Morgunblaðið - 01.07.1993, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.07.1993, Qupperneq 12
Veist þú faiisHarorðið? Fyllið út svarseðilinn og senmmof^ir #6. júlí 1993 «• Toyo'a f*arle*að rerðmæti iir. 939 ooo ‘ösœísr^ jwouhu do veromæti kr. 25.544 Krinoi ’ 15‘ Mlíche,í flu9ustangarsett Kringlusport að verömæti kr. 14 810- MÓÐSAGA Dregið verður úr réttum lausnum þ. 17 júlí á Bylgjunni 12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JULI 1993 Virki - Hús Madonnu hefur allan öryggisbúnað sem hægt er að kaupa. Öryggisgæsla - Madonna með vígalegan lífvörð sér við hlið. Þekkl fólk í Bandaríkjunum kaupir öryggið dýrum dómum Öryggisverðir græða á tá og fingri í Hollywood Oryggisgæsla fyrir ríkt og frægt fólk er stór atvinnugrein í Beverly Hills i Bandaríkjun- um. Hollywood-stjörnur óttast um líf sitt og eru tilbúnar að greiða háar fjárhæðir fyrir ör- yggisgæslu. Engu að síður segja sérfræðingar að ekki sé til nein fullkomlega örugg vamarað- ferð og ef einhver vill gera manneskju illt er mjörg erfitt að stöðva viðkomandi. „Ef einhver vill drepa mann þá er maður dauður," segir Anthony Pelicano, sérfæðingur í öryggis- málum sem vinnur í Beverly Hills. Þrátt fyrir að Pelicano segi þetta við viðskiptavini sína eru þeir til- búnir að greiða honum um hálfa milljón bandaríkjadala á ári fyrir öryggisgæslu í þeirri von að hann hafí rangt fyrir sér. Það er að miklu leyti fjárhagur fræga fólks- ins sem ræður því hversu mikið öryggi það getur keypt. Heimili sem virki Heimsfrægur skemmtikraftur sem ferðast mikið þarf að borga allt frá 250.000 til 500.000 dollara til lífvarða sinna á ári. Skemmtikraftur get- ur eytt svipaðri upp- hæð til þess að gera heimili sitt að víga- legu virki. Á tveggja ekru landareign þarf þrjár til fjórar myndavélar til að fylgjast með öllu svæðinu. Síðan er hægt að setja upp grindverk sem skynjar hreyfingu. Myndavélarnar og girðingin kosta sam- anlagt um 125.000 dollara. Þetta er dæmi um lágmarks- öryggi á landareign sem er lítil á mæli- kvarða ríka fólksins í Beverly Hills. í íbúðarhúsinu sjálfu má koma fyrir þjófavarnarkerfí sem kostar á bil- inu 5 -10.000 dollara. Til þess að gera öryggið enn meira er hægt að setja hnappa víðsvegar um húsið sem eru tengdir við útkalls- kerfi lögreglunnar eða öryggis- þjónustu í einkaeign eins og Bel Air Patrol. Skemmtikraftur getur sett punktinn yfír i-ið með því að byggja sérstakt öryggisherbergi í húsinu. Slíkt herbergi á að stand- ast bæði eld og sprengjur. í því er matur og vatn sem á að endast í dágóðan tíma, þarfaþingið sími og vararafstöð. Ekki fullkomin vörn Öryggisverðir segja engu að síður að þessi öryggisherbergi séu ekki fullkomin vörn. Moshe Alon, fyrrverandi starfsmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sem rekur nú Professional Security Consultant, segir að margir telji skemmtikröft- um í trú um að öryggisherbergi sé fullkömin vörn en þau séu í raun gagnslaus. Anthony Pelicano er sammála Alon. Hann segir að þessi herbergi séu gildrur. Allir öryggisverðir ráðleggja viðskiptavinum sínum frá því að vera vopnaðir. Að sögn Pelicano vill hann ekki að viðskiptavinir hans beri vopn vegna þess að sá sem ræðst á þá getur hæglega náð byssu af þeim og notað hana gegn þeim. Ástin varhugaverð Kvikmyndin „Bodyguard", með Whitney Huston og Kevin Costner í aðalhlutverkum, segir frá ástar- sambandi söngkonu við lífvörð. Lífverðir þurfa að vinna mjög náið með viðskiptavinum sínum en allir sérfræðingar segja engu að síður að nauðsynlegt sé að halda ákveð- Ráðgjöf - Sylvester Stallone er viðskipta- vinur Anthonys Pelcanios, sérfræðings í öryggismálum. „The Bodyguard" - Kvik- myndin „The Bodyguard" með Whitney Huston og Kevin Costner fjallað um ástarsam- band frægrar söngkonu við líf- vörð. inni fjarlægð. Þeir segja að ástin geri menn hættulega af þvi að hún beinir athyglinni frá starfínu. Hins vegar segja öryggisverðir að nauð- synlegt sé að gott samband sé á milli þeirra og viðskiptavina þeirra. Eins og Moshe Alon segir: „Ef lífverði semur illa við mann- eskjuna sem hann á að vernda er spurning hvort hann sé tilbúinn að fórna lífí sínu fyrir viðkom- andi.“ Öryggisráð fyrir stórstjörnur Að lokum fylgja hér nokkur ráð sem öryggisverðir gefa viðskipta- vinum sínum: Þegar maður fer út úr húsi er best að athuga alltaf fyrst hvort einhver sé fyrir utan sem á ekki að vera þar. Þegar keyrt er að heiman á allt- af að fylgjast með því hvort ein- hver eltir. Maður á að forðast að klæðast á áberandi hátt til þess að vekja ekki eftirtekt. Þegar ferðast er í bíl á alltaf að hafa allar dyr læstar og passa sig á því að festast ekki í umferða- röngþveiti. Varast skal sviðsetta minnihátt- ar árekstra. Ef keyrt er á bíl sem maður er í þá á aldrei að fara út úr bílnum heldur taka niður númerið og keyra á næstu lög- reglustöð. Maður á aldrei að opna útidyra- hurðina nema maður viti hver er að koma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.