Morgunblaðið - 15.07.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.07.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 Hertar kröfur til nemenda á skriflegum ökuprófum Annar hver féll fyrstu vikuna eftir endurskoðun EFTIR að skrifleg ökupróf voru endurskoðuð hefur aukist að nemendur falli og nú falla um 20% nemenda í Reykja- vík, en fjórar vikur eru síðan endurskoðuð próf voru fyrst lögð fyrir. Fyrst eftir að ný próf voru lögð fyrir féllu enn fleiri nemendur og í fyrstu vikunni féllu yfir 50% þeirra nemenda sem þreyttu prófið, Ingólfur Á. Jóhannesson, for- stöðumaður ökunámsdeildar hjá Umferðarráði, segir skýringuna á þessu vera þá að bæði hafi einhveij- ir ökukennarar ekki áttað sig á breyttum prófum og einnig hafí nemendur ekki almennilega tekið upplýsingar um hertar kröfur alvar- lega. Það sé nú að breytast og seg- ist hann búast við að fallprósentan haldist í um 20% en fyrir breyting- ar var fall almennt á bilinu 10-12% á skriflega prófinu. í eldra prófínu var nauðsynlegt að fá 80 stig af 90 en nú er búið eða annar hver nemandi. að skipta prófínu í tvennt. Ingólfur segir að í fyrri hlutanum séu mjög mikilvægar forgangsspumingar og í þeim hluta er nauðsynlegt að ná 43 stigum af 45. í seinni hlutanum er nauðsynlegt að fá 83 stig af 90. „Það er yfirleitt þessi fyrri hluti sem fólk nær ekki núna. Við emm ánægðir með þetta nýja fyrirkomu- lag, það veitir aðhald." Hertari kröfur „Þó bóknámið sé nú betra á eftir að koma í ljós hvort það skili sér út í umferðina. Við eigum eftir að herða kröfur í akstursprófum en á þeim prófum heyrir til undantekn- inga að nemendur falli.“ Ingólfur segir það vegna þess að of litlar kröfur séu gerðar en nú standi til að breyta því, hvenær það verður liggur þó ekki fýrir. Séraðstoð fyrir lesblinda Ingólfur segir nemendur sem em lesblindir eða eigi erfítt með lestur geta átt eiga erfíðara með að ná prófínu nú. „Þau gátu áður hugsan- lega sloppið í gegn án þess að fá aðstoð við lesturinn þar sem minni kröfur vom gerðar. Við emm nú að gera ráðstafanir til að hvetja ökukennara til að senda þau ekki í prófíð upp á von á óvon nema þau hafa fengið lesaðstoð, en þau eiga rétt á henni. Það er mikilvægt að foreldrar sem eiga lesblind böm ræði við ökukennara til að panta þessa aðstoð." VEÐUR ÍDAGkl. 12.00" \\11 Hetmild: Veðurstola islands (Byggt é vsðurapá kl. 16.1S I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 15. JULI YFIRLIT: Við Jan Mayen er 1009 mb lægð sem þokast vestur, en 1025 mb hæð er yfir N-Grænlandi. Langt suösuðvestur í hafi er 997 mb vax- andi lægð sem hreyfist hægt norður á bóginn. SPÁ: Þaö er búist við norðaustlægum eða breytilegum áttum á landinu, gola, en víða kaldi að deginum. Skýjað verður að mestu á norðaustur- og Austurlandi, þurrt að kalla. Vestan og suðvestan lands verður víða nokkuð bjart veöur, þó hætt við síðdegisskúrum sunnanlands og vest- an. Áfram veröur fremur svalt við norðurströndina, en annars 10-16 stiga hiti, hlýjast vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg átt, nokkuð stíf á föstudag, einkum við suðurströndina en annars hægari. Skýjað og súldarvottur með austur- og suðausturströndinnl en annars þurrt. Víðast bjartviðri vestanlands og norðan. Hlýnandi og verður hlýj- dst vestanlands Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. O & Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað V $ r r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * ♦ * * Snjókoma Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka rtig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Greiðfært er um þjóðvegi landsins og flestir hálendisvegir orðnir færir fjallabílum. Þó er enn ófært um Syöra-Fjallabak og um Nyrðra-Fjallabak milli Landmannalauga og Eldgjár, Gæsavatnaleið og leiðirnar frá Sprengi- sandi til Skagafjarðar og Eyjafjarðar eru ófærar. Einnig er leiðin lokuð um Stórasand og um línuveginn við Hlöðufell. Víða er unnið við vega- gerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær Akureyri Reykjavlk hití 8 13 UMHEIM að í$l. tfma veöur skýjað skýjað Bergen 16 skýjið Helslnki 16 skýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Narssarsauaq 16 léttskýjað Nuuk 12 vantar Osló 17 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Algarve 26 heiðskfrt Amsterdam 16 alskýjað Barcelona 26 léttskýjað Berlín 19 alskýjað Chicago vantar Feneyjar 22 skýjað Frankfurt 16 rigning Glasgow 13 rign.ásfð.klst. Hamborg 14 rigning og súld London 22 skúr á síð. klst. Los Angeles 22 skýjað Lúxemborg 15 rigning Madrid 34 léttskýjað Malaga 24 heíðskfrt Mallorca 24 léttskýjað Montreal 21 skúr á síð. klst. NewYork 31 skýjað Orfando 27 þrumuveður Parfs 20 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 23 léttskýjað Vfn 18 skýjað Washington 34 mistur Winnipeg 18 akýjað Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lagt af stað STEFÁN og kona hans Guðmunda eru í fararbroddi við upphaf Stefánsgöngu. Stefánsganga Jasonarsonar hafin Lífsneistimi bloss- ar við hreyfingu Selfossi. „ÉG LEGG áherslu á að hitta fólk í þéttbýli og dreifbýli til að labba með því 1-3 kilómetra á hverjum stað,“ sagði Stefán Jasonarson þegar hann lagði af stað frá Selfossi í 500 kilómetra göngu þar sem hann mun koma við á hinum ýmsu stöðum hring- inn í kringum landið. Göngunni lýkur í Reykjavík 19. ágúst. Tilgangur göngunnar er að minnast árs aldraðra í Evrópu með eftirminnilegum hætti og leggja áherslu á nauðsyn hreyf- ingar fyrir aldraða. Göngunni lýk- ur á opnunarhátíð „Gym i Nord- en“ sem er samnorræn hátíð fólks yfír sextugt. Stefán göngugarpur er kominn fast að áttræðu og var galvaskur við upphaf göngunnar. „Mér líður afskaplega vel og ég hlakka mjög til göngunnar. Ég hef alltaf viljað sjá hvað er á bak við næstu hæð og það verður gaman að fara þessa ferð á tveim- ur jafnfljótum. Ég vil að fólk finni hvernig Íífsneistinn blossar þegar maður hreyfír sig,“ sagði Stefán. Nokkur hópur fólks, ungir og gamlir, fylgdu Stefáni úr hlaði Mjólkurbús Flóamanna. Þar var stutt samkoma áður en Stefán lagði af stað, ættjarðarlög voru leikin á harmonikkur og flutt ávörp ásamt því sem hitað var upp fyrir gönguna. Síðan lagði Stefán af stað í tíu kílómetra göngu út frá Selfossi. Hinn 16. júlí verður hann við Hellu klukkan 11.30 og klukkan 18 sama dag við Hvolsvöll. Sig. Jóns. Utanríkismalaiiefiid ræðir við þingnefnd EB Skiptust á skoðun- um um hvalveiðar UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis er nú stödd á Evrópubandalags- þinginu í Strassborg og átti í gær viðræður við þá þingmannanefnd EB sem fer með málefni íslands. Björn Bjarnason, formaður utanríkis- málanefndar, segir að viðræðumar hafi verið ánægjulegar og fróðleg- ar en meðal annars skiptust þingmennirnir á skoðunum um hvalveið- ar og íslendingarnir gerðu grein fyrir þeim sjónarmiðum að vísinda- lega væri sannað að hægt væri að stunda m.a. hrefnuveiðar án þess að raska lífríki sjávarins. Þingmennirnir á EB-þinginu eru ásamt Bimi Bjarnasyni Páll Péturs- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Ingi- þjörg Sólrún Gísladóttir og Ámi R. Árnason. Bjöm segir að í gærdag hafí verið rætt almennt um sam- skiptin við Evrópubandalagið og að íslendingarnir hafí gert grein fyrir þeirri ályktun Alþingis að nauðsyn- legt væri að efla tvíhliða viðræður við EB í framhaldi af EES. „Þingnefndarmennirnir sem við ræddum við vöktu aftur athygli okk- ar á því að mikill áhugí væri á þing- inu á að breyta stefnu EB um leið og aðildarríkjum þess fjölgaði," seg- ir Björn. „Um yrði að ræða nýsköp- un í yfírstjóm EB í þá átt að tryggt yrði meira jafnræði milli ríkja um leið og Austurríki, Finnland, Svíþjóð og Noregur ganga í bandalagið. Okkur fannst fróðlegt að heyra þessi viðhorf." Rætt um fiskveiðistefnuna í máli Bjöms kemur fram að auk þessa hafí umræðan snúist um físk- veiðistefnu EB og fyrirhugaðar breytingar á henni í þá átt að byggja hana á veiðileyfum en ekki réttind- um einstakra ríkja. „Við gerðum nefndinni aftur grein fyrir okkar sjónarmiðum í hvalveiðimálum, með- al annars að vísindalega væri sannað að hægt væri að stunda hrefnuveið- ar án þess að raska lífríkinu og raun- ar væri nauðsynlegt að veiða hrefnu til að raska ekki þessu jafnvægi,“ segir Björn. „Fulltrúi frá Azoreyjum nefndi þá að eyjarnar hefðu stundað hvalveiðar áður en Portúgal gekk inn í EB en í framhaldi af því varð að leggja þær veiðar niður sökum stefnu bandalagsins í hvalveiðimál- um. Hann taldi erfitt fyrir ríki sem ætluðu sér aðild að EB að stunda hvalveiðar." í dag hittir utanríkismálanefnd forseta þingsins að máli og fulltrúa þingflokka auk þess að hlusta á umræður um fiskveiðimál. i > > i I ) I > > 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.