Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1993, Blaðsíða 12
12 C dqgskrc MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1993 Gömlu sjónvarpsstöðvamar tapa yfirburðastöðu sinni ErU Bandaríkjamenn að HUNDRAÐ og fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna fylgd- mieea milrilifmnt ust með lokaþætti myndaflokksins Cheers, eða 60% banda- . . rísku þjóðarinnar. Þessi mikla horfun er nokkuð sem sameinmgaratl. bandarískar sjónvarpsstöðvar sem eru eingöngu reknar með auglýsingatekjum ná æ sjaldnar nú til dags. Færri og færri Bandaríkjamenn fylgjast með hinum svokölluðu fijálsu sjónvarpsstöðvum. Sjöundi áratugurinn - Sjónvarpsáhorfendur fylgdust náið með stríðinu í Víetnam. Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar ABC, NBC og CBS eru í mjög erf- iðri stöðu. Á hverju ári missa þær áhorfendur og auglýsingafé yfir til kapalsjónvarpsstöðva. í Bandaríkj- unum er áætlað að 93 milljónir heimila hafí sjónvarp. Fyrir tíu árum áttu CBS, NBC og ABC 83% af bandaríska sjónvarpsmarkaðin- um. Nú ráða þessar stöðvar yfir 61% af markaðinum. Þessar stöðvar eru þess vegna ekki lengur það sameiningarafl sem þær voru. Sjónvarp sem sameiningarafl? í Bretlandi er ástandið en eins og það var í Bandaríkjunum fyrir áratug. Aðeins 6% breskra sjón- varpsáhorfenda hafa aðgang að gervihnattasjónvarpi. Öll þjóðin fylgist með sama efninu og hefur svipaða reynslu sem sjónvarps- áhorfendur. Þessi reynsla er mjög svipuð hvaða stétt sem áhorfandinn tilheyrir eða hvar sem hann eða hún á heima. í Bandaríkjunum er allt annað upp á teningnum. Samfélag- ið er mun mislitaðra og hefur auð- vitað alltaf verið það. En engu að síður hafa NBC, CBS og ABC virk- að sem sameinandi afl af því að meirihluti sjónvarpsáhorfenda fylgdist með þeim. Nú þegar færri og færri horfa á þessar stöðvar hafa sumir sjónvarpsspekúlantar áhyggjur af því að bandaríska þjóð- arsálin verði fyrir óbætanlegu tjóni. Fyrsta sjónvarpsútsendingin sem náði á tii alls landsins var send út árið 1949. Sjónvarpið virtist vera hið mikla sameiningarafl þjóðarinn- ar. Fyrstu bandarísku gamanþætt- irnir - Ozzie and Harriet, The Burns and Allen Show, Leave It to Beaver - sýndu ameríska drauminn eins og bandarísk millistétt upplifði hann og þá sérstaklega út frá sjón- arhóli hvítra karlmanna. Þessir myndaflokkar gerðust í hinu full- komna úthverfi þar sem allir voru hvítir, allt var tandurhreint og eng- inn vissi hvað eiturlyf voru. Draumsýn og raunveruleiki Það var alltaf stórt bil á milli þessarar draum- sýnar og banda- rísks raunveru- leika. Besta úttekt- in á þessum mun og hvernig áhrif sjónvarp hefur á fólk er að finna í bókum rithöfund- arins Johns Updi- kes um Rabbit. Updike er heillaður af flötum sjón- varpsskerminum. Sögupersónan Rabbit byrjar að horfa á sjónvarp á fimmta áratugn- um. Rabbit fýlgist með barnaefni frá Walt Disney og hinum geysivin- sæla fjölskyldumyndaflokki The Brady Bunch. Smám saman verður sjónvarpsefnið óhuggulegra. Sjö- undi áratugurinn gengur í garð og í stað fjölskylduefnis horfir Rabbit á götuuppþot, launmorð og Víet- nam-stríðið í beinni útsendingu. Updike bendir á að sjónvarpið getur sýnt ameríska drauminn en það getur einnig sýnt hvernig hann leys- ist upp í ofbeldi. í byijun áttunda áratugarins horfir Rabbit á gaman- myndaflokka þar sem fátt er heil- agt, eins og M*A*S*H, All in the Family og Soap. Þrátt fyrir góðar tilraunir voru þessir myndaflokkar engu að síður fastir í sama farinu. Þeir eru eins langt frá raunveruleik- anum og glansmyndaflokkar fimmta áratugarins. Enginn af þessum þáttum tekst á við þau vandamál sem bandarískt samfélag á við að stríða. Um miðbik níunda áratugarins hættu sjónvarpsstöðvarnar að reyna að höfða til allrar fjölskyld- unnar í einu. í stað þess var áhorf- endum skipt í ákveðna flokka og myndaflokkar hannaðir sérstaklega fyrir þá. Ellilífeyrisþegar fengu The Golden Girls, upparnir Thirtysomet- hing, velefnaðir unglingar Beverly Hills 90210, blökkumenn Frech Prince of Bel Air og verkafólk Rose- anne. Sjónvarpsstöðvarnar voru ríkari en nokkru sinni fyrr en samt með ótryggari og skiptari stöðu. Gott dæmi um breytinguna er að Johnny Carson, ókrýndur kóngur miðnæturviðtalsþátta, dró sig í hlé á síðasta ári og enginn einn tók við. Þess í stað beijast Jay Leno, David Letterman og Arseno Hall um hituna. Hvað tekur við? Þegar hér er komið í sagnabálki Johns Updikes fær Rabbit nóg af sjónvarpsglápi og snýr sér að lestri góðra bóka. Sumir vilja meina að þetta viðmót sé í sókn hjá velmennt- uðum Bandaríkjamönnum. Þeir leyfa börnum sínum ekki að liggja yfir útsendingum ABC, NBC eða CBS. Þess í stað borgar þeir áskrift- argjöld að CNN, C-Span, Home Box Office og sérstökum íþróttarásum, og fylgist með þeim. Fæstir eru hrifnir af gömlu sjónvarpsstöðvun- um. Enn færri eru hrifnir að því sem tekur við. Það eru ekki margir sem virðast hafa áhuga á því að geta valið á milli 750 sjónvarpsrása með nýjustu hátækni. Cheers - Gamanmyndaflokkurinn Cheers naut mikilar almennrar hylli meðal sjónvarpsáhorfenda. Bandarískt sjónvarp er að brotna dpp í mörg smá brot. Spænskumæl- andi íbúar landsins hafa víða komið á fót sjónvarpsstöðvum eingöngu með efni á þeirra máli. í mörgum stórborgum eru sérstakar sjón- varpsstöðvar fyrir minnihlutahópa eins og gyðinga. Almenningur skiptist í æ minni hagsmunahópa sem tala ekki saman, hver með sína sjónvarpsstöð. Skiptir það einhveiju máli að þessir hópar eiga ekkert eitt sameiginlegt fyrir utan það að búa í sama landinu? Sumir benda á að hið svokallaða sameiningarafl gömlu sjónvarpsstöðvanna hafi ein- gönguð þjónað til þess að styrkja veldi hvítra ríkra karlmanna í Bandaríkjunum. Sama fólk segir að ABC, NBC og CBS hafí kæft alla fjölbreytni og skapað mjög slæmar stereótýpur. Nú þegar þess- ar stöðvar riða til falls sé loks tæki- færi til þess að leyfa ólíkum skoðun- um og mismunandi túlkunum að blómstra. Fyrir þremur árum gerði blaða- maðurinn Bill McKibben athyglis- verða könnun. Hann bað nokkrar manneskjur að taka upp sjónvarps- efni í heilan sólahring frá 60 mis- munandi stöðvum. Á meðan verið var að taka upp efnið fór McKibben í fjallgöngu. Eitt þúsundum stund- um af sjónvarpsefni var safnað saman og það tók McKibben heilt ár að horfa á það allt. Hann skrif- aði síðan bók, The Age of Missing Information, og bar saman . hvað fjallgangan gaf honum og hvað hann fékk út úr sjónvarpsefninu. Það kemur kannski ekki, á óvart að sú stemmning sem náttúran kallaði fram í huga McKibbens var að hans mati mun meira gefandi en nokkuð sem hann sá í sjónvarp- inu. Allir valmöguleikarnir sem sjónvarpið býður upp á rugla ein- faldlega fólk í ríminu og láta það halda að það sé að missa af ein- hveiju miídlvægu. Þeir sem horfa ekki á sjónvarp geta huggað sig við það að ekki er boðið upp á neitt merkilegt hvort sem er. BÍÓIIM í BORGIIMIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIIM Nóg komið ★ ★ 'A Andsnúið umhverfið sprengir öryggi bandarísks meðaljóns sem lætur reiði sína bitna á kvölurum sínum í L.A. Skýtur yfir markið sem þjóðfélags- ádeila en á sínar stundir sem hasar- mynd. Spillti lögregluforinginn ★ ★ ★ Einstaklega óhugnanleg mynd og hrá um gjörspilltan lögregluforingja og úrkynjaðar venjur hans. Ein besta mynd Harvey Keitels. Sommersby ★ ★ ★ Þó að efnisþráðurinn þoli ekki hárfínar rannsóknir þá er ástarsagan óvenju viðfelldin. Jodie Foster er frábær og útlit myndarinnar, sem gerist að loknu þrælastríðinu, með eindæmum vel gert. Konuilmur ★ ★ ★ 'A Afar vönduð mynd um samband ólíkra einstaklinga. Eftirminnileg fyrir vel- skrifað handrit og afburðaleik Al Pac- inos. BÍÓHÖLLIN Ósiðlegt tilboð ★ ★ ‘A Mynd um breyskleika mannsins og siðferðisþrek vekur örfáar, forvitnileg- ar spurningar en svarar þeim að hætti sálfræðinga skemmtanaiðnaðarins. Leikaranir sleppa fyrir horn en útkom- an aðeins glansmynd í vandaðri kant- inum. Náin kynni ★★ Ofurdramatísk smámynd um ljúfar og harla óvenjulegar ungmennaástir. Marisa Tomei stelur henni með húð og hári. Ljótur leikur ★★★'/« Ögrandi, afargott verk um tregafull mannleg samskipti og ómanneskjuleg átök og umhverfi. Rómantísk spennu- mynd. Stuttur frakki ★ ★ V* Skemmtileg mynd um Frakka sem lendir í villum í Reykjavík. Eggert Þorleifsson stelur senunni en Frakkinn er mjög góður. \ Leikföng ★★ Geggjuð hugmynd um leikfanga- smiðju sem breytist í vopnaframleiðslu verður að ruglaðri bíómynd þar sem stórkostleg leiktjöld og munir standa einir uppúr. Meistararnir ★ 'A Klisjum hlaðin gamanmynd um lög- fræðing sem á að koma röð og reglu á íshokkíleik vandræðagemlinga. HÁSKÓLABÍÓ Fifldjarfur flótti ★ ★ 'A Frönsk mynd um ævintýralegan flótta úr fangelsi (byggð á sönnum atburð- um) er skemmtilega raunsæ en spenn- an mætti vera betur viðloðandi. Ósiðlegt tilboð ★ ★ 'A Mynd um breyskleika mannsins og siðferðisþrek vekur örfáar, forvitnileg- ar spumingar en svarar þeim að hætti sálfræðinga skemmtanaiðnaðarins. Leikararnir sleppa fyrir horn en út- koman aðeins glansmynd í vandaðri kantinum. Stál í stál ★ ★ ‘A Sæmilegasta sumarafþreying þar sem hátæknilegt neðanjarðarfangelsi er í aðalhlutverki. Stúlkan, löggan og bófinn ★ ★ Óvenjuleg mynd um óvenjulegar per- sónur. Ristir ekki djúpt og er borin uppi af léik stórstjarnanna. Lifandi ★ ★ ★ Afar vel sviðsett mynd um ótrúlegar mannraunir sem gerðust hátt uppi í Andesijöllum fyrir tveimur áratugum. Mýs og menn ★ ★ ★ Ljúfsár og vönduð kvikmyndagerð uppúr frægri sögu Johns Steinbecks um vináttu og náungakærleik. John Malkovich er frábær sem Lenny. LAUGARÁSBÍÓ Staðgengillinn ★★ Það stendur fátt í veginum fyrir stað- gengilinum sem er vel leikin af Löru Flynn Boyle en Timothy Hutton plag- ar nokkuð ásjálegan þriller sem heldur vel dampi framundir leikslok. Stjúpbörn ★ Einkar væmin gamanmynd um unga stúlku sem flýr sitt ruglingslega fjöl- skyldulíf. Feilspor ★★★ Góð sakamálamynd um glæpahyski sem stefnir á smábæ þar sem hugrakkur lögreglustjóri bíð- ur þeirra. Fínn leikur og spennandi saga undir leikstjóm Carls Franklins. REGNBOGINN Tveir ýktir 1 ★ ★ ‘/2 Útúrsnúningur á Lethal Weapon og fleiri og tekst stundum vel upp og stund- um ekki. Leikaramir hafa gaman að taka þátt í gríninu. Goðsögnin ★ Hrollvekja sem fer vel af stað en fellur kylliflöt í tómatsósuslabbið. Ólíkir heimar ★ ‘/2 Lumet verður flest á í messunni í gyð- inglegri útgáfu af Vitninu. Melanie Grif- fith ræður ekki við aðalhlutverkið. Loftskeytamaðurinn ★★★ Vel leikin mynd um- margslungin ná- unga sem setur svip sinn á mannlífið í norskum smábæ. Siðleysi ★ ★ ★ ‘/2 Frábærlega gerð mynd Louis Malle um ástarsamband sem hefur mjög slæmar afleiðingar. Leikhópurinn góður. Ferðin til Las Vegas ★ ★ ★ Unaðsleg kómedía frá Andrew Berg- man um tregan brúðguma semk er við það að missa ástina sína í hendur milla eftir slæman póker. Frábærar persónur og Elvis-eftirlíkingar. Englasetrið ★ ★ ★ Forpokaðir, sænskir sveitavargar reyn- ast besta fólk þegar nútímaleg borgar- böm eru búin að skólpa af þeim skin- helgina. SAGA BÍÓ Nóg komið ★ ★ 'A - sjá Bíóborgina Captain Ron ★ Sauðmeinlaus en með eindæmum aulaleg gamanmynd um landkrabba- fjölskyldu og skipstjórann þeirra. STJÖRNUBÍÓ Ógnarlegt eðli ‘A Gjörsamlega mislukkaður farsi, enda beinist athyglin lengst af að úrskíf- unni, ekki tjaldinu. Dagurinn langi ★ ★ ‘A Billy Murray tekur að endurmeta líf sitt þegar hann vaknar alltaf til sama dagsins í þessari rómantísku gaman- mynd. Hún er best þegar Murray er hvað illskeyttastur en svo linast hann upp og verður mjúki maðurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.