Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
Framkvæmdaráð Alþýðukvenna
Konnr hvatt-
ar tíl þátttöku
FRAMKVÆMDARÁÐ Sambands Alþýðuflokkskvenna tók þá afstöðu
í gær að skora á konur að taka virkan þátt í flokksstjórnarfundi
Alþýðuflokksins næsta sunnudag en sitja ekki hjá líkt og tillaga
hafði komið um á síðasta fundi Sambands Alþýðukvenna. Rannveig
Guðmundsdóttir hefur ekki gefið endanlegt svar um hvort hún hyggst
gefa kost á sér til varaformannsembættisins en allar líkur eru nú
taldar á því að hún muni gera það.
í gærkveldi fóru stuðningsmenn Sambands Alþýðuflokkskvenna tel-
Rannveigar Guðmundsdóttur af
stað með undirskriftasöfnun til að
hvetja hana til að gefa kost á sér
í varaformannsembættið og í gær-
kveldi höfðu einhveijir tugir kvenna
og karla í Alþýðuflokkum skrifað
undir hvatninguna.
‘ Hvattar í trúnaðarstörf
Framkvæmdaráð Sambands Al-
þýðuflokkskvenna samþykkti eftir-
farandi ályktiin: „Framkvæmdaráð
ur það ekki samræmast þátttöku
kvenna í stjórnmálum að sitja hjá
og vera ekki reiðubúnar að axla þá
ábyrgð sem konum er falin hveiju
sinni.
Stjórnin vill því hvetja allar kon-
ur í flokksstjórn Alþýðuflokksins til
virkari þátttöku á flokksstjómar-
fundinum næstkomandi sunnu-
dagskvöld og að sem flestar gefi
kost á sér til þeirra trúnaðarstarfa
sem þar verður kosið til.“
Sólarkaffið sötrað
VEÐURBLÍÐA hefur á stundum leikið um borgarbúa á undanförnum dögum og hér má sjá gesti á kaffi-
húsi sötra kaffið sitt í sólskininu.
Verðbreytingar
v. gengislækkunarinnar
Aukin eftirspum eftir spariskírtemum og ríkisvíxlum eftir gengisfellingu
>
„Cheerios" Veröið VeröMS hækkar
morgun- varkr. ernúkr. um
verðarhringir
425 gpakki 255 277 8,6%
Cheerios
hækkar
um 8,6%
VEGNA gengisfellingarinnar
hafa „Cheerios“ morgunverðar-
hringimir hækkað. Til dæmis
hefur 425 g pakki af hringjunum
hækkað úr 255 krónur í 277
krónur og er það 8,6% hækkun.
Þess má getið að hringirnir em
fluttir inn frá Bandaríkjunum.
Polar Sea
í Keilavík
POLAR Sea, stærsti ísbijótur
Bandaríkjanna, lagðist að
bryggju í Keflavík í morgun og
mun skipið verða þar næstu þijá
daga. Verið er að undirbúa rann-
sóknarleiðangur með skipinu um
norðurhöfin og verða íslenskir
vísindamenn frá Háskóla íslands
með í þeim leiðangri.
Að sögn Joe Quimby hjá Upplýs-
ingaskrifstofu varnarliðsins mun
dvöl þess notuð til að taka matvæli
og vistir um borð og til að gefa
áhöfn skipsins landvistarleyfi.
í dag
Bretland _________________
Sýknudómur gagnrýndur 20
Verðkönnun á ís___________
70 króna munur 22 og 23
íþróttir__________________
Steranotkun bætir ekki 43
Leiðari___________________
Áfengi og einkavæðing 22
Ávöxtunarkrafa lækkar
umtalsvert á markaðinum
ÁVÖXTUN í viðskiptum með spariskírteini ríkissjóðs hefur
að meðaltali verið 0,5 prósentustigum lægri á Verðbréfaþingi
íslands í júlímánuði en í júní. Meðalávöxtunarkrafan í viðskipt-
um með þessi bréf var 7,14% en er það sem af er mánaðar-
ins 6,68%. Mikil eftirspurn hefur verið eftir skírteinum með
innlausnardag síðar á þessu ári og fram á mitt næsta ár og
er ávöxtunarkrafa þeirra við sölu nú á milli 6,0% og 6,1%
en var í upphafi júlímánaðar 6,75 til 6,85%. Ávöxtunarkrafa
á ríkisvíxlúm hefur einnig farið lækkandi að undanförnu.
Ólafur K. Ólafs hjá peningamáladeild Seðlabankans segir að
þessar breytingar ættu að geta gefið tilefni til einhverra
raunvaxtalækkana hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum.
Ólafur segir að eftir gengisfell-
inguna á dögunum hafi eftirspum
eftir spariskírteinum ríkissjóðs, sem
hafí tiltölulega stuttan tíma í inn-
lausn, aukist. Aukinni eftirspum
hafí verið mætt af hálfu Seðlabank-
ans með lægri ávöxtunarkröfu og
hafí hún lækkað um 0,75 prósentu-
stig frá 5. júlí. Meðalávöxtunar-
krafan í viðskiptum með spariskír-
teini hafi á sama tíma lækkað um
hér um bil 0,5 prósentustig.
Ólafur segir að þessi lækkun á
eftirmarkaði með spariskírteini ætti
að gefa öðmm aðilum á markaðnum
svigrúm til raunvaxtalækkunar.
Viðskiptabankar og sparisjóðir eigi
til dæmis í ákveðinni samkeppni við
ríkissjóð um sparifé og þessar að-
stæður gefí að minnsta kosti ekki
tilefni til raunvaxtahækkunar hjá
þeim. Fremur megi ætla að vextir
verðtryggðra lána geti þokast niður
á við af þessu tilefni.
Að sögn Ólafs hefur ávöxtunar-
krafa á ríkisvíxlum einnig lækkað
að undanfömu. Sú þróun hafí verið
stöðug og jöfn frá áramótum. Enn
eigi sér stað nokkur lækkun á
ávöxtun ríkisvíxla þrátt fyrir útlit
um tímabundna aukningu verð-
bólgu í kjölfar gengisfellingarinnar
28. júní. Ávöxtun í nýjasta flokki
ríkisvíxla var í gær 8,35% við kaup
en 8,15% við sölu. í útboði þessara
víxla 9. júlí var meðalávöxtunin
hins vegar 9,49%, hækkaði um
tæplega 0,8 prósentustig frá síðasta
útboði.
í gær fór fram útboð á spariskír-
teinum ríkissjóðs í 1. flokki D 1993
til 5 og 10 ára. Alls bámst tilboð
Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá
► Bókanir Flugleiða um 21% b Sannleikurinn um Dame
fleiri - Mikligarður sakaður um Ednu - Ofbeldi í bandarísku sjón-
blekkingu - 300 miiyóna kr. bati varpi - Órafmagnaðir tónleikar
tryggingafélaga - GSM farsíma- MTV - Leikkonan Rebecca De
númer komin Momay - Kvikmyndir vikunnar
að fjárhæð 605 milljónir króna og boða í báðum flokkum er 7,29% en
var tekið tilboðum fyrir 430 milljón- var við útboð í júní 7,39% til fimm
ir. Meðalávöxtun samþykktra til- ára og 7,34% til 10 ára.
*
Akvörðun um frestun ákæru endurskoðuð
Ríkíssaksóknari
gefur út ákæru fyr-
ir kynferðisafbrot
RÍKISSAKSÓKNARI gaf í gær út ákæru á hendur fötluðum manni
fyrir kynferðisafbrot gagnvart ungum börnum, en áður hafði emb-
ætti ríkissaksóknara tekið þá ákvörðun að fresta ákæru á hendur
honum skilorðsbundið í þijú ár. í tilkynningu frá ríkissaksóknara
segir m.a. að hörð gagnrýni hafí verið höfð í frammi vegna ákvörðun-
ar embættisins um að fresta ákæru skilorðsbundið. Gagnrýnin hafi
leitt til blaðaskrifa og umræðu þar sem málsatvik hafi verið afflutt
og í verulegum atriðum ekki verið í samræmi við það sem lægi fyrir
í skjölum málsins. Hvorki ákværuvaldið né sakborningur ættu þess
kost að koma fram á vettvangi opinberrar umræðu viðhlítandi leið-
réttingum og staðreyndum málsins. Því hefði verið ákveðið að vísa
málinu í dóm og gefa út ákæru á hendur sakborningi.
Hér á eftir fer tilkynning ríkis-
saksóknara í heild:
„Þann 17. mars sl. ákvað emb-
ætti ríkissaksóknara að fresta
ákæru skilorðsbundið í 3 ár á hend-
ur manni, sem kærður hafði verið
fyrir kynferðisafbrot gagnvart ung-
um börnum á heimili sínu hér í
borg. Við rannsókn málsins kannað-
ist maðurinn við og játaði að nokkru
leyti kæruefni, sem þótti falla und-
ir 202. og 209. gr. almennra hegn-
ingarlaga nr. 19, 1940, sbr. lög nr.
40, 1992, og ákvæði í lögum um
vernd barna og ungmenna nr. 58,
1992.
Það var mat ákæruvalds, eins
og atvikum málsins og högum sak-
bornings var háttað, að rétt væri
að fresta ákæru skilorðsbundið,
enda væru lagaskilyrði til þess, en
högum sakbomings er þann veg
háttað, að hann er öryrki, mikið
fatlaður og algerlega bundinn hjóla-
stól.
Við endurskoðun nú á málinu er
mat ákæruvalds á réttmæti þessar-
ar ákvörðunar í sjálfu sér óbreytt.
En eftir að ákvörðunin var tekin
hefur sérstaklega af hálfu aðstand-
anda eins bamanna verið höfð í
frammi hörð gagnrýni vegna henn-
ar, sem leitt hefur til blaðaskrifa
og umræðu í þjóðfélaginu. í þeirri
umfjöllun hafa málsatvik verið af-
flutt og í verulegum atriðum ekki
verið í samræmi við það sem fyrir
liggur í skjölum málsins.
Eftir að málið er komið í svo
almenna umfjöllun sem orðin er á
hvorki ákæruvald né sakborningur
þess kost að koma fram á vett-
vangi opinberrar umræðu viðhlít-
andi leiðréttingum á málsatvikum
og staðreyndum málsins. Því hefur
orðið að ráði, eins og komið er, að
vísa máli þessu til meðferðar í dómi
og hefur því í dag af hálfu ákæru-
valds verið gefín út ákæra á hendur
þeim sakborningi sem hér á hlut
að máli. Verður málið samkvæmt
henni rekið fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Með þessu verður að ætla að
tryggt sé að mál þetta hljóti rétt-
láta og sanngjarna meðferð og að
ekki verði hállað rétti neins er hags-
muna á að gæta í málinu og málið
fái þá niðurstöðu, sem ekki verður
breytt nema þá með áfrýjun til
æðra dóms.“