Ijöikyldu. (21:24) 17.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt- ur frá síðastliðnu fímmtudagskvöldi. 18.00 ► 60 mínútur Bandarískur frétta- skýringaþáttur. 19.19 ►19:19Fréttir og veður. 20.00 ►Handlaginn heimilisfaðir (Home Improvement) Bandarískur gaman- myndaflokkur sem vermdi efstu sæti vinsældalistans þar vestanhafs allan síðasta vetur. (3:22) 20.30 ►Töfrar tónlistar (Concerto!) Nú er komið að lokaþætti þessarar bresku þáttaraðar þar sem Dudley Moore hefur leitt áhorfendur inn í heima sígildrar tónlistar. (6:6) 21.30 IfUIIIIIVUn ► Draumaprinsinn IWIIVmilIU (She’II Take Ro- mance) Linda Evans, sem margir þekkja úr myndaflokknum Ættar- veldið, leikur Jane McCormic í þess- ari rómantísku kvikmynd. Jane er ákaflega jarðbundin og ákveðin kona sem starfar við að segja veðurfréttir á sjónvarpsstöð. Hún er ánægð með starfið, elskar unglingsdóttur sína og er mjög sátt við unnusta sinn, Warren Dennis. Warren er skynsam- ur, áreiðanlegur og alltaf í góðu jafn- vægi. Hvaða aðra kosti gæti kona beðið um að maðurinn hennar hefði? Það er hægt að hugsa sér ýmislegt eins og Jane uppgvötvar óvænt þegar hún er skotin með ástarör í sitt vam- arlausa hjarta. Aðaihlutverk: Linda Evans, Tom Skerrit, Larry Pointexter og Heather Tom. Leikstjóri: Piers Haggard. 1990. 23.00 ►Charlie Rose og Alice Walker í kvöid er Alice Walker gestur blaða- mannsins. 23:50 IfUllfUVUn ►Leyndarmál nllnlnlflU (Shadow Makers) Lokasýning. Bönnuð börnum. Myndbandahandbókin gefur ★ Vi 1.55 ►Dagskrárlok Draumaprinsinn - Jane er stolt af því að hafa báðar fætur á jörðinni. Rómantískasti madur bæjarins Jane McCormick hefur enga trú á rómantík STÖÐ 2 KL. 21.30 Það er engin önnur en Dynastydrottningin Linda Evans sem fer með aðahlutverk þessarar gamansömu bandarísku sjónvarpsmyndar. Jane McCormick (Evans) hefur enga trú á rómantík og blómavöndum og er stolt af því að vera með báða fætur á jörðinni. Fréttastofa er að leita að rómantísk- asta manni bæjarins og Jane er dóm- ari í keppninni. Það líður ekki löngu uns hún er beinlínis umsetin af karl- mönnum. Tónleikar með Bubba Mortens Mynd um íslenska menningarviku í Þórshöfn í Færeyjum SJÓNVARPIÐ KL. 21.10 Dagana 17. til 24. febrúar var haldin íslensk menningarvika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Guðbergur Davíðsson kvikmyndagerðarmaður fylgdist með því sem fram fór og hefur gert hálfrar klukkustundar mynd um heimsókn íslensku lista- mannanna. Meðal annars er brugðið upp svipmyndum frá myndlistarsýn- ingu Tolla og ljóðaupplestri Einars Más Guðmundssonar. Sagnameist- arinn Thor Vilhjálmsson treður upp og sýnd eru brot frá tónleikum Bubba Morthens. Sýnt er úr mynd Ásdísar Thoroddsen, Inguló og þijú færeysk skáld lesa ljóð sín. Auk þess er í myndinni rætt við Jóhann Hendrik Poulsen prófessor og lista- mennina Trónd Paturson og Gunnar Hoydal. Töfrar tónlistar - Dudley Moore er sljórnandi þátt- anna. Veric eftir Choplan íTöfrum tónlistar Richard Stoltzman flytur konsert fyrir klarinett eftir Choplan STÖÐ 2 KL. 20.30 í kvöld fáum við að fylgjast með æf- ingum og flutningi Richards Stoltzman og Sinfóníhljóm- sveitar Lundúna á konsert fyr- ir klarinett eftir Coplan. Ein- leikarinn Richard Stoltzman er fæddur í Bandaríkjunum og hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka tækni og gífurlega fjölhæfni. Klarinettið leikur í höndunum á Richard og honum ferst jafn vel úr hendi að leika sígild verk með stórum hljóm- sveitum og að spila léttleikandi jass með litlum grúbbum. Um- sjónarmaður þáttarins er gam- anleikarinn Dudley Moore en hann segir sögu verksins sem fiutt verður, spjallar við Ric- hard og fer með áhorfendum á æfingar hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni. Stjómandi hljóm- sveitarinnar er Michael Tilson Thomas. Fjölskylduátök - Jonathan Ainslay (Christopher Cazenove) og Arabella Erfinginn - (Stephanie Beacham) eru hættulegt par. Paula O’Neill. Frændi erfingjans setur af stað mikla svikamyllu Svikamylla er framhald af ættarsögunni sem hófst með myndaflokkn- um um kjarnakonuna Emmu Harte SJÓNVARPIÐ KL. 21.45 Fyrir all- löngu var sýndur í Sjónvarpinu myndaflokkur um kjarnakonuna Emmu Harte sem braust úr sárri fátækt og byggði upp mikið versl- unarveldi. Nú hefur verið gerð mynd í tveimur hlutum eftir sögu Barböru Taylor Bradford og er hún sjáif- stætt framhald sögunnar um Emmu Harte. Paula O’Neill er tilvonandi erfíngi veldisins sem Emma byggði upp forðum en ættingi hennar, Jon- athan Ainsley, setur af stað mikla svikamyllu og hefur í hyggju að sölsa undir sig auðæfin með öllum tiltækum ráðum. Þetta er spennandi saga um morð, svik og fjölskylduá- tök og leikurinn berst víða um heim, til Hong Kong, Macau, Lundúna og New York. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur miðvikudaginn 30. júní. Leikstjóri er Tony Wharmby og í aðalhlutverkum eru Lindsay Wagner, Anthony Hopkins, Step- hanie Beacham, Christopher Caz- enove, Stuart Wilson, James Saito og Fiona Fullerton. Kristrún Þórðar- dóttir þýðir myndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.