Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 5
5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
Dræm sala hjá SH á tví-
frystum Barentshafsfíski
AÐ SÖGN Friðriks Pálssonar forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hefur sala frysts fisks úr Barentshafi, sem unninn er í
frystihúsum hér á landi og seldur í blokk á markaði erlendis,
verið dræm að undanförnu. Hann segir að þó að framleiðendur
hafi farið varlega í kaupum á heilfrystum fiski úr Barentshafi sé
enn mikið af óseldum birgðum hjá frystihúsunum.
Friðrik segir ástæðurnar þrí-
þættar. „I fyrsta lagi höfum við
gert skýran greinarmun á þessum
fiski úr Barentshafi og íslenskum
sjávarafurðum. Þessi áhersla á
uppruna fisksins hefur orðið til
Ráðuneyti hugsanlega flutt í Reykjavíkurapótek
Athuguð kaup eða
leiga á apótekinu
í athugun er að ríkið kaupi eða leigi hús Reykjavíkurapóteks
í Austurstræti fyrir landbúnaðar- og samgönguráðuneyti og
ýmsa starfsemi. Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgöngu-
ráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið að þessi möguleiki
væri í umræðunni og hefði verið ræddur við forsætisráð-
herra. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvað húsið kostaði.
„Utanríkisráðuneytið leggur
mikla áherslu á að fá hús Byggða-
stofnunar til umráða þar sem starf-
semi ráðuneytisins er á ýmsum stöð-
um. Þeir telja óhjákvæmilegt að
koma starfseminni á einn stað. Af
þessum sökum er óhjákvæmilegt að
landbúnaðarráðuneytið flytji um set,
en það er í húsnæði Byggðastofnun-
ar, og það mál hef ég rætt við for-
sætisráðherra," sagði Halldór Blönd-
al. Hann sagði að jafnframt hefði
verið rætt um möguleika á því að
flytja samgönguráðuneytið þar sem
húsnæði þess væri of lítið þar sem
það er nú.
Dýr lausn en söguleg þýðing
„Það hefur komið upp að þessi
ráðuneyti flytji í Reykjavíkurapótek.
Það er að vísu dýr lausn en þá er á
hitt að líta að Reykjavíkurapótek er
mjög sérstakt, hefur byggðasögu-
lega þýðingu og ekki á færi einstakl-
inga að halda því við með þeirri reisn
sem húsinu sæmir.
Það verður að gera þetta með
þeim hætti að ekki sé um ófullnægj-
andi lausn að ræða og að óðara verði
að flytja ráðuneytin á nýjan leik, það
er kostnaðarsamt og kemur ekki til
greina.“
Sögufrægt hús
HÚS Reykjavíkurapóteks á horni
Austurstrætis og Pósthússtrætis.
þess að minni áhugi hefur skapast
á þessari afurð og það vegur þungt
að fiskurinn er seldur eftir að
hafa verið frystur tvisvar. í annan
stað hefur framboð verið mikið að
undanförnu og því er hvorki
spenna né hreyfing á markaðinum.
Loks hafa deilur um ágæti og
gæði vörunnar haft áhrif á sölu
hennar."
Hann sagði að ef hráefnið væri
gott og vinnslan með réttum hætti
væri þessi fiskur, þó tvífrystur
væri, alls ekki slæm vara.
Benedikt Sveinsson fram-
kvæmdastjóri Islenskra sjávaraf-
urða segist ekki kannast við neina
sérstaka erfiðleika í sölu eða
markaðssetningu fisks úr Barents-
hafi. Hann segir að hráefnið hafi
að mestu verið unnið í blokkir á
Bandaríkjamarkað og telur jafn-
framt að birgðir fullunnins fisks
úr Barentshafi séu ekki miklar í
landinu. „Þessi kaup á frystum
fiski eru gerð í því augnamiði að
skapa verkefni fyrir frystihúsin á
vetrarmánuðum. Ég á von á að
þetta hráefni verði áfram keypt
en við munum að sjálfsögðu huga
vel að markaðssetningu þessara
afurða," sagði Benedikt.
INNLENT
Stórlax
úr Soginu
EINN af stærstu löxum sum-
arsins veiddist í Soginu i gær-
morgun. Var það 22 punda lax
sem Kjartan Sigurðsson
veiddi í landi Alviðru á spón.
Áður höfðu veiðst 22,5 punda
fiskur í Hvítá í landi Lang-
holts og 22 punda lax í Staðar-
torfu í Laxá í Aðaldal.
Veiði hefur glæðst í Soginu
að undanförnu og fyrir skömmu
voru komnir 30 laxar á land í
landi Ásgarðs og annað eins í
Alviðru. Þá hafði frést af tals-
verðu af laxi í landi Syðri-Brú-
ar, en Árni ísaksson veiðimála-
stjóri dró þar þrjá í gær og sá
miklu fleiri.
Skipulag í Laugarnesi
Tillit tek-
iðtQmaun-
vistarleifa
NÝ DRÖG að deiliskipulagi í
Laugarnesi munu taka tillit til
mannvistarleifa, sem komu fram
á jarðsjá, að sögn Þorvaldar S.
Þorvaldssonar forstöðumanns
borgarskipulags. Breyta verður
aðkomu bifreiða að nesinu, bíla-
stæðum og hnika til fyrirhuguðum
byggingarreit að viðbyggingu við
hús Hrafns Gunnlaugssonar.
Að sögn Margrétar Hallgrímsdótt-
ur, borgarminjavarðar, komu í ljós
gamlar tóftir sem rétt þykir að varð-
veita en ekki eru uppi áform um að
kanna frekar á næstunni.
TOLLALÆKKUN!
MITSUBISHI
L 300
FJÖLNOTA
FJÖLSKYLDU-
BÍLLINN!
SMENN UM LAND Al.LT,
kkunar
\\al»
btU
to
Vegna
Ibæft
lo
kostar 1?eSS
aðein^
000 kr
479
MITSUBISHI
Fremstur meðal jafningja
Mitsubishi L 300 Minibus
er 8 manna fólksbíll,
sniðinn fyrir ferðalög og
frístundir ijölskyldunnar -
rúmgóður, þægilegur og
aflmikill.
Hann er gæddur afar
góðum aksturseiginleik-
urn og aldrifið hentar hin-
um íslensku aðstæðum.
Farðu í fríið á Mitsubishi
L 300 Minibus!
VERNÐ
HEKLA
aHegB VI
Laugavegi 170-174- Sími 69 55 00 e l»‘l*
MiTSUBISHI
HVÍTA HÚSIÐ