Morgunblaðið - 15.07.1993, Síða 1
64 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1913
157. tbi. 81. árg.
FIMMTUDAGUR 15. JULI1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Lávarðar hafna
tillögu Thatcher
London. Reuter.
LÁVARÐADEILD breska þingsins felldi í gærkvöldi með yfirgnæf-
andi meirihluta breytingartillögu lafði Thatcher, fyrrum forsætis-
ráðherra, við frumvarp stjórnarinnar um staðfestingu á Maa-
stricht-samkomulaginu. Tillagan, sem var um að efnt skyldi til
þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið, var felld með 445 at-
kvæðum gegn 176.
Thatcher sagði fyrir fullu húsi
lávarða, að Bretar ættu ekki að
gefa frekar undan, nema þjóðin
óskaði þess. Hún sagðist hafa
brennt sig á því í forsætisráðherra-
tíð sinni að treysta orðum annarra
Evrópubandalagsríkja um að völd
EB yrðu ekki teygð yfir þing ríkj-
anna. Hún sagði: „Ekki vaða út í
þann pytt aftur [...] og sökkva ef
til vill upp fyrir haus.“
Aðrir ræðumenn í lávarðadeild-
inni, þar á meðal margir fyrrum
ráðherrar, minntu á að Thatcher
hefði sjálf í gegnum tíðina mælt
gegn þjóðaratkvæðagreiðslum, og
sagt þær ekki eiga heima í lýðræðis-
kerfi Bretlands því þær drægju úr
valdi þingsins.
Rannsóknir á borkjama úr Grænlandsjökli
Hitasveiflur fyrri hlý-
skeiða meiri en nú er
London. Reuter.
MENGUN í andrúmslofti jarðar gæti valdið gífurlegum breytingum
á hitastigi, líkt og þeim sein urðu fyrir síðasta jökulskeið. I nýju
tölublaði visindatimaritsins Nature segir að rannsóknir á borkjarna
úr iðrum Grænlandsjökuls hafi leitt í ljós að hlýindaskeið milli síð-
ustu tveggja jökulskeiða hefðu einkennst af óstöðugum hitabreyting-
um, sem entust í állt frá 70 til 700 ár.
Snjór á hálendinu
Morgunblaðið/RAX
STARFSMENN Vegagerðarinnar vinna nú við að Áætlað er að verkið taki nokkra daga. Hér eru
ryðja snjó af veginum um Fjallabaksleið. Þeir hófu Vegagerðarmenn með tæki sín á leið gegnum skafl
starfið í fyrradag og er rutt báðum megin frá. á veginum austur af Landmannalaugum.
Átta Evrópulönd standa að rann-
sóknunum, og eru íslendingar þar á
meðal. Unnið er úr borkjarna sem
sóttur var niður á þriggja kílómetra
dýpi í Grænlandsjökli, og er frá hlý-
indaskeiðinu fyrir síðasta jökulskeið.
Hitastig á tímabilinu er ákvarðað
með rannsókn á súrefnissamsætum.
Vísindamennimir komust að því
að hitastig á síðasta hlýindaskeiði
var yfirleitt um tveim gráðum hærra
en nú, en gat kólnað snögglega um
allt að tíu gráður. „Þessar nýju upp-
götvanir valda okkur áhyggjum af
hvað gæti gerst ef hiti hækkar,“
sagði breski vísindamaðurinn Eric
Wolff. Vísindamenn telja, að mengun
í andrúmsloftinu nú, svonefnd gróð-
urhúsaáhrif, geti valdið hækkun á
hitastigi í heiminum.
Árný Sveinbjörnsdóttir, jarðfræð-
ingur við Raunvísindastofnun Há-
skóla íslands, er einn þeirra íslend-
inga sem taka þátt í rannókninni,
og er meðhöfundur greinarinnar í
Nature. Hún segir frekari athuganir
á borkjamanum nú standa yfir, og
vonast sé til að þær gefí vísbending-
ar um hvers megi vænta á því hlý-
skeiði sem nú stendur yfír. „Veður-
far nú er mun stöðugra en á fyrri
hlýskeiðum, og rannsóknimar bein-
ast að því hver sé ástæða þessa stöð-
ugleika,“ sagði Árný. „Það kom okk-
ur mjög á óvart hvað hiti virðist
hafa breyst hratt; flest bendir til að
tíu gráðu hitabreyting hafi getað
orðið á innan við 10 árum.“
Þriðjungur Sarajevobúa hefur nú aðgang að rennandi vatni á ný
SÞ segja hættu á að átök
bijótist aftur út í Króatíu
Belgrad, Sar^jevo, London. Reuter.
HÁTTSETTUR embættismaður Sameinuðu þjóðanna segir
að veruleg hætta sé nú á því að stríð brjótist út á ný milli
Króata og Serba sem búsettir eru áJtróatísku landsvæði
en vilja segja sig úr Iögum við lýðveldið. „Hvorirtveggju
eru gráir fyrir járnum og hafa eflt liðsafnað sinn og búa
sig undir frekari átök,“ sagði Cedric Thornberry, aðstoðar-
yfirmaður gæsluliðs SÞ I Bosníu, á fréttamannafundi I gær.
Króatar segja Serba hafa skotið
eldflaugum og sprengjum á flug-
völlinn í strandborginni Zadar á
þriðjudag en síðast var barist á
þessum slóðum í janúar er Króatar
tóku á ný Mazlenica-brúna sem
var eyðilögð í bardögum 1991.
Brúin er mikilvæg vegna þess að
hún tengir saman norðurhluta
Króatíu með höfuðborginni,
Zagreb, og suðursvæðin þar sem
margir helstu ferðamannabæir
landsins eru við Adríahafið. Króa-
tísk stjórnvöld ætla að láta byggja
flotbrú í stað gömlu brúarinnar á
staðnum og lagfæra flugvöllinn.
Cedric Thornberry sakaði alla
þijá stríðsaðila í Bosníu um að
hindra flutninga SÞ á neyðargögn-
um til óbreyttra borgara. Þörf
væri á 1.200 tonnum daglega til
að sinna þörfum 2,3 milljóna
manna á átakasvæðunum en að-
eins helmingur þess magns bærist
á áfangastað.
Douglas Hurd, Utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í gær að
Evrópubandalagið (EB) hlyti að
íhuga að beita Króata refsiaðgerð-
um vegna hlutdeildar þeirra í stríð-
inu í fyrrum Bosníu. Sagði hann
koma til greina að ræða það mál
á fundi utanríkisráðherra EB-
iandanna í Brussel á mánudag.
Um þriðjungur íbúa í Sarajevo
hefur nú fengið aðgang að renn-
andi vatni á ný en ekki hefur enn
tekist að koma gas- og rafmagns-
veitum í samt Iag. Starfsmenn SÞ
sjá um viðgerðirnar en segja að
Serbar hafi ekki virt að fullu ný-
gert samkomulag við leiðtoga
múslima um að lina þjáningar
borgarbúa sem eru um 380.000.
Sænskir
ísmolar
fluttirút
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKT fyrirtæki malar
gpiil í Bandaríkjunum með
því að selja þar ísmola á öld-
urhúsum. Heimskautaís heit-
ir fyrirtækið, sem er staðsett
í bænum Gallivare, nyrst í
Svíþjóð.
Flogið er með ferskvatn yfir
Atlantshafið til Bandaríkjanna,
þar sem því er breytt í ísmola,
og kosta fjórir slíkir einn doll-
ara á bar í New York. „Banda-
ríkjamenn eru bijálaðir í ís-
mola. Þeir hafa meira af ís en
áfengi í drykkjunum sínum,“
sagði Per Henriksson, einn af
fimm starfsmönnum Heim-
skautaíss, í samtali við dag-
blaðið Dagens Nyheter.