Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6
6 C dagskró MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1993 + SJÖNVARPIÐ °9'00 RABNAFFIil ►Mor9unsi°n- DHHnflLrni varp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Heiða (27:52) Þýskur teiknimynda- flokkur eftir sögum Jóhönnu Spyri. Þýðandi: Rannveig Tryggvadóttir. Leikraddir: Sigrún Edda Björnsdótt- ir. Leikföng á ferðalagi Brúðuleik- ur eftir Kristin Harðarson og Helga Þorgils Friðjónsson. Hanna María Karlsdóttir les. Áttundi þáttur. Frá 1986. Gosi (2:52) Teiknimynda- flokkur um spýtustrákinn vinsæla. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. Leik- raddir: Aðalsteinn Bergdai. Hlöðver grís (20:26) Enskur brúðumynda- flokkur. Þýðandi: Hallgrímur Helga- son. Sögumaður: Eggert Kaaber. Felix köttur (25:26) Bandarískur teiknimyndaflokkur um köttinn sí- hlæjandi. Þýðandi: Ólafur B. Guðna- son. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal. 10.30 ►Hlé 16.45 IfyilfUYUn ►Svanur Ný, ís- IWIIVnl I nU lensk kvikmynd þar sem segir frá rosknum manni sem kemur til Reykjavíkur í fyrsta skipti til að leita sér lækninga. Honum gengur fremur illa að ná sambandi við borgarbúa þangað til hann dettur fyrir tilviljun ofan á réttu aðferðina til þess - en eins og Adam forðum er Svanur ekki lengi í Paradís. Höf- undur og leikstjóri myndarinnar er Lárus Ýmir Óskarsson. Kvikmynda- töku annaðist Sigurður Sverrir Páls- son. Aðalhlutverkið leikur Árni Tryggvason og í aukahlutverkum eru meðal annarra Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Óskar Jónasson, Pálmi Gests- son, Pétur Einarsson, Pétur Ólafsson, Róbert Amfinnsson og Sigurður Skúlason. Framleiðandi: Hillingar hf. Áður á dagskrá 17. júní. 17-35 blFTTID ►sndarréttir síðasti rfLl lln þáttur af fjórum þar sem Wemer Vögeli forseti alheimssam- taka matreiðslumeistara matreiðir úr íslenskri síld. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Áður á dagskrá 16. nóv- ember 1989. 17.50 ►Sunnudagshugvekja Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson flytur. 18.00 ►Gull og grænir skógar (Guld og grönne skove) Fyrsti þáttur af þrem- ur um fátæka fjölskyldu í Kosta Ríka sem bregður á það ráð að leita að gulli til að bæta hag sinn. (Nordvisi- on - Danska sjónvarpið) Áður á dag- skrá 10. febrúar 1991. (1:3) 18.25 ►Fjölskyldan í vitanum (Round the Twist) Ástralskur myndaflokkur um ævintýri Twist-fjölskyldunnar sem býr í vita á afskekktum stað. (10:13) 18.50 ►Táknmálsfréttir 19.00 ►Roseanne (10:26) Bandarískur gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Roseanne Arnold og John Goodman. 19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power, the Passjon) Ástralskur framhalds- myndaflokkur. (125:168) 20.00 ►Fréttir og íþróttir 20.35 ►Veður 20.40 hJCTT|P ►Húsið í Kristjáns- HIl I IIII höfn (Huset pá Christ- ianshavn) (23:24) 21.10 ►Ásdfs Jenna Mynd um Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur ljóðskáld. Ásdís Jenna á við alvarlega fötlun að stríða en mætir amstri dagsins með bros á vör staðráðin í að lifa lífínu eins og henni sjálfri hentar. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. 21.45 ►Herragarðseigandinn (Master of the Manor) Bandarísk verðlauna- stuttmynd frá 1987. Leikstjóri: Noah Morowitz. Aðalhlutverk: Charles Ke- ating og Naomi Riseman. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. 22.15 Tn|l| IQT ►Töfratónar (Magic IUm.101 of the Musicals) Marti Webb og Mark Rattray syngja iög úr þekktum söngleikjum. 23.10 ►Sænska maffan Þáttur um sænsk áhrif í íslensku þjóðfélagi fyrr og nú. Umsjón: Helgi Felixson. Áður á dag- skrá 9. janúar 1989.' 23.45 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok SUNWUPAGUR 4/7 STÖÐ tvö 9 00 RRDUAFEUI ►Skógarálfarnir DRRIinCrm Ponsa og Vaskur lenda í skemmtilegum ævintýrum. 9.20 ►Sesam opnist þú Leikbrúðumynd með íslensku tali fyrir börn á öllum aldri. 9.50 ►Umhverfis jörðina f 80 draumum Kalli sjóari og fósturbörn hans ferð- ast fram og aftur í tíma með hjálp Ömmu Körtu. 10.15 ►Kristófer Kólurnbus (Columbus) Teiknimynd. 10.35 ►Ferðir Gúllfvers Teiknimynda- flokkur um ævintýralegar ferðir Gúllívers og vina hans. 11.00 ►Kýrhausinn Þáttur um allt milli himins og jarðar fyrir fróðleiksþyrsta krakka. Stjórnendur: Benedikt Ein- arsson og Sigyn Blöndal. Umsjón: Gunnar Helgason. Dagskrárgerð: Pia Hanson. 11.40 ►Stormsveipur (Eye of the Storm) Ævintýralegur leikinn myndaflokkur um feðgin sem komast í kynni við gömul og dulmögnuð öfl þegar þau reyna að fletta ofan af samsæri. (1:6) 12.00 TÓHLIST ► Evrópski vinsæida- European Top 20) Vinsælustu lög Evrópu kynnt í hressilegum tónlistar- þætti. 13.00 íhDDTTID ►,Þrottir á sunnu- IrRU I IIR degi íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar fer yfir stöðu mála í Getraunadeildinni á ýmsu fleiru. 15.00 ►Framlag til framfara Þátturinn var áður á dagskrá í maí síðastliðn- um. Umsjón: Karl Garðarsson og Kristján Már Unnarsson. 15.30 ►Saga MGM kvikmyndaversins (MGM: When the Lion Roars) Myndaflokkur þar sem saga kvik- myndaversins er rakin frá upphafi í máli og myndum. 16.30 ►Imbakassinn Endurtekinn þáttur. 17.00 ►Húsið á sléttunni (Little Hous.e on the Prairie) (22:24) 18.00 ►Úr innsta hring: Leigumorðing- inn (Inside Story - The Assassin) Við fyrstu kynni virðist Michael Townley ósköp venjulegur maður en þegar farið er að kanna fortíð hans kemur annað í ljós. Hann var hand- bendi DINA, lögreglusveita Pinoch- ets, en fyrirmynd þeirra var Gestapo. 1 Ijöldamörg ár ferðaðist Michael um heiminn sem pólitískur leigumorð- ingi. í þessum þætti er rætt við hann sjálfan og eiginkonu hans en í dag gengur hann undir öðru nafni og býr í Bandaríkjunum. 19.19 ►19:19 Fréttir og veður. 20.00 ►Handlaginn heimilisfaðir (Home Improvement) Bandarískur gaman- myndaflokkur. (4:22) 20.30 ►Heima er best (Homefront) Við höldum áfram þar sem frá var horfið á sýningu þessa myndaflokks um fjölskyldubönd, vináttu, vinnu og heimilislíf íbúa lítils bæjar í Ohio. (10:18) 21.20 tflfllfllYkin ►Leiðin heim (The RVlRMinU Road Home) Á yfir- borðinu er unglingurinn Tim Dolin harður náungi, kaldur strákur sem veit hvað hann vill. Á bak við grím- una býr hinsvegar óöruggur, ungur maður sem á erfitt með að horfast í augu við vandamál sín og takast á við lífið eins og það er. Tim er í harðskeyttri unglingaklíku og geng- ur sífellt lengra í að skapa vandræði uns hann fer yfir strikið og lendir í fangelsi. Móðir Tims og stjúpfaðir fara með hann á meðferðarstofnun fyrir unglinga sem eiga við andíeg vandamál að stríða. Aðalhlutverk: Adam Horovitz, Donald Sutherland, Amy Locane og Don Bloomfield. Leikstjóri: Hugh Hudson („Chariots of Fire“). 1989. 23.10 ►Charlie Rose Þessi þekkti blaða- maður tekur á móti góðum gesti í sjónvarpssal. 0.00 IfUllfllVUn ►Saklaust fórnar- RvlRMInUlamb (Victim of Innocence) Aðalhlutverk: Cheryl Ladd og Anthony John Denison. Leikstjóri: Mel Damski. 1990. Loka- sýning. 1.35 ►Dagskrárlok Úr innsta hring - Michael býr nú í Bandaríkjunum þar sem hann gengur undir öðru nafni. Michael Townley var leigumorðingi Bresk heimildarmynd um mann sem var handbendi leyniþjón- ustunnarí Chile STÖÐ 2 KL. 18.00 Heimildarþátt- ur þar sem sagt er frá ferli fyrrver- andi leigumorðingja, Michaels Townley, og talað við hann sjálfan og eiginkonu hans. Michael Towney er Bandaríkjamaður sem giftist konu frá Chile og gerðist hand- bendi DINA, leyniþjónustu einræð- isherrans Pinochets. DINA var al- ræmd fyrir mannréttindabrot, pynt- ingar og morð en samkvæmt áreið- anlegum frásögnum var ekki óal- gengt að böm væru pyntuð til að knýja foreldrana til að játa á sig glæpi. Hlutverk Michaels var að elta uppi óvini Pinochets víðsvegar um heiminn og hann ber ábyrgð á dauða margra stjórnmálamanna og andstæðinga herforingjastjórnar- innar. Síðasta „verkið" sem Michael tók að sér var að myrða leiðtoga útlægra andstæðinga Pinochets, Orlando Letelier í Washington. Michael Townley býr nú ásamt eig- inkonu sinni í Bandaríkjunum þar sem hann gengur undir öðru nafni. Þátturinn kemur frá BBC. Martha er illgjörn og hættuleg Stormsveipur er nýr myndaflokkur fyrir börn og unglinga STÖÐ 2 KL. 11.40 Neil Frew- en og faðir hennar komast í kynni við ævafom og dulmögn- uð öfl þegar þau reyna að fletta ofan af samsæri í þessum ævin- týralega og spennandi mynda- flokki. Það hefur orðið ein- hverskonar mengunarslys við strönd í Ástralíu og Neil fer ásamt föður sínum til að rann- saka málið. Þegar feðginin eru við það að finna út hvernig í pottinn er búið kynnast þau Luke og stjúpmóður hans, Mörthu. Martha er einstaklega illgjörn og hefur stórhættuleg- ar ráðagerðir á pijónunum. Hún ætlar að leysa úr læðingi dularfull öfl sem hafa legið í dvala um aldir en tilraunir hennar gætu haft hryllilegar afleiðingar í för með sér. Þætt- irnir eru sex talsins og verða vikulega á dagskrá, á sunnu- dagsmorgnum. Stormsveipur - Martha ætlar að leysa dularfull öfl úr læðingi. Asdís Jenna mætir amstri dagsins með bros á vör Þáttur um fjölfatlaða Ijóðskáldið _ Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur Tim Dolin er mjög óöruggur og ráðvilltur unglingspiltur SJÓNVARPIÐ KL. 21.10 Próf eru gjarnan notuð sem mælikvarði á hvað nemendur tileinka sér innan veggja skólans en stundum ná ein- kunnir aðeins að mæla brot af því sem nemandinn leggur á sig og því sem hann uppsker. í þessum þætti er fjalþað um unga stúlku, Asdísi Jennu Ástráðsdóttur, sem lokið hef- ur námi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Sá áfangi hennar hefur allt aðra merkingu en brautskrán- ing flestra nýstúdenta. Ásdís Jenna fæddist fyrir tímann og skaddaðist í kjölfar svokallaðrar fyrirburagulu. Hún getur ekki samhæft hreyfíngar útlimanna og er bundin við hjóla- stól. Auk þess er hún heyranskert og málhölt. Þrátt fyrir alvarlega fötlun er hún staðráðin í að lifa líf- inu eins og henni sjálfri hentar. Ásdís Jenna - f þættinum er fylgst með námsferli Ásdísar Jennu. Hún hefur ekki látið fjötra fötlunar- innar buga sig heldur mætir amstri dagsins með bros á vör. Ásdís Jenna hefur gefið út ljóðabók og í þættin- um verða nokkur ljóða hennar birt. Leiðin hehn er um afbrotaungling sem er sendur á meðferðar- heimili STÖÐ 2 KL. 21.20 Adam Horovitz og Donald Sutherland eru í aðal- hlutverkum í kvikmynd um ungan og ráðvilltan dreng sem skýlir sér á bak við grímu hörkutólsins. Tim Dolin er óöruggur unglingur sem á erfitt með að horfast í augu við vandamál sín og gengur sífellt lengra og lengra í að skapa vand- ræði uns hann lendir í fangelsi. Tim er meðlimur í harðskeyttri unglingaklíku og til þess að hann geti unnið úr sínum málum er nauð- synlegt að hann skipti um um- hverfí. Móðir Tims og stjúpfaðir hans koma honum fyrir á meðferð- arstofnun. Til að byija með er hann ekki tilbúinn að taka þátt í meðferð- inni en smám saman tekst sálfræð- ingnum Charles Loftis (Donald Sut- herland) að vinna traust drengsins og fá hann til að finna leiðina heim. Leikstjóri myndarinnar er Hugh Hudson en hann hefur áður gert myndina „Chariots of Fire“. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.